Morgunblaðið - 19.01.1994, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 1994
SKÍÐI
Rögnvaldur náði
ÓL-lágmarkinu
Fjórir íslendingar hafa náð lágmarki Ólympíunefndar íslands
RÖGNVALDUR Ingþórsson,
skíðagöngumaður frá Akureyri
sem býr í Svíþjóð, náði um
helgina lágmarki því sem
^ÓIympíunefnd íslands setti
sem skilyrði fyrir þátttöku á
Ólympíuleikana í Lillehammer.
Hann tók þátt í heimsbikar-
móti sem fram fór á Hoimen-
kollen í Oslo á laugardaginn
og fékk 83,6 Alþjóðlega punkta
fyrir árangur sinn, en lágmark
Olympíunefndar er 85 punktar.
Rögnvaldur sagðist vera ánægð-
ur með að hafa náð lágmark-
Grindavík
íúrslit
Stúlkurnar úr Grindavík tryggðu
sér rétt til að spila til úrslita
við ÍBK í bikarkeppnin kvenna með
■■■■■■ því að leggja KR að
'Frímann velli 46:35 í Grinda-
Ólafsson svík. „Þetta er mik-
skrllar ilvægasti sigur á
ferlinum," sagði
Stefanía Jónsdóttir, fyrirliði UMFG
eftir leikinn. „Leikurinn vannst
fyrst og fremst á baráttu. Eftir að
hafa verið mjög stressaðar í fyrri
hálfleik komum við yfirvegaðri í
seinni. Mér líst vel á að spila til
úrslita við ÍBK, þær hafa mikla
reynslu en við erum hungraðar í
titil og gerum okkar besta.“
Mikill barningur var á liðunum í
fyrri hálfleik, spiluðu fast í vörninni
og gerðu mörg mistök í sókninni.
KR komst í 16:10 eftir 15 mínútna
leik en heimastúlkur náðu að jafna
og komast yfír fyrir hlé. Sterk
svæðisvörn Grindvíkinga sló KR út
af laginu í upphafi seinni hálfleiks
og þær skoruðu ekki fyrr en eftir
rúmlega 9 mínútur á meðan UMFG
skoraði 8 og náði 11 stiga forystu
sem þær létu ekki af hendi.
Heimastúlkur fögnuðu gríðar-
lega enda í fyrsta sinn sem þær
leika til úrslita í keppninni. Lið
þeirra var jafnt og barðist af krafti
með Önnu Dís og Svanhildi einráð-
ar undir körfunni og Hafdísi Haf-
-»berg náði sér vel á strik í sókn-
inni. María og Stefanía stjórnuðu
sóknaraðgerðum og voru vel að
sigrinum komnar en KR stúlkur
létu slá sig út af laginu í sókninni
og náðu sér ekki á strik. Guðbjörg
Norfjörð var þeirra best og reyndar
sú eina sem eitthvað kvað að í seinni
hálfleik.
inu á síðustu stundu. „Þetta var
síðasta mótið fyrir Ólympíuleika
sem hægt var að reyna við lágmark-
ið og má því segja að ég hafi slopp-
ið fyrir horn. Það mátti varla tæp-
ara standa. Ég er mjög ánægður
með þessa göngu því ég var kvefað-
ur og ekki vel upplagður í göngunni
— ekki í toppformi. Ég veit að ég
get gert mun betur,“ sagði Rögn-
valdur, sem nú ætlar að undirbúa
sig af kappi fyrir leikana.
Keppt var í 15 km göngu með
frjálsri aðferð í Oslo. Sigurvegari
var göngukappinn frægi, Vladimir
Júlíus
kjörinn
formaður
Gísli Halldórsson hætti
eftir 21 ár, en var kjör-
inn heiðursformaður
JÚLÍUS Hafstein var einróma
kjörinn fprmaður Ólympíu-
nefndar íslands á ársfundi
hennar í gærkvöldi. Gísli Hall-
dórsson gaf ekki kost á sér
áfram eftir að hafa gegnt starf-
inu í 21 ár, en var kjörinn heið-
ursformaður nefndarinnar.
