Morgunblaðið - 19.01.1994, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANUAR 1994
9
Ný sending frá Frakklandi
Utsalan áfram á haustvörum.
TESS
NE
NEÐST VIÐ
DUNHAGA,
S. 622230.
Opiðvirka daga
kl.9-18,
laugardaga
kl. 10-14.
Eitt áreiðanlegasta
spamaöarformiö í
þrjá áratugi
í nærri þrjá áratugi hafa spariskírteini
ríkissjóðs verið ein öruggustu
verðbréfin á markaðnum. Og þau eru
alltaf jafn vinsæl sparnaðarleið enda fá
verðbréf sem standa þeim jafnfætis í
öryggi, arðsemi og sveigjanleika:
Þú getur komið í Þjónustumiðstöö
ríkisverðbréfa og keypt spariskírteini
fyrir litlar sem stórar fjárhæðir í
almennri sölu.
Þú getur tekið þátt í mánaðarlegum
útboðum á spariskírteinum með
aðstoð starfsfólks
Þ j ónustumiðstöð varinnar.
Þú getur keypt spariskírteini í
mánaðarlegri áskrift og þannig
sparað reglulega á afar
þægilegan hátt.
Gulltryggðu sparnaðinn með
spariskírteinum ríkissjóðs.
ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ
RÍKISVERÐBRÉFA
Hverfisgötu 6, sími 91-626040
Indriði Pálsson, stjórnarfor-
maður Hf. Eimskipafélags ís-
lands.
Öryggi og forræði
f siglingum
Eimskipafélag íslands, hlutafélag, var
stofnað 17. janúar 1914. Markmiðið var,
eins og Indriði Pálsson stjórnarformaður
félagsins komst að orði á 80 ára afmæli
félagsins, „að tryggja íslandi frelsi, öryggi
og forræði í samgöngum til og frá landinu".
Aflgjafí
framfara
Indriði Pálsson komst
m.a. svo að orði í 80 ára
afmælisfagnaði Eimskips:
„A þessu ári minnumst
við Islendingar stórra
sögulegra viðburða hér á
iandi. Ber þar að sjálf-
sögðu hæst 50 ára afmæli
lýðveldisstofnunar á Is-
landi, þann 17. júni 1944.
í dag erum við hér
saman komin til að minn-
ast þess merka atburðar
þegar íslenzka . þjóðin
sameinaðist hinn 17. janú-
ar 1914 um stofnun Hf.
Eimskipafélags Islands.
Þessi atburður markaði
þáttaskil í baráttu íslend-
inga fyrir sjálfsforræði í
siglingum til og frá land-
inu og varð þegar í upp-
hafi mikill aflgjafi í öllum
framfara- og hagsmuna-
málum þjóðarinnar. Þetta
var áfangi að fullveldi
hennar og síðan stofnun
lýðveldisins ...
Fámennur hópur dugn-
aðar- og hugsjónamanna
fékk tilliðs við sig mikinn
fjölda Islendinga, austan
hafs og vestan, úr öllum
stéttum og starfsgrein-
um, neitaði að lúta lengur
forsjá erlendra manna og
stofnaði fyrsta almenn-
ingshlutafélagið á íslandi,
Hf. Eimskipafélag ís-
lands.
Það sem réði úrslitum
hversu vel til tókst var
frelsisþrá og samstaða
þjóðarinnar, ásamt mark-
vissri forystu þeirra, sem
í fylkingarbrjósti stóðu.
Siglingar
eru eyþjóð
nauðsyn
„Saga siglinga íslend-
inga er jafngömul sögu
þjóðarinnar. Þeir sem
landið námu voru braut-
ryðjendur í sjóferðum
þess tima. Þamúg tengj-
ast uppruni Islands-
byggðar og upphaf sigl-
inga óijúfanlegum bönd-
um ...
Þeir fnnnkvöðlar sem
á öðrum áratug þessarar
aldar stóðu að undirbún-
ingi og stofnun Eimskipa-
félagsins sýndu um flest
einstætt frumkvæði og
hyggindi. Þetta kemur
skýrt fram í stofnskrá
Eimskipafélagsins en þar
segir meðal annars:
Þá verður ferðum
sljómað af innlendum
mönnum, sem þekkja
landíhagi og þarfir við-
skiptalífs vors.“
Þvi má segja að allt frá
stofnun félagsins hafi
leiðai'ljós stjórnenda ver-
ið að sinna þörfum og
óskum viðskiptavina
sinna hér á landi ...“.
