Morgunblaðið - 19.01.1994, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 1994
29
Guðrún Pálsdótt-
ir - Minning
Fædd 15. október 1904
Dáin 11. janúar 1994
Hinn 11. janúar sl. lést tengda-
móðir mín, Guðrún Pálsdóttir á dval-
arheimilinu Garðvangi í Garði á ní-
tugasta aldursári. Guðrún var fædd
á Stokkseyri 15. oktbóber 1904, dótt-
ir hjðnanna Guðrúnar Jónsdóttur og
Páls Pálssonar úvegsbónda. Guðrún
var íjórða í rðð tólf systkina og á
ungiingsárum hennar fluttu foriedr-
amir með sinn stóra bamahóp að
Gerðabakka í Garði, en síðar fluttu
þau til Keflavíkur og bjuggu þar til
dauðadags. Öll syskini Guðrúnar eru
nú látin utan ein systir, Dagmar, sem
er búsett í Keflavík.
Árið 1923 gekk Guðrún að eiga
Guðjón Magnús Guðmundsson harð-
duglegan sjómann og fiskmatsmann
ftá Keflavík, son Þómnnar Einars-
dóttur frá Húsatóftum í Grindavík
og Guðmundar Kr. Guðmundssonar
lóðs I Keflavík.
Þau Guðrún og Guðjón byggðu sér
hús á Túngötu 9 í Keflavík, sem þau
fluttu í árið 1930, þar sem þau
bjuggu unz Guðjón andaðist árið
1984. Þeim varð þriggja bama auð-
ið, þeirra Gunnars Páls sem er elst-
ur, kvæntur Þórdísi Þorbergsdóttur,
þá Hrafnhildar, gift Guðjóni Þórar-
inssyni, og Ingu Áróru, gift Vigni
Erlendssyni. Bamabömin em sjö og
bamabamabömin tíu.
Guðrún var glæsileg kona og mik-
ill fagurkeri, og heimili þeirra ein-
staklega fallegt, piýtt fögmm mun-
um og bókum, enda Guðjón vel lesinn
og fróður mjög. Guðrún unni blómum
og gróðri og átti fallegar blómjurtir
í bakgarðinum til að hlúa að, við sem
ekki best verðurskilyrði fyrir gróður-
inn.
Þau Guðrún og Guðjón vom höfð-
ingjar heim að sækja, enda mjög
gestkvæmt á heimili þeirra og þaðan
fór enginn án þess að hafa dmkkið
kaffl og fengið kökur og góða heima-
bakaða brauðið hennar Guðrúnar.
Við Inga bjuggum okkar fyrstu
hjúskaparár á Túngötu 9 og var þá
oft glatt á hjalla og stundum þröngt
á þingi, þegar íjölskyldur allra bama
Guðrúnar og Guðjóns vom saman-
komnar, og máttu þau heiðurshjón
umbera skarkala yngra fólksins. En
þegar ég hugsa til þessa tímabils,
styritist ég í þeirri trú að stjórflöl-
skyldan væri heppilegra Qölskyldu-
form en það sem nú tíðkast á Islandi.
Guðrún hafði unun að kenna böm-
um sínum og bamabömum bænir
og ljóð sem hafa komið þeim til góða
alla ævi, svo sem versið:
Nú er ég klæddur og komÍM á ról,
Kristur Jesú veri mitt skjói.
í Guðsóttanum gef þú mér
að ganga i dag svo líki þér.
Seinustu æviárin átti Guðrún á
dvalarheimilinu Garðvangi Garði og
mátti þola skerta heym og sjón.
Einnig varð hún fyrir því óláni að
brotna á mjöðm og fæti, en hún var
ótrúlega sterk og kvartaði ekki, þrátt
fyrir þetta mótlæti.
Starfsfólkinu á Garðvangi viljum
við sérstaklega þakka fyrir að ann-
ast Guðrúnu af þeim kærieik og
natni að einstakt er.
Ég þakka fyrir að hafa kynnst
Guðrúnu, þeirri góðvild og hjarta-
hlýju sem hún átti og umfram allt
hve hún unni fjölskyldu sinni heitt
Vignir Erlendsson.