Stjóm Ólympíunefndar var kjörin
til fjögurra ára á aðalfundinum
í fyrra, en þá félist Gísli á að vera
áfram formaður í eitt ár til viðbótar
og ítrekaði í gærkvöldi að tímabili
sínu væri lokið. Júlíus var einn í kjöri
og var kjörinn með lófaklappi. Hann
var áður 2. varaformaður nefndarinn-
ar, en Ellert B. Schram, forseti
íþróttasambands Islands og 1. vara-
formaður Óí, greindi frá því að ákveð-
ið hefði verið að kjósa ekki 2. varafor-
mann í stað Júlíusar fyrr en að loknu
kjörtímabilinu, sem lýkur 1997.
Júlíus þakkaði traustið og sagðist
taka við mjög vandasömu eri spenn-
andi starfí. Miklir möguleikar væru
framundan og áfram yrði unnið að
framgangi ÓI og ólympíuhugsjónar-
innar. Verkefni nefndarinnar væru
meiri en fyrri nefndar — þátttaka í
vetrar- og sumarólympíuleikum,
Smáþjóðaleikum í Lúxemborg og
skipulagning sömu leika á íslandi
1997. Síðast en ekki síst hefði Óí
sótt um og fengið fund forystumanna
ólympíunefnda Evrópu (AENOC),
sem verður í Reykjavík í vor.
Smirnov frá Kasakstan, og gekk
hann vegalengdina á 36,44 mínút-
um. Rögnvaldur varð í 86. sæti af
99 keppendum sem komust í mark
og var tími hans 42,08 mínútur.
Sigurgeir Svavarsson og Ólafur
Björnsson frá Ólafsfírði tóku einnig
þátt í göngunni. Sigurgeir hafnaði
í 89. sæti á 42,45 mínútum og fékk
fyrir það 93,3 punkta, en Ölafur
náði sér ekki á strik og varð í 96.
sæti á 46.28 mínútum.
Rögnvaldur er fjórði íslending-
urinn til að ná lágmörkum fyrir
leikana í Lillehammer. Hinir eru;
^■jóðveijinn Michael Stich, sem
er í öðru sæti á heimsafreka-
listanum, og Petr Korda frá Tékk-
landi, sem er í áttunda sæti, féllu
úr keppni í 1. umferð á Opna ástr-
alska meistaramótinu í tennis, sem
nú stendur yfir í Melbourne. Stich
tapaði fyrir Bandaríkjamanninum
MaliVai-Washington (nr. 26) 7-6,
6-3, 3-6, 6-2, en Svíinn Thomas
Nýkjörinn formaður minnti á að
Gísli hefði starfað óslitið fyrir íþrótta-
hreyfínguna síðan hann var kjörinn
í stjóm Iþróttabandalags Reykjavíkur
1944 og því væru mikil tímamót,
þegar hann hætti. Gísli hefði alla tíð
verið í fremstu röð forystumanna
hreyfíngarinnar og ætti glæsilegan
feril að baki.
Gísli sagði að nóg væri af afbragðs
íþróttamönnum og forystumönnum
og því væri góður grundvöllur til að
1
Rögnvaldur Ingþórsson
Daníel Jakobsson göngumaður frá
ísafirði og þau Ásta Halldórsdóttir
frá ísafirði og Kristinn Björnsson
frá Ólafsfirði en þau keppa bæði í
alpagreinum.
Enqvist vann Korda 6-3, 6-4, 7-6.
Stich, sem er 25 ára og leiddi
Þjóðverja til sigurs í Davis-bikarn-
um í síðasta mánuði, sagði að and-
lega hliðin hefði ekki verið í lagi.
„Ég var ekki með sjálfum mér og
stundum vissi ég ekki hvernig stað-
an var, sem segir að andlegur styrk-
ur var ekki mikill. Ég lék einfald-
lega illa.“
starfa vel og mikið i framtíðinni.
