Morgunblaðið - 19.01.1994, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 1994
Ingibjörg Sigurðar-
dóttír - Minning
Fædd 26. júní 1909
Dáin 10. janúar 1994
„Ég vil syngja fyrir Drottni, því
að hann hefur gjört vel til mín.“
Þessi orð úr Davíðssálmum Heil-
agrar ritningar koma okkur í hug,
er við minnumst ágætrar vinkonu
okkar, Ingibjargar Sigurðardóttur,
fyrrverandi húsfreyju á Neðra-
Skarði, sem borin er til moldar í
dag. Ingibjörg hafði mikla og fagra
söngrödd. Þess naut kirkjan hennar
í ríkum mæli. Hún söng við messur
og aðrar helgar athafnir í Leirár-
kirkju í fjölda ára. Þar var hún,
þegar við kynntumst henni fyrst.
Henni var ljúft að syngja Drottni
lof í kirkju hans og þakka honum
fyrir það, sem hann hafði gjört vel
til hennar, fyrir hamingjuna og lífs-
lánið, sem hún naut.
Ingibjörg Sigurðardóttir var
fædd á Vöglum í Vatnsdal hinn 26.
júní árið 1909. Hún var því á 85.
aldursári, er hún lést á Sjúkrahúsi
Akraness hinn 10. þessa mánaðar.
Foreldrar hennar voru hjónin Sig-
urður Jónsson og Þorbjörg Jósafats-
dóttir, er lengi bjuggu á Vöglum
og voru þau bæði af húnvetnsku
bændafólki komin.
Ingibjörg stundaði nám í Hús-
mæðraskólanum á Blönduósi og
naut þar ágætrar menntunar og
leiðsagnar hjá hinni gagnmerku og
þjóðkunnu konu, Huldu Stefáns-
dóttur skólastjóra, sem hún mat
mjög mikils.
Að loknu námi á Blönduósi lá
leið Ingibjargar til Reykjavíkur.
Hún hóf þá nám í Ljósmæðraskóla
íslands og lauk þaðan prófi sem
ljósmóðir. Þannig beindist hugur
hennar snemma að fóm og þjón-
ustu í þágu lífsins og ljóssins. Hún
'vildi hlúa að lífínu, birtu þess og
fegurð. Að loknu ljósmóðurnámi
starfaði hún í eitt ár sem Ijósmóðir
á Landspítalanum, en þá tók við
aðalstarfsvettvangur hennar í lífinu
sem húsfreyja í sveit.
Hinn 26. maí árið 1939 giftist
Ingibjörg eftirlifandi eiginmanni
sínum, Valgeiri Jónassyni frá Bjart-
eyjarsandi á Hvalfjarðarströnd,
prýðilega vel gefnum, traustum og
góðum manni. Sama ár keyptu þau
hjónin jörðina Neðra-Skarð í Leir-
ár- og Melahreppi og bjuggu þar
óslitið til ársins 1970, er þau seldu
jörðina og bú í hendur sonar síns
og tengdadóttur.
Þeim hjónunum búnaðist vel á
Neðra-Skarði og nutu trausts, vin-
áttu og virðingar sveitunga sinna
og samferðamanna. í búskap sínum
lifðu þau þá miklu byltingu og
breytingartíma, sem orðið hafa í
íslenskum landbúnaði á þessari öld.
Af samheldni, dugnaði og viljastyrk
unnu þau að framfömm, ræktun
og uppbyggingu á jörð sinni. Þau
margfölduðu ræktun jarðarinnar og
byggðu nánast öll hús upp að nýju.
Ingibjörg var harðdugleg kona,
ósérhlífín, fórnfús og viljasterk.
Hún gekk í öll störf á jörð sinni
og heimili bæði úti og inni.
Ingibjörg var framúrskarandi
myndarleg húsmóðir, afar þrifin og
snyrtileg og vildi hafa allt í röð og
reglu. Hún hafði næmt og glöggt
auga fyrir fegurð og snyrtimennsku
í umhverfi sínu.
Þau hjónin, Ingibjörg og Valgeir,
eignuðust fjögur börn, sem öll em
á lífí. Þau eru: Svala, skrifstofu-
maður og húsmóðir í Hafnarfirði,
gift Einari Sturlaugssyni og eiga
þau þijú börn. Guðfínna, skrifstofu-
maður, búsett í Kópavogi og á þrjú
börn. Sigurður, bóndi og oddviti á
Neðra-Skarði, kvæntur Selmu 01-
afsdóttur, og eiga þau fimm börn.
Ragnar, bifreiðastjóri, búsettur á
Akranesi, kvæntur Svanhvíti
Sveinsdóttur og eiga þau tvær dæt-
ur.
Ingibjörg var vel gefín og vel
gerð kona. Hún var framúrskarandi
hreinlynd og hreinskiptin, hafði
ákveðnar skoðanir á mönnum og
málefnum og sagði meiningu sína
umbúða- og hispurslaust.
Ingibjörg var afar gestrisin og
góð heim að sækja. Heimili þeirra
hjóna var rausnargarður, þar sem
ávallt var mjög gestkvæmt. Þau
voru mannblendin, félagslynd, fróð
og skemmtileg og allir samfundir
með þeim voru fagnaðar- og gleði-
stundir. Það reyndum við hjónin í
hvert sinn, sem við komum á þeirra
fagra og góða heimili. Þar áttum
við góðum og traustum hollvinum
að mæta. Það er okkur mikið þakk-
arefni nú, þegar lífsdagur Ingi-
bjargar er liðinn.
Eftir að Ingibjörg og Valgeir létu
af búskap á Neðra-Skarði, fluttust
þau á Akranes og hafa átt þar heim-
ili síðan, síðasta tæpa árið á Dvalar-
heimilinu Höfða. Um tólf ára skeið
og nokkuð fram á áttræðisaldur
vann Ingibjörg í eldhúsinu á Sjúkra-
húsi Akraness. Þar sem annars
staðar var hún afar vel látin, enda
var dugnaði hennar, ósérhlífni og
myndarskap við brugðið.
Þó að aldur færðist yfír og annir
og strit daganna væru að baki, féll
Ingibjörgu ekki verk úr hendi. Hún
vann mikið við hannyrðir og pijón-
aði mikið á barnabörn sín. Éinnig
fékkst hún við að mála á dúka og
tau. Öll þessi vinna hennar var afar
falleg og snyrtileg.
Ingibjörg hafði yndi af ferðalög-
um og þau hjónin ferðuðust tals-
vert bæði hérlendis og erlendis,
einkum hin síðari ár. Við minnumst
með þakkarhug ferða með þeim og
öðru öldruðu fólki á vegum kirkj-
unnar í prófastsdæmi okkar síðustu
árin. Þau voru skemmtilegir, já-
kvæðir og góðir ferðafélagar, er
báru vináttu og traust til Guðs og
manna.
Nú þegar Ingibjörg er af heimi
horfin, þökkum við henni kynnin
góðu, vináttu alla og traust í okkar
garð, biðjum henni fararheilla og
Guðs blessunar á eilífðarbraut. Val-
geiri vini okkar, börnunum og fjöl-
skyldum þeirra færum við okkar
innilegustu samúðarkveðjur og biðj-
um Guð að gefa þeim alla daga
góða og bjarta á þessu nýbyijaða
ári og á ófarinni ævileið.
Hugrún og Jón, Saurbæ.
Hinn 10. janúar lést í Sjúkrahúsi
Akraness merkiskonan Ingibjörg
Sigurðardóttir, fv. húsmóðir á
Neðraskarði i Leirársveit. Ingibjörg
var fædd á Vöglum í Austur-Húna-
vatnssýslu, dóttir Sigurðar Jónsson-
ar bónda þar og konu hans Pálínu
Jósafatsdóttur.
Ung stúlka útskrifaðist hún úr
Húsmæðraskólanum á Blönduósi.
Hún giftist Valgeiri Jónassyni frá
Bjarteyjarsandi á Hvalfjarðarströnd
og hófu þau búskap á Neðraskarði
árið 1939, þegar þau höfðu keypt
þá góðu jörð. A Neðraskarði þjyggu
þau rausnarbúi til 1972, eða í 33
ár samfellt og gerðu garð sinn
frægan að höfðingsskap og frá-
bærri gestrisni.
