Morgunblaðið - 01.02.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.02.1994, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRUAR 1994 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. i lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Vandi Peresar og Arafats rátt fyrir löng fundarhöld í svissneska bænum Davos um helgina tókst þeim Shimon Peres, utanríkisráð- herra ísraels, og Yasser Ara- fat, leiðtoga Frelsissamtaka Palestínu (PLO), ekki að ná en^anlegu samkomulagi um framkvæmd friðarsamkomu- lagsins frá í september í fyrra. Meginatriði þess sam- komulags var að Palestínu- menn fái takmarkaða sjálfs- stjórn á Gaza-svæðinu og í kringum borgina Jeríkó á Vesturbakkanum. Þessi land- svæði, þai*' sem búa um tvær milljónir Palestínumanna, voru hernumin af ísraelum í sexdagastríðinu árið 1967 og samkvæmt friðarsamkomu- laginu áttu hersveitir þeirra að vera búnar að yfirgefa þau þann 13. desember sl. Deiluaðilar hafa hins vegar ekki náð saman um hvernig útfæra eigi samkomulagið enda mörg og flókin mál sem taka verður afstöðu til. Til dæmis hversu stór sjálfs- stjórnarsvæði eigi að vera, hvernig skuli haga landa- mæraeftirliti og löggæslu og ýmsum öðrum framkvæmda- atriðum. ísraelskar hersveitir er því enn að finna á Gaza og í Jeríkó þó að vonast sé til að þær hverfi á brott í síðasta lagi þann 13. apríl. Forsenda þess er þó að samkomulag náist um framkvæmd friðar- samkomulagsins á allra næstu dögum. Fundur þeirra Peresar og Arafats í Davos, í tengslum við Alþjóða efnahagsráð- stefnuna, var sá annar á einni viku. Helgina áður höfðu þeir átt langan fund í Ósló þar sem þeir voru báðir viðstaddir út- för Johans Jörgens Holst, ut- anríkisráðherra Noregs, en það var ekki síst fyrir hans tilstuðlan að Palestínumenn og ísraelar náðu saman. Þeim tókst ekki að ná saman um öll atriði í Ósló og ekki heldur að ljúka málinu í Davos þó svo að vel virðist hafa miðað í 'samkomulagsátt. Hefur ver- ið boðaður annar fundur í Kaíró í Egyptalandi næst- komandi sunnudag. Augu umheimsins beinast nú að þeim Peres og Arafat. Samkomulag þeirra um frið í Mið-Austurlöndum var óvænt og því hefur alls staðar verið fagnað sem sögulegu. ísrael- ar hafa átt í erjum við arab- ískar nágrannaþjóðir sínar frá stofnun Israelsríkis árið 1948. Hingað til hafa einungis Egyptar verið reiðubúnir að undirrita friðarsamkomulag við ísraela. í kjölfar Ósló- samkomulagsins hafa Jórdan- ir og jafnvel Sýrlendingar verið reiðubúnir til að taka upp samningaviðræður við ísraela. Utkoman úr þeim við- ræðum ræðst hins vegar auð- vitað af því hvernig tekst til með stofnun sjálfsstjórnar- svæðanna á hernumdu svæð- unum. Og ekki nóg með það. Líkt og Peres sagði á blaðamanna- fundi hans og Arafats í Davos þá snýst málið ekki einungis um Mið-Austurlönd. Það er trú margra að ef hægt er að finna lausn á hinni hatrömmu og blóðugu deilu ísraela og araba, sem leitt hefur af sér margar styijaldir á undan- förnum áratugum, þá sé hægt að finna lausn á öllum öðrum deilumálum sem hijá heims- byggðina. Það væri því gífur- legt áfall ef Peres og Arafat næðu ekki samkomulagi. Tíminn er hins vegar naumur. Eftir því sem sam- komulag dregst á langinn eykst andstaðan jafnt meðal ísraela sem Palestínumanna. Ófriður undanfarinna ára hef- ur sett mark sitt á samskipti þessara þjóða og reyna öfga- hópar nú að kynda undir þá djúpstæðu tortryggni, sem óneitanlega er til staðar. í Davos, þar sem saman voru komnir margir af helstu forystumönnum heimsins á sviði viðskipta og stjórnmála, lýsti Peres þeirri framtíðarsýn sinni og Arafats að Mið-Aust- urlönd myndu þróast í svæði er einkenndist af friðþ rétt- læti og framþróun. I stað þess að eyða óhemju miklu fjármagni í vopn myndu ríkin þar vinna saman að því að byggja upp öflugt og blómstr- andi efnahagssvæði. Erfið- leikar undanfarinna vikna í viðræðunum sýna að það verður ekki auðhlaupið að breyta málum í Mið-Austur- löndum þrátt fyrir friðar- samninga og góðan vilja. Með því að ná saman um fram- kvæmd friðarsamkomulags- ins myndu þeir Peres og Ara- fat aftur á móti sýna fram á að það væri ekki ómögulegt. PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS V Mikil þátttaka í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Njarðvík Jónína Sanders fékk kosningu í annað sætið KeHavík. MIKIL þátttaka og endurnýjun einkenndi prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Njarðvík sem fram fór á laugardaginn. Oddviti flokksins, Ingólfur Bárðarson, var sá eini af bæjarfulltrúum flokksins sem hélt sinu sæti frá síðustu kosningum. Kristbjörn Albertsson sem skipaði annað sætið hafnaði nú í þriðja sæti og Valþór Söring Jónsson sem skipaði þriðja sætið varð í sjötta sæti. Jónína Sanders, hjúkrunarfræðingur kom sá og sigraði. Hún sóttist eftir öðru sætinu á listanum sem hún fékk auk þess að fá flest atkvæði allra frambjóðenda eða 87,9%. Fjórða sætið hlaut svo Böðvar Jónsson, fasteignasölumaður. Mjög góð kjörsókn var í prófkjör- inu sem var ætlað stuðningsmönnum flokksins og greiddu 413 atkvæði, þar af voru 9 seðlar ógildir. Fyrir síðustu bæjar og sveitarstjórnar- kosningar var listinn ákveðinn af uppstillingarnefnd. Prófkjör fór síð- ast fram árið 1986 og þá kusu 210. í síðustu bæjar- og -sveitarstjórna- kosningum fékk Sjálfstæðisflokkur- inn 508 atkvæði og 3 bæjarfulltrúa. Flokkurinn skipar nú meirhluta ásamt fulltrúa Alþýðubandalags. Eigum mikla möguleika „Ég er ánægður með minn hlut, því það má segja að þetta hafi verið varnarsigur hjá mér. Það voru marg- ir kallaðir og eðlilegt að ungt fólk vildi skipta þeim eldri út,“ sagði Ing- ólfur Bárðarson sem varð í fyrsta sæti. „Annars finnst mér gott mannaval einkenna listann og ég tel NJARÐVÍK að flokkurinn eigi mikia möguleika sé haldið rétt á spilunum,“ sagði Ingólfur Bárðarson ennfremur. Jónína Sanders sagðist vera mjög ánægð með sína útkomu og sagðist jafnframt vilja þakka stuðnings- mönnum sínum fyrir glæsilega kosn- ingu. „Ég gerði mér vonir um góðan stuðning og fann síðan mikinn með- byr. Þátttakan í prófkjörinu er at- hyglisverð og það er greinileg upp- sveifla hjá flokknum," sagði Jónína Sanders. „Ég tel þetta viðunandi niðurstöðu en er ekki ánægður með minn hlut, því ég stefndi á eitt af tveim efstu sætunum,“ sagði Kristbjörn Alberts- son sem skipaði annað sætið á listan- um í síðustu kosningum. Böðvar Jónsson sagðist hafa stefnt að því að ná 3. til 4. sæti og væri ánægður með kjör sitt í það fjórða. Hann sagði að ákveðin end- urnýjun yrði á listanum og væri allt gott um það að segja. Var beggja blands Valþór Söring Jónsson bæjarfull- trúi sem skipaði þriðja sætið í síð- ustu kosningum varð í sjötta sæti. Hann sagðist hafa farið með efa- semdir til þessa prófkjörs, hugur sinn hefði verið beggja blands og hann ekkert gert sér til framdráttar í próf- kjörsslagnum. Sigurvegararnir hefðu unnið vel og skipulega og þeir hefðu uppskorið í samræmi við það. Valþór sagðist þó geta vel við unað og að hann væri ánægður með hvern- ig skipast hefði á iistann. -BB 1.360 fleiri þátttake 34 atl tveim Niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins Atkvæði 1. Ingólfur Bárðarson 1. 129 1.-2. 1.-3. Alls 1.-4. 233 Hlutf. 