Morgunblaðið - 19.01.1994, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANUAR 1994
19
Rakel Ósk Halldórsdóttir dró út nöfn vinningshafa í áramótagetraun Morgunblaðsins og eins og sést á myndinni bárust margar lausnir.
Dregið í áramótaget-
raun Morgunblaðsins
Margar lausnir bárust í áramótagetraun Morgunblaðsins. Get-
raunin skiptist í barnagetraun, unglingagetraun og fullorðinsget-
raun. Þrenn verðlaun eru veitt fyrir hvern flokk auk þess sem
allir vinningshafar fá Morgunblaðsúr. Morgunblaðið þakkar les-
endum sínum góða þátttöku í áramótagetrauninni. Vinningshaf-
arnir sem dregnir voru úr innsendum lausnum eru eftirtaldir:
Barnagetraun
1. Viktor og Katrín, 6
ára,
Brekkubyggð 45, Garðab. —
Skíðavörur að andvirði 15.000 kr.
frá Hummel-búðinni. 2. Guðný
Pálsdóttir, 7 ára, Neshaga 14,
Reykjavík. — Barnabækur að eig-
in vali frá Máli og menningu að
andvirði 8.000 kr. 3. María Björk
Birkisdóttir, 6 ára, Fálkagötu
15, Reykjavík. — Geisladiskar að
eigin vali frá Skifunni að andvirði
5.000 kr.
Unglingagetraun
1. Kristín María Birgisdóttir,
13 ára, Dalbraut 3, Grindavík.
— Fatnaður að eigin vali frá
Levi’s-búðinni, Laugavegi, að
andvirði 15.000 kr. 2. Bryndís
Kristjánsdóttir, 15 ára, Borg-
arholti, Biskupstungum. —
Bækur að eigin vali frá Máli og
menningu að andvirði 8.000 kr.
3. Guðrún Rúnarsdóttir, 15
ára, Hæðargerði 31, Reyðar-
firði. — Geisladiskar að eigin
vali frá Skífunni að andvirði
5.000 kr.
Fullorðinsgetraun
1. Kristín Bjarnadóttir, 50 ára,
Smáraflöt 30, Garðabæ. — Nýja
Times-Atlas 'bókin frá Máli og
menningu. 2. Ellý Guðjohnsen,
35 ára, Reynimel 31, Reykjavík. —
Málsverður á Skólabrú að andvirði
10.000 kr. 3. Jón Sigurðsson, 63
ára, Lækjargötu 4, Hvammstanga.
— Geisladiskar að eigin vali frá
Skífunni að andvirði 5.000 kr.
Rétt svör við áramótagetraun
Undirmönn-
um á tveim-
ur Samherja-
togurum
sagt upp
ÖLLUM undirmönnum á Margréti
EA og Oddeyri EA, togurum Sam-
heija á Akureyri, var sagt upp
störfum á mánudaginn. Togararn-
ir hafa verið á svokölluðum tvíbur-
atrollveiðum undanfarna mánuði
og snýst ágreiningurinnum það
hvernig skipta eigi aflaverðmæti
milli þeirra tveggja skipa sem hlut
eiga að veiðum hveiju sinni. Eng-
inn kjarasamningur hefur verið i
gildi um slíkar veiðar og viðræður
um mmálið sigldu í strand sl haust,
að sögn Konráðs Alfreðssonar for-
manns SJómananfélags Eyjafjarð-
ar. Engar viðræður hafa farið
fram í deilunni. Þorsteinn Már
Baldvinsson framkvæmdastjóri
Samheija sagðist ekki skilja hvert
sjómannafélagið væri að fara í
þessu máli. „Við munum skoða
okkar mál í rólegheitunum, en
töldum okkar skylt að segja upp
undirmönnunum upp á meðan
staðan er eins óljós og hún er,“
sagði Þorsteinn.
