Morgunblaðið - 01.02.1994, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1994
41
virkur, ákveðinn, jákvæður, glað-
lyndur og skemmtilegur. Er furða
þótt manni bregði og hugurinn leiti
til eftirlifandi ástvina og á vit minn-
inganna um hann sem nú er allur?
Leiðir okkar Guðmundar lágu
saman í Seljakirkju nokkur síðustu
árin þar sem hann ásamt konu sinni
söng í kirkjukórnum. Mér er minnis-
stætt þegar hann hóf starf með
kórnum, alls óvanur og hikandi við
að stíga fyrstu sporin. Hann átti
samt eftir áð verða einn traustasti
| hlekkurinn í þeirri keðju sem tengir
* saman þennan góða og samstæða
hóp. Auðfundið var strax að Guð-
mundur vildi leggja sig fram enda
mætti hann manna best á æfingar
og vildi jafnan hafa allt sitt á þurru.
Ef honum fannst hann ekki kunna
sína rödd nægilega vel var hann
ófeiminn að biðja um aðstoð. Hann
vissi þá gjarnan hvar í laginu voru
veikir punktar og óskaði að fá að
festa þá staði í minni með því að fá
að heyra það nokkrum sinnum.
í þessu samstarfi kynntist ég
Guðmundi, manninum bak við kórfé-
lagann. Hann kom til dyranna eins
og hann var klæddur, sagði sína
skoðun á mönnum og málefnum af
| einlægni.
Á leið manna til hamingjusams
lífs geta leynst blindgötur sem villa
■| og bera menn af þeirri leið. Slíka
götu hafði Guðmundur uppgötvað
og áttað sig á að nú þurfti að snúa
á við til hinnar réttu leiðar. Um það
* mál ræddi hann líka opinskátt, það
fann ég þegar ég óskaði honum til
hamingju með ákvörðun sína. í þeirri
viðleitni að breyta um lífsstíl var
Guðmundur heill og hygg ég að það
hafi hann reyndar verið að hveiju
sem hann gekk. í kórstarfinu var
hann líka af heilum hug og þoldi
illa hálfvelgju. Með slíku fólki er
gott að vera.
Löngum var stutt í húmorinn hjá
Guðmundi svo sem athugasemdir
hans oft báru með sér en jafnan var
allt slíkt græskulaust.
Hann sagði við mig eitt sinn að
kórstarfið gæfi sér mikið og hafði
um það nokkur orð hve gott það
11 væri þegar hjón hefðu sameiginlegt
tómstundastarf á borð við það. Þótt
honum þætti það gefa sér mikið þá
$ var hann sjálfur líka gefandi.
Fyrir hönd okkar allra sem áttum
samleið með Guðmundi á þessum
0 vettvangi þakka ég samfylgdina og
sendi Sigurlaugu og börnunum
ásamt ástvinum öðrum dýpstu sam-
úðarkveðjur og bið þann sem öllu
ræður að blessa söknuð þeirra og
trega.
Eftir lifir í hugum okkar allra
minningin ljúfa um hinn jákvæða
og góða dreng sem allt of stutt fékk
að vera okkur samferða.
Kjartan Sigurjónsson.
í dag kveðjum við tryggan og
góðan vin og félaga. Hvern hefði
órað fyrir því að Guðmundur sem
kvaddi starfsfélaga sína, hress að
vanda, að vinnu lokinni, 11. janúar
sl., yrði kominn á spítala mikið veik-
ur aðeins tveimur tímum seinna?
Engum kom í hug að hann færi svo
snögglega sem raun varð á og er
okkur starfsfélögum hans eðlilega
mjög brugðið.
Fyrir rétt tæpum 16 árum hóf
Guðmundur gjaldkerastarf sitt hjá
Heimilistækjum hf. Allar götur síðan
er óhætt að segja að hann hafi ver-
ið „vinsælasti maðurinn" hjá fyrir-
tækinu, „sérstaklega" um mánaða-
mót, eins og hann gerði svo oft grín
að sjálfur. Hann hafði marga góða
kosti til að bera. Samviskusemi var
honum í blóð borin, hvort heldur
gagnvart foreldrum sínum, fjöl-
skyldu, vinnufélögum eða vinnu
sinni.
Guðmundur var ávallt hress og
hlátur hans smitandi. Var hann
hrókur alls fagnaðar á Ping Pong-
kvöldum, árshátíðum og alstaðar þar
sem hann var. Hann hafði mjög
gaman af að brydda upp á umræðu-
efni í matar- og kaffitímum sem oft
leiddi til fjörugra samræðna, en stutt
var í stríðni og glettni í fari hans.
