Morgunblaðið - 19.01.1994, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 1994
39
STÆRSTA
TJALDIÐMEÐ
HX
„Dásamleg. Matt Dill-
on er frábær. Anna-
bella Sciorra rænir
hjarta þínu.“ (wnwk Rad-
io, New York)
„Stórkostleg,
frammistaða leikar-
anna er svo hjartnæm
að þú finnur til með
öllum persónunum.“
(Los Angeles Times)
„3 1/2 af 4 stjörnum.
Þess virði að sjá...
Fyrsta ósvikna IMew
York-ástarsagan í
mörg ár.“ (The Boston
Globe)
„Yndislega rómantísk
gamanmynd, ætti að
höfða til „Sleepless
in Seattle“-áhorf-
enda.“ (Barry Normann, Film
'93)
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Síðasti dagur í A-sal
MAÐUR ÁN ANDLITS
★ ★ ★ A.I. MBL.
„Ein besta mynd ársins 1993. Mel Gib-
son er stórkostlegur leikari og hæfi-
leikaríkur leikstjóri." New York Post.
Aðalhlutverk: Mel Gibson og Nick Stahl.
Leikstjóri: Mel Gibson.
Sýnd kl. 4.50,6.50,9 og 11.10
Stepping Razor, Red X.
Maðurinn, tónlistin og morðið.
Stórbrotin mynd um Reaggie
meistarann Peter Tosh.
HVfTATiALDIB
Sýnd kl. 5,7,9
og 11.
Fjölskyldumynd fyriralla TIL VESTURS
★ * * G.E. DV.
Aðalhlutverk: Gabriel Byrne, Ellen Barkin.
Sýnd kl. 5, 7, 9, og 11.
PÍANÓ
Sigurvegari Cannes-
hátíðarinnar 1993
„Píanó, fimm stjörnur af
fjórum mögulegum.“
★ ★ ★ ★ ★ G.Ó. Pressan
Aöalhlutverk: Holly Hunter,
Sam Neill og Harvey Keitel.
Sýnd kl. 4.50, 6.50, 9
og 11.10.
„Gunnlaugsson vág in i
barndomslandet ár
rakare án de flestas."
Elisabet Sörensen,
Svenska Dagbladet.
„Pojkdrömmar ár en
oerhört chármerande
och kánslig film som jag
tycker ár váldigt bra.“
Nils Peter Sundgren,
Gomorgon TV
★ ★ ★ ★
íslenskt - já takk!
Sýnd kl. 5,7,9 og 11.
„Ég hvet alla sem vilja sjá
eitthvað nýtt að drífa sig
i bíó og sjá Hin helgu vé.
Þetta er yndisleg Irtil saga
sem ég hefði ails ekki
viljað missa af!“
Bíógestur.
„Hrrfandi, spennandi, eró-
tísk.“ Alþýðublaðið.
„...hans besta mynd til
þessa ef ekki besta ís-
lenska kvikmynd sem
gerð hefur verið seinni
árin.“ Morgunblaðið.
★ ★★1/2„MÖST“
Pressan
Áskorendaeinvígi FIDE hafin
Þeir ungu byrja vel
Skák_____________
Margeir Pétursson
UM HELGINA hófst fyrsta um-
ferð áskorendaeinvígjanna í
skák í Wijk aan Zee í Hollandi.
Þau eru hefðbundinn liður í
FIDE-heimsmeistarakeppninni,
en eru nú í harðri samkeppni við
atvinnumannasamband Kasp-
arovs og Shorts. Úrslit í fyrstu
skákunum voru í samræmi við
væntingar. Gata Kamskí, 19 ára,
var peði undir í fyrstu skák sinni
við Hollendinginn Paul Van der
Sterren, 37 ára. En í tímaþröng
lék Hollendingurinn sig í mát.
Leóníd Júdasín, 34 ára, frá ísra-
el, fataðist einnig vörnin gegn
Rússanum Vladímír Kramnik, 17
ára. Kramnik vann með glæsi-
legri drottningarfórn. Þá vann
Rússinn Valerí Salov, 29 ára,
endataflssigur á landa sínum
Alexander Khalifman, 27 ára.
Öðrum skákum lauk með jafn-
tefli. Hollendingnum Jan Timman,
42ja ára, tókst ekki að knýja fram
sigur með hvítu gegn tvítuga
Frakkannum Joel Lautier. Tvísýn
skák Michaels Adams, 22ja ára
Englendings, og Boris Gelfands, 25
ára Hvit-Rússa, varð 45 leikir.
Stigahæsti keppandinn, Indveijinn
Vyswanathan Anand, 24 ára,
komst ekkert áfram gegn traustri
vörn Artúrs Júsupovs, 33ja ára.
Skákin varð aðeins 27 leikir og aldr-
ei þessu vant notaði Anand meiri
tíma en Júsupov og var næstum
því lentur í tímahraki.