Forsvarsmenn Sjómannafélags
Eyjafjarðar kröfðust þess á mánu-
daginn að gert yrði upp við sjómann
samkvæmt samningum sem gilda
fyrir frystitogara en því vildu Sam-
heijamenn ekki una að sögn Konráðs
Alfreðssonar. „Afli er miklu meiri í
þessum veiðum en ekki bætt við
mannskap um borð. Vinnuálagið hef-
ur því aukist en sjómenn bera minna
úr býtum,“ sagði Konráð.
Áhöfn þess skips á tvíburatrollveið-
um sem tekur aflann um borð hefur
fengið rúm 80% í sinn hlut, en innan
við 20% hafa komið í hlut dráttarbáts-
ins, þ.e. til að greiða laun og rekst-
ur. Þorsteinn Már Baldvinsson sagði
að síðastliðið sumar þegar skipin
skiptust á að taka trollið um borð
hefði verðmæti verið skipt jafnt milli
áhafna skipanna. Nú væri það ein-
göngu annað skipið sem tæki aflann.
„Við höfum haldið því fram að miðað
við þann árangur sem við höfum náð
við þessar veiðar hafi mannskapurinn
fengið allt að 50% hærri laun, en ef
þeir hefðu verið einir. Við teljum því
að um verulega kauphækkun sé að
ræða, en auðvitað er einnig um meiri
vinnu að ræða,“ sagði Þorsteinn.
--------------------
Iðnaðarnefnd
í heimsókn
IÐNAÐARNEFND Alþingis undir
forsæti Svavars Gestssonar mun
eiga fund með fólki í atvinnuleit í
Safnaðarheimili Akureyrarkirkju
í dag, miðvikudag, en þar er opið
hús milli kl. 15 og 18.
Þess er vænst að sem flestir sem
nú eru án atvinnu noti þetta tæki-
færi til að hlýða á mál nefndarmanna
þegar staða iðnfyrirtækja í bænum
og atvinnusköpun í iðnaði verða sér-
staklega til umræðu, en sennilega
hafa fáir ef nokkrir staðir á landinu
misst jafn mörg störf í þjónustu- og
úrvinnsluiðnaði og Akureyri á undan-
förnum árum sem án efa ræður mestu
um það mikla atvinnuleysi sem þar
er nú.
Reiknað er með að nefndarmenn
komi í Safnaðarheimilið kl. 16 og
munu fulltrúar hefja umræðuna og
síðan svara fyrirspurnum.
Samverustundin hefst kl. 15 og
verður þá kaffi og brauð á borðum
þátttakendum að kostnaðarlausu.
Allir eru velkomnir, bæði þeir sem
eru án atvinnu og þeir sem sérstakan
áhuga hafa á málefnum iðnaðarins
og vilja heyra hvað iðnaðarnefnd
hefur fram að færa.
Ýmis gögn liggja frammi í miðstöð-
inni fyrir fólk í atvinnuleit, en nánari
upplýsingar eru gefnar í síma milli
kl. 15 og 17 á þriðjudögum og föstu-
dögum.
Barnagetraun, 5-11 ára
1. ÍBK varð íslands- og bikarmeistari bæði
í karla- og kvennaflokki.
2. Pabbi Ronju ræningjadóttur heitir Matthías.
3. Kvikmyndin um risaeðlur sem vakti at-
hygli heitir Júragarðurinn.
4. Svala Björk Arnardóttir var kjörin feg-
urðardrottning ársins 1993.
5. Rússar urðu heimsmeistarar í handknatt-
leik karla á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð.
6. Guðmundur Árni Stefánsson tók við
embætti heilbrigðisráðherra.
7. Læðan sem ofsækir Högna hrekkvísa heit-
ir Bína brjálaða.
8. Rússneska þinghúsið er kallað Hvíta húsið.
9. Hljómsveitin sem Stefán Hilmarsson stofn-
aði á árinu heitir Pláhnetan.
10. Barnsfaðir Whitney Houston heitir Bobby
Brown.
Unglingagetraun, 12-17 ára
1. Bandaríski kvikmyndaleikarinn ungi sem
lést á síðasta ári—heitir River Phoenix.
