Morgunblaðið - 19.01.1994, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 1994
7
og Skriðuhreppur
NORÐURLAND
Hvammshr.
sshreppur VESTUR-
Breiðuvíkur- LAND
Sjáumst!
Kringlan 8-12, sími 686244
i*ff ff
Kosið aftur: NORÐURLAND EYSTRA " K Tf II " fl
Enn unnið að sameiningu sveitarfélaga
'IRÐIR AvnaHakhrpnnur
f t. ¥&■ m xom i í\y>
♦ JL
AUSTURLAND
Samþykkt í
Laxárdalshr.,
Fellsstrandarhr., Haukadalshr.
og Suðurdalahreppur
í
Ólafsvlk,
utan Ennís,
hreppur og Staðarsveit
Kosið aftur-----------
Borgarnes, Borgarhreppur,
Stafholtstungnahreppur,
Norðurárdalshreppur,
Álftaneshreppur
og Hraunhreppur
Keflavík, Njarðvlk,
Hafnahreppur
Hðfn, Nesjahreppur
og Mýrahreppur
SUÐURLAND
Kosið aftun
Breiðdalshreppur og
Stöðvarfjarðarhreppur
Sameining sveitarfélaga
Önnur umferð
áfímmstöðum
ÖNNUR umferð atkvæðagreiðslu um sameiningu sveitarfélaga verð-
ur í sautján sveitarfélögum á fimm stöðum á landinu í febrúar og
mars. Fyrri umferðin hefur nú leitt til ákvörðunar um sameiningu
níu sveitarfélaga I tvö og viðræður eru enn í gangi á nokkrum stöðum.
Skipstjórinn á Bergvík við sjópróf vegna strandsins í Vöðlavík
Telur sig hafa rekið fót-
inn í sjálfstýringuna
SKIPSTJÓRINN á Bergvík VE 505 telur sig hafa rekið fótinn í
sjálfstýringslúsina og breytt stefnu bátsins án þess að verða þess
var með þeim afleiðingum að hann strandaði í Vöðlavík 18. desem-
ber siðastliðinn. Kom þetta fram í sjóprófum vegna strands skips-
ins sem fram fóru hjá héraðsdómara Austurlands á Egilsstöðum.
í vitnaleiðslum í sjóprófunum
lýsti skipstjórinn, Hörður Þórarinn
Magnússon, því að vegna veikina
stýrimanns hefðu þeir þurft að
hætta veiðum og fara með hann
til læknis á Seyðisfirði. Þar var
maðurinn skilinn eftir og siglt
morguninn eftir áleiðis til Eski-
fjarðar þar sem jólafrí var að hefj-
ast.
Venjuleg siglingaleið
Skipstjórinn segist hafa farið af
stað frá Seyðisfirði klukkan sjö um
morguninn í nokkuð slæmu veðri
og slæmu skyggni. Hann segist
hafa farið venjulega siglingaleið
fyrir Gerpi og skömmu síðar hafi
þeir fengið á sig mjög dimmt él
svo lítið sem ekkert hafi sést fram
á dekkið. Þá hafi dottið út myndin
á ratsjánni vegna éljanna. Ekki
hafi gengið að fá mynd aftur á
hana og þá hafi hann kveikt á hinni
ratsjánni, þó hún væri ekki í full-
komnu lagi, og reynt að fá mynd
á hana. Hann segist hafa setið í
stólnum og verið með fótinn uppi
á borðinu fyrir framan sig þar sem
sjálfstýringshúsið er á meðan hann
var að tryggja stefnu skipsins og
telur sig hafa rekið fótinn í sjálf-
stýringslúsina. Við það hafi orðið
stefnubreyting sem hann hafi ekki
orðið var við af því hann hafi ver-
ið upptekinn við annað.
Vélstjórinn sem verið hafði með
skipstjóranum í brúnni hafði
brugðið sér niður í kaffi og þegar
hann varð var við að eitthvað væri
athugavert við stefnu skipsins fór
hann upp í brú og í sama mund
og hann kom þangað kenndi skipið
grunns í Vöðlavík. Skipstjórinn
segist hafa litið upp þegar vélstjór-
inn kom og þá séð sandinn fram-
undan eða brotið og sett strax á
fulla ferð aftur ábak en það hafi
verið of seint.
50 gráðu stefnubreyting
Fram kom að fulltrúi Siglinga-
málastofnunar telur stefnubreyt-
inguna hafa verið að lágmarki 50
gráður.
Skipstjórinn var einn í brúnni
síðustu 10-20 mínúturnar fyrir
strandið og aðspurður í sjóréttinum
sagðist hann telja öruggt að hann
hafi ekki dottað. Ennfremur neit-
aði hann því að verið gæti að hann
hafi villst á Vöðlavík og Reyðar-
firði.
Aðspurður í sjóréttinum játaði
Hörður því að eftir á að hyggja
hefði verið rétt hjá honum að sigla
bæði utar og hægar við þær að-
stæður sem þarna voru.
Fyrsta atkvæðagreiðslan í ann-
arri umferð verður á Suðurnesjum
5. febrúar. Þá greiða íbúar Keflavík-
ur, Njarðvíkur og Hafna atkvæði
um sameiningu.