Valgeir var virkur félagsmála-
maður í sinni sveit, og Ingibjörg
kona hans lét sinn hlut hvergi eftir
liggja, hún var alþekkt atorkukona,
vakandi yfir velferð heimilisins og
öðrum góðum málum sem til fram-
fara stóðu.
Börn þeirra hjóna eru fjögur:
Svala, fædd 1939, býr í Hafnar-
fírði; Guðfínna fædd 1941, býr í
Kópavogi; Sigurður, bóndi á Neðra-
skarði, fæddur 1944; og Ragnar,
fæddur 1949, býr á Akranesi. Öll
eiga bömin sínar fjölskyldur og
barnabömin uppkomin, dugnaðar-
og myndarfólk, svo sem þau eiga
kyn til.
Þegar þau hjón létu af búskap
1972, seldu þau syni sínum Sigurði
jörð sína og bú, síðan býr hann
rausnarbúi og er þekktur búhöldur
góður og félagsmálamaður í sinni
sveit. Það var þeim hjónum mikill
gleðigjafí hve jörð þeirra er vel set-
in, öllu vel við haldið og aukið að
verðmætum. Kona Sigurðar er frá
næsta bæ, Efraskarði, Selma Ólafs-
dóttir, búkona hin besta. Þau eiga
fímm vel gefin böm, öll vaxin úr
grasi. Hugur gömlu hjónanna var
sem eðlilegt var bundinn þessum
stað, þar lifðu þau farsælustu
æviárin. Þarna urðu draumar æsk-
unnar að veruleika, þarna fæddust
hin mannvænlegu böm þeirra og
komust til þroska, við hin bestu
skilyrði, eins og altítt er, því hvergi
er betri vettvangur fyrir barnið að
vaxa til þroska og manndóms en í
hinni fijálsu náttúru, blessaðri ís-
lensku sveitinni, þar sem allt iðar
af lífí, grósku og fegurð. Hvergi
verður fjölskyldulífíð nánara og
fijórra en úti í hinni fijálsu byggð
þar sem öll fjölskyldan gengur sam-
einuð til starfa og leiks í hinu ham-
ingjusama fjölskyldulífi. Þessa lífs-
hamingju þekkjum við sveitafólkið.
Þegar við hjónin bjuggum með
okkar fjölskyldu á Eystra-Miðfelli
voru þessi heiðurshjón mátti segja
sveitungar okkar hér sunnan
Skarðsheiðar og ekki svo langt á
milli bústaða okkar. Við Valgeir
emm uppaldir á Hvalfjarðarströnd-
inni og konur okkar báðar Húnvetn-
ingar, sem eiga hugljúfar minning-
ar æskuáranna geymdar í minni
sem hina fegurstu gimsteina. Þann-
ig geymir heilbrigt fólk það sem
það kemst í snertingu við í upphafi
glæstrar lífsgöngu.
Þau Ingibjörg og Valgerður hafa
átt sitt myndarheimili hér á Akra-
nesi frá því að þau hættu búskap
í sveitinni. í allmörg ár stóð heim-
ili þeirra á Garðabraut 16. En 1984
flytja þau ásamt okkur og fleiri í
nýtt hverfi á lóð Dvalarheimilisins
Höfða, gatan okkar nefnd Höfða-
grund, og bjuggu þau á Höfðagrund
6 í eigin húsi þar til á síðasta ári
að þau flytja út á Dvalarheimilið
Höfða, þegar séð var að heilsa Ingi-
bjargar var að gefa sig. Ingibjörg
var ákveðin í því að sjá um sitt
heimili sjálf á meðan stætt var og
gerði það með miklum myndarbrag.
Það litu margir inn til þeirra heið-
urshjóna á nr. 6 og nutu gestrisni
þeirra, glaðs viðmóts og veitinga.
Þau verða okkur lengi minnisstæð
vegna ferskleika, hlýju og góðrar
viðkynningar. Þau vöktu á sér at-
hygli og voru hinir bestu nágrannar
og félagar, sem ylur og mannkær-
leikur geislaði af.
Ingibjörg átti sér fáa líka, hún
var mikil kjarnakona, óvílin, hress,
sagði meiningu sína á því máli sem
eftir var tekið og lét skoðanir sínar
ómengaðar í ljós þegar tilefni gafst.