Guðmundur var söngmaður mikill,
sem við fengum oft að njóta, og
voru þau hjónin í kór Seljakirkju og
höfðu mikla ánægju af því.
Guðmundur var barngóður maður
og alltaf átti hann gott í poka niðri
í skúffu handa afabörnum sínum
eins og hann kallaði börn starfsfé-
laga sinna. Oft voru hrókasamræður
um ungbörn, uppeldi og eldri börn
og iá hann ekki á skoðunum sínum
og miðlaði af reynslu sinni. Skein þá
í gegn hversu hreykinn hann var af
sínum börnum, þeim Valgerði, Gísla
og fóstursyni sínum Páli.
Mikill missir er að Guðmundi fyr-
ir fjölskyldu, vini og starfsfélaga.
Við sendum Sigurlaugu, Páli, Val-
gerði, Gísla og móður hans Mar-
gréti innilegar samúðarkveðjur.
Sarnstarfsfólk hjá
Heimilistækjum hf.
Látinn er í Reykjavík ágætur
drengur, Guðmundur Gíslason,
deildarstjóri. Andlát hans bar brátt
að og kom vinum og vandamönnum
í opna skjöldu enda var Guðmundur
aðeins 41 árs er hann féll frá vegna
hjartveiki.
Guðmundur var sonur hjónanna
Gísla Þorsteinssonar útgerðarmanns
í Reykjavík, sem er látinn, og konu
hans Margrétar Sigurðardóttur.
Hann var þriðji sonur þeirra hjóna.
Eftirlifandi bræður hans eru, Sigurð-
ur Ingi flugvirki og Þorsteinn loft-
skeytamaður.
Að hefðbundinni skólagöngu lok-
inni hóf Guðmundur nám við Versl-
unarskóla íslands og lauk þaðan
verslunarprófi 1971 og stúdentsprófi
úr hagfræðideild 1973. Námsárang-
ur hans var góður.
Að námi loknu hóf Guðmundur
skrifstofustörf hjá Bæjarútgerð
Reykjavíkur, en þar hafði hann
starfað í sumarleyfum sínum á
námsárunum. Árið 1978 var hann
ráðinn til Heimilistækja hf., sem
aðalbókari og gjaldkeri. Árið 1990
varð hann deildarstjóri í fjárreiðu-
deild þess fyrirtækis og gegndi því
starfi til dauðadags. Hann var far-
sæll maður í sínum störfum og vel
liðinn af samstarfsfólki sinu.
Guðmundur kvæntist Sigurlaugu
B. Gröndal hinn 3. júlí 1982 og eru
börn þeirra Valgerður, fædd 1981,
og Gísli Bjarki, fæddur 1984. Áður
átti Sigurlaug soninn Pál Inga,
fæddur 1978, og ólst hann upp hjá
þeim.
Öll kynni okkar af Guðmundi voru
góð og er margs að minnast frá
þeim glöðu æskuárum. Einkenni
hans voru vinnusemi og greiðvikni.
Stundum var greiðviknin það mikil
að við óttuðumst að lærifeður okkar
sæju vinnubrögð Guðmundar á verk-
efnum sem við skiluðum sem okkar
eigin, en voru að mestu leyti afrit
af hans.
Guðmundur var ávallt glaður og
hress og lífgaði upp á hópinn. Hann
var skynsamur drengur í lífi og starfi
og vildi koma skynseminni að hjá
skólafélögum sínum þegar honum
fannst þeir ganga of langt í galsa-
skapnum og hann sagði eitt sinn við
undirritaðan þá er fjörið var sem
mest: „Sigurður minn, það verður
að vera eitthvert vit í vitleysunni."
Þannig var hann einfaldlega ávallt
heiðarlegur og skynsamur í sam-
skiptum.
Við skólafélagar hans úr Verslun-
arskóla fslands söknum nú góðs
drengs. Um leið og við vottum konu
hans, börnum og öðrum aðstandend-
um okkar dýpstu samúð biðjum við
góðan guð að varðveita hann vel.
Blessuð sé minning Guðmundar
Gíslasonar.
F.h. stúdenta V.í. 1973,
Sigurður Karlsson.
Þau hörmulegu tíðindi bárust okk-
ur hjónum að morgni laugardags 22.
að systursonur minn, Guðmundur
Gíslason, hefði andast þá um nóttina
á Borgarspítalanum eftir skyndilegt
og banvænt hjartaáfall.
Þessi tíðindi snertu okkur mjög
og erfitt er að skilja þegar ungir og
hraustir menn eru svo skyndilega
kallaðir burt frá konu, börnum og
þeim viðfangsefnum sem bíða slíkra
manna.
Guðmundur, sem við kölluðum
ávallt Gumma, var okkur hjónum
einkar kær, enda nutum við þeirrar
gleði að hafa hann á heimili okkar
smá tíma er hann nálgast þriggja
ára aldur og er þessi vera hans okk-
ur ógleymanleg. Gummi var þá þeg-
ar farinn að skyggnast um í veröld-
inni og taka þátt í umhverfi sínu,
enda fór fátt framhjá athygli hans
og hann vildi gjarnan vera þátttak-
andi í leik og starfi.
Gummi var einstaklega glaðlynt
barn og allt sem hann tók sér fyrir
hendur framkvæmdi hann með gleði
og innlifan í hlutverkið öllum til
óblandinnar ánægju og skemmtileg-
heita.
Minnisstætt er okkur er við fórum
með hann til kirkju, í fyrstu var
Gummi hinn prúðasti en þegar pred-
ikun var lokið og söngur hófst þótti
honum tími til kominn að láta til sín
heyra, hóf upp raust sína og söng
dægurlag sem hann hafði lært og
hvar hrifinn af. Ekki féll þessi söng-
ur Gumma vel að kórsöngnum og
nærstaddir kirkjugestir brostu lítil-
lega en enginn hneykslaðist, enda
söng Gummi af engu minni innlifun
en söngkórinn og gleðin og einiægn-
in leyndu sér ekki, enda voru gleðin
og einlægnin þeir eiginleikar sem
einkenndu hann allt lífið og hann
miðlaði til allra sem kynntust hon-
um. Kannski var þessi söngur
Gumma fyrirboði þess sem síðar
varð, er hann fór að syngja í kirkju-
kór.
Guðmundur var fæddur í Reykja-
vík 3. júní 1952, foreldrar hans voru
hjónin Gísli Þorsteinsson ættaður frá
Stykkishólmi og Margrét Sigurðar-
dóttir ættuð frá Hjallanesi í Land-
sveit. Þau hjón hófu búskap í Reykja-
vík og stundaði Gísli lengst af sjó-
mennsku sem vélstjóri og síðar út-
gerð meðan heilsa hans leyfði, en
hann lést fyrir nokkrum árum og
átti við mikla vanheilsu að stríða
síðustu árin. Margrét, sem sér á
eftir syni sínum fyrir aldur fram,
býr við heilsuleysi en ber þó harm
sinn vel, fyrst fráfall eiginmanns og
nú sonar síns.
Þau hjón Gísii og Margrét voru
mjög samhent og bjuggu sér og
börnum sínum gott heimili þar sem
gestrisni og samheldni ríkti. Þau
hjón Gísli og Margrét eignuðust þijá
syni: Sigurð, kvæntur Fanneyju
Davíðsdóttur og eiga þau tvær dæt-
ur. Þorsteinn, hann kvæntist Hall-
dóru Valdimarsdóttur og eignuðust
þau þijár dætur, þau slitu samvistir.
Guðmundur var yngstur þeirra
bræðra, hann kvæntist 1982 Sigur-
laugu Berglind Gröndal og eignaðist
með henni tvö börn, Valgerði Grétu
og Gísla Bjarka. Sigurlaug átti fyrir
einn son, Pál Inga Hauksson, sem
Guðmundur gekk í föðurstað, sem
sínu eigin barni.
Guðmundur var ötull og starfsam-
ur. Hann lauk stúdentsprófí frá
Verslunarskólanum og hóf síðan
störf hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur
og síðar hjá fyrirtækinu Heimilis-
tækjum hf.
Guðmundur og Sigurlaug stofn-
uðu fyrirmyndar heimili með börnum
sínum, heimili sem átti að verða
þeim öllum skjól og skjöldur til fram-
tíðar. Með skyndilegu fráfalli eigin-
manns og föður er höggvið stórt
skarð í fjölskylduna sem erfitt er
að bæta. Fleiri eiga einnig um sárt
að binda, ekki síst heilsulaus og öldr-
uð móðir, en henni sýndi Guðmundur
meiri umhyggju og alúð en almennt
gerist, enda hafði hún orð á því við
mig að engin hefði átt betri son.
Geta vil ég þess að allir bræðurnir,
konur þeirra og börn hafa veitt
ómetanlega aðstoð þegar Gísli og
Margrét þurftu á aðstoð að halda
og veikindi ágerðust.
Guðmundur var gæddur þeim eig-
inleikum þegar á barnsaldri að það
sem hann tók sér fyrir hendur fram-
kvæmdi hann af einlægni og dugn-
aði. Hann var hrókur alis fagnaðar
þar sem gleði ríkti og hann tók einn-
ig þátt í hryggð annarra, reiðubúinn
að hjálpa ef nokkur kostur var, um
hann gilti hin forna mannlýsing:
„Hann var drengur góður.“
Við andlát Guðmundar hrannast
upp minningar og söknuður ásamt
áminningu um hvað stutt er stund-
um milli lífs og dauða, en góðar
minningar eru þau smyrsl sem helst
græða slík sár.
Okkar mikla sálmaskáld Hall-
grímur Pétursson segir í einum sálmi
sínum, að „sálin vaki þótt sofni líf“
og ég trúi því að hið skærasta ljós
lýsi þessum góða frænda mínum á
vegferð hans til hins eilífa Austurs,
þar sem ferð okkar endar.
Við hjónin sendum eiginkonu,
börnum, móður og öðrum aðstand-
endum okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Megi góður Guð styrkja
ykkur.
Unnur. Malmquist,
Bergsteinn Sigurðarson.
Minning
Halla Bergs
Fædd 3. febrúar 1922
Dáin 21. janúar 1994
Halla móðursystir mín var glæsi-
leg kona, sjálfstæð og framsækin.-
Menntun hennar og starfsferill iíkt-
ist meira því sem nútímakonur óska
sér en því sem títt var um hennar
samtímakonur. Hún var óvenju vel
menntuð, talaði ijölda tungumála,
lék vel á píanó og var víðlesin. Mér
er sagt að glæsileiki Höllu hafi ekki
farið fram hjá ungu mönnunum sem
leið áttu um Skólavörðustíginn í
hennar ungdæmi, en hugur hennar
stóð ekki til að eignast eigin fjöl-
skyldu, heldur ferðast um heiminn
fijáls og afla sér menntunar.
Mínar fyrstu minningar um Höllu
eru frá höfðingjasetrinu Skóla-
vörðustíg 30, fyrir um fjörutíu árum
þegar ég var barn að aldri á heim-
ili afa míns og ömmu. Þar var glað-
værð og myndarbragur sem Halla
skipaði stóran sess í. Hún bar með
sér frískan andblæ utan úr hinum
stóra heimi. Halla sat veislur í hinum
glæstustu sölum og var málkunnug
fremstu mönnum sinnar samtíðar.
Með störfum sínum í utanríkisþjón-
ustunni ferðaðist hún og dvaldi
langdvölum erlendis, en minnis-
stæðust er mér af þessum bernsku-
minningum það undur þegar Halla
ferðaðist í kringum heiminn, um-
hverfis jörðina með nóbelsskáldinu,
en slíkt var ekki alsiða þá. Frá Ind-
landi og Kína flutti hún með sér
silki, pappírs- og koparmuni sem
báru með sér angan fjarla:gra ver-
alda sem mér fannst fylgja henni æ
síðan.
Störf Höllu í utanríkisþjónustunni
urðu farsæl og mikil. Hún starfaði
i París, Ósló, London og víðar, fyrst
sem ritari en síðar sendiráðunautur.
Margir eiga henni greiða að gjalda
frá þessum árum. Heimili hennar
var oft áningarstaður vina og
vandalausra, námsmanna erlendis
og félítilla ferðamanna. Við hjónin
nutum gestrisni hennar í Stokk-
hólmi þegar ég hóf mitt nám þar
og þar kynntist ég best þessari
frænku sem áður hafði verið svo
fjarlæg. En þótt Halla dveldist lang-
dvölum erlendis reyndist hún móður
sinni mikil hjálparhella, enda voru
þær bundnar sterkum tryggðabönd-
um, og á efri árum Elínar var Halla
hennar stoð og stytta.
En eins og við þurfum öll að
gangast undir það lögmál að allt
sem við eigum best verður einhvern
tímann frá okkur tekið, þannig
þurfti þessi stórhuga bjartsýni að
víkja fyrir eftirsjá og örvæntingu
og þessi tígulegi líkami að kreppast
af þeim sjúkdómi sem leiddi hana
til bana. Síðustu árin þráði hún
mest að fá að búa sjálfstæð á eigin
heimili sem hún og gerði, en aðeins
var urint fyrir hjálpsemi og ótrúlegt
vinarþel tveggja vandalausra vin-
kvenna, þeirra Guðrúnar Jónsdóttur
og Stefaníu Guðnadóttur, sem
reyndust Höllu slíkir vinir í raun ,að
seint verður til jafnað. Það var eins
og eitthvert óskiljanlegt réttlæti til-
verunnar vildi launa Höllu alla þá
alúð sem hún hafði sýnt móður sinni
á efri árum.
Sjaldan hef ég séð slíka hryggð
sem í augum móður minnar, sem
ekki getur tjáð sig með mörgum
orðum, við fréttina um lát Höllu
systur sinnar. Það er gott að fá að
deyja syrgður af öllum sem vel til
þekkja.
Helgi Kristbjarnarson.
Einstaklingar taka örlögum sín-
um á misjafnan hátt bæði í gleði
og sorg. Vinkona mín, Halla Bergs,
tók erfiðum veikindum sínum,
Parkinsonveiki, ótrúlega vel. Hún
barðist eins lengi og stætt var og í
rauninni miklu lengur. Það var sárt
að fylgjast með því, hvernig Halla,
sú stórglæsilega kona, missti allan
þrótt, en samt finnst mér, að hún
hafi haldið reisn sinni mjög lengi.
Það er erfitt að lýsa eiginleikum
vina sinna, þeir verða svo samofnir
manni á vissan hátt. Halla var
greind kona og góð. Hún var skapst-
illt. og lét aðra í friði. Ég get varla
ímyndað mér, að hún hafi nokkurn
tímann gert nokkrum manni illt.
Hún var dama, sem kunni að klæða
sig, unni fögrum ljóðum og fögrum
tónum. Henni þótti ætíð gott að
njóta útiveru.
Halla dvaldist mikið erlendis við
störf hjá utanríkisþjónustunni, varð
því reglulegur heimsborgari, en
rammíslenzk var hún líka.
Svona mun ég muna vinkonu
mína. Fari hún á Guðs vegum.
Stefanía Guðnadóttir.
Kveðja frá skólasystrum
Við vorum ekki margar skólasyst-
urnar sem urðum stúdentar frá
Menntaskólanum í Reykjavík árið
1942, aðeins tíu að tölu. Nú þegar
við kveðjum Höllu, þá fyrstu sem
hverfur úr þessum litla hópi, leita
minningarnar á hugann, minningar
uin góðan félaga, trausta og heil-
steypta manneskju, sem ekki mátti
vamm sitt vita og engum lagði illt til.
Halla bættist í hópinn í 4. bekk
máladeildar MR að loknu prófi frá
Kvennaskólanum í Reykjavík,
glæsileg, háttprúð stúlka, sem varð
strax vel til vina í bekknum.
Að stúdentsprófi loknu skildu
leiðir okkar skólasystranna um sinn.
Sumar hurfu til náms eða starfa
erlendis, eins og raunin varð með
Höllu, en aðrar voru uppteknar hér
heima við störf og uppeldi barna.
Við skólasysturnar áttum þó því
láni að fagna að tengja vináttubönd-
in aftur og þá jafnvel enn fastar
en áður. Síðastliðinn aldarfjórðung,
frá því ári sem við áttum 25 ára
stúdentsafmæli, höfum við á hveiju
sumri átt saman einn sólarhring
utanbæjar í faðmi náttúrunnar, þar
sem við höfum glaðst, sungið sam-
an, rabbað og minnst skólaáranna.
Óneitanlega eru það minningar frá
samverustundum á þessum oftast
björtu og fögru sumarkvöldum sem
nú vega þyngst. Á þeim stundum
kom glöggt fram næmt auga Höllu
fyrir tign og fegurð íslenska fjalla-
hringsins og það hve mjög hún naut
kyrrðar og friðsældar íslenskrar
náttúru. íslensk ættjarðarljóð voru
henni hugleikin og var henni tamt
að grípa til þeirra þegar svo bar
undir.
Halla tók alltaf þátt í sumarferð-
um okkar, að þeim árum undantekn-
um sem hún var erlendis. Þótt heilsu
hennar væri tekið að hraka nú síð-
ustu árin lét hún sig ekki vanta og
sýndi með því ótrúlega þrautseigju
og dugnað. Síðasta ferðin var farin
í byijun júlí á síðastliðnu ári, og þá
sern oft áður glöddumst við yfir að
geta allar komið saman, þótt 50 ára
stúdentsafmæli væri að baki.
Nú hefur skarð verið höggvið í
hópinn, en minningin um Höllu mun
lifa með okkur um ógengin ár.
Blessuð sé minning Höllu Bergs og
megi henni vel farnast á leið þeirri
ver hún hefur nú lagt út á.