Morgunblaðið - 19.01.1994, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANUAR 1994
17
Morgunblaðið/Júlíus
Bíll valt ofan ílæk
KONA slasaðist þegar bíll, sem hún ók eftir Hafnarfjarðarvegi, valt
yfir vegrið og hafnaði á hvolfi ofan í Kópavogslæknum. Þetta gerðist
um klukkan 15. Konan, sem ók bílnum, var flutt á slysadeild með
sjúkrabíl. Að sögn læknis á slysadeild var hún ekki mikið slösuð og
fékk að fara heim að lokinni skoðun og aðhlynningu.
Prófkjör Sjálfstœðisflokksins
veijum
STERKA foryst
• Skrifstofa stuðninysmanna ■ Vesturgötu 2. (Álafosstiúsinu) ■
• Símar 16560 og 16561 - Opið 10-22 -
STARFSEMI Stjórnarnefndar
um almenningssamgöngur hef-
ur verið flutt í gamla Morgun-
blaðshúsið í Aðalstræti 6, og að
sögn Sveins Andra Sveinssonar
formanns nefndarinnar hefur
að minnsta kosti í bili verið
horfið frá því að innrétta hús-
næði undir starfsemina í Mjótld
eins og til stóð.
Sveinn Andri sagði að ástæða
þess að horfið hefði verið frá því
að innrétta húsnæði undir starf-
semi nefndarinnar í Mjódd væri
sú að viðræður um hugsanlegt
samstarf við Almenningsvagna BS
væru að hefjast.
Stjórnarnefnd um almennings-
samgöngur gegnir því hlutverki
að viðhalda og móta almenna
stefnu í samgöngumálum. Auk
þess annast hún samskipti við
stjóm Strætisvagna Reykjavíkur
hf. fyrir hönd borgaryfirvalda og
tekur allar ákvarðanir varðandi
fargjöld og leiðakerfi strætis-
vagna.
Rýmt fyrir
Lýðveldis-
garðinum
BORGARRÁÐ samþykkti í gær
sölu á húsinu að Hverfisgötu
23, en þar á lóðinni á svonefnd-
ur Lýðveldisgarður að vera.
Húsið verður flutt á lóðina að
Vesturgötu 5A.
Tuttugu og eitt tilboð barst í
húsið, en það var selt þeim sem
átti þriðja hæsta tilboð, eftir að
tveir hæstbjóðendur höfðu dregið
tilboð sín til baka. Söluverð húss-
ins er 1,9 milljónir króna. Húsið
verður flutt að Vesturgötu fyrir
1. mars.
Ingu Jónu f
sætlð
Stuðningsmenn
Nýr formaður Kvikmyndasjóðs
Uthlutunar að
vænta fyrir helgí
NÝSKIPUÐ stjórn Kvikmyndasjóðs hittist í hádeginu í dag til að
fjalla um starfs- og fjárhagsáætlun sjóðsins á árinu. í framhaldi af
því kemur úthlutunarnefnd saman og síðan hittist hópurinn allur
og tilkynnir hvaða verkefni hljóta styrki. Það verða þó varla mörg
þeirra 132 sem sótt var um fjármagn til, sjóðurinn hefur væntan-
lega rúmar fimmtíu milljónir til úthlutunar. Vilhjálmur Egilsson
alþingismaður var í gær skipaður formaður stjórnar hans.
Menntamálaráðherra skipar arinsson, Ingibjörg Briem og
stjórn Kvikmyndasjóðs á þriggja
ára fresti með hliðsjón af tillögum
aðildarfélaganna fjögurra. For-
manninn finnur hann síðan án til-
nefningar. Það tók nokkurn tíma
í þetta sinn og því hefur úthlutun
dregist, en miðað hefur verið við
15. janúar. Anna María Karlsdótt-
ir starfsmaður kvikmyndasjóðs
segir líkur til að skýrt verði frá
niðurstöðu úthlutunarnefndar á
morgun eða föstudag.
í stjórn Kvikmyndasjóðs sitja
auk formannsins Ari Kristinsson,
Samtökum kvikmyndaframleið-
enda, Eiríkur Thorsteinsson, Fé-
lagi kvikmyndagerðarmanna, Ein-
ar Kárason, Bandalagi íslenskra
listamanna, og Jón Ólafsson, Fé-
lagi kvikmyndahúsaeigenda. I út-
hlutunarnefnd, sem starfað hefur
frá því umsóknarfrestur rann út í
miðjum nóvember, sitja Árni Þór-
Ragnheiður Steindórsdóttir.
Framlög lækka
Framlög til Kvikmyndasjóðs af
fjárlögum ársins lækkuðu um tíu
milljónir króna frá fyrra ári, úr 111
í 101 milljón. Að auki er nú gert
ráð fyrir að sjóðurinn kosti rekstur
Kvikmyndasafnsins, sem fram til
þessa hefur fengið sérstaka fjár-
veitingu. Hún nam 8,7 milljónum
1993 og nú gæti safnið þurft 9,9
milljónir samkvæmt upplýsingum
blaðsins. Þar með færðust pening-
ar sjóðsins niður í 91 milljón og
ýmsir liðir koma þá til frádráttar
þar til rúmar fimmtíu milljónir
standa eftir til úthlutunar.
Stjórnarnefnd um al-
menningssamgöngur
Starfsemin
flutt í Aðal-
stræti 6