Morgunblaðið - 01.02.1994, Page 18
18_____________MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1994_
Iþróttadrykkurinn er vatn!
eftir Jón Gíslason
Þeim sem leggja stund á
keppnisíþróttir eða aðra líkams-
rækt er flestum kunnugt um mikil-
vægi þess að bæta vökvatap lík-
amans. Það vefst hins vegar fyrir
mörgum hvaða drykk best er að
velja og um leið á hvaða tíma eða
hve oft skuli drukkið og hversu
mikið í einu. Auk þess er ýmist
ráðlagt að drekka volga eða kalda
drykki og því ekki nema von að
fólk þreytist af ráðum „spekinga"
ekki síður en af þeirri eðlile'gu
áreynslu sem fylgir og er mark-
mið íþróttaiðkunar og annarrar
hreyfingar.
Ekki er nokkur vafi á að marg-
ir leggja út í óþarfa fyrirhöfn og
kostnað með því að blanda sykri
eða blöndu af sykri og öðrum efn-
um í hið góða íslenska vatn, eða
kaupa tilbúna íþróttadrykki. Slíkt
gagnast helst þeim sem stunda
mikla og langvarandi áreynslu og
er því vart fyrirhafnarinnar virði
fyrir þá sem stunda almennings-
íþróttir.
Vatnið er best
Hlutverk íþróttadrykkja er að
bæta vökvatap og tap orkuefna
og salta (steinefna) sem á sér stað
við langvinna líkamsáreynslu.
Notkun þessara drykkja er hins
vegar orðin mun víðtækari en þörf
er á. Orkuforði líkamans er að
öllu jöfnu nægur til áreynslu sem
varir allt að einni klukkustund og
þann tíma sem slík líkamshreyfing
stendur yfir er mikilvægast að
bæta vökvatap. Þá er hreint vatn
einn besti kosturinn sem völ er
á, þar sem það nýtist fljótt og vel
til að bæta það tap sem tapast
með svita og við öndun. Ef vök-
vatap er ekki bætt dregur úr af-
köstum og getur þetta haft veru-
leg áhrif á getu fólks ef vökvatap
er mikið.
Best er að drekka 1-2 dl
(100-200 ml) áður en hreyfing
hefst og síðan er ágætt að miða
* við að svipað magn sé drukkið á
15-20 mínútna fresti. Ef ekki er
um langvinna áreynslu að ræða
eru í raun lítil haldbær rök fyrir
að ráðleggja annan „íþróttadrykk“
en hreint vatn, en má það vera
kalt? Lengi vel hefur verið ráðlagt
að drekka volgan drykk, en síðari
tíma rannsóknir benda til þess að
kaldari drykkir (5-10°C) nýtist
hraðar og séu því betri kostur.
Hressandi kranavatni á því enginn
að fúlsa við.
Mataræði
Til að byggja upp orkuforða lík-
amans er best að borða kolvetna-
ríka fæðu sem einnig er næringar-
rík að öðru leyti þannig að þörf
fyrir bætiefni sé einnig fullnægt.
Þar eru afurðir úr jurtaríkinu mik-
ilvægastar og má sem dæmi nefna
brauð og annan kornmat, kartöfl-
„Hressandi kranavatni
á því enginn að fúlsa
við.“
ur, gulrætur og annað grænmeti
og ávexti. Sykur er líka kolvetni,
en mikil neysla á sykri leiðir til
þess að vítamín og steinefni verða
af skornum skammti. Kannanir á
mataræði sýna að neysla sykurs
er of mikil hér á landi og á þetta
ekki síður við um íþróttafólk en
aðra. Ástæðan getur verið óregla
á mataræði vegna mikilla æfmga,
sem leiðir til meiri neyslu á kexi
og öðru sem auðvelt er að grípa
til, en einnig má benda á að fram-
boð neysluvara í íþróttahúsum og
við önnur íþróttamannvirki stuðlar
ekki að góðu mataræði.
