Morgunblaðið - 19.01.1994, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 1994
Frumsýning
HERRA
JONES
Jann - hvatvís,
óábyrgur, ómót-
stæðilegur.
Hún - vel gefín, virt,
einlæg.
Þau drógust saman
íins og tveir seglar en
hvorugt hugsaði um
afíeiðingarnar.
Mr. Jones er spennandi
en umfram allt góð mynd
m óvenjulegt efni.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.10.
Í NÝJU OG STÓRGLÆSILEGU STJÖRNUBÍÓI
Öld sakleysisins
JANIEL U.Vi-UVv'IS MiCHfil? rfilfHR WiNONA kvDLR
fcu:íc \ k:»T tiiiXM: KtflKH rtCIOU
gerð eftir Pulitzer-verðlaunaskáld-
sögu Edith Wharton.
Besta mynd ársins. “
A.I.MBL.+ + +H.K.DV
★ ★ ★ RÚV.
Tilnefnd til 4 Golden
Globe-verðlauna.
DANIEl DAY-LEWIS, MICHELLE PFEIFFER OG
WINONA RYDER i STÓRMYND MARTINS SCOR-
SESE. EINSTÖK STÓRMYND SEM SPÁÐ ER ÓSK-
ARSVERÐLAUNUM.
Sýnd kl. 4.45 og 9.
gWWfflWtfglTff!
Sýnd kl. 7.10 og 11.30.
PTTTgTTTT
ISLENSKA OPERAN sfmi 11475
eftir Pjotr I. Tsjajkovskí.
Texti eftir Púshkín í þýðingu Þorstéins Gylfasonar.
Sýning laugardaginn 22. janúar kl. 20.
Sýning laugardaginn 29. janúar kl. 20.
Miðasalan er opin frá kl. 15-19 daglega, sýningardaga til kl. 20.
Sími 11475 - Greiðslukortaþjónusta.
MUNIÐ GJAFAKORTIN OKKAR!
Héðlntiítlni, Seliavegl 2, S. 12233
• KONUR OG STRIÐ
i verkum Aristófanesar,
Evripídesar og Sófóklesar.
Leikstjóri Marek Kostrewski
4. sýn. fim. 20/1 kl. 20.
Sýn. lau. 22/1 kl. 20.
Sýn. sun. 23/1 kl. 20.
Miðapantanir allan sólarhringlnn.
Simi 12233.
Leiðin til fyrir-
heitna landsins
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Bíóborgin/Bíóhöllin
Leikstjóri Clint Eastwo-
od. Handrit John Lee
Hancock. Kvikmynda-
taka Jack N. Green.
Klipping Joel Cox. Tón-
list Lennie Niehaus.
Sviðsmynd Henry
Bumstead. Aðalleikend-
ur Kevin Costner, Clint
Eastwood, Laura Dern,
T.J. Lowther, Keith
Szarabajka. Bandarísk.
Warner Bros 1993.
Eftir velheppnaðan
flótta tekur strokufanginn
Butch Haynes ásamt fé-
laga sínum (Keith
Szarabajka) hinn sjö ára
gamla Philip (T.J. Lowt-
her) í gíslingu. Butch verð-
ur fljótlega að losa sig við
félagann en með Butch og
Philip myndast sérstæð
vinátta. Glæpamaðurinn
sér ýmislegt í fari drengs-
ins sem minnir á hans eig-
in, ömurlegu æsku og með
þeim tekst nánast föð-
ur/sonarsamband. Þessi
óvenjulegi félagsskapur
lendir í ýmsum ævintýrum
á æsilegum flótta undan
réttvísinni þar sem Red
Garnett (Clint Eastwood)
fer í fararbroddi, gamal-
reyndur lögreglumaður
sem hafði átt þátt í að
koma Haynes undir manna
hendur á árum áður. Leið
þeirra, en Haynes hyggst
flýja til Alaska, liggur að
síðustu á bóndabæ þar sem
þeir fá næturgistingu. Þar
gerast þeir atburðir sem
leiða til endalokanna,
víðsfjarri fyrirheitna land-
inu.
Lengst af er Fullkominn
heimur á léttari nótunum,
stundum meinfyndin þó
með ísköldum undirtón
sém kemur uppá yfírborðið
í örfáum atriðum. En á
bóndabænum lætur
Eastwood sprengjuna falla
og gamanið gránar. Nokk-
ur, einföld atriði sýna okk-
ur inní heim sjúks manns
sökum langvarandi
betrunarhúsavistar en þó
fyrst og fremst ömurlegrar
bernsku í New Orleans þar
sem mamman vann fyrir
sér á hóruhúsi og faðirinn
var ofbeldisfullur smá-
glæpamaður sem yfírgaf
mæðginin meðan sonurinn
var á barnsaldri. Þetta
skýrir Eastwood inná býl-
inu þar sem húsbóndinn
leggur hendur á ungt
barnabarn sitt og gamal-
kunn kreóla-danstónlist er
sett á fóninn. Hér knýr
fortíð Haynes dyra, í þessu
magnaða atriði er persón-
an útskýrð og hvorki leik-
stjóranum né leikurunum
fatast. Hér breytir myndin
gjörsamlega um stefnu frá
því að vera kunnugleg og
kaldhæðin, oft gamansöm
spennumynd í háalvarleg-
an sálfræðiþriller. Þannnig
verður hennar minnst, sá
kafli stendur uppúr. Sjálf-
sagt hefur einhver óskað
þess að kvikmyndagerðar-
mennirnir hefðu sent sig
heim léttari í lund, en
Eastwood ársins 1994 er
ekki á þeim skónum að
fegra ofbeldið. Það er ljótt
og grátt hér eins og í Hin-
um vægðarlausu
Þó að þessi snögga
veðrabreyting komi
óþyrmilega á óvart þá
hefði handritshöfundurinn
gert betur með því að
leggja sig ekki jafn oft í
líma yfir bröndurunum og
úndir lokin svo mikilli til-
fínningasemi að jaðrar við
væmni. Þá hefðum við
fengið að sjá betri og jafn-
ari en vissulega alvarlegri
mynd. En ekki jafn líklegri
til vinsælda, ætli það hafi
ekki ráðið för. Þá hefði hún
mátt kynnast klippiborðinu
mun betur og ýmislegt má
fínna að sumum söguflétt-
unum og persónunum ef
grannt er skoðað. Þrátt
fyrir gallana er Fuilkominn
heimur engu að síður oftar
mikilfengleg, langt yfir
meðallagi og verður vafa-
laust ein af minnisstæðari
myndum ársins. Það skyldi
engan undra þegar haft
er í huga að tvær af
stærstu stjömum aldarinn-
ar eru inanborðs. Leik-
stjórn Eastwoods er mark-
viss og kunnáttusamleg,
best sem fyrr í alvarlegri
atriðum, átökum og
spennu. Spaugsemi lætur
honum ekki eins vel líkt
og kemur fram í „rússí-
banaatriðinu". Hann er
stórkostlegur sögumaður
framvindan yfirleitt góð,
mörg atriðin afbragðsvel
gerð líkt og þjófnaðurinn
á Fordinu, kynþorsti á veg-
akrá, ofl. Costner sýnir það
afdráttarlaust að hann á
jafn auðvelt með að skapa
kaldriijaða glæpamenn og
alla þá „góðu gæja“ sem
hann er kunnastur fyrir.
Eastwood hefur ekkert
fyrir hlutverki sem hann
hefur kunnað utanbókar í
áratugi en er furðu mikið
utanveltu í sögunni. Með-
leikararnir eru í bak-
grunni, tveir skera sig úr;
fólsleg og fúl skytta úr
alríkislögreglunni og
Szarabajka sem illmennið,
strokufélaginn. Kvik-
myndataka, tónlist og
klipping, að maður tali
ekki um óaðfínnanlega
sviðsmynd og muni (mynd-
in gerist 1963) setja svo
punktinn yfír iið, og
Eastwood á hér að baki
eina af sínum betri mynd-
um - þó seint teljist hún
fullkomin.
£4 LEIKFEL. AKUREYRAR s.96-24073
• GÓÐVERKIN KALLA! eftlr Ármann Guft-
mundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason.
Fös. 21. jan. kl. 20.30 - lau. 22. jan. kt. 20.30. Fáein sæti laus.
• BAR PAR eftir Jim Cartwrlght
Frums. lau. 22. jan. kl. 20.30 uppselt - sun. 23. jan. kl. 20.30 uppselt
- fös. 28. jan kl. 20.30 - lau. 29. jan. kl. 20.30.
Aðalmiöasalan í Samkomuhúsinu er opin alla virka daga nema
mánudaga kl. 14-18 og fram að sýningu sýningardaga. Ósóttar
pantanir að Bar pari seldar í miðasölunni í Þorpinu frá kl. 19
sýningardaga. Símsvari tekur við miðapöntunum utan opnunar-
tíma. - Greiðslukortaþjónusta.
WOÐLEIKHUSIÐ sími 11200
Smfðaverkstæðið kl. 20.30:
• BLOÐBRULLAUP eftir Federico Garcia Lorca
VlnflRTÓnLtlKflP
llflSKÓLflblÓI
UPPSELT 20. OG 22. JANÚAR
fát k i UPPSELT
FÖSTUDAGINN 21. JANÚAR, KL. 20.00
Hljómsveitarstjóri: Peter Guth
Einsöngvari: Sigrún Hjálmtýsdóttir I
Blómálfurinn sér um skreytingu á suiði
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS
Frumsýn. fös. 21. jan., uppselt, - mið. 26. jan. - fim. 27. jan.
Sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er unnt að hleypa gest-
um í salinn eftir að sýning er hafin.
Litla sviðíð kl. 20.00:
• SEIÐUR SKUGGANNA eftir Lars Norén
Fös. 21. jan. - sun. 23. jan. - fim. 27. jan. - sun. 30. jan.
Ath. Ekki er unnt að hleypa gestum í salinn eftir að sýning
er hafin.
Stóra sviðið kl. 20.00:
• MÁVURINN eftir Anton Tsjekhof
8. sýn. sun. 23. jan. - sun. 30. jan. - fös. 4. feb.
• ALLIR SYNIR MÍNIR eftir Arthur Miller.
Fim. 20. jan. - fös. 21. jan. - fim. 27. jan.
• KJAFTAGANGUR eftir Neil Simon.
Lau. 22. jan., örfá sæti laus, - fös. 28. jan., næstsfðasta
sýning, - lau. 29. jan., sfðasta sýning.
• SKILABOÐASKJÓÐAN eftir Þorvald Þorsteinsson
Ævintýri með söngvum
Sun. 23. jan. kl. 14, örfá sæti laus, lau. 29. jan. kl. 13, (ath.
breyttan tfma), nokkur sæti laus, - sun. 30. jan. kl. 14,
nokkur sæti laus, - sun. 6. feb. kl. 14 - sun. 6. feb. kl. 17.
Miöasala Þjóöleikhússins er opin alla daga nema mánudaga
frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Tekiö á
móti símapöntunum virka daga frá kl. 10.00.
Græna línan 996160.
312 BORGARLEIKHUSIÐ sfmi 680-680
<mj<»
m
IÆIKFELAG REYKJAVIKUR
Stóra svið kl. 20:
• EVA LUNA leikrit eftir Kjartan Ragnarsson og Óskar
Jónasson unnið upp úr bók Isabel Allende.
6. sýn. fim. 20/1, græn kort gilda, uppselt, 7. sýn. fös. 21/1,
hvít kort gilda, uppselt, 8. sýn. sun. 23/1, brún kort gilda, upp-
selt, fim. 27/1 fáein sæti laus, fös. 28/1, uppselt, sun. 30/1,
fáein sæti laus, fim. 3/2, fös. 4/2 uppselt, sun. 6/2.
• RONJA RÆNINGJADÓTTIR e. Astrid Lindgren
Sýn. sun. 23. jan. kl. 14 næst síðasta sýning. 60. sýn. sun. 30.
jan. kl. 14. Síðasta sýning.
• SPANSKFLUGAN e. Arnold og Bach
Sýn. lau. 22/1, lau. 29/1. Fáar sýningar eftir.
Litla svið kl. 20:
• ELÍN HELENA e. Árna Ibsen
Sýn. fös. 21/1, lau. 22/1.
Ath.: Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn
eftir að sýning er hafin.
Miðasalan er opin frá kl. 13-20 alla daga nema mánudaga.
Tekið á móti miðapöntunum i sTma 680680 kl. 10-12 alla virka
daga. Bréfasími 680383. - Greiðslukortaþjónusta.
■ VIÐSKIPTA VINUM
Borgarkringlunnar gafst
kostur á að eignast jólak-
örfu Borgarkringlunnar í
desember, sem innihélt jóla-
gjöf frá hveiju einasta fyrir-
tæki í Borgarkringlunni.
Margrét Gísladóttir, Sel-
vogsgötu 16 í Hafnarfirði,
reyndist hinn heppni við-
skiptavinur. Á myndinni
eru f.v.: Þorbjörn Tjörvi
Stefánsson, markaðsstjóri
Borgarkringlunnar, Mar-
grét Gísladóttir, vinnings-
hafí, og Margrét Rögn-
valdsdóttir, formaður
markaðsnefndar Borgar-
kringlunnar.
■ KÓR Átthagafélags
Strandamanna er að hefja
æfíngar að nýju eftir jólafrí.
Æft er í Skaftfellingabúð,
Laugavegi 178, á miðviku-
dagskvöldum kl. 20.30 til
22.30. Æskilegt væri að
bæta við fólki og er söng-
elskum velkomið að líta inn
á æfingar. í júní sl. fór kór-
inn í 10 daga ferð til Finn-
lands. Heimsótti hann m.a.
vinabæi Hólmavíkur,
Kustavi og Merimaasku sem
eru á suðvesturströnd Finn-
lands. Stjórnandi kórsins er
Erla Þórólfsdóttir og for-
maður Matthildur G.
Sverrisdóttir.