Morgunblaðið - 01.02.1994, Side 36

Morgunblaðið - 01.02.1994, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1994 Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Fóðursiló fauk um koll á bænum Velli í óveðrinu. Hvolsvöllur Skemmdir á mann- virkjum vegna óveðurs Hvolsvelli. TALSVERÐAR skemmdir urðu á mannvirkjum á Hvolsvelli og nágrenni í óveðrinu aðfaranótt sl. laugardags. Gekk á með glóru- lausum byl og miklu hvassviðri alla nóttina fram að hádegi á sunnudag með tilheyrandi ófærð. Stór gámur fór af stað við ný- byggingu Rarik á Hvolsveili, lenti á húsinu og skemmdi all nokkuð. Þá fauk ruslagámur sem staðsettur var við vegamót í svokölluðum Vall- arkrók. Fauk hann um 100 metra yfir girðingu framhjá sumarbústað og lenti út á túni fyrir neðan veg. Á bænum Velli fauk m.a. fóðursíló. Einhveijar skemmdir urðu á þaki á nýbyggðu fjölbýlishúsi á Hvolsvelli. Af þessu má ráða að veðurhæð hef- ur orðið mjög mikil. Þá má reikna með gróður- ákemmdum þar sem þungur krapi fraus á tijám og má víða sjá löskuð tré í húsagörðum. Að sögn löregl- unnar á Hvolsvelli virðist sem veðr- ið hafí verið einna verst í kringum Hvolsvöll því ekki var vitað um nein- ar umtalsverðar skemmdir á mann- virkjum annars staðar í sýslunni. - S.Ó.K. Nýr veitinga- staður á Suð- urlandsbraut NYR veitingastaður, Verdi, að Suðurlandsbraut 14 (í húsi Bif- reiða og Iandbúnaðarvéla) var opnaður fyrir skömmu. Verdi er veitingastaður fyrir alla fjölskylduna með fjölbreyttan matseðil sem á eru m.a. pasta, pizzur, fiskur, steikur og smárétt- ir. í hádeginu er boðið upp á pasta, pizzur, súpur og salatbar á 750 kr. Kaffi fylgir með. Framkvæmdastjóri staðarins er Konráð Arnmundsson. Islenskar frímerkjabók- menntir á heimssýningn Tvö stór silfur, fjögur silfur og eitt silfrað brons Laugarhóli. HEIMSSÝNINGIN „Hafnia-1994“ á vegum FÍT, eða Alþjóðasam- taka frímerkjasafnara var haldin í Bella Center í Kaupmannahöfn dagana 26.-30. janúar. Sýningarefnið var bókmenntir og nútímafrí- merki eða söfnun nýrra frímerkja. Til þessarar sýningar sendi Island sjö mismunadi sýningarefni í bókmenntadeild sem skiluðu heim tvennum stórum silfurverðlaunum, fjórum silfurverðlaunum og einum silfruðum bronsverðlaunum. Það voru bækurnar „Exploring Iceland through its Stamps" eftir Don Brand, útgefin af Iceland Review. „Island postaxt eset I prioben 1939-1945“ eftir Kristian Hopballe og Ólaf Elíasson, útgef- inn af Forlaget 5F. „íslensk frí- merkjasöfnun og póstsaga, heim- ildaskrár, eftir Rannveigu Gísla- dóttur, útgefandi Háskólaútgáfan. „íslensk frímerki 1994“ eftir Sig- urð H. Þorsteinsson. Útgefandi ísafoldaprentsmjðja. „Pósthús og bréfhirðingar á íslandi" eftir Þór Þorsteins. Útgefandi er Klúbbur Skandinavíusafnara. „íslenskir stimplar, brúar-, rúllu- og vél- stimþlar", eftir Þór Þorsteins, gef- in út af Landssambandi íslenskra frímerkjasafnara. Loks voru einn- ig frímerkjaþættir úr dagblaðinu Degi á Akureyri eftir Sigurð H. Þorsteinsson. Við dóm slíkra bókmennta er hægt að fá hæst 100 stig fyrir útgefið verk. Nefnd dómara fer yfir hvert verk og gefur því síðan stig sem verðlaunin eru bundin af. Niðurstöður dómnefndar sem birt- ar voru á laugardagskvöld voru þær að bók Don Brandt fékk 73 stig og þar með silfurmedalíip bók þeirra