19. febrúar verður atkvæða-
greiðsla á þremur stöðum, í Mýra-
sýslu og á tveimur stöðum á suður-
hluta Austurlands. Greidd verða
atkvæði um sameiningu Breiðdals-
hrepps og Stöðvarhrepps og verði
hún samþykkt verða Stöðvarijörður
og Breiðdalsvík í sama sveitarfélag-
inu. íbúar Hafnar í Hornafirði og
tveggja næstu hreppanna, Mýra-
hrepps og Nesjahrepps, greiða at-
kvæði um sameiningu sama dag.
19. febrúar verður einnig tillaga um
sameiningu Borgarness, Borg-
arhrepps, Stafholtstungna, _ Norður-
árdals, Hraunhrepps og Álftanes-
hrepps í Mýrasýslu borin undir at-
kvæði.
Síðasta atkvæðagreiðslan verður
19. mars þegar íbúar Glæsibæjar-
hrepps, Öxnadalshrepps og Skriðu-
hrepps í Eyjafirði greiða atkvæði
um sameiningu þessara þriggja
hreppa.
Sameining ákveðin á tveimur
stöðum
Sameining fjögurra sveitarfélaga
undir Jökli á Snæfellsnesi var sam-
þykkt í atkvæðagreiðslunni í nóv-
ember. Á grundvelli þeirrar at-
kvæðagreiðslu hafa hreppsnefndir
fimm hreppa í Dalasýslu einnig
ákveðið að sameinast eftir sveitar-
stjórnarkosningarnar í vor.
Viðræður um sameiningu eru í
gangi á nokkrum stöðum á landinu.
Stærsta málið er hugsanleg samein-
ing ísafjarðar, Suðureyrar, Flateyr-
ar og fleiri sveitarfélaga í tengslum
við Vestfjarðagöngin.
-------» ♦ ♦--------
*
Forseti Is-
lands til Oslóar
FORSETI íslands, Vigdís Finn-
bogadóttir, heldur áleiðis til Ósló-
ar í dag, 19. janúar, þar sem hún
tekur þátt í alþjóðlegri umhverfis-
ráðstefnu í boði Gro Harlem
Brundtland, forsætisráðherra
Noregs.
Ráðstefnan fjallar um breytingar
á framleiðslu- og neysluháttum í iðn-
ríkjum heimsins og er haldin í tengls-
um við starfsemi umhverfisnefndar
Sameinuðu þjóðanna, sem stofnuð
var í kjölfar umhverfisráðstefnunnar
í Ríó. Forseti heldur fyrirlestur á
ráðstefnunni fimmtudaginn 20. jan-
úar.
Frá Ósló fór forseti til Kaup-
mannahafnar þar sem hún heldur
annan fyrirlestur á alþjóðlegri ráð-
stefnu sem fjallar um margvíslegan
þjóðfélagslegan vanda sem steðjar
að iðnríkjunum.
ívið minni eftirspurn eftir
laxveiðileyfum hjá SVFR
Heldur minna er sótt í laxveiðileyfi sem Stangaveiðifélag Reykja-
víkur hefur á sínum snærum í ár en í fyrra. Uthlutun leyfa stend-
ur yfir um þessar mundir og sagði Jón Gunnar Borgþórsson fram-
kvæmdastjóri SVFR í samtali við Morgunblaðið að sem fyrr væru
þó ákveðin svæði afar vinsæl og nánast uppseld. Nefndi hann sem
dæmi Elliðaárnar, Stóru-Laxá í Hreppum og viss tímabil í Norð-
urá. Skýringuna á samdrættinum taldi Jón vera þá, að efnahags-
ástandið hefði lítið batnað ef nokkuð og svo voru spár um góða
veiði fyrir síðastliðið sumar mjög ákveðnar, en meiri óvissa virtist
vera nú.
Bjarni Júlíusson stjórnarmaður
í SVFR sagði að ljóst væri að fé-
lagsmenn sæktu mjög í þau svæði
þar sem veiðivon væri góð, en verði
í hóf stillt. Nefndi hann eins og
Jón Gunnar Elliðaár, Stóru-Laxá
og júlí og september í Norðurá.
Stóra-Laxá vinsæl I
„Stóra-Laxá rokselst. Dæmi er
svæði 3 sem oft hefur verið þungt
í sölu. Það er nú uppselt og færri
komast að en vilja á neðstu
svæðunum tveimur. Þá er mikil
aðsókn á efsta svæðið. Afsláttartil-
boðið í tvö af svæðum Sogsins
hefur og mælst vel fyrir, svo og
sú ákvörðun að bjóða ekki upp á
fæði á aðalsvæði Hítarár eða í
september á aðalsvæði Norðurár.
Þá geta menn verið sáttir við um-
sóknir á aðalsvæði Hítarár og í
Gljúfurá og Tungufljótið er alltaf
jafn vinsælt,“ bætti Bjarni við.
mui yiiii
Verð frá:
. Leggings kr. 790,-
Pils kr. 890,-
Skyrtur kr. 990,-
Buxur kr. 1.190,-
Gallabuxurkr. 1.490,-
Kjólar kr. 1.990,-
Úlpur kr. 1.990,-
Jakkar kr. 1.990,-
Laugavegi ui, simi 21444.