Hann þakkaði sýndan heiður, en sam-
starfsaðilar hans innan Óí, ÍSÍ og
sérsambanda færðu honum sérstaka
gjöf í kvöldverðarboði í gærkvöldi.
Velta ÓI á síðasta ári var tæplega
12 milljónir og var hagnaður um 1,7
milljónir. Fjárhagsáætlun, sem gerir
ráð fyrir 18,7 millj. kr. veltu, var
samþykkt án mótatkvæða sem og
ýmsar lagabreytingar, m.a. heimild
til að kjósa heiðursformann.
Daníel
réttá
efftir
Smimov
Daníel Jakobsson, skíðagöngu-
maður, náði áttunda besta
tímanum í 4x10 km boðgöngu sem
fram fór í Storvik í Svíþjóð í síð-
ustu viku. Hann keppti með félagi
sínu Ásarna í göngunni.
Torgny Mogren náði besta braut-
artímanum en Vladimir Smirnov
sem var í sigursveitinni, var með
þriðja besta tímann. Daníel var
tæplega einn og hálfri mínútu á
eftir Mogren en aðeins 56 sekúnd-
um á eftir Smirnov, sem nú hefur
afgerandi forystu í heimsbikar-
keppninni.
„Ég er mjög ánægður með þessa
göngu og árangurinn sýnir að ég
er í góðri æfíngu. Þetta er ein besta
gangan mín í vetur,“ sagði Daníel
sem átti að keppa í 30 km göngu
á sænska meistaramótinu í gær en
var frestað vegna kulda. Hann á
að keppa í 15 km göngu á morgun
og er sú ganga liður í sænska meist-
aramótinu.
ÚRSLIT
Skíði
Crans Montana, Sviss:
Stórsvig karla:
1. Jan EinarThorsen (Noregi)....2:32.83
(1:16.88/1:15.95)
■Þetta var fyrsti sigur Thorsen í stórsvigi
en þess má geta að Norðmenn hafa sigrað
í fjórum af sjö síðustu mótum sem undir-
strikar enn frekar yfirburði þeirra í alpa-
greinum karla.
2. Mitja Kunc (Slóveníu)........2:32.93
(1:17.02/1:15.91)
3. Rainer Salzgeber (Austurríki) ....2:33.44
(1:16.78/1:16.66)
4. Alberto Tomba (Italíu).......2:33.73
(1:18.22/1:15.51)
■Tomba náði besta tímanum í síðari um-
ferð og lyfti sér upp úr 11. sæti í það fjórða.
Hann sagðist nú ætla að taka sér frí frá
keppni í tvær vikur til að undirbúa sig fyr-
ir Olympíuleikana.
5. Kjetil Andre Aamodt (Noregi) ....2:33.80
(1:17.80/1:16.00)
6. Bernard Gstrein (Austurríki).2:33.85
(1:17.76/1:16.09)
7. Steve Locher (Sviss)........2:34.05
(1:17.58/1:16.47)
8. Marc Girardelli (Lúxemborg).2:34.19
(1:17.83/1:16.36)
Staðan í stórsviginu:
1. Aamodt...........................362
2. Mayer............................336
3. Franck Piccard...................314
4. Nyberg...........................284
5. Locher...........................280
5. Von Grúnigen.....................280
Staðan í stigakeppninni:
1. Aamodt.........................832
2. Mader...........................652
3. Tomba...........................564
4. Girardelli .....................523
5. Thomas Stangassinger (Austur.).405
6. Gstrein.........................374
7. Mayer...........................373
8. Jure Kosir (Slóveníu)..........351
9. Von Grúnigen....................350
10. Thorsen.........................348
11. Finn Christian Jagge (Noregi)...344
Skautar
EM í listhlaupi á skautum
Kaupmannahöfn:
ísdans, staðan eftir tvær skylduæfingar:
(Telja 10% af heildarkeppninni): stig
1. M. Usova/A. Zhulin (Rússlandi) ....0.4
2.0. Gritschuk/E. Platov (Rússlandi)....1.0
2. J. Torvill/C. Dean (Bretiandi).....1.0
4. A. Krylova/V. Fedorov (Rússlandi)....1.8
4. S. Rahkamo/P. Kokko (Finnlandi)......1.8
6. S. Moniotte/P. Lavanchy (Frakklandi) 2.4
7.1. Romanova/I. Yaroshenko (Úkraí.).. 2.8
f kvöld
Handknattleikur
1. deild kvenna:
Austurberg: Fylkir - Stjarnan.18
Kaplakriki: FH - Víkingur.....18
Strandgata: Haukar - Fram..18.30
Hlíðarendi: Valur - Ármann....20
2. dcild karla:
Strandgata: ÍH - Grótta.......20
Óí styrkir fimm sérsambönd
Fulltrúar á aðalfundi Ólympíip
nefndar samþykktu tillögu Óí
um að styrkja fimm sérsambönd
vegna undirbúnings fyrir Óiympíu-
leikana í Atlanta 1996. Badminton-
sambandið fær 400.000 krónur og
Júdósambandið sömu upphæð,
Fijálsíþróttasambandið og Hand-
knattleikssambandið fá 1.500.000
kr. hvort og Sundsambandið 1,2
milljónir.
