Morgunblaðið - 01.02.1994, Page 14

Morgunblaðið - 01.02.1994, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1994 Hlýj ar kveðjur til Vélskóla Islands eftir Sveinbjörn Björnsson í Morgunblaðinu 18. janúar sl. birt- ist grein eftir Björgvin Þór Jóhanns- son skólastjóra Vélskóla íslands sem hann nefndi „Kaldar kveðjur frá há- skólarektor til Vélskóla íslands". Til- efni þessarar greinar var frétt í Morg- unblaðinu 7. janúar sl., sem sagði frá byijun endumenntunamáms í sjáv- arútvegsfræðum á vegum Endur- menntunarstofnunar Háskóla íslands. Við setningu námsins hafði ég flutt nokkur ávarpsorð og vitnaði Morg- unblaðið þannig til þeirra: „Sveinbjöm sagði að það hefði verið orðað við sig að sjávarútvegsfræðin hefðu verið vanrækt í íslensku skólakerfi og kvaðst taka undir það. Þótt Fisk- vinnsluskólinn hafí farið vel af stað hafi hann ekki staðið undir þeim væntingum sem gerðar hafi verið til hans og sama gildi um Stýrimanna- skólann og Vélskólann." Þegar ég sá fréttina í blaðinu, gerði ég mér grein fyrir, að þessi orð gætu verið særandi, þegar þau era tekin úr samhengi við annað, sem ég sagði og ekki var birt. Meginatriði máls míns snerist um þá gagnrýni, sem beinst hefur að Háskóla íslands, að hann sýni þörf sjávarútvegs fyrir menntun lítinn áhuga og því séu fáir háskólamenntaðir menn við störf í sjávarútvegi. Eg tók undir þessa gagnrýni. Þótt margt gott efni sé að finna í námi í viðskiptafræði, hag- fræði, verkfræði, líffræði og matvæla- fræði hafa þessar námsbrautir ekki beinst sérstaklega að sjávarútvegi. Ég fagnaði einnig námi í sjávarút- vegsfræðum við Háskólann á Akur- eyri, en tveimur dögum áður hafði ég verið á Akureyri við brautskrán- ingu fyrstu sjávarútvegsfræðinga þaðan. Háskóli íslands vill bæta sig í þess- um efnum en hann ætlar ekki að efna til samkeppni við sjávarútvegsnámið á Akureyri, sem er fjögurra ára há- skólanám. Hann mun í þess stað styrkja menntun þeirra, sem þegar era við störf í sjávarútvegi og fisk- vinnslu með endurmenntun, sem þeir geta stundað með starfí. Það nám er að hefjast nú. Námið sækir fólk víðs „Þvert á móti veit ég, að Vélskóli íslands er í miklu áliti og stendur mjög vel að vélstjóra- menntun.“ vegar að af landinu. Það býr yfír dýrmætri starfsreynslu, en sækir til okkar traustari fræðilega undirstöðu og kynnist nýjungum, sem það getur strax nýtt í starfí sínu. í öðra lagi mun Háskólinn bjóða þeim, sem lokið hafa háskólaprófí í viðeigandi grein, svo sem viðskiptafræði, hagfræði, félagsfræði, lögfræði, verkfræði, tæknifræði, líffræði, matvælafræði eða sjávarútvegsfræði á Akureyri að innritast í meistaranám í sjávarát- vegsfræðum, þar sem áhersla yrði á þjálfun til rannsókna og meginhluti námsins yrði rannsóknarverkefni tengt sjávarátvegi og því fagsviði, sem nemandinn vill helga sig. Hvort tveggja, endurmenntunin og meist- aranámið, ætti að tengja Háskólann betur sjávarátvegi og hvetja háskóla- menntaða menn til starfa þar. í lok ávarps míns vék ég að skólum á framhaldsstigi og nauðsyn Jiess að auka veg verkmenntunar. Ég velti fyrir mér, hvort sérskólar