í dag, 19. janúar, verður hún
amma mín borin til grafar eftir þó
nokkra sjúkralegu en hún lést að
morgni 11. janúar.
Guðrún Pálsdóttir fæddist á
Stokkseyri 15. október 1904 og var
því 89 ára að aldri. Foreldrar hennar
voru Páll Pálsson útvegsbóndi á
Stokkseyri, síðar í Keflavík, fæddur
28. febrúar 1877, dáinn 10. janúar
1936, og Guðrún Jónsdóttir, fædd
30. júlí 1874, dáin 12. febrúar 1946.
Syskini ömmu vora þau Aðalheið-
ur, Ingibjörg Jóna, Guðmundur,
Axel, Skúli, Ingólfiir, María, Dagmar
og þijú sem létust í bemsku, þau
Júlía Ágústa, Sigurður og Þórarinn.
Amma fluttist frá Stokkseyri til
Suðurnesja ásamt §ölskyldu sinni
kringum 1920. Giftist hún afa mín-
um Guðjóni Magnúsi Guðmundssyni
og eignaðist með honum þijú böm.
Afi var fæddur 12. júlí 1899, en lést
4. apríl 1984.
Hófu þau fyrst búskap í einu af
Duushúsunum í Keflavík, en síðar
byggðu þau stórt og fallegt hús við
Túngötu 9 og þótti það glæsilegt á
þeim tíma. Amma bar sérstaka um-
hyggju fyrir heimili sínu og var ákaf-
lega heimakær og hafði yndi af hlut-
unum sínum, bókunum, málverkun-
um, konuglega danska postulíninu
og silfurborðbúnaðinum. Hún var
sannariega mikil fagurkeri og var
mikið fyrir blóm og garðrækt. Einn-
ig vora Ijóð henni hugleikin. í mínum
augum var þetta kóngaheimili. Mér
era minnisstæð fyrstu árin sem ég
bjó hjá henni. Aldrei hef ég smakkað
betri fískibollur og pönnukökur en
hennar og bænimar sem hún kenndi
mér í æsku era mér kærar. En líf
hennar var ekki alltaf dans á rósum.
Afí lést 4. apríl 1984. Þá varð hún
að yflrgefa heimili sitt vegna heilsu-
leysis og varð það mikill sársauki
fyrir hana. Eftir það bjó hún á dval-
arheimilinu Garðvangi í Garði og
gleymi ég aldrei hversu þakklát hún
var fyrir heimsóknir mínar.
Ég mun sakna ömmu minnar, en
minningamar ylja um ókomin ár.
Blessuð sé minning hennar.
Guðrún Aðalheiður.
Osk Dagóberts-
dóttir — Minning
Fædd 7. júli 1904
Dáin 30. desember 1993
Hvem hefði granað á annan i jól-
um þegar hún amma fór syngjandi
heim frá Rauðalæknum að hún yrði
ekki með okkur um áramótin. Já,
hún amma á Sandi er dáin. Hún fékk
hvíldina aðfaranótt 30. desember.
Amma og afí áttu heima á Hellis-
sandi þegar ég var lítil stelpa í sveit-
inni. Þá komu þau oft og vora hjá
okkur um jólin. Það var alltaf gaman
þá, mikið sungið og dansað í eldhús-
inu og spilað fram á nótt.
Ömmu þótti gaman að spila vist
og marías, hún vann oftast. Seinni
árin var hún farin að heyra illa, en
hún heyrði alltaf ef við ætluðum að
tala okkur saman í spilamennskunni.
Þegar mamma átti næstyngstu
systur mína, var amma hjá okkur á
meðan mamma var í burtu, þá pijón-
aði hún kjól og tátiljur á dúkku sem
ég á. Þéssi dúkka fékk engan annan
kjól í mörg ár.
Amma og afí fluttu í Jökulgrann
1 við Hrafnistu í júlí 1974. Þangað
var alltaf gott að koma, einhveiju
iðulega gaukað að manni, tekið var
í spil, hnýtt á eða sungið saman.