Kristian Hopballe og Ölafs Elíassonar fékk 77 stig og stórt silfur, bók Rannveigar Gísladóttur hlaut 78 stig og stórt silfur, bæk- ur Þórs Þorsteins fengu 70 stig hvor og sitt silfrið hvor þar með. Bók Sigurðar H. Þorsteinssonar fékk 71 stig og silfur en frímerkja- þættir hans úr Degi á Akureyri fengu 66 stig og silfrað brons. Umboðsmaður sýningarinnar á íslandi var Ólafur N. Elíasson, verkfræðingur. ' Landssamband íslenskra frí- merkjasafnara gaf heiðursverð- laun til sýningarinnar. Þau hlaut frímerkjaþáttahöfundur að nafni Michael Nowlan, fyrir þætti sína í Canadian Stamp News sem nefn- ast „Phiiatelic Book Shelf“, það sýningarefni hlaut 74 stig sem var það hæsta sem veitt var i þeim flokki, þ.e.a.s. fyrir þáttahöfunda. Auk þessarar heimssýningar var einnig sýningin „Ferie-94“ í Bella Center þessa sömu daga. Aðsókn að sýningunni mun hafa farið yfir 100.000 gesti. Aðgangur var 45 danskar krónur. Þá tók frímerkjasala Póstmálastofnunar einnig þátt með sölubása á sýning- unni. íslenska þátttakan og þá sér- staklega árangurinn vakti athygli á sýningunni. Kom það af því að fyrir neðan silfurbrons eru enn tvö stig í verðlaunum, brons, diplom og síðan þátttökuskjal að lokum. - S.H.Þ. Frá veitingastaðnum Verdi, Suðurlandsbraut 14. RAÐAUGi YSINGAR 19 ára stúlka óskar eftir að gæta barna og sinna heimilis- störfum ef með þarf. Hefur mikla reynslu og reykir ekki. Umsóknir sendist auglýsingdeild Mbl. merkt- ar: F - 10639". Fjármálaþjónusta Endurskipulagning fjármála, gerð rekstrar- og greiðsluáætlana, bókhald, ársuppgjör og skattaskýrslur fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Víðtæk reynsla. Sími 91-19096, fax 91-19046. Málverk eftir Þorvald Skúlason Fyrir viðskiptavin okkar í Danmörku leiturn við að myndum eftir Þorvald Skúlason. Vinsamlegast hafið samband sem fyrst. BORG Sími 24211. 50. árshátíð Stangaveiði- félags Reykjavíkur Örfáir miðar eftir. Pantanir óskast sóttar á skrifstofu félagsins. Skemmtinefnd. Meðal gefenda vinninga: Jónasson ■ Uppboð Framhald uppboðs á eftirtalinni eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Hafnarbraut 20, Hólmavík, þinglýst eign Sigurðar G. Sveinssonar, eftir kröfu Skilvíss hf., (slenskrar dreifingar hf., Brunabótafélags Is- lands, Hauks Classens, Hólmavíkurhrepps, Búnaðarbanka íslands og innheimtumanns ríkissjóðs, miðvikudaginn 9. febrúar 1994, kl. 14.00. Sýslumaðurinn á Hólmavík, 31. janúar 1994. Rikarður Másson. Til leigu Glæsilegt ca 300 fm verslunarhúsnæði í Múlahverfi til leigu. Húsnæðið er með góðri innkeyrsluhurð og stórum sýningargluggum. Upplýsingar í síma 622991 á skrifstofutíma og á kvöldin í síma 77430. Heimilisrafstöð - 6 kílówött til sölu Lister, diesel, í góðu lagi. Verð 100 þús. Upplýsingar í síma 91-667024. I.O.O.F. Rb.4 = 143218 - E.l. □ HLlN 5994020119 VI 2 Frl. □ EDDA 5994020119 II 3 Frl. auglýsingar FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 SÍMI 682533 Þriðjudagskvöld 1. febrúar kl. 20.30. Opið hús Mörkinni 6 (risi) Jón Viðar Sigurðsson mætir og spjallar um Esjuna í tilefni Esju- gönguársins 1994. Allir vel- komnir, félagar sem aðrir. Komið í góðan félagsskap. Heitt á könn- unni. Nýja ferðaáætlunin liggur frammi. Ferðafélag Islands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.