okkar og íjölbrautaskólar sinntu fjölbreyttum þörfum sjávarátvegs og fískvinnslu og þar féllu þau orð, sem vitnað er til. Blaðamaður Morgunblaðsins sleppti meginhluta máls míns, enda hafði það efni verið í fjölmiðlum tveimur dögum áður, tengt fréttum af brautskráningu fyrir norðan. Hann gerði hins vegar frétt úr þessari síð- ustu athugasemd minni. Henni var ekki ætlað að -vera niðrandi um það starf, sem nú fer fram í þessum skól- um. Þvert á móti veit ég, að Vélskóli Islands er í miklu áliti og stendur mjög vel að vélstjóramenntun. Þar styðst ég við marga kennara verk- fræðideildar, sem þekkja vel til Vél- skólans. Þeir telja hann meðal flagg- skipa í verkmenntun okkar og hafa átt við hann gagnlegt og ánægjulegt samstarf. Jafnt í verkfræði- sem vél- stjóranámi erum við að gera okkar besta við takmörkuð efni. Það fáum við staðfest með erlendum saman- burði og umsögn þeirra, sem taka við brautskráðum nemendum. Eitt er hins vegar að gera hlutina rétt, annað að gera réttu hlutina. Þótt við rækjum vel hlutverk okkar samkvæmt lögum og reglugerðum, má ætíð spyija, hvort við gætum ekki orðið sjávarátvegi og fískvinnslu að enn betra liði og stuðlað að námi á sviðum, þar sem þekkingu og fag- mennsku virðist skorta. Nýjar náms- brautir og skólar þurfa stuðning skóla, sem standa á gömlum merg, líkt og okkar skólar frá 1911 og 1915. Mín reynsla af skólamálum hófst reyndar á kennarastofu Vélskólans Sveinbjörn Björnsson undir stjórn Gunnars Bjarnasonar skólastjóra, sem var þá að leggja fyrstu drög að Tækniskóla íslands fyrir 30 árum. I könnun á þörf sjávarátvegs fyrir menntun, sem gerð var árið 1992 á vegum Sammenntar, þ.e. Samstarfs- nefndar atvinnulífs og skóla um menntun og tækniþjálfun, kom fram, að sú menntun, sem þegar er í boði, þykir allgóð en auka þarf þekkingu allra starfsstétta á gæða- og fram- leiðslustjómun. Óskað var eftir náms- efni um gæðaeftirlit og gæðastjómun, meðhöndlun fisks um borð, físk- vinnslutækni, vöruþróun, flutninga- tækni, rafeinda- og tölvubúnað, sölu- og markaðssetningu físks. Margt af þessu efni er þegar kennt í ýmsum skólum, en það þyrfti að verða betur aðgengilegt fyrir þá, sem starfa við sjávarátveg. Sammennt brást við þessari þörf með því að þróa náms- efni fyrir kennslu í gæðamálum og fékk til þess styrk frá Evrópubanda- laginu. Margar óskir bíða þó úrlausn- ar. Hvemig geta þeir skólar, sem nú era á framhaldskólastigi og háskóla- stigi, best orðið við þeim? Með vissu um gott samstarf sendi ég hlýjar kveðjur frá Háskóla ís- lands. Höfundur er rektor Háskóln íslands. Flotimi leystur úr kví eftirÁrnaR. * Arnason Á fyrstu vikum nýja ársjns horfðu íbúar sjávarbyggða landsins ráðþrota upp á óvægna kjaradeilu og verkfall sjómanna. Frá miðjum janúar hafa deilur landsmanna svo snúist um bráðabirgðalög ríkisstjómarinnar til að leysa flotann úr þeim böndum. Engum blandaðist hugur um, að þjóð- arbúið mátti ekki við stöðvun físk- veiðiflotans, loðnuvertíð framundan sem ekki bíður þegar hún gefst. Sjó- mannasamningar höfðu verið lausir nærfellt ár án viðræðna, engar við- ræður komist