Samskiptin við
umheiminn
mikilvæg
„Á undanförnum miss-
erum hafa miklar breyt-
ingar átt sér stað í átt til
aukins frelsis í samskipt-
um og viðskiptum milli
landa. Vindar frelsis hafa
á ný leikið um þjóðir, sem
áður voru hnepptar í viðj-
ar áætlunarbúskapar og
miðstýringar. Þessum
þjóðum hefur famast
misjafnlega vel á leið
sinni til bættra lífskjara á
forsendum lýðræðis og
markaðsbúskapar.
Okkur íslendinga
skiptir þessi þróun miklu
máli. Við verðum ávallt
að gæta hagsmuna okkar
i samskiptum við aðrar
þjóðir. I aukinni sam-
keppni er áriðandi fyrir
íslenzkt atvinnulíf að eiga
öflugt, sveigjanlegt og
hagkvæmt flutningafyr-
irtæki, sem stjómað er
af íslendingum sjálfum.
Slíkt fyrirtæki vill Eim-
skipafélagið vera ...“
Farvegur
milliríkja-
viðskipta
„Markmið Eimskipafé-
lagsins er að veita við-
skiptavinum sinum
trausta og hagkvæma
flutningaþjónustu hér á
landi og erlendis og auð-
velda þeim þannig að ná
betri árangri í viðskipt-
um, sjálfum sér og þjóð-
inni allri til heilla og hags-
bóta. Ég vænti þess að
Eimskipafélagsins biði
mörg og stór verkefni í
framtiðiimi. Þau ber að
leysa með nýtingu þeirrar
þekkingar og af þeirri
hagkvæmni, sem bezt er
fáanleg á hveijum tíma,
þar sem atorka, framsýni
og hagsmunir hluthafa,
viðskiptavina og þjóðar-
innar allrar em hafðir að
leiðarljósi. En það verk-
efni sem ávallt mun skipa
öndvegi þjá félagjnu er:
Að tryggja íslandi frelsi,
öryggi og forræði í sam-
göngum tíl og frá land-
inu.“
■ FYRSTA konukvöldið í Her-
kastalanum einkennist af líkam-
legri og andlegri hollustu á nýbyij-
uðu ári þar sem m.a. næringafræð-
ingur kemur í heimsókn. Konu-
kvöldið er miðvikudaginn 19. janúar
kl. 20.30. Ólafur Sæmundsson,
næringafræðingur sem starfar hjá
Mætti heldur fyrirlestur um áhrif
mataræðis. Sæunn Þórisdóttir
flytur hugvekju og mikið verður um
söng. Einnig verða veitingar og
happdrætti.
■ GRIKKLANDS VINA FÉLA G-
IÐ Hellas heldur fund í Kornhlöð-
unni við Bankastræti fimjnmtu-
daginn 30. janúar kl. 20.30. Á fund-
inum mun Svavar Hrafn Svavars-
son flytja erindi um sófistana
forngrísku. Svavar stundar nú
framhaldsnám við háskóla í Banda-
ríkjunum í klassískum fræðum og
hefur einnig að undanförnu kennt
þau sem stundakennari við Háskóla
Islands. Á fundinum munu einnig
verða kynntar áætlanir um ferðir
til Grikklands sem félagið hyggst
gangast fyrir á sumri komanda.
Aðgangur er öllum heimill.
SPEGILSJÓÐIR VÍB
Oryggi frá upphafi til framtíðar
Við ávöxtun verðbréfasjóða VIB hefur
jafnan verið lögð megináhersla á
öryggi, stöðugleika og góða ávöxtun.
Stærstur hluti eigna sjóðanna er
þannig ávaxtaður í skuldabréfum ríkis,
sveitarfélaga og banka.
ArsraUnávöxtun verðbréfasjóðanna
hefur að meðaltali verið 8,2%
síðastliðin fimm ár og stuðla lækkandi
vextir undanfarið að áframhaldandi
góðri ávöxtun sjóðanna.
Hægt er að innleysa sjóðsbréfm
hvenær sem er án innlausnargjalds.
Þess í stað er greitt upphafsgjald við
kaup í sjóðina. Bréfin eru fáanleg í
hvaða einingum sem er.
Spegilsjóðir VIB henta best til
ávöxtunar sparifjár í eitt ár eða lengur.
Ráðgjafar VIB veita frekari upplýsingar
um SpegilsjóM VIB og einnig er hœgt ab fá
sendar uppljsingar ípósti.
Verið velkomin í VIB!
VlB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
• Aðili að Verðbréfaþingi Islands •
1 Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími: 68 15 30. Myndsendir: 6815 26.