Uppeldishlutverk íþróttahreyf-
ingarinnar og ábyrgð á þroska
barna og unglinga er mikil og
helst í hendur við þá ábyrgð sem
hvílir á foreldrum og skólum. Á
síðari árum hefur aukin áhersla
verið lögð á fræðslu um mataræði
og íþróttir og_nú er til dæmis boð-
ið upp á samlokur og hreinan safa
í mörgum íþróttahúsum. Það er
óskandi að vörur sem þessar verði
í auknum mæli fyrir valinu í stað
gosdrykkja og sælgætis, sem
mestu hafa ráðið í framboði
neysluvara á slíkum stöðum. En
betur má ef duga skal. Ekkert er
einfaldara en að bjóða ávexti til
sölu og jafnvel aðra kolvetnaríka
fæðu og ef fræðsla fylgir samhliða
ættu slíkar vörur að ná til barna,
unglinga og annarra sem stunda
líkamsþjálfun.
Að velja drykk
Eitt af því sem þarf að bæta í
íþróttahúsum og öðrum íþrótta-
mannvirkjum er aðgangur að
hreinú vatni. Gosdrykkir innihalda
mikinn sykur (10-12%) og það
sama gildir reyndar einnig um
hreinan safa, þannig að þessa
drykki á ekki að nota fyrir eða á
meðan á þjálfun eða keppni stend-
ur. Til samanburðar má nefna að
algengt er að íþróttadrykkir inni-
haldi 5-6% sykur og er reynt að
Um „persónulegar og póli-
tískar árásir“ á Júlíus Hafstein
eftirÞráin Bertelsson
í Morgunblaðinu síðastliðinn
sunnudag sakar Júlíus Hafstein
borgarfulltrúi og formaður Lýð-
veldishátíðarnefndar Reykj avikur-
borgar mig um tvennt:
í fyrsta lagi segir Júlíus: „Frá
mínum bæjardyrum séð eru þetta
bæði persónulegar og pólitískar
árásir á mig sem ég vona að sjálf-
stæðismenn sjái í gegnum.“ (Let-
urbr. mín. Þ.B.)
Ég á fremur erfitt með að átta
mig á því hvað Júlíus á við með
þessu orðalagi, en þykist þó skilja
að hann vilji heldur að sjálfstæðis-
menn sjái í gegnum mig en sig.
Ef hann á við ályktun Rithöf-
undasambandsins um mál Örnólfs
Árnasonar, fyrram formanns
Leikskáldafélags íslands og vara-
forseta Alþjóðasamtaka leik-
skálda, eða fyrirspurnir varðandi
það efni, þá vil ég fullvissa hann
um að þar er engar ásásir að fínna
heldur er einvörðungu verið að
taka upp hanskann fyrir listamann
sem hefur orðið fyrir árás. Og í
því tilviki er árásarmaðurinn eng-
inn annar en Júlíus sjálfur, enda
hefur hann margítrekað að hann
beri alla ábyrgð á árásinni. Það á
aðeins eftir að leiða í ljós í hveiju
sú ábyrgð er fólgin.
Ef hann á hins vegar við þau
orð mín í Morgunblaðinu að íslend-
ingum hafi alla tíð fundist lítið til
um greind þeirra manna sem
stunda hestaskipti útí miðjum ám
þá vora þau ekki persónuleg árás
á Júlíus heldur almenn sannindi
sem eiga ekki frekar við Júlíus
heldur en aðra stjórnmálamenn
eða fólk yfirleitt.
í öðra lagi segir Júlíus að sér
þyki miður hvernig Rithöfunda-
sambandið hafi sent Indriða G.
Þorsteinssyni „tóninn með þeim
hætti sem formaður gerði með
ummælum sínum“.
Mér brá þegar ég las þetta og
hélt að blaðamaðurinn hefði haft
eitthvað rangt eftir mér í viðtali
og flýtti mér að líta í blaðið. En
þar skeikaði engu. Þarna stendur
svart á hvítu að ég kallaði Indriða
G. Þorsteinsson „mætan rithöf-
und“ og sný ég ekki aftur með
það. En Júlíusi til upplýsingar sló
ég orðinu upp í íslenskri orðsifja-
bók sem er útgefin af Orðabók
Háskólans og þar stendur:
„Ágætur, í miklum metum; og
í sams. verðmætur. “ Þetta er nú
tónninn sem ég fyrir hönd Rithöf-
undasambands íslands sendi Ind-
riða G. Þorsteinssyni.
