Morgunblaðið - 19.01.1994, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANUAR 1994
Egill Hauksson jarðskjálftafræðingur við California Institute of Technology Fundur álframlciðcnda
Einn stærsti skjálfti undir
borgarsvæði í Kalifomíu
„ÞETTA er líklega með stærstu
skjálftum sem átt hafa sér stað
undir borgarsvæði í Kaliforníu.
Hreyfingin varð á lóðréttu mis-
gengi sem liggur undir San Fern-
ando-dalnum, undir talsverðu
þéttbýli og því urðu miklar
skemmdir á mannvirkjum," sagði
Egill Hauksson, jarðskjálftafræð-
ingur við California Institute of
Technology í Pasadena, háskóla
sem sér um jarðskjálftamælingar
í Suður-Kaliforníu.
Egill sagði að rétt fyrir norðan
skjálftasvæðið í fyrradag hefði orðið
6,4 stiga skjálfti í febrúar árið 1971.
„Sá skjálfti varð á norðurhlið dalsins
á lóðréttu misgengi sem liggur und-
ir fjöllin. Þessi skjálfti varð hins
vegar á misgengi sem liggur í hina
áttina, til suðurs undir dalinn. Það
er eins og þama sé hryggur á milli
og hefur því skolfið báðum megin á
honum.“
„Það er erfitt að tjá sig um það
hvort stór Kaliforníuskjálfti sé yfir-
vofandi. Það liggja plötuskil í gegn-
um Kaliforníu og er San Andreas
sprungan hluti þessara skila. Um
15-20% hreyfmga á plötuskilunum
eiga sér stað á sprungum sem eru
beggja vegna San Andreas, allt að
100 km tii hvorrar handar. Brotna
plöturnar þar upp í minni blokkir
sem em að hreyfast framhjá hverri
annarri í skjálfta sem þessum," sagði
Egill.
Egill Hauksson sagði að svonefnd-
ur stórskjálfti í Kaliforníu, allt að 8
stig á richter, gæti aðeins orðið á
250 til 300 km langri sprangu og
væri San Andreas-sprungan því eina
sprangan sem slíkur skjálfti gæti
orðið á en hún er um 1.000 km.
JARDSKJÁLFTAMÆLINGAR
Richter-kvaröinn er þekktasti mælikvarðinn á styrkleika jaröskjálfta
KRAFTUR JARÐSKJALFTA BHUGSANLEG AHRIF
Teningur endurspeglar
mismunandi styrkleika
jarðskjálfta
Tjón af völdum skjálfta ræðst af nálægö borga viö skjálftamiðju
og hvers vel byggö hús og mannvirki eru byggð.
► Aberandi sprungur í jörð
► Alvarlegar skemmdir i múr- og
tréverki
► Hætta á miklu jarðskriði
► Fólk á erfitt með að standa og
stýra bifreiðum
Strompar brotna og sprungur
koma í húsvepgi
► Leiðslur rifna í sundur; eldhætta
■ Skjálftann finna allir
► Hús hristast, gler brotnar,
húsmunir hreyfast úr stað
KRT
„Jafnvel þótt þessi skjálfti hafi verið
6,6 á richter og valdið miklum
skemmdum er hann tiltölulega lítill
samanborið við þann stóra. Lengdin
á sprungufletinum sem hreyfist í
þessum skjálfta var ekki nema 25-30
km eða tíundi hluti þess sem hreyf-
ist í þeim stóra.“
Hvað með frekari skjálfta af sömu
stærðargráðu og skjálftinn í fyrra-
dag?
„Það verða eftirskjálftar, það hafa
þegar orðið þrír á bilinu 5 til 5,5
stig og slíkir eftirskjálftar geta orð-
ið næstu mánuði og ár. Það er ekki
hægt segja neitt ákveðið um fram-
hald, hvort það verði fleiri svona
stórir skjálftar."
„Mikið af rannsóknunum sem við
stundum núna beinast ekki svo mik-
ið að því að geta spáð fyrir um
skjálfta því þó hægt væri að segja
fyrir um jarðhræringar og flytja alla
í burtu stæði eftir sá vandi að allt
væri í rúst eftir á. Þá væri ekki
hægt að segja fólkinu að fara heim
aftur. Þess vegna er miklu meiri
áhersla á það lögð í rannsóknunum
að reyna að skilja áhrif skjálfta,
hvernig þeir hrista setlögin og
hvernig bylgjurnar hrista bergið.
Þeim upplýsingum er ætlunin að
koma til verkfræðinga svo þeir geti
hannað byggingar, hraðbrautir og
önnur mannvirki á þann hátt að þau
geti staðið skjálfta af sér,“ sagði
Egill.
Egill Hauksson sagði fjölskylduna
hafa sloppið vel frá skjálftanum.
„Sem betur fer sluppum við alveg
við tjón. Húsið okkar er í 30 km
fjarlægð frá upptökum skjálftans en
hristist ekki mikið þar sem það
stendur á föstu bergi en ekki setlög-
um. Hús sem byggð era ofan á set-
lögum hristast meira en hús á föstu
bergi. Setlagabyggð getur orðið mun
verr úti þó hún standi í miklu meiri
fjarlægð frá upptökum en okkar
hús,“ sagði Egill að lokum.
Sammála
um aðstoð
við Rússa
Brussel. Reuter.
FULLTRÚAR á fundi helstu ál-
framleiðsluríkja, sem hófst í
Brussel í gær, ræddu hvemig
skera mætti heimsframleiðslu á
áli niður um tvær milljónir
tonna, eða um 10%. Nokkrar
þjóðir, ekki síst Bandaríkja-
menn og Kanadamenn, lögðu
mikla áherslu á að allar tak-
markanir, sem yrðu ákveðnar,
yrðu að vera í samræmi við sam-
keppnislög viðkomandi ríkja.
Jorn Keck í framkvæmdastjórn
Evrópubandalagsins, sem er í for-
sæti á fundinum, vildi ekki tjá sig
um viðræðurnar en aðrir fundar-
menn sögðu m.a. að Rússar hefðu
kynnt áform um að endumýja úr-
eltar álbræðslur sínar sem valda
mikilli mengun. Allir eru sammála
um að grípa verði til einhvetja
aðgerða vegna stöðunnar sem kom
upp á álmarkaðnum eftir að rúss-
neski innanlandsmarkaðurinn
hrundi vegna minni hergagna-
framleiðslu og Rússar hófu stórút-
flutning á áli. Árið 1990 fluttu
þeir út 300 þúsund tonn en í fyrra
1,6 milljónir tonna. Hefur hið mikla
offramboð leitt til mikilla verð-
lækkana. Að sögn vestræns emb-
ættismanns voru þó allir sammála
um að ekki mætti útiloka Rússa
frá heimsmarkaðnum og aðstoða
yrði þá við að endurskipuleggja og
endurnýja áliðnað sinn.
Georgíj Gabúnía, formaður rúss-
nesku sendinefndarinnar, sagði
áður en fundurinn hófst að draga
yrði úr heimsframleiðslu. „Við
erum fylgjandi minni framleiðslu
en þá verða allir að.leggja sitt af
mörkum,“ sagði Gabúnfn.
ÚTSALA 10 - 60% AFSLÁTTUR
Vetrarfatnaður, skíðagallar, dúnúlpur, »hUfIIinBl^P
íþróttaskór, íþróttagallar o.fl. sportbúðin
Ármúla 40 ■ Sími 813555 og 813655
Halla Linker, ræðismaður íslands í Los Angeies-borg
Ekkí vitað um venilegt
tjón hjá íslendingum
„HÉR hefur enginn íslendingur orðið fyrir slysum eða alvarlegu
tjóni, svo ég viti til. Lausir hlutir brotnað og hjá mörgum er allt
brotið og bramlað en þeir sem ég hef rætt við segja það vera dauða
hluti sem hægt sé að endurnýja. Fólk er fegið að hafa sloppið lif-
andi úr þessu,“ sagði Halla Linker, ræðismaður ísiands i Los Angel-
es. Um 300 íslendingar búa í borginni og úthverfum hennar. María
Ellingsen, leikkona, sem búsett er í Topanga-dalnum, sem liggur
norður af San Fernando-dalnum, þar sem upptökin voru, sagði í gær
að eftirskjálftarnir hefðu vanist að degi til en erfitt væri að sofna
við stöðuga skjáita. Sagðist hún hafa sofnað á veröndinni heima hjá
sér og að nágrannar sínir hefðu Ijaldað í fyrrinótt fremur en að
sofa inni.
Halla er búsett allfjarri upptök-
unum en hún segir háhýsið sem
hún býr í hafa sveiflast eins og
kólf þegar skjálftinn gekk yfír.
„Háhýsi eru hins vegar öraggustu
byggingamar þar sem þau era
byggð úr stáli. Hér eru sprungur í
veggjum og allir lausir munir fóra
á gólfið en húsið er öraggt," segir
Halla en hún er búsett á 7. hæð.
Um leið og skjálftinn reið yfír, fór
rafmagnið af og lyftur urðu óvirk-
ar. Segist hún hafa haldið sig inn-
andyra og kveikt kertaljós.
„Ég svaf á pallinum í nótt, gat
ekki hugsað mér að vera inni,“
sagði María Ellingsen. Hún býr í
trékofa en segist engu að síður
hafa viljað vera utandyra, ef annar
stór skjálfti riði yfír.
Hélt að kofinn myndi
færast úr stað
„Það var skelfílegt þegar skjálft-
inn reið yfir,“ sagði Man'a. „Allt
lauslegt þeyttist úr hillum, skriða
fór af stað í fjallinu fyrir ofan mig
og ég hélt að kofinn myndi bókstaf-
lega færast úr stað. Én hann stóð
hristinginn af sér. Ég hugsaði bara
um að koma mér út, en ég held
að flestir hafi sest í dyragættirnar,
sem era sagðir öraggustu staðimir
í skjálftum. Sumir sátu stjarfír í
dyrunuin í alian gærdag.“
Skorsteinninn hrundi
Formaður Íslendingafélagsins í
Los Angeles, Jóhanna JLewis, segist
ekki vita annað en íslendingar í
borginni, hafi sloppið ómeiddir og
án teljanlegs tjóns. Sjálf er Jóhanna
búsett í San Fernando-dalnum, um
8 km frá upptökunum. Hún segir
mikið verk bíða fjölskyldunnar við
hreinsun en auk lausra muna,
hrandi strompurinn á húsi hennar
og sprangur era í veggjum. „Lætin
vora óskapleg, ég vaknaði við hrist-
inginn og hann var svo mikill að
ég varð að halda mér í rúmið til
að skella ekki á gólfíð. Ég hafði
mestar áhyggjur af dóttur minni
sem svaf í herbergi þar sem mikið
dót var í hillum."
Jóhanna hefur verið búsett í
Kalifomíu í 17 ár og segist ekki
hafa upplifað neitt þessu líkt, þó
jörðin hafi áður skolfið í jarðskjálft-
um. Fólk sem búi í Kalifomíu verði
hins vegar að gera sér grein fyrir
hættunni á jarðskjálftum, þó að til-
hugsunin um slíkt sé óskemmtileg.
Reuter
Sofið undir berum himni
UM 15.000 manns eru heimilsilausir eftir jarðskjálftann sem reið
yfir Los Angeles á mánudagsmorgun. Á myndinni leggst ein af fjöl-
mörgum fjölskyldum, sem misstu heimili sín, til svefns í Reseda-garð-
inum í borginni.