2. 1. desember síðastliðinn voru liðin 75 ár
frá því íslendingar urðu fullvalda þjóð.
3. Þórður Guðjónsson, ÍA, gerði flest mörk
í fyrstu deild karla í knattspyrnu.
4. Hermann kvaddi á síðasta ári vegna þess
að höfundur hans gat ekki haldið áfram
að teikna af heilsufarsástæðum.
5. Svæðið þar sem íslendingar stunduðu
umdeildar fiskveiðar er kallað Smugan.
6. Þorbergur Aðalsteinsson hyggur á framboð
í borgarstjórnarkosningum fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn.
7. Það þótti athyglisvert við samdrátt Naruhit-
os krónprins Japans og Masako Owada að
hún var lengi treg til en prinsinn gafst
ekki upp heldur hringdi á nóttu sem degi
uns hún féllst á stefnumót.
8. Bandarískir löggæslumenn sátu í tvo mán-
uði um sértrúarsöfnuð Davids Koresh.
9. Julia Roberts og Lyle Lovett voru ber-
fætt er þau giftust.
10. Þjóðverjar urðu heimsmeistarar í hand-
knattleik kvenna.
Fullorðinsgetraun, 18 ára og eldri
1. Buckingham-höll var opnuð til sýnis al-
menningi.
2. Aflinn í Smugunni á síðasta ári varð 9.000
tonn.
3. Jóni Sigurðssyni bauðst bankastjórastaða
í Norræna fjárfestingabankanum.
4. Fyrstur útlendinga til að klæðast landsliðs-
peysunni í knattspyrnu varð Izudin Daði
Dervic.
5. Það var landsliðið undir 21 árs í hand-
knattleik sem varð Norðurlandameistari í
ágúst.
6. Kristján Helgason varð heimsmeistari
unglinga í snóker.
7. Skorað var á Vigdísi Finnbogadóttur að
undirrita ekki lög um EES.
8. Það var rafmagnsleysi sem olli því að
ekki var hægt að afgréiða viðskiptavini ÁTVR
fyrir sex dag nokkurn í febrúar síðastliðnum.
9. Það var auglýsing um að blöð Samútgáf-
unnar væru góð páskalesning sem varð
forstöðumanni Betels tilefni til að lýsa því
yfir að um ferlegan páskaboðskap væri að
ræða.
10. Það sem varð konunum tveimur að falli
sem Bill Clinton ætlaði að tilnefna til embætt-
is dómsmálaráðherra var að þær höfðu ráð-
ið ólöglega innflytjendur til að gæta barna
sinna.
11. Toni Morrisson hlaut bókmenntaverð-
laun Nóbels.
12. Það var talið hafa úrslitaáhrif á andrúms-
loftið við samningaborð ísraela og Palestínu-
manna að fjögurra ára gamall sonur sátta-
seinjarans var jafnan með föður sínum.
13. Eiginkona bandaríska varaforsetans heit-
ir Tipper Gore.
14. Nýjasta kvikmynd Hrafns Gunnlaugsson-
ar heitir Hin helgu vé.
15. Ólympíuleikarnir árið 2000 verða í Sydn-
ey í Ástralíu.
16. Póstur og sími kennir hugbúnaði frá
Ericsson um tíðar bilanir.
17. Sýning á verkum Auguste Rodins var
sett upp á Kjarvalsstöðum.
18. Ágreiningurinn um debetkortin snýst um
það að kaupmenn telja þjónustugjöld banka
of há.
19. Sá fatlaði íþróttamaður sem á árinu var
valinn til að keppa í landsliði ófatlaðra íslend-
inga er Geir Sverrisson.
20. Það varð danska forsætisráðherranum að
falli að hann þagði yfir upplýsingum í
Tamílamálinu svokallaða.
21. Nýja platan hennar Bjarkar Guðmunds-
dóttur heitir Debut.
(Fréttatilkynning.)