Mikil umræða var um þessa til-
lögu og var bent á að með þessu
væri verið að draga sérsambönd í
dilka. Eggert Magnússón, formaður
Knattspyrnusambandsins, sagði að
fleiri sérsambönd eyddu miklum
peningum til að reyna að komast á
ólympíuleika og nefndi í því sam-
bandi að KSÍ hefði lagt 9,5 milljón-
ir í þennan lið á síðasta ári. Hann
lagði til að önnur sérsambönd ættu
einnig að eiga möguleika á styrk
frá OI og sagði Ellert B. Schram,
1. varaformaður, að stjórnin ætti
að taka tilmælin til athugunar sem
og ábendingu frá Hákoni Emi Hall-
dórssyni, varamanni stjómar, sem
vildi að frekari styrkveitingar yrðu
endurskoðaðar, þegar nær drægi
keppni og ljóst hveijir tryggðu sér
keppnisrétt.
Átta manna fylgdar-
lið til Lillehammer
Gísli Halldórsson, fráfarandi formaður Ólympíunefndar íslands, greindi
m.a. frá því í ársskýrslu sinni í gærkvöidi að ákveðið hefði verið
að senda átta manna fylgdarlið með íslensku keppendunum á Ólympíuleik-
ana í Lillehammer í Noregi.
Sigurður Einarsson, formaður Skíðasambands íslands, verður farar-
stjóri. Þjálfari alpagreina verður Norðmaðurinn Svein Bye og þjálfari fyr-
ir göngu Svíinn Bo Erikson. Aðrir aðstoðarmenn verða: Anders ísaksson
frá Svíþjóð, Sigurveig Gunnarsdóttir, sjúkraþjálfari frá ísafírði og Ámi
Þór Árnason, sem býr í Svíþjóð og hefur verið Ástu Halldórsdóttur til
aðstoðar í vetur. Nýkjörinn formaður Ólympíunefndar íslands, Júlíus
Hafstein, og Ari Bergmann, ritari Ólympíunefndar, verða fulltrúar Ólymp-
íunefndar Islands í Lillehammer við upphaf leikanna.
Eins og kemur fram á öðrum stað á síðunni hafa fjórir íslenskir kepp-
endur tryggt sér þátttökurétt á leikunum í Lillehammer.
KORFUBOLTI
OLYMPIUNEFND ISLANDS
Morgunblaðið/Kristinn
Júlíus Hafstein til hægri var kjörinn formaður Ólympíunefndar íslands á
aðalfundinum í gærkvöldi. Gísli Halldórsson gaf ekki áfram kost á sér. en var
kjörinn heiðursformaður. Til vinstri er Ellert B. Schram, formaður ÍSÍ og 1.
varaformaður Óí.
TENNIS / OPNA ASTRALSKA
Michael Stich og
Korda úr leik