Morgunblaðið - 01.02.1994, Síða 19

Morgunblaðið - 01.02.1994, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRUAR 1994 19 JíeWiiM -sctur brag í sérhvern dag! Södahl diskamottur og sendi hér □ Eg vil gjarnan fá _ meö_______toppa af Merrild 500 g. □ Ég vil gjarnan fá greitt fyrir meöfylgjandi _ samtals_______kr. □ Ég vil gjarnan fá Södahl dúk og sendi hér meö 20 toppa og 990 kr. ávísun. . toppa og Finnboga Rút, gegn dulbúnum iilyrðum náins skyldmennis í þeirra garð. Á sagnfræðilegum grundvelli, þar sem öll málsskjöl eru lögð fram, og staðreyndir krufnar til mergjar, er hægt að ræða stjórnmálasögu við réttsýna og sanngjarna menn. Utanríkisráðherra Islands, Jón Baldvin Hannibalsson, hefur dæmt sig úr leik á slíkum vettvangi, sak- ir ofstækis og mannfyrirlitningar, sem hann er greinilega haldinn af, en sakar aðra um í þessari endemis- grein sinni. Þess vegna fer líklega bezt á því, að láta hann óáreittan við að hugleiða frekar með sjálfum sér þau brigzlyrði, m.a. svik og landráð, sem honum eru svo einkar hugleikin nú um þessar mundir, — og leyfa um leið samvizkunni að naga í friði. Höfundur er cand. mag. Samvizkubit utanríkisrádherra eftir Einar Laxness Þrátt fyrir allt virðist enn einhver vottur eftir af samvizku í utanríkis- ráðherra íslands, Jóni Baldvini Hannibalssyni. Til þess bendir ramakvein, sem hann rekur upp í furðulegri grein í nýútkomnu blaði, Eintaki, 1. tbl., 20. jan. sl. Undirrit- aður getur ekki látið hjá líða að gera athugasemd. Veit utanríkisráðherra upp á sig einhverja skömm? Er hann að hugsa til þeirra daga, þegar hann og náin skyldmenni hans, vinir og félagar, voru á grundvelli heiðarlegra hug- sjóna að vara íslendinga við erlend- um herstöðvum á íslenzkri grund, vegna þess að þær mundu menga land og þjóð í bráð og lengd? Getur verið, að bit samvizkunnar ónáði svona hroðalega utanríkisráð- herrann, þegar hann er að hugsa til þess að hafa setið lon og don á leynifundum með bandarískum ráðamönnum, í því skyni að fá þá ofan af áformum um að draga úr vægi herstöðvarinnar á Keflavíkur- flugvelli, — fá þá ofan af þeirri „ósvinnu" að fækka hermönnum, fækka herflugvélum, draga úr her- æfingum o.s.frv.? Og jafnframt að fá þá tækifæri til að draga þannig úr gamalkunnu og umdeildu her- mangi, sem þessi ráðherra þekkir orðið betur en nokkur annar. Er það í slíkum hugleiðingum, sem utanríkisráðherranum koma orð, eins og blekkingar, lygar, svik, jafnvel landráð, í hug, og síðan I „smekkvísi" sinni og alræmdum ráðherrasjálfbirgingi tengir brigzl- yrðin við Halldór Laxness, rithöf- und? Látum svo vera, að Jón Bald- vin Hannibalsson standi í þeirri trú, að hann geti slegið sig til riddara á því hvað eftir annað' að hrakyrða hinn aldna rithöfund með ruddalegu orðbragði. Hann lýsir bezt með því eigin sálarlífi. Hitt er annað mál, sem minna má utanríkisráðherrann á í þessu sambandi, og vert er að rifja upp, að ásakanir hans um ávirðingar annarra, geta hitt ýmsa fyrir, jafn- vel þá, sem hann nú kallar „ær- lega“ stjórnmálamenn. Ég vil aðeins minna á tvo menn í þeim hópi, sem standa nokkuð nærri utanríkisráð- herranum sjálfum: Föður ráðherr- ans, Hannibal Valdimarsson, og föðurbróður, Finnboga Rút Valde- marsson, en þann síðarnefna taldi ráðherrann átrúnaðargoð sitt og sérstakan lærimeistara. Þessir ágætu menn voru nefni- lega um tuttugu ára skeið í fremstu víglínu þeirra, sem