57,5% 2. Jónína A. Sanders 54 243 356 87,9% 3. Kristbjörn Albertsson 76 123 192 240 59,2% 4. Böðvar Jónsson 24 70 157 239 59,1% 5. Árni Ingi Stefánsson 78 116 164 220 54,4% 6. Valþór Söring Jónsson 9 42 96 156 38,6% 7. Jakob Sigvaldi Sigurðsson 20 29 50 86 21,3% 8. Guðjón Omar Hauksson 14 28 52 86 21,3% Magnús Gunnai MAGNÚS Gunnarsson hlaut flest atk flokksins í Hafnarfirði, sem fram fc son varð í 2. sæti, í 3. sæti varð E varð Valgerður Sigurðardóttir og í en. 3.496 manns tóku þátt í prófkjörii ur en við síðasta prófkjör. Ragnheiður Kristjánsdóttir lenti í 6. sæti, Árni Sverrisson í 7. sæti, Magnús Kjartansson í 8. sæti, Gissur Guðmundsson í 9. sæti, Helga R. Stef- Sjautján tóku þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á ísafirði Þorsteinn Jóhannesson með yfirburðakosningu í fyrsta sæti ísafirði. MIKIL þátttaka var í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á ísafirði um helgina. Á laugardag og sunnudag kusu 673, en 532 greiddu D-listan- um atkvæði við síðustu kosningar. Þorsteinn Jóhannesson yfirlæknir hlaut 334 atkvæði í fyrsta sætið, en Haildór Jónsson útgerðartæknir kom næstur með 141 atkvæði. Þeir voru ekki á lista flokksins við síð- ustu kosningar. Þorsteinn, Halldór og Kolbrún Hall- dórsdóttir fiskvinnslukona og bæjar- fulltrúi I-listans hlutu bindandi kosn- ingar með yfír 50% greiddra atkvæða. Kjörnefnd hefur ákveðið að birta aðeins röð og atkvæðamagn fimm efstu sætin en samkvæmt áreiðanleg- um heimildum er röðin eins og kemur fram á meðfylgjandi yfirliti. Sam- kvæmt öðrum heimildum sem frétta- ritari telur áreiðanlegar var fylgi næstu þriggja það mikið og líkt, að ætla má að þeim verði boðið að sitja þau sæti. Samkvæmt félagatöium voru 442 skráðir félagar í fjórum sjálfstæðisfé- lögum þegar kjörið hófst. 93 gengu í félögin á meðan kjörið stóð yfir, þar af 46 í Fylki FUS, og 269 skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu, samtals 804. Kosningaþátttaka var því 83,71% fóiks á aldrinum 16 til 101 árs. I kosningunum 1990 buðu Sjálf- stæðismenn fram í tvennu lagi. Þá fékk D-listinn 532 atkvæði og þijá menn kjörna og I-listi 328 atkvæði og tvo menn kjörna. Tilraun þessara tveggja lista til meirihlutasamstarfs fór fljótlega út um þúfur og hefur D-listinn verið í meirihlutasamstarfi við Alþýðubandaiag og Framsóknar- flokk. Undir eins merki Þorsteinn Jóhannesson sagðist í viðtali við blaðið vera mjög ánægður með kjörið og taldi mikla þátttöku sýna áhuga ísfirðinga á að hafa áhrif á gang stjórnmála í bænum. Hann sagði það fagnaðarefni að nú gengu sjálfstæðismenn fram undir einu merki og sagðist hlakka til að vinna með þeim sem með honum veldust á listann og öðrum sjálfstæðismönnum að uppbyggingu og framförum á Isafirði. Halldór Jónsson sagðist hafa stefnt ÍSAFJÖRÐUR í upphafi að kjöri í efsta sæti en væri mjög ánægður með niðurstöðuna. Hann sagði að kosningaþátttakan væri með ólíkindum og sagðist vona að allir þessir dyggu stuðningsmenn skiluðu sér í kosningunum í vor. Hann sagðist vera mjög ánægður með úrslit- in og sagðist hlakka til að starfa með nýjum og glæsilegum leiðtoga. Kolbrún Halldórsdóttir sagðist mjög ánægð með úrslitin. Hún sagðist hafa gefið kost á sér fyrst og fremst til að vinna og þótt hún hafi Iátið að því liggja að hún væri tilbúin að taka fyrsta sætið væri hún mjög ánægð með niðurstöðuna. Hún sagðist vilja þakka fóiki fyrir góða þátttöku og sagðist vona að þetta sýndi að sjálf- stæðismenn vildu vinna saman. Úlfar. Niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins Atkvæði Alls Hlutf. 1. 1.-2. 1.-3. 1.-4. 1.-5. 1. Þorsteinn Jóhannesson 334 530 80,42% 2. Halldór Jónsson 141 217 361 54,78% 3. Kolbrún Halldórsdóttir 76 201 278 359 54,48% 4. Pétur H.R. Sigurðsson 45 104 172 224 250 37,94% 5. Ragnheiður Hákonardóttir 8 79 153 218 276 41,88% Röð annarra frambjóðenda: 6. Kristján Kristjánsson, 7. Björgvin Arnar Björgvinsson, 8. Signý Rósantsdóttir, 9. Marsellíus Sveinbjörnsson, 10. Ein- ar Axelsson, 11. Finnbogi Rútur Jóhannesson, 12. Bjarndís Friðriksdóttir, 13. Sævar Gestsson, 14. Elízabeth Einarsdóttir, 15. Örn Torfason, 16. Björn Helgason, 17. Jóhann Ólafson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.