Fátt er þó með öllu iilt; þrátt
fyrir þessar tvær rangfærslur um
mig og minn málflutning tekst
Júlíusi að koma tveimur stað-
reyndum óbrengluðum til skila.
Sú fyrri er sú staðreynd að ég
er formaður Rithöfundasambands
íslands. Nafn Júlíusar kom inn á
mitt borð þegar Örnólfur Árnason
sneri sér til Rithöfundasambands-
ins vegna þess að Júlíus Hafstein
bannaði flutning á verki Örnólfs
sem Júlíus hafði sjálfur borið
ábyrgð á að pantað væri hjá höf-
undinum. Og ekki nóg með það!
Júlíus bannaði flutning verksins -
án þess að hafa kynnt sér efni
þess. Af þessum sökum hef ég
neyðst til að kynna mér embættis-
störf Júlíusar Hafsteins og gera
um það ályktanir og fyrirspurnir.
Hin staðreyndin sem Júlíus fer
rétt með er sú að ég er fyrrver-
andi ritstjóri Þjóðviljans. Sú stað-
reynd kemur hins vegar afskiptum
mínum af embættisstörfum Júlíus-
ar ekkert við. Ég er á móti vald-
níðslu án tillits til stjórnmálaskoð-
ana þeirra sem hana stunda.
Og úr því að Júlíus er að reyna
jað gera mig tortryggilegan í aug-
um sjálfstæðismanna út af störf-
um mínum við Þjóðviljann um tíma
þá get ég bent honum á að blaða-
mennsku byijaði ég að stunda á
Ríkisútvarpinu, Sjónvarpinu, DV,
Þjóðviljanum og Hestitium okkar,
ýmist fastráðinn eða sem lausa-
Inginn sér
Þú elnn wslst
Nær eigin hári kemstu ekki
Höfum ýmsar gerðir af viðbótar hári,
hártoppum, hárkollum fyrir konur
og karla. í meira en fimmtán ár höfum
við aflað okkur kunnáttu og reynslu
á þessu sviði og þekkjum því nánast
allt sem á markaðnum er.
Sjón er sögu ríkari.
Persónuleg þjónusta í fyllsta trúnaði.
Nánari upplýsingar ef óskað er.
RAKARA- OQ HÁRGRE1ÐSLUSTWAN
GHEIFEKIV
HRINQBRAUT119 * SÍMI mm
Jón Gíslason
haga samsetningu þessara
drykkja þannig að vatn, sem að
sjálfsögðu er megin uppistaða
þeirra, nýtist sem best til að bæta
vökvatap.
Eins og áður er nefnt er hreint
vatn hins vegar í flestum tilvikum
besti „íþróttadrykkurinn“ og því
er vel við hæfi að nú er unnið að
því að hvetja til þess að drykkjar-
vatnsskálum verði komi fyrir í
íþróttamannvirkjum og skólum.
Börn og unglingar læra fljótt að
nota slíkar nýjungar og þá verður
ásókn í aðra miður góða drykki
eflaust minni en áður.
Höfundur er næringarfræðingur
og forstöðumaður lijá
Hollustuvernd ríkisins.
Þráinn Bertelsson
„Ég- á fremur erfitt með
að átta mig á því hvað
Júlíus á við með þessu
orðalagi, en þykist þó
skilja að hann vilji held-
ur að sjálfstæðismenn
sjái í g-egnum mig en
sig.“
maður.
Ég geri ráð fyrir því að með
því að taka störf mín við Þjóðvilj-
ann um eins árs skeið út úr blaða-
mannaferli mínum vilji Júlíus gefa
í skyn að ég sé óður kommúnisti
og hatist við alla sjálfstæðismenn,
og hafi þess vegna í einhveiju
heiftaræði farið að glefsa í Júlíus
blásaklausan.
Þetta er ekki rétt. Ég hef verið
í tveimur stjórnmálaflokkum um
dagana og gert stuttan stans í
báðum, fyrst í Sjálfstæðisflokkn-
um og síðar í Alþýðubandalaginu.
Sem stendur er ég utanflokka og
aðhyllist svipaðar skoðanir og stór
hluti þjóðarinnar sem finnur engan
flokk til að styðja í augnablikinu.
Höfundur cr formaður
Rithöfundasambands íslands.