Stundum var Ottó heitinn sem bjó á
móti þeim með nikkuna sína, þá
sungum við og tókum dansspor á
stigapallinum.
Arið 1987 fluttu þau á vistina á
DAS. Þá vann ég þar og hitti þau
næstum á hveijum degi. Það vora
ánægjustundir.
Árið 1989 veiktist amma, hún fékk
blóðtappa í fótinn og var hann tekinn
um hnéð, eftir það var hún bundin
við hjólastól. Árið 1990 dó afí, þá
missti amma mikið, en engan bilbug
var á henni að finna.
Hún missti foreldra sina þegar hún
var barn og ólst upp hjá móðursystur
sinni og hennar manni þar til hún
kynntist afa og fór að búa með hon-
um. Þau áttu saman m'u böm, tvær
dætur þeirra dðu, önnur þriggja, hin
14 ára. Hún amma var samt ánægð
með lífíð, það hefði gefíð henni svo
margt. Árin með afa voru góð og
hamingjurík.
Á Hrafnistu átti amma marga vini
frá Hellissandi. Þegar ég vann þar
vora fimm fermingarsystkini hennar
þar, nú eru bara Guðrún og Tobba
eftir. Það vora sterk bönd á milli
fólksins frá Sandi.
Hún var jarðsett á Ingjaldshóli við
hliðina á afa.
Elskuleg amma er kvödd af okkur
systkinunum frá Króki og bömunum
okkar, með þökk fyrir allt og allti
Starfsfólki Hrafnistu, sér í lagi á
A4, færi ég fyrir hönd okkar allra
bestu þakkir fyrir aðhlynninguna
árin sem hún dvaldi þar.
Ingibjörg Elín.
ouglýsingar
Aðalfundur
sundfélagsins Ægis
veröur haldinn fimmtudaginn 27.
janúar i fundarsal ÍSÍ, Laugar-
dal, Id. 20.30.
Stjómin.
Konukvöld í kvöld kl. 20.30.
Ólafur Sæmundsson, næring-
arfræðingur, kemur í heimsókn.
Sæunn Þórisdóttir flytur hug-
vekju. Söngur, happdrætti og
veitingar.
Fimmtudag kl. 20.30. Lofgjörð-
arsamkoma. Veriö velkomin á
Her.
Félag austfirskra
kvenna í Reykjavík
Þorrablót félagsins verður haldið
föstudaginn 21. janúar, bónda-
daginn, í Templarahöllinni kl.
19.00. Heiöursgestur veröur
Vigdís Grímsdóttir.
Fjallið
mannræktar-
stöð,
Krókhálsi 4,
HOReykjavik,
s. 91 -672722.
Svæðanudd
Ragnheiður Júlíusdóttir er með
svæðanudd á mánudögum í
húsnæði stöðvarinnar. Upplýs-
ingar og skráning i síma 672722
alla virka daga frá kl. 10-15.
Hilmar Þór Hálfdán
arson — Minning
Fæddur 29. desember 1947
Dáinn 22. desember 1993
Það var hræðileg símhringing sem
ég fékk að kvöldi 22. desember sL
þegar Halldóra systir mín hringdi
út til Frakklands og sagði mér að
Hilmar, ástkær föðurbróðir okkar,
væri iátinn. Hilmar eða Hilli eins og
mjög margir köiiuðu hann, hafði átt
stutta en mjög efiða sjúkdómslegu
á gjörgassludeild sjúkrahússins í
Borás í Svíþjóð. Þó að Hilmar hefði
verið mjög mikið veikur þá trúði ég
því alltaf að honum batnaði, enda
var hann sterkbyggður maður. En
hlutimir fara ekki alltaf á þann veg
sem rnaður óskar.
í Svíþjóð hafði Hilmar búið i 16
ár ásamt fjölskyldu sinni. Upphaf-
lega flutti hann þangað til að hefja
nám í skurðlækningum, en hélt svo
áfam námi og fór í bæklunarskurð-
lækningar. Eins og hjá möigum öðr-
um sem fara í nám erlendis þá
ílengdist hann þar og fór að vinna
í Borás. Ég held að það hafi ekki
verið erfið ákvörðun þar sem honum
og íjölskyldunni líkaði mjög vel í
Svíþjóð. Ég veit að Hilmar var mjög
vel liðinn læknir, bæði af samstarfs-
fólki sínu og sjúklingum. Hann var
þannig gerður, að honum þótti ákaf-
lega vænt um sjúklinga sína og bar
hag þeirra fyrir bjrósti.
Hilmar var gæfumaður í einkalífi
eins og í öðra. Hann giftist ungur
Elínu Sverrisdóttur. Saman áttu þau
fimm yndislega og vel gefna syni.
Þeir eru: Sverri Þór, fæddur 21.
ágúst 1965, tvíburamir Hálfdán Þór
og Hilmar Þór, fæddir 4. ágúst 1972,
Halldór Þór, fæddur 16. ágúst 1979,
og Eriendur Þór, fæddur 23. nóvem-
ber 1980. Það var svo fyrir rúmu
ári að fyrsta bamabamið fæddist,
hún Elín Jennifer, sem er dóttir
Hálfdáns og Ann Gustavson. Elín
var augasteinn afa síns og hann var
mjög stoltur af henni.
Því miður hitti ég Hilmar ekki
nógu oft, þar sem hann bjó erlendis.
En í þau skipti sem við hittumst var
það alltaf jafn gaman. Og þrátt fyr-
ir langvarandi ijarvera, með stuttum
heimsóknum annað slagið, þá hélt
Hilmar mjög góðu sambandi við fólk-
ið sitt og vini hér heima. Hilmar var
mjög vel gefinn og skemmtilegur
maður með góða kímnigáfu og naut
sín best í margmenni.
Hilmar var bamgóður maður og
veru strákarnir hans fimm lánsamir
að eiga hann sem föður. Hann var
virkilega hreykinn af þeim öllum og
mikill vinur þeirra. Strákamir hafa
allir verið viðloðandi íþróttir, þó sér
í lagi fótbolta, og var hann duglegur
að fylgjast með þeim þar eins og
annarstaðar. Hann ók oft langar
leiðir, þegar hann gat, til að horfa
á þá spila. Auk þess fóra þeir oft
saman að horfa á aðra leiki.
Hilmar var traustur og ákaflega
hjartahlýr. Ég hef verið að rifja upp
hvað það var sem ég man best eftir
í fari hans frá því að ég var lítil
stelpa. Það kemur ekki á óvart að
það var þetta þétta faðmlag hans,
sem situr svo fast í minni mér, og
ég á aldrei eftir að gleyma. Þá strax
fann ég hversu vænt honum þótti
um mig. Þegar á var sjö til átta ára
gömul og var í heimsókn hjá honum
úti í Svíþjóð, vildi ég alltaf vera að
þvælast um úti á miðri götu og U
þetta skipti vildi ég fá hjólaskauta
líka. En eftir að hafa hlustað á stóra
fraenda tala um hættumar í umferð-
inni voru hjólaskautamir ekki svo
mikilvægir.
Það er margt sem fer ! gegnum
hugann á svona stundu og það er
erfitt að sætta sig við, þegar menn
í blóma lífsins eru teknir frá okkur.
Vlð getum kannski reynt að hugga
okkur við að Hilmar dó ánægður
með lífið og tilveruna. Elsku Ella,
Sverrir, Hálfdán, Anna, Elín litla,
Hilmar, Halldór, Eriendur, amma cg
' afi, Adda og aðrir þeir sem um sárt
eiga að binda, ég votta ykkur mína
dýpstu samúð og bið guð almáttugan
að styrkja ykkur í sorginni og hjálpa
ykkur að komast yfir það erfiðasta.
Ég hefði líka óskað þess að geta
fylgt þér síðasta spölinn og reyndi
allt sem ég gat til þess, án þess að
eiga þess kost. Guð veri með ykkur,
þess óskar þín frænka í FrakMandi,
Ingibjörg Erlendsdóttir.
