Morgunblaðið - 19.01.1994, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 1994
27
I
I
!
I
í
I
I
I
I
I
4
4
4
1
Framsóknarfélögin í Kópavogi
Framboðslisti samþykktur
Á FJÖLMENNUM fundi fulítrúaráðs framsóknarfélaganna í Kópa-
vogi, mánudaginn 17. janúar, var samþykktur svohljóðandi framboðs-
listi fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor:
1. Sigurður Geirdal, bæjarstjóri,
2. Páll Magnússon, guðfræðinemi,
Hansína Björgvinsdóttir, kennari,
4. Sigrún Ingólfsdóttir, íþrótta-
kennari, 5. Stefán Arngrímsson,
deildarstjóri, 6. Ómar Stefánsson,
íþróttakennari, 7. Einar Tómasson,
nemi, 8. Sigríður Jóhannsdóttir,
tækniteiknari, 9. Sigríður Jónas-
dóttir, varðstjóri, 10. Dagný S. Sig--
urmundsdóttir, nemi, 11. Hrafn
Harðarson, bæjarbókavörður, 12.
Kristján P. Ingimundarson, fram-
kvæmdastjóri, 13. Inga Krist-
mundsdóttir, húsmóðir, 14. Bima
Árnadóttir, húsmóðir, 15. Hallgrím-
ur Pétursson, húsasmíðameistari,
16. Þóra Guðnadóttir, skrifstofu-
stjóri, 17. Skúli Skúlason, vélfræð-
ingur, 18. Þorvaldur Guðmundsson,
matstæknir, 19. Hulda Pétursdóttir,
verslunarmaður, 20. Ragnar Snorri
Magnússon, frv. bæjarfulltrúi, 21.
Haukur Hannesson, verkstjóri, og
22. Sigurbjörg Björgvinsdóttir, for-
stöðumaður.
Listinn er ákveðinn að undan-
genginni skoðanakönnun og er upp-
röðun efstu manna í samræmi við
niðurstöður hennar. í þeirri könnun
fékk Sigurður Geirdal 82,5% at-
kvæða í fyrsta sæti, Páll Magnús-
son 77,5% atkvæða í 1.-2. sæti og
Hansína Björgvinsdóttir fékk 62,5%
í 1.-3. sæti. Á fulltrúaráðsfundin-
um var ofangreindur listi einróma
samþykktur mótatkvæðalaust.
firidsshófim
NÝ NÁMSKEIÐ
hefjast 24. og 25. janúar
( Bridsskólanumer boðið upp á námskeið fyrir byrjendur og eins þá sem lengra
eru komnir en vilja bæta sig á hinum ýmsu sviðum spilsins; í sögnum, úrspili
og vörn.
Hvort námskeið um sig stendur yfir í 10 vikur, eitt kvöld í viku.
Byrjendanámskeiðin eru á þriðjudagskvöldum milli kl. 20.00 og 23.00 en
framhaldsnámskeiðin á mánudagskvöldum frá kl. 20.00-23.30.
Kennt er í fundarsal starfsmannafélagsins Sóknar, Skipholti 50a.
Það er fólk á öllum aldri og af báðum kynjum sem sækir skólann og eru venju-
lega 20-25 manns í hvorum hópi. Ekki er nauðsynlegt að hafa með sér spila-
félaga.
Kennsla er byggð upp á fyrirlestrum, sérvöldum æfingaspilum og frjálsri spila-
mennsku undir leiösögn. Kennslugögn fylgja báðum námskeiðum.
Kennari er Guðmundur Páll Arnarson.
Frekari upplýsingar og innritun ■ síma 812607 milli kl. 14.00 og 18.00 alla daga.
Athugasemd
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá
Gylfa Kristinssyni, deildarstjóra í
félagsmálaráðuneytinu:
í Morgunblaðinu laugardaginn,
15. janúar birtist grein eftir Friðrik
Haraldsson, leiðsögumann og farar-
stjóra. í greininni fjallar Friðrik um
útgáfu atvinnuleyfa til útlendinga
til að starfa hérlendis sem leiðsögu:
menn með erlendum ferðahópum. í
greininni er að finna rangfærslur
og er vegið að félagsmálaráðherra
á mjög ósmekklegan hátt. Þessi hluti
greinar Friðriks dæmir sig sjálfur
og er ekki svaraverður. í greininni
er einnig gefið í skyn að félagsmála-
ráðuneytið hafi ekki farið að lögum
við útgáfu atvinnuleyfa vegna ráðn-
ingar á erlendum leiðsögumönnum.
Vegna þeirra ásakana vill ráðuneyt-
ið taka eftirfarandi fram:
1. Félagsmálaráðuneytinu barst
bréf frá umboðsmanni Alþingis,
dags. 9. nóvember 1993, þar sem
óskað var eftir upplýsingum um
aðgerðir sem gripið hafi verið til í
framhaldi af áliti umboðsmanns í
máli Félags leiðsögumanna (mál nr.
669/1992). Þetta mál íjallaði um
kvörtun félagsins yfir því að ekki
hafi verið fylgt ákvæðum laga nr.
26/1982, um atvinnuréttindi útlend-
inga, vegna ráðningar á erlendum
leiðsögumönnum. I áliti Umboðs-
manns voru gerðar athugasemdir
við útgáfu atvinnuleyfa vegna starfa
erlendra leiðsögumanna hérlendis.
Félagsmálaráðuneytið svaraði fyrir-
spum umboðsmanns Alþingis með
bréfi dags. 12. nóvember sl. í bref-
inu er upplýst að við útgáfu atvinnu-
leyfa vegna erlendra leiðsögumanna
sumarið 1993 hafi verið tekið fullt
tillit til ábendinga umboðsmanns.
Fram kemur að ráðuneytið hafi hald-
ið fund um þetta málefni 17. maí
sl. Til fundarins vom boðaðir fulltrú-
ar Félags leiðsögumanna, Félags
íslenskra ferðaskrifstofa, útlend-
ingaeftirlits, dómsmálaráðuneytis,
Ferðaskrifstofu BSÍ og samgöngu-
ráðuneytis. Allir framangreindir að- '
ilar sendu fulltrúa á fundinn nema
samgönguráðuneytið en því vom síð-
ar kynntar helstu niðurstöður.
2. Á fundinum 17. maí sl. var
farið yfir fyrirkomulag á útgáfu at-
vinnuleyfa vegna erlendra leiðsögu-
manna sem hygðust starfa á Islandi
sumarið 1993. Aðilum var gerð grein
fyrir áliti umboðsmanns Alþingis
varðandi útgáfu atvinnuleyfa og að
framkvæmdin yrði í samræmi við
það. I þessu fólst að félagsmálaráðu-
neytið veitti ekki atvinnuleyfi fyrr
en útlendingaeftirlit hefði gefið út
dvalarleyfi. Leyfín vom veitt at-
vinnurekanda vegna tiltekins ein-
staklings. Sérstök nefnd á vegum
samgönguráðuneytisins fékk um-
sóknir um atvinnu- og dvalarleyfi
vegna erlendra leiðsögumanna til
umsagnar áður en þær vom af-
greiddar af útlendingaeftirliti og fé-
lagsmálaráðuneyti. í nefnd sam-
gönguráðuneytisins sat fulltrúi Fé-
lags leiðsögumanna,
3. Þess skal getið að félagsmála-
ráðuneytinu bámst umsóknir frá 10
aðilum um atvinnuleyfi fyrir 68 er-
lenda einstaklinga til að starfa sem
leiðsögumenn hérlendis sumarið
1993. Ráðuneytið fór að öllu leyti
eftir umsögn framangreindrar
nefndar samgönguráðuneytis. í
samræmi við það vom veitt leyfi til
að ráða 58 einstaklinga. Synjað var
um heimild til ráðningar í 10 tilvik-
um.
4. Ráðuneytið hélt annan fundmeð
sömu aðilum og að framan greinir
1. september sL Markmið þess fund-
ar var að ræða reynsluna af því fyrir-
komulagi sem gilti sumarið 1993 um
atvinnuleyfi vegna ráðningar er-
lendra leiðsögumanna.
5. Þess skal getið að viðbrögð
umboðsmanns Alþingis við framan-
greindum upplýsingum félagsmála-
ráðuneytis vom þau að þær gæfu
ekki tilefni til athugasemda. Þetta
kemur fram í bréfi umboðsmanns
til ráðuneytisins, dags. 17. nóvember
sl.
li HAFNFIRÐINGAR
Skarphéðinn Orri
Bjömsson
Kristinn Amar Valgeröur
Jóhannesson SigurðardóUir
Jónasson
Öm Tryggvi Ragnheiður
Johnsen Kristjánsdóttir
Jón Gestur
Gunnar
Ásdís ÞorgilsÓttar
Konráðsdóttir Mathiesen
Ólafur Þór
Sigurður
Einarsson
Viggósson
Magnússon
Magnús
Gunnarsson
Þórunn Jóhann G.
Sigþórsdóttir Bergþórsson
Björk
Pétursdóttir
Magnús
Ágúst Sindri
Karisson
Gunnar
Beinteinsson
Kjaransson
Torfason
Sverrisson
Ellert Borgar
Þorvaldsson
Þórður Rafn
Stefánsson
Gissur
Guðmundsson
Helga Ragnheiður
Stefánsdóttir
Fjölmennið á kynningu frambjóðenda íprófkjöri Sjálfstæðisflokksins
í Skútunni við Hólshraun íkvöld 19. janúarkl. 20.00.