Tefldar verða átta skákir í hveiju
einvígi. Eftir að hafa tapað með
hvitu í fyrstu skákunum er ekki
hægt að búast við því að þeir Van
der Sterren og Júdasín nái að veita
þeim Kamskí og Kramnik mjög
mikla mótstöðu. í síðustu keppni
beið Júdasín algjört afhroð gegn
ívantsjúk, tapaði '/2-4'/2 í fyrstu
umferð. Taugarnar virðast ekki
þola spennuna ef marka má fyrstu
skák þeirra Kramniks:
Hvítt: Leóníd Júdasín
Svart: Vladímir Kramnik
Sikileyjarvörn
1. e4 - c5 2. Rf3 - Rc6 3. d4 -
cxd4 4. Rxd4 — Rf6 5. Rc3 — e5
6. Rdb5 - d6 7. Rd5
Mun algengara svar við tvíeggj-
uðu Lasker-afbrigði svarts er 7.
Bg5
7. — Rxd5 8. exd5 — Re7 9. a4
- Rf5 10. c3 - g6!?
Sjaldséð og eftir næsta leik Júd-
asíns hefur skákin vikið burt af
troðnum slóðum.
11. Be2 - Bg7 12. 0-0 - 0-0 13.
Db3 - He8 14. Db4 - e4 15. Bf4
- Be5 16. Bxe5 - Hxe5 17. Hadl
- Rh4 18. Khl - Dg5 19. Hgl
- Bg4 20. Bxg4 — Dxg4 21.
Hdel - Df4 22. Dxd6?
í miðtaflinu hefur hvítur sótt á
miðborði og drottningarvæng, en
Kramnik einblínir á hvíta kónginn.
Hér verða Júdasín á afdrifarík mi-
stök. Mun sterkara var 22. Rxd6
og það er allsendis óvíst að svarti
takist að sýna fram á nægar bætur
fyrir peðið.
22. - Rf5 23. Dc7 - e3! 24. Hxe3?
Þrátt fyrir að eiga nægan tíma
á klukkunni yfirsést Júdasín laglegt
svar Kramniks og leikur af sér hrók.
Nauðsynlegt var 24. h3, en eftir
24. — exf2 25. Dxe5 — Rg3+ 26.
Kh2 - Rfl++ 27. Khl - fxel=D
28. Dxf4 - Rg3+ 29. Kh2 -
Dxgl+! 30. Kxg3 hefur hvítur ekki
fyllilega nægar bætur fyrir skipta-
mun.
Nú er 25. fxe3 auðvitað svarað
með 25. — Rg3+! 26. hxg3 — Hh5
mát! Júdasín teflir nokkra leiki
áfram með hrók undir:
25. Rd6 - He7 26. Rxf5 - gxf5
27. Dd6 - De5 28. Db4 - Hae8
29. Dh4 - f6 30. h3 - Dxd5 og
Júdasín gafst upp.
Opna mótið í Linares
Eftir þokkalega byijun á opnu
skákmóti í Linares á Spáni gekk
fátt upp hjá íslensku keppendunum
í síðustu umferðunum. Undirrituð-
um tókst naumlega að sleppa á stig-
um upp í eitt af verðlaunasætunum
tíu og hlaut sex vinninga, en Helgi
Ólafsson hlaut fimm og hálfan vinn-
ing. Rússneskir skákmenn voru far-
sælir, en stigahæstu keppendunum
vegnaði afleitlega. Eistinn Jan
Ehlvest mátti þannig sætta sig við
aðeins fimm vinninga. Úrslitin urðu
þessi:
1. P. Svidler, Rússlandi Vh v.
2. -5. Levin, Korneev og Ragozin,
Rússlandi og A. Rodriguez, Kúbu
7 v.
6.-7. Sorin, Argentínu og Gonza-
les, Mexíkó 6V2 v.
8.-13. Pogorelov, Rússlandi,
Margeir Pétursson, Dimitrov,
Búlgaríu, Foisor, Rúmeníu,
Komljenovic, Króatíu og Spang-
enberg, Argentínu, 6 v. o.s.frv.
Helgarmót í Keflavík
Um næstu helgi fer fram helgar-
skákmót á vegum Tímaritsins
Skákar í Keflavík. Tefldar verða
atskákir, umhugsunartíminn er
hálftími á keppanda, 11 umferðir
eftir Monrád-kerfí. Mótið hefst
föstudaginn 21. janúar kl. 20 og
verða þá tefldar þijár umferðir en
daginn eftir hefst keppnin kl. 13
og þá tefldar fimm umferðir. Mót-
inu lýkur svo sunnudaginn 23. jan-
úar og hefst taflið þá kl. 13.
Að venju eru vegleg verðlaun í
boði, siguvegarinn fær 60 þús. í
sinn hlut. Auk þess eru veitt fjöl-
mörg önnur verðlaun m.a. fyrir
bestan árangur unglinga, kvenna,
öldunga, heimamanna og drefibýl-
ismanna.Skráning og upplýsingar
um mótið eru veittar í símum 91-
31391, fax 91-31399.
ÚTSALA 10-60 % AFSLÁTTUR
Vetrarfatnaður, skíðagallar, dúnúlpur, »hUIHfllEl^P
íþróttaskór, íþróttagallar o.fl. sportbúðin
Ármúla 40 • Sími 813555 og 813655