á þrátt fyrir verkfall, umleitanir ríkissáttasemjara og ítrek- aða milligöngu og sáttatillögur sjáv- arátvegsráðherra. Verkfall er ekki tilgangur í sjálfu sér, heldur tæki til að knýja menn til viðræðna um deilu- efni — það tókst ekki. Forsætisráð- herra sagði svo Ianga stöðvun físki- skipaflotans óbærilega fyrir þjóðar- hag. Deilan var í sjálfheldu, ríkis- stjómin hefur léyst flotann úr þeirri kví, en ágreiningsefnin era enn óleyst. Deiluaðilarnir vora ófærir um að leysa deiluna sjálfír, það var full- reynt. Hefði málinu verið vísað til þings án bráðabirgðalaga, þá stæðum við þingmenn enn og deildum um hamdnHÉi Tllboð fyrlr hópa: 2.000 kr. afeláttur mann ef f höpnum oru 15 manns eöa flolri. 40.000 kr. spamaður fyrlr 20 marma höp. Brottfarir á þriöjudögum og laugardögum. Heimflug á laugardögum og þriöjudögum. i 'clitr ///ii J c/ía 7 natur ámaminn í tvíbýli í 3 nætur og 4 daga á Marriott Hotel. Vdttur er 5% staðgrdðsluafsláttur* í Olasgow bjóöum viö gistfngu á eftlrtökfum gæöahótolum: Hospitality Inn, Marriott, Stakis Qrosvenor og Copthomo. *M.v. að greitt sé með minnst 14 daga fyrirvara. Innifalið er flug, gist- ing, morgunverður og flugvallarskattar. Börn, 2ja - 11 ára, fá 9-500 kr. í afslátt. Börn að 2ja ára aldri greiða 3.000 kr. Enginn bókunaríyrirvari. Hafðu samband við söluskrifstofur okkar, umboðsmenn um allt land, ferðaskrifstofurnar eða í síma 690300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8 -18). ___,,, w _, __ &IOXAS* CE)CE1 Einn vínsælasti áfanga- staöur þeirra sem vilja gera hagstæö innkaup, stærsta verslunarborg Skotlands. Skemmtun og afþreying. Fjölmargir góðir veitingastaðir. Öflugt tón listar- og leikhúslíf. Mjög góð iistasöfn. Einstök náttúm- fegurð skosku hálandanna skammt undan. FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferÖafélagi hvort leysa ætti flotann frá bryggju. Og enn væram við að ræða huginynd- ir sem til lausnar gætu orðið í deil- unni. Flotinn væri þá enn bundinn eftir nær fjögurra vikna verkfall — og loðnan fundin. Deilt um kvótaviðskipti Deilan er merkileg á tímum þjóð- arsáttar, vegna þess um hvað hún snýst og þess hve hörð og hatrömm hún varð. Óbilgimi forystumanna deiluaðila er í andstöðu við þá sátt- fýsi og samstarfsvilja sem aðrir aðilar á vinnumarkaði hafa sýnt hin síðustu ár. Það er algjörlega á þeirra ábyrgð, að hafa hleypt samskiptum þeirra í slíkan hnút að sá er einn kostur að beita bráðabirgðalögum til að forða þjóðarskútunni undan stórsjóum og stórtjónum. Helstu deiluefni eru kvótabrask, sem fulltrúar sjómanna nefna svo og þátttaka sjómanna í kvótakaupum, sem hefur ekki þekkst fyrr en síðustu ár, er óheimil samkvæmt gildandi kjarasamningum — og fyrirfinnst ekki í öðram atvinnugreinum. Einnig verð afla íbeinum viðskiptum, til eigin vinnslustöðva af eigin skipum og í t.d. kvótaleigu og tonn-gegn-tonni- veiðum. Af öðram deiluefnum má nefna skiptakjör á sérveiðum og með nýjum veiðiaðferðum. Forystumenn sjómanna virtust ekki hafa gert upp við sig mikilvægi hverrar kröfu. Þeir ásökuðu útgerðar- menn um kvótabrask, að neyða