Morgunblaðið - 01.02.1994, Síða 39

Morgunblaðið - 01.02.1994, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1994 39 vögnum en svo hefur reynst. Breytt vinnubrögð hafa þannig þýtt verulegan sparnað fyrir launa- fólk og breytingar á rekstri SVR nú eiga að þýða afkastameira og betur launaðra starfsfólk þegar til lengri tíma er litið. Útboð auka afköst og hagræðingu Útboð í ræstingum á vegum rík- isins hafa verið gagnrýnd harð- lega, t.d. af BSRB. Fullyrt er, eins og áður, að markmið þessara breytingar sé að lækka laun ræst- ingarfólks. Markmiðið er að auka afköst ræstingarfólks, auka hag- ræðingu í ræstingum og spara skattgreiðendum. Þetta er einnig að koma á daginn hérlendis eins og erlendis. Ræstingarfólk sem starfar fyrir danska ríkið, þar sem útboð á ræstingum hafa verið stunduð um langt skeið, afkastar að meðaltali mun meira á klukkutíma en starfs- systkin þeirra hérlendis og viti menn, þeim er einnig greitt mun meira á klukkutímann. Að sjálf- sögðu eru tengsl á milli afkasta og launa á þessu sviði eins og annars staðar. Útboð á mörgum sviðum má auka verulega hérlendis og þau geta sparað verulega fjármuni. Til þess að svo megi verða þarf þó skilning og áhuga almennings. Hagræðing er kjarabót Það kerfi er rangt sem stuðlar að stöðugt lækkandi launum en aukningu á kostnaðarsömum fríð- indum og óhagræði. Ágætt dæmi um þetta er rekstur ýmissa ríkis- mötuneyta. Það er ekki óalgengt að ríkið niðurgreiði mat í mötu- neyti ríkisstarfsmanna sem nemur 10-15 þúsund krónum á mánuði á notanda. Þetta þýðir að margir ríkisstarfsmenn eru að snæða há- degisverð fyrir 8-900 krónur á dag, þ.e. framlag þeirra sjálfra auk niðurgreiðslu. Fyrir þennan sama dag fá margir þessara ríkisstarfs- manna úborguð laun einungis rúma fjórfalda þessa upphæð. Á sama tíma og niðurgreiðslur sem þessar hafa aukist hafa laun opinberra starfsmanna og annars láunafólks lækkað. Auðvitað eru tengsl þama á milli og á þessum vanda þarf að taka en það gerist ekki nema í samvinnu við launa- fólk. Hagræðing í opinberum rekstri á að þýða lægri skatta og þegar til lengri tíma er litið afkastameira og betur launaðra starfsfólks. í einu og öllu eiga því þessar tillög- ur að skapa raunveruleg störf en ekki fækka þeim og verða launa- fólki því alvöru kjarabót. Ef svo verður ekki hafa tilraunir sem þessar mistekist. Sparnaður og hagræðing á ýms- um sviðum hefur alltof lengi verið feimnismál. Á meðan svo er heldur sóun á kostnað skattborgara áfram. Dæmi um raunverulegan árangur í spamaði og hagræðingu í ríkiskerfinu liggja fyrir. Nú þarf að hefja enn frekar á loft hug- myndir um sparnað og hagræðingu í ríkiskerfínu. Þar sem samtök launþega eru einnig samtök skatt- greiðenda er nauðsynlegt að laun- þegar hafi framkvæði í slíkri hug- myndavinnu. Þannig hækkum við launin og bætum lífskjörin. Höfundur er hagfræðingur. ■ NÆSTU fjölskyldunámskeið félagsmiðstöðvarinnar Ilólmasels í Seljahverfi verða haldin í febrúar og mars. Að þessu sinni verður for- eldrum og börnum boðið upp á nám- skeið í grímugerð. Ennfremur er boðið upp á flugdrekasmíði og páskaföndur. Sem fyrr eru þessi fjölskyldunámskeið eingöngu ætluð foreldrum og börnum þeirra. Mark- miðið er að fjölskyldan njóti sam- verunnar við skapandi og skemmti- lega vinnu. Þátttökugjaldi er stillt í hóf. Nánari upplýsingar um tíma- setningu og íýrirkomulag nám- skeiðianna eru veittar í símum 677730 og 677732. Skráning er hafin. Kristín Halldórs dóttir - Sjötug Hún var gerðarleg og kröftug í fasi konan sem stóð við stjórnvöl- inn annað hvort í eldhúsinu eða sem forstöðukona á barnaheimil- um Vorboðans í Rauðhólum og Rauða krossins á Silungapolli og Jaðri og á hvíldardvölum Mæðra- styrksnefndar í Hlaðgerðarkoti. Stjómsöm nokkuð, naut tiltrúar yfirboðara sinna jafnt og starfs- fólks, barnanna og aðstandenda þeirra. Hún var á heimavelli, margra ára reynsla í slíkum störf- um við hinar margbreytilegustu aðstæður svo og góð kynni af ólík- um atvinnuháttum bæði gömlum og nýjum komu að góðum notum. Hún naut þess að starfa að þess- um málum, lagði sjálfa sig alla fram, hafði mikinn metnað, elskaði börnin, það er kjarni málsins, þau voru virt eins og fullgildar persón- ur, ekki leitað ódýrra lausna á stór- um vandamálum barnssálarinnar, þegar smááfall leysti úr læðingi sorgina yfir því að vera fjarri mömmu og pabba. Mörg þeirra eignuðust samastað í hjarta hennar og eiga enn, man eftir þeim, geym- ir mynd þeirra í huga sér, þekkir þau, fylgist með þeim, þar sem þau eru stödd í lífsbaráttunni. Margir sem kynntust henni við fyrrnefnd- ar aðstæður hafa leitað til hennar síðar á lífsleiðinni til að gera hana að þátttakenda bæði í gleði og sorg. Kristín Halldórsdóttir í Kirkju- hvoli, Fossvogi, heitir konan, og er sjötug í dag, 1. febrúar. Þar eiga margir leið um hlað, þungra erinda. Ófáum hefur hún, maður hennar Ole P. Pedersen, garðyrkju- stjóri, sem nú er látinn, og börn þeirra, létt þau spor sem þar eru stigin, með hlýju sinni og greið- vikni. Hjartað hennar er stórt og rúmar marga, áhuginn er mikill og lifandi á annarra högum, fylg- ist vel með vinum sínum og er artarleg með afbrigðum. Hún ólst upp í Reykjavík í mið- bænum á þeim áram, þegar næst- um allir þekktu alla. Það er með ólíkindum, hvað Kristín þekkir ti! margra fjölskyldna og kann deil: á ætt og uppruna fólks. Á þessum tímum var atvinnuöryggi þann veg farið að menn þurftu að vera reiðu- búnir til þess að sækja vinnu hvert á land sem var eftir árstímum, ef þeir ætluðu sér á annað borð að hafa ofan í sig og á. Faðir hennar Halldór Sigurðsson beykir stundaði iðn sína, en hún tengdist síldinni drjúgan hluta ársins, tunnusmíði og önnur beykisverk voru unnin á verkstæði hér í bæ á vetrum. Mjög ung fór Kristín í sumardvalir hjá frændfólki sínu á Þverlæk í Holtum í Rangárvallasýslu, þaðan var móð- ir hennar Kristólína Þorleifsdóttir. Á hún margar góðar minningar að austan og bast stað og skyld- mennum traustum böndum. Ríkur í minningunni er einnig veturinn á húsmæðraskólanum á Hverabökkum í Hveragerði og tíminn á Akranesi, þegar hún að- stoðaði móðursystur sína við greiðasölu og vann í fiski, þegar færri voru gestirnir, atburðaríkir dagar og gefandi. Kristín er mjög jarðbundin kona, Fáanlegt í hylkjum, töflum og í fljótandi formi. raunsæ og hagsýn, en hún á sér miklar hugsjónir, lætur ekki and- byr slá sig út af laginu, heldur hefur hug sinn upp úr erli daganna og ræðir um hugsjónir sínar og hjartans mál, eins og ljóðin og sálmana sem hún kann og ann, flytur mann út fyrir þröng og amstur brauðstritsins. Hún hefur ekki látið sitja við að eiga sér hugsjónir um mann- rækt og andlega og líkamlega að- hlynningu ungra sem aldinna, heldur tekið virkan þátt í starfi menningar- og líknarfélaga. Það verður ekki tíundað hér, þó skal minnt á þátttöku hennar í giftu- drjúgu starfi Mæðrastyrksnefndar og blómlegu starfi Grensássafnað- * ar og kvenfélagsins þar. Það er gott að eiga hátíð með Kristínu Halldórsdóttur, hvort sem er í gleði eða sorg, gjarna mikil reisn yfir þeirri athöfn, eins og flestu sem hún tekur sér fyrir hendur. í dag bregður hún ekki út af vananum og býður til fagnað- ar í Lionssalnum, Auðbrekku 25, Kópavogi, frá kl. 17.00-20.00. Við í Víðihlíðinni höfum átt stað í hjarta Kristínar til margra ára. Við þökkum fyrir það allt og biðj- um henni og fjölskyldu hennar allr>" ar Guðs blessunar um ókomna framtíð. Tómas Sveinsson. VZterkur og k/ hagkvæmur auglýsingamiðill! A engann sinn líka í veröldinni Kyolic daglega, það gerir gæfumuninn. ✓ Kyolic hvítlaukurinn er lífrænt ræktaður. ✓ Tveggja ára kaldþroskun eykur virkni og fjarlægir lykt. ✓ Kyolic er stöðluð afurð. Trygging kaupenda. ✓ 250 gæðaprófanir í framleiðslu. ✓ Áratuga vísindarannsóknir. ✓ Vinnur gegn oxun, blóðfitu og fl. ✓ Olíu- og vatnsuppleysanlegt. Virku efnin varðveitast. ✓ 12 alþjóðleg einkaleyfi. Kyolic - Líkami þinn finnur muninn Ný Lada Samara kostar frá 694,000 Flestir fjölskyldubílar af svipaðri stærð kosta yfir 1,100,000 ini iangar fjiiskyidaaa ai foia fpir mismuninnf Negld vetrardekk og sumardekk eru innifalin i verði út þorrann!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.