Hún kunni vel að meta manndóm,
dugnað og stórhug. Hún var kona
orku og hreysti, hugdjörf og áræð-
in. Dugnaðurinn, hyggindin og
harkan gegn mótlætinu var henni
allt meðskapað í ríkum mæli. Hún
Ingibjörg vældi ekki á torgum úti
yfir sínum lasleika, nei, hún stóð
óbeygð til hinstu stundar af fullri
hughreysti, sem athygli vakti. Þetta
var henni meðfætt. Það hefur lengi
verið talið til hugrekkis og mann-
dóms að bregðast við vandanum
af fullri einurð, stefnufestu og
áræði, þannig vinnast sigrarnir í
lífinu, en tapast þegar hopað er
fyrir hveijum vanda.
Ingibjörg hopaði hvergi þó ör-
lagavaldurinn væri erfiður undir
lokin. Hún geymist okkur í minni
fyrir hennar mikla trygglyndi,
mannkosti, og hetjudáðir. Eftir að
hún var flutt hér á Skagann vann
hún samfellt í 13 ár í eldhúsinu á
sjúkrahúsinu hér og lét ekkert aftra
sér þótt fæturnir væru farnir að
bila. Elín dóttir okkar sem þar vann
einnig dáðist að þessari dugmiklu
konu, þær urðu mætar vinkonur og
þannig var Ingibjörg, hún sýndi
okkur hjónum mikinn og einlægan
vinarhug, sem þau hjón bæði. Hún
var nýkomin af sjúkrahúsinu eftir
mjög mikla skurðaðgerð þegar hún
kom síðast til okkar og sagði: Ég
mátti til að líta inn til ykkar fýrst
af öllu og svo komið þið út til okk-
ar, sem við gerðum og þrátt fyrir
hvernig heilsu hennar var komið
settumst við þar að veisluborði, sem
hún útbjó ein í sínu litla eldhúsi.
Það varð að halda í horfinu á með-
an stætt var.
Hún Ingibjörg var svo sannarlega
hetja til hinstu stundar. Þannig
munum við hana um leið og henni
eru færðar okkar bestu þakkir fýrir
tryggðina, vináttuna og hennar
fersku, glöðu, mannbætandi við-
kynningu. Dauðinn fýlgir hveiju lífí,
við erum öll á sömu leið og hverfum
fyrir tjaldið mikla á landamörkum
lífs og dauða, það er ekkert að
hræðast. Við kristið fólk ætlum að
mætast á ný á friðarins landi hinn-
ar björtu eilífðar, því fyrirheiti ber
að fagna.
Blessuð sé minning Ingibjargar
frá Neðraskarði. Besta samúðar-
kveðja til ástvinanna.
Valgarður L. Jónsson
frá Eystra-Miðfelli.
Kveðja frá börnum
Láttu nú drottinn ljós þitt skína
og sendu þinn frið í sálu mína
vertu mér drottinn í dauðanum hlíf
ég bið ekki framar um bata og líf.
(Stefán frá Hvítadal.)
Við systkinin viljum þakka elsku-
legri móður fyrir alla hennar hjarta-
hlýju og fórnfýsi er hún sýndi okk-
ur alla tíð. Við munum rninnast
mömmu okkar sem konu er ætið
kom til dyranna eins og hún var
klædd, hrein og bein, sagði sína
meiningu af ákveðni og hreinskilni.
Margt kemur upp í hugann á
kveðjustund, en þó mun okkur ætíð
Minning
Ingibjörg Sigríður
Bergsveinsdóttir
Fædd 11. október 1939
Dáin 11. janúar 1994
Æskuvinkona hefur kvatt þenn-
an heim. Ingibjörg S. Bergsveins-
dóttir fæddist í Stykkishólmi 11.
október 1939, einkadóttir Vilborgar
Rögnvaldsdóttur og Bergsveins
Jónssonar skipstjóra. Vilborg lést
árið 1972 en Bergsveinn árið 1981.
Eldri bræður hennar eru Rögnvald-
ur skipstjóri, kvæntur Fríðu Krist-
jánsdóttur og Jón Lárus vélfræðing-
ur, kvæntur Níelsu Magnúsdóttur.
Margt er það og margt er það
sem minningamar vekur
og þær eru það eina
sem enginn frá mér tekur.
(Davíð Stefánsson)
Við Ingibjörg höfum fylgst að frá
því við vorum litlar stelpur í Stykk-
ishólmi. Þar var gott að alast upp
og skemmtilegt mannlíf. Leiksvæði
okkar voru fjölbreytt. Við áttum
t.d. bú í klettum, færi til að veiða
síli við bryggjuna og ekki var síst
að laumast á smíðaverkstæðið hjá
Rögnvaldi afa, fá þar kubba og
nagla til þess að smíða borð og stóla
fyrir dúkkuleikL Ég fékk líka að
kalla hann afa. Á sunnudögum sótt-
um við barnaguðsþjónustu, fórum
á stúkufund og í þijúbíó. I kirkju
kaþólskra fórum við líka, lærðum
að sauma hjá nunnunum og að spila
á gítar hjá Hvítasunnusafnaðar-
fólki. Það var alltaf nóg að gera
hjá okkur krökkunum.
Unglingsárin voru skemmtileg í
Hólminum og voru þau og æskan
okkur Ingibjörgu óþijótandi um-
ræðuefni öll þau ár sem hún var
veik og oft hlógum við saman.
Eftir skólagöngu fór Ingibjörg á
hálfs árs námskeið í Húsmæðra-
skóla Reykjavíkur og vann eftir það
við verslunar- og skrifstofustörf í
Hólminum. Síðan flutti hún til
Reykjavíkur og vann hjá Landssam-
bandi ísl. útvegsmanna í áratug,
eða þar til hún varð að láta af störf-
um vegna veikinda árið 1973.
Eftir að foreldrar hennar fluttu
til Reykjavíkur árið 1967 hélt hún
heimili með þeim.
Ingibjörg hafði ánægju af ferða-
lögum og fór ung í fyrstu utan-
landsferðina með Rögnvaldi bróður
sínum. Hún hafði mikla ánægju af
handavinnu og var sérstaklega
vandvirk.
MS-sjúkdómurinn tók vinkonu
mína heljartaki og lagði hana að
velli eftir langa og stranga baráttu.
Síðustu 15 árin átti hún heimili í
Hátúni 12. Þar fékk hún góða og
hlýja umönnun starfsfólks og um-
hyggju heimilisfólks. Ingibjörg var
hlédræg en föst fyrir og hafði
skemmtilega kímnigáfu. Hún var
mjög hreinskilin. Það var aðdáunar-
vert hvernig hún tók veikindum sín-
um og aldrei heyrðist hún kvarta
yfir örlögum sínum, Ingibjörg gift-
ist ekki og var bamlaus.
Stykkishólmur var heiitii ákaf-
lega kær og stundum bar hugurinn
hana hálfa leið enda átti hún þar
stóran frændgarð. Fyrir nokkrum
árum hafði hún tækifæri til að
dvelja á sjúkrahúsinu þar um tíma
og var það henni mikils virði.
Saumaklúbburinn okkar var
stofnaður árið 1959. Við vinkonurn-
ar úr Hólminum Ingibjörg, Else
Zimsen, Sigríður Jóhannesdóttir og
ég, Kristín Gunnarsdóttir, María
Guðmundsdóttir, Jóhanna Einars-
dóttir, Guðrún Auðunsdóttir og
Dóra Skúladóttir allar Reykjavík-
urdætur, höfum haldið hópinn síðan
og var Ingibjörg með okkur svo
lengi sem hún gat.
Bræður hennar, mágkonur og
fjölskyldur þeirra voru henni mikils
virði og naut hún elskusemi þeirra.
Ég færi þeim innilegar samúðar-
kveðjur frá fjölskyldu minni og
saumaklúbbnum.
Blessuð sé minning Ingibjargar
S. Bergsveinsdóttur.
Kristin Möller.
Æskuvinkona mín Ingibjörg
Bergsveinsdóttir er látin.
Ingibjörg var fædd í Stykkis-
hólmi 11. október 1939. Hún var
dóttir hjónanna Bergsveins Jóns-
sonar og Vilborgar Rögnvaldsdótt-
ur. Ingibjörg var yngst þriggja