sjó- menn til aðildar að kvótakaupum og undirverð í beinum aflaviðskiptum. Eftir úrskurð Félagsdóms, að kröfu- gerð- stæðist og verkfallið væri rétti- lega boðað, bára fulltráar útgerðar- manna eftir sem áður kæraatriðin fyrir sig. Þeir staðhæfðu að sjómenn ættu í deilu við stjómvöld, kvótabrask eigi sér ekki stað, sjómenn ekki neyddir til kvótakaupa og að viðmiðun aflaverðs í beinum viðskiptum við verð á uppboðsmörkuðum standist ekki ákvæði um fijálst fískverð. Hverri tilraun til að koma af stað viðræðum lauk svo að fulltráar ein- hvers aðilans hlupu á dyr. Úrbætur Nefnd ríkisstjómarinnar hefur þeg- ar komið fram með tillögur um hvem- ig koma megi í veg fyrir að viðskipti með aflaheimildir hafí óeðlileg áhrif á skiptakjör. Frá því samningar lo- snuðu, og allt frá sameiginlegri yfir- lýsingu deiluaðila frá apríl 1992, um að sjómenn taki ekki þátt í kvótakaup- um, hefur sjávarátvegsráðherra ítrek- að lýst sig reiðubúinn til að beita sér fyrir lagasetningu þar um, ef það mætti leysa deilurnar. Ráðherrar og þingmenn hafa lýst stuðningi við af- nám kvótabrasks og þátttöku sjó- manna í kvótakaupum. Tillögur nefndarinnar eru um stofnun kvóta- kaupþings, en fleira virðist þurfa til. T.d. lög gegn þátttöku sjómanna í kvótakaupum, t.d. að þeir sem selt hafí kvóta innan síðustu 12 mánaða megi ekki kaupa kvóta í sömu teg- und, t.d að fella niður eða minnka veralega heimildir til að flytja kvóta Árni Ragnar Árnason „Ráðherrar og þing- menn hafa lýst stuðn- ingi við afnám kvóta- brasks.“ til næsta árs, t.d. að móta í lögum ákvæði um viðmiðun verðs í beinum aflaviðskiptum við vegið meSklverð á uppboðsmörkuðum, yfír tiltekið tíma- bil, á tilteknu atvinnusóknarsvæði og aðliggjandi — jafnvel víðar. Fisk- markaðir okkar hafa vaxið mjög síðan til þeirra fyrstu var stofnað og geta risið undir því að vera leiðandi um fijálsa verðmyndun. 'Tillögur þessar munu leiða til aukinna viðskipta á fiskmörkuðum. Ekki er ástæða að óttast sjálfvirkni slíkrar viðmiðunar sem leiði til sífelldra verðhækkana. „Leigusala" kvóta ár eftir ár til að fjármagna aðra starfsemi er gjörsam- lega í blóra við endurgjaldslausa af- hendingu hans á grundvelli veiði- reynslu. Menn eiga ekki að geta bæði selt og átt áfram réttindi af þessu tagi, því veiðiheimildir okkar era ekki verðbréfasjóður, heldur at- vinnuréttindi sem óeðlilegt er að umbreyta með verslun. Geti menn ekki, eða vilji ekki, hagnýta sér slík réttindi sjálfir þá hafí þeir þann kost að selja. Við veiði kvóta annars skips án fullrar sölu kvótans ætti eitthvert hlutfall hans að flytjast til þess sem veiðir, með breyttri veiðireynslu. „Leigu“-afli er nú mjög mikill hluti beinna aflaviðskipta og mundi því jafnframt draga verulega úr þeim. Óheftur réttur til endanlegs fram- sals á kvóta er þjóðhagsleg nauðsyn til að útgerðarmenn geti leitað auk- innar hagkvæmni í fískveiðum. Kvótaleiga í núverandi mynd á hins vegar að hverfa — tími lénsherra og leiguleiða er liðinn. Höfundur er nlþingisnmöiir Sjálfstæöisflokksins fyrir Reykjaneskjördæmi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.