Morgunblaðið - 19.01.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 1994
41
Upplýsing-
ar óskast
VIÐ óskum eftir upplýsingum
um heimilisfang Sigurðar Th.
Þorlákssonar í sambandi við 25
ára afmæii Myntsafnarafélags
íslands, hann var stjómarmað-
ur og stofnandi Myntsafnarafé-
lagsins.
Við vitum að hann er búsett-
ur einhversstaðar í Kaup-
mannahöfn. Við félagsmenn í
MÍ viljum votta honum virðingu
og þakklæti okkar fyrir velunn-
ið brautryðjanda starf í þágu
Myntsafnarafélagsins, og óska
honum og félaginu alira heilla
með aldarfjórðungs starfið.
Félagsmenn í Myntsafnara-
félagi íslands,
pósthólf 5024,
Reykjavík.
Framboð og
lítarháttur
Frá Hrafni Ingimundarsyni:
ÁSTÆÐAN fyrir þessum skrifum
mínum er sú að þriðjudaginn 11.
jan. síðastliðinn hlustaði ég á þátt
Hallgríms á Bylgjunni, og því mið-
ur skammaðist ég mín fyrir að
vera íslendingur þegar sumir
hlustendur hringdu inn og tjáðu
sig um framboð Amal Rún í próf-
kjöri Sjálfstæðisflokksins.
Það er ákaflega hættuleg og
lágkúruleg umræða þegar litar-
háttur, sómalskur uppruni, staða
eða sex ára ríkisborgararéttur
skipta orðið aðalmáli. Maður spyr
sig hvað hefur brugðist í uppeldi
okkar.
Allir sem búa og starfa á ís-
landi eru hluti af samfélaginu og
varðar hvemig því er háttað. Því
fleiri sem gefa kost á sér til starfa
fyrir samfélagið því betra. Ég hef
þá skoðun að flest af því fólki sem
gefur kost á sér í pólitík vilji samfé-
laginu vel, þótt skoðanamunur sé
um leiðir. Því á umræðan að vera
á á pólitískum grunni í stað þess
að níða og rægja það fólk sem
vill starfa í okkar þágu. Vilji fólk
hafa áhrif á listann er um að gera
að taka þátt í prófkjörinu.
Lýðræðislegri getur svona listi
varla orðið. Reyndar fínnst mér
það að Amal Rún skuli bjóða sig
fram staðfesta þá skoðun mína að
Sjálfstæðisflokkurinn sé breiðfylk-
ing sem rúmi alla.
HRAFN INGIMUNDARSON,
Brekkubyggð 32,
Garðabæ.
Pennavinir
FJÓRTÁN ára Ghanapiltur sem
safnar barmnálum, límmiðum, út-
lendum peningaseðlum og frímerkj-
um:
Frank Nyedwalah,
P.O. Box 26,
KAde,
E/Region,
Ghana.
FINNSK 22 ára stúlka vill skrifast
á við 20-24 ára stúlkur.
Knstiina Isomaki,
Lammelantie 41,
29750 Pohgjansaha,
Finland.
SAUTJÁN ára Tanzamupiltur
með áhuga á kvikmyndum, tónlist,
dansi, sundi og náminu sem hann
stundar:
Fortunatus Paschal,
Mawenzi Sec. School,
Box 478,
Moshi,
Tanzania.
EINHLEYPUR 35 ára bandarískur
karlmaður, bindindismaður á áfengi
og tóbak og býr skammt frá höfuð-
borginni, vill skrifast á við 25-40
ára einhleypar konun
Mark Davenport,
4105 Fielding St.,
Alexandria,
Virginia 22309,
U.S.A.
VELVAKANDI
UPPLYSINGAR
ÓSKAST
Á ÁRUNUM 1948 og 1949 var
Aðalbjörg M. Kjerúlf sjúklingur
á lyflækningadeild Landspítal-
ans. Þeir sem muna eftir henni
þar eru beðnir að hringja í síma
97-12031.
TAPAÐ/FUNDIÐ
Fflófax tapaðist
FILÓFAX tapaðist í strætisvagni
í norðurbænum í Hafiiarfirði
þriðjudaginn 11. janúar sl.
Finnandi vinsamlega hringi í síma
50602.
Eyrnalokkur tapaðist
EYRNALOKKUR tapaðist, gyllt-
ur með marglitum kúlum á, á
Nesvegi eða Selbraut miðviku-
daginn 12. janúar. Eigandinn
saknar eymalokksins sárlega og
er finnandi vinsamlega beðinn að
hringja í síma 23736. Fundar-
laun.
Til viðskiptavina
Þvottahúss A. Smith
ÞVOTTAHÚS A. Smith við Berg-
st^ðastræti vill koma eftirfarandi
á framfæri: Viðskiptavinir okkar
sem sótt hafa dúka til okkar dag-
ana 7. janúar til 14. janúar eru
vinsamlegast beðnir að athuga í
pakkana sína hvort þar gæti ver-
ið dúkur sem óvart fór með, en
þið eigið ekki.
Dúkurinn, sem er 2,15 m á
lengd, er handsaumaður grískur
dúkur úr mjög þunnu líni. Hans
er sárlega saknað af eiganda sín-
um. Síminn í þvottahúsinu er
17140.
Hálfesti tapaðist
GYLLT hálsfesti tapaðist
fimmtudaginn 6. janúar sl. á
gönguferð um vesturbæinn.
Finnandi vinsamlega hafi sam-
band í síma 13977 um helgar,
Gullhringur týndist
FALLEGUR gullhringur týndist
sl. laugardagskvöld á leiðinni frá
Fjörukránni og upp á Brekkugötu
í Hafnarfirði. Finnandi vinsam-
lega hringi í síma 654387.
Gleraugu töpuðust
KRINGLOTT gulllituð gleraugu
með brúnu plasti á spöngum töp-
uðust í Ingólfskaffi sl. föstudag.
Missir þeirra er tilfinnanlegur
fyrir eigandann því í þeim eru
sérstök og sérpöntuð sjóngler.
Hafí einhver fundið gleraugun er
hann vinsamlega beðinn að
hringja í síma 626530 á daginn
eða í síma 26648 á kvöldin. Fund-
arlaun.
GÆLUDYR
Labrador/Golden
Retriever hvolpar
FTMM 6 vikna gamlir hvolpar af
Labrador/Golden Retriever kyni
fást gefins. Einungis góð heimili
koma til greina. Upplýsingar eru
í síma 674627.
Síamsköttur tapaðist
SÍAMSKÖTTUR, bluepoint, tap-
aðist frá Hlíðarhjalla 53 föstu-
daginn 14. janúar sl. um fimm-
leytið. Hann er eymamerktur,
Y-3054. Þeir sem hafa séð hann
eða vita hvar hann er eru vinsam-
lega beðnir að hringja í vinnusíma
629470 eða heimasíma 46170.
Ólöf.
Læða tapaðist
SVÖRT ómerkt læða, 17 ára
gömul, hvarf frá Hraunhoiti við
Álftanesveg þann 13. janúar sl.
Hún er feldþykk, kringluleit í
framan og sum veiðihárin orðin
grá. Hafi einhver orðið hennar
var er hann vinsamlega beðinn
að hafa samband í síma 657221
eftir vinnutíma.
Þursi týndist
frá Álftanesi
ÞURSI er brúnbröndóttur högni
og fór frá Álftanesi þann 9. jan-
úar sl. Þegar hann hvarf var
hann með rauða og gráa ól með
jámhólk, en merkimiðinn og
skrúfan vom dottin úr honum.
Hann þekkir nafnið sitL Allir
þeir sem hafa orðið ferða hans
varir eru beðnir að láta Guðrúnu
eða Rafn, Sjávargötu 28, Álfta-
nesi, vita og síminn hjá þeim er
652309.
Köttur á flækingi
ÞESSI fressköttur hefur verið á
flækingi neðst á Laugateigi og
Hofteigi síðan í haust. Eins og
sjá má er hann bröndóttur ofan
á höfði, á rófu og á baki en hvít-
ur á kvið og fótum. Hann mjálm-
ar óvenju hátt. Upplýsingar fást
í síma 681153.
Kosningaskrifstofa
Júlíus Hafstein borgar-
fulltrúi hefur opnað
kosningaskrifstofu
vegna prófkjörs
sjálfstæðismanna
30. og 31. janúar nk. á
Suðurlandsbraut 50
(bláu húsi við Faxafen).
Skrifstofan er opin
mánudaga til föstudaga
kl. 14-22
en laugardaga og
sunnudaga kl. 13-18.
Sími681056.
Styðjum Júlíus í 2. sætið
Stuðningsmenn.
Hailarmúla • Kringtunni • Austurstræti
KÍNAKVÖLÞ
verður á Sjanghæ, Laugavegi 28,
fimmtudaginn 20. janúar kl. 19.00.
Unnur Guðjónsdóttir, balleltmeistari, sér um dagskrá,
sýnir kínverskan „konkúbínuu dans og Tai-Chi Juan og í*
myndir frá Kína auk þess sem hún kynnir ferðir til Balí -
Ástralíu - Singapúr í febrúar og til Kína 13. maí.
Gómsæt fjögurra rétta kínversk máltíð verður borin á
borð en verðið er kr. 1.200,- á mann.
Borðapantanir hjá Sjanghæ.
MstsÖlublad á hverfwn degi!