Hvernig kveðjast vinir eftir rúm-
lega aldarfiórðungs vináttu? Vináttu
sem var skilyrðislaus og alger, vin-
áttu sem aldrei setti kröfur, vináttu
sem aðeins gaf. Ég veit það ekKL
Ég get aðeins lotið höfði í þakMæti
fyrir að hafa notið vináttu þinnar
og fjölskyldu þinnar.
Við voram kunningjar þegar við
hófum nám í Háskóla Islands haust-,
ið 1967. Frá þeim tíma tók vinátta
okkar að þróast, sú vinátta sem óx
og dafnaði með hveiju ári og sfyrkt-
ist eftir því sem fjölskyldur okkar
stækkuðu og böm okkar tengdust
vináttuböndum.
Það vora mannksotir þínir og lífs-
viðhorf sem hnýttu þessi vináttu-
bönd. HeiðarleiM, einlægni, blíða og
fyrirlitning á hræsni og hroka vora
þeir eiginleikar þínir sem löðuðu að
þér vini — kannski stuggað einum
og einum frá, en af þeim var þá
ekM söknuður.
Þegar maður á vini sem þig og
fjölskyldu þína, var ekkert sjálfsagð-
ara en að ég leitaði til framhalds-
náms til Borás þar sem þú hafðir
þegar hafið þitt framhaldsnám. Þær
eru ófáar stundimar sem við höfðum
setið saman, hlegið og glaðst, rökr-
ætt og rifíst, skammast og faðmasL
Á Tyllgötunni var alltaf pláss og
útbreiddir faðmar. Ég undraðist oft
hvað hún Ella gat brosað breitt á
kvöldin eftir fullan vinnudag með
fimm stráka og þig kæri vinur.
Þegar ég f dag gekk út úr Háteigs-
kirkju þutu um hjarta mitt ólíkar
tilfinningar, reiði yfir því hvað þú
varst tekinn fiá okkur snemma,
söknuður og sorg yfir að missa svo
kæran vin og þakklæti fyrir að eiga
að vinum Ellu og strákana sem svo
ríkulega hafa erft einlægni þína og
blíðu.
Elsku Elín mín, Sverrir, Hálfdán,
Hilmar, Halldór og Erlendur, megi
Guð gefa ykkur styrk í sorg ykkar
og minningin um Hilmar verma
hjörtu ykkar.
Skúli Bjarnason.
Þórir Hrafn Pálsson
*
frá Arkvöm - Minni
Fæddur 14: maí 1931
Dáinn 10. janúar 1994
Þórir Hrafn Pálsson var sonur
hjónanna Höllu Jónsdóttur og Páls
Sigurðssonar í Árkvörn í Fijótshlíð
og er að honum margt skyldfólk.
Hann varð sextíu og tveggja ára en
þrátt fyrir árin og ágæta líkamlega
burði var hann alla tíð ungbarn í
sinni og lék sér heima í Árkvöm
undir ástríkri aðgæslu Höllu, móður
sinnar. Ótal ferðir fór hann að heim-
sækja frændur og vini í Hámúla og
í Eyvindarmúla, inn á Barkarstaði
og út í Múlakot og hafði hæfileika
til að tjá einkennandi atriði í fasi
fólks. Á sinn hátt varð hann hluti
tilverunnar á þessum bæjum. Þar
var tekið tillit til hans og hugað að
ferðum hans. Þegar hann var liðlega
þrítugur brugðu foreldrar hans búi
og hann fluttist á Kópavogshælið
þar sem honum leið vel frá fyrstu tíð.
Þegar við kveðjum Þóri rennur
hugur okkar til þessa sumarbjarta
og vetrarfagra tíma sem haslað hef-
ur sér völl í minningunni með því
góða fóIM sem þá lifði og starfaði á
þessum bæjum og öðrum sem tengd-
ust lífi okkar. Þórir sagði aldrei
mörg orð en við vitum að hann
mundi líta til allra sinna gömlu og
nýju kunningja með sínu bjarta brosi
og bliki í augum og við kveðjum
hann öll með hlýjum huga.
Gísli Ólafur Pétursson.