börðust gegn erlendum herstöðvum í landinu. Finnbogi Rútur var auk þess þing- maður Sósíalistaflokksins („komm- únista") í sjö ár (1949-56). Báðir voru þeir bræður, löngum stundum, ágréiningslítið, nánir samstarfs- menn Einars Olgeirssonar, Brynj- ólfs Bjarnasonar, Lúðvíks Jóseps- sonar og annarra sósíalista. Finn- bogi Rútur var svo fulltrúi Sósíal- istaflokksins, og síðar Alþýðu- bandalagsins í utanríkismálanefnd Alþingis, og því aðaltalsmaður þeirra í utanríkismálum á þingi! Þar hélt hann uppi merki þeirra, sem vöruðu við afleiðingum hersetu á íslandi. Tímarnir breytast og mennirnir með. Ný manngerð er komin fram á vettvangi stjórnmálabaráttunnar í gervi utanríkisráðherra íslands, Jón Baldvin Hannibalsson, sem sjálfur þóttist róttækari en flestir „ærlegir" stjórnmálamenn á sokka- bandsárum sínum, jafnvel eiga sér „hugsjónir". Hann átti þess kost nú sem utanríkisráðherra, í góðri samvinnu við Bandaríkjamenn, að minnka umsvifin í herstöðinni og fylgja fram boðskap lærimeistara síns, Finnboga Rúts. En — hvað hefur gerzt? Pilturinn er orðinn „kaþólskari en páfinn", hann hefur tekið trú á „aronsk- una“, sem flestir fyrirlitu áður, og hermangið nýtur sérstakrar vernd- ar hans. Er pilturinn umskiptingur? Hann virðist ganga gegn öllu því sem góðir foreldrar og frændur „Nú síðast finnur utan- ríkisráðherra sérstaka hvöt hjá sér til þess að ausa óhróðri yfir nóbelsskáld þjóðar- innar, kallar hann „dómgreindarlausan fáráðling“.“ hafa innrætt honum í uppeldinu. Hann virðist orðinn hugsjónalaus valdastreitumaður. Nú síðast finnur utanríkisráð- herra sérstaka hvöt hjá sér til þess Heimilisfang: Póstnúmer:.. Skrifíb meb prentstöfum Merrild Kaffi Pósthólf 4132 124 Reykjavík -----------------------------------------------------------------1 að ausa óhróðri yfir nóbelsskáld þjóðarinnar, kallar hann „dóm- greindarlausan fáráðling" (þann dóm fær einnig annað nóbelsskáld hjá honum, Knut Hamsun), og jafn- ar honum við fjöldamorðingja, brennuvarga og landráðamenn. Þótt bækur Halldórs Laxness, meira en hálft hundrað, tali sínu máli, og greini frá viðhorfum hans á löngum og viðburðaríkum „skáldatíma", rennur mér auðvitað blóðið til skyldunnar að bera hönd fyrir höfuð föður mínum, aldur- hnignum og sjúkum, gegn hrakyrð- um pólitískra götustráka og lodd- ara. Ég skal líka glaður taka að mér, ef þörf krefur, að bera í bæti- fláka fyrir ærlega stjórnmálamenn og hugsjónamenn, eins og Hannibal Einar Laxness Safnabu Merrild toppum og skreyttu borbib þitt Nafn: Þegar þú kaupir Merrild kaffipakka færðu ný- malað gæðakaffi. Með því að safna toppunum geturðu nú skreytt borðið með nýjum og skemmtilegum diskamottum frá Södahl eða dúk með sama munstri. Þú þarft aðeins að senda okkur toppana af rauðum Merrild eða Merrild Light. Með því að safna 5 til 40 toppum færð þú allt að 8 diska- mottur frá Södahl og fyrir aðra 20 toppa og 990 kr. ávísun færð þú dúk. Ef þú vilt fá andvirðið borgað út sendum við þér ávísun, hver toppur er 20 kr. virði. Tilboðið stendur til 15. ágúst 1994. Sendu seðilinn með nafni þínu. og heimilisfangi ásamt toppunum. Hvert heimili má í mesta lagi senda inn 40 toppa og einn miða. Klipptu toppinn af rauðum Merrild eða Merrild Light kaffipakka ef þig langar í kaupbæti með góðu kaffi. Merrild kaffi Pósthólf 4132 1 24 Reykjavík Utanáskriftin er:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.