Morgunblaðið - 01.02.1994, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 01.02.1994, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRUAR 1994 43 hann hvaðan hann væri, því að hann þótti ólíkur hinum börnunum, hann sagðist vera frá Ameríku, en hvaðan eruð þið hin? var þá spurt. „Við erum svona hérumbil frá Ameríku var svarið.“ Við höfðum nefniiega séð svo fallegar myndir af fjölskyldu Tomma þar sem hún stóð á tröppum glæsilegs húss með trjágarði. Það hlaut að vera ákaflega fallegt og gott að búa í Ameríku hugsuðum við krakkarnir. Snemma fór Tommi að rétta hjálp- arhönd við búskapinn eins og þá þótti sjálfsagt að öll börn gerðu að þeirra tíma hætti og það kom fljótt í ljós hvað hann hafði gaman af að gera við það sem aflaga fór. Það er okkur systrum hans minnisstætt. Hann var ekki með neinn hávaða eða kröfur, léttur í lund og gerði grín að sjálfum sér. Ekki var um mikla skólagöngu að ræða hjá honum utan barnaskóla og námskeiðs í sambandi við meðferð bifreiða sem kallað er meirapróf. Tómas var mjög góður ökumaður og reyndi oft á það í sam- bandi við ferðir hans hingað og þang- að um landið í erfiðum vetrarveðrum. Hans aðalstarf í mörg ár voru vöru- flutningar fyrir verslun Garðars Gíslasonar á Minniborg. Eitt sumar vann hann við mæðiveikivarnir á Kili. Það fannst honum skemmtilegur tími þó að hann væri þar einn með hundinum sínum. Svo kom stríðið og þá var farið í „Bretavinnu" eins og það var kallað og Tommi fór til Reykjavíkur eins og aðrir ungir menn í þá daga og keypti sér vörubíl sem hann notaði við vinnuna. Tómas kvæntist Sigríði Christ- iansen árið 1946. Þau eiga fimm dætur. Elst er Ragnheiður, þá Kristr- ún Anna, Gerður, Lilja Björk og Sesseja Dröfn. Dæturnar giftust all- ar og eiga 16 böm samtals og fjögur eru langafabömin. Tómas og Sigríð- ur byijuðu búskapinn á Minniborg í Grímsnesi en fluttu til Akraness árið 1951 og bjuggu þar í rúm tíu ár eða þar til þau slitu samvistir. Tommi eignaðist trillu ásamt vini sínum og stundaði hann sjómennsku meðan hann dvaldi á Akranesi. Eftir skilnað þeirra hjóna fluttist Tómas til Reykjavíkur og urðu næstu árin hon- um erfið á margan hátt, sérstaklega félagslega. Árið 1986 kom elsta systir Tomma, Margrét, til íslands í heim- sókn. Hún hafði alltaf saknað litla bróður síns sem skilinn var eftir á íslandi þegar hún fór til Ameríku, þá sex ára gömul. Það varð að ráði að þau hjón buðu Tomma með sér til Ameríku og átti hann heimili hjá þeim næstu 20 árin. Systir Tomma og maður hennar voru sérlega hjarta- hlý og góð hjón og reyndi Tommi að launa systur sinni umhyggjuna þegar hún var orðin ekkja og búin að missa heilsuna sjálf. Hann reyndi þá að hjálpa henni eftir bestu getu í veikindum hennar. Fljótlega eftir komu sína til Ameríku fékk Tómas vinnu hjá íslendingum við smíðar og seinna byggði hann við hús Margrét- ar systur sinnar stóra stofu sem var stolt hans. Húsið stóð á mjög falleg- um stað í Arlington í Virginíu. Tóm- asi leið vel þama hjá þeim hjónum og saknaði veru sinnar þar stundum. Eftir að hann kom aftur til íslands bjó hann hjá Gerði dóttur sinni í Hveragerði í nokkur ár, en nú síð- ustu tvö ár var hann hjá Björk dótt- ur sinni í Fomhaga í Aðaldal. Björk, Pétur maður hennar og öll hennar fjölskylda sýndu Tomma mikla um- hyggju og aðstoð í hans erfiðu veik- indum enda var hann mest heima hjá þeim, fór á sjúkrahúsið aðeins einum degi áður en hann lést. Tommi eignaðist sumarbústaðaland á Minni- borg í Grímsnesi í haust og hafði hann mikinn áhuga á að ganga frá þessu landi. Af veikum mætti gekk hann í það með hjálp ættingja og bræðra að girða þetta land og mikið langaði hann til þess að honum . mætti auðnast líf og heilsa til þess að geta byggt sér þama lítinn bú- stað, en enginn má sköpum renna. Við ráðum engu um það hvenær kallið kemur. Tveir æskuvinir Tomma úr Grímsnesinu héldu alltaf tryggð við hann þó að hann væri lengi búsettur erlendis. Það voru þeir Ólafur Sigurðsson og Kaj Willi Christiansen. Mat hann vináttu þeirra og tryggð mjög mikils. Við kveðjum fósturbróður okkar og þökkum honum samfylgdina. Friður sé með honum. Inga og Ólöf Stefánsdætur. Minning Jóhann Guðnason Fæddur 9. ágúst 1965 Dáinn 20. janúar 1994 Staðreyndin er svo sár að nístir inn að beini. Við fyllumst tómleika og fáum ekki skilið - af hverju. Að svo ungur maður sé hrifmn burt frá ástkærri eiginkonu og þrem litlum börnum sem hann unni svo heitt. Frá ástvinum sem þótti svo undur vænt um hann. Svo ungur, fullur af þrótti og lífsgleði. Þrátt fyrir erfið veikindi síðustu mánuði vorum við svo sann- arlega ekki sátt við að kveðja - að eiga ekki lengur eftir að njóta sam- vista við hann Jóa okkar. Hann Jói var svo sannarlega hrók- ur alls fagnaðar. Hvert sem hann fór náði hann að hrífa fólk með einlægni sinni og hlýlegri framkomu. Þegar veikindin gerðu vart við sig kom baráttuvilji hans svo sannarlega í ljós. Hann þurfti að hverfa frá námi sínu við Háskólann, en sat þó ekki auðum höndum. Hann hafði átt þann draum að byggja hús handa fjöl- skyldu sinni og hófust þau handa síðastliðið vor. Þá kom líka í ljós hversu marga góða vini Jói hafði eignast og var yndislegt að fylgjast með hjálpsemi þeirra og hlýju. í byij- un desember náðist takmarkið, þau fluttu inn fyrir jól - draumurinn rætt- ist. Það lýsir Jóa svo sannarlega vel að síðustu kröftunum varði hann til að umvefja ástvini sína kærleik og hlýju. Elsku Guðbjörg, Birgir Daði, Ag- nes og Rebbekka. Þið hafið misst mikið, eignmann og föður sem elskaði ykkur af öllu hjarta sínu. Megi guð styrkja ykkur og styðja í sorg okkar allra og hjálpa okkur að sætta okkur við það sem við fáum ekki breytt. Minningin um góðan dreng lifir. Síst vil ég tala um svefn við þig. Þreyttum anda er þægt að blunda og þannig bíða' sælli funda,- Það kemur ekki mál við mig. Flýt þér, vinur, í fegri heim. Kijúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. (Jónas Hallgrimsson) Bryndís og Hulda. Hann Jói vinur okkar er látinn, eftir erfiðan sjúkdóm sem hann barð- ist við af krafti og eljusemi. Kraftur- inn í honum Jóa var svo mikill að við vorum svo sannfærð um að hann myndi sigra sjúkdóminn að lokum. Því skyldi ungur maður sem barðist svo hetjulega fyrir lífi sínu vera hrifs- aður frá ungri konu sinni og litlum börnum? Við trúum að Jóa hafi verið ætlað annað og betra hlutverk á öðru tilverustigi. Við vitum að hann er nú hjá Guði þar sem hann er laus við þjáningarnar. Við höfum verið dofin síðan Guð- björg hringdi í okkur og sagði að Jói væri farinn, en við eigum stóran og fallegan minningasjóð um hann Jóa og mikið þakklæti fyrir að hafa feng- ið að kynnast honum og njóta sam- vista við hann. Það voru forréttindi að fá að kynnast Jóa og eiga sem vin, hann var svo mikill mannvinur og góður drengur. Það er stórt skarð höggvið í hóp okkar allra sem þekkt- um hann. Nú er hann Jói kominn á þann áfangastað þangað leiðir okkar allra munu liggja fyrr eða síðar. Minning- in um þig, elsku Jói, mun lifa um alla framtíð í hjörtum okkar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. . Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku Guðbjörg og börn og aðrir aðstandendur, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi Guð styrkja ykkur í ykkar miklu sorg._ Hrafn og Ágústa. Elsku vinur. Við kveðjum þig með einlægum söknuði nú þegar þú ert horfinn úr þessari jarðvist eftir alltof, alitof stutta dvöl. í hjörtum okkar geymum við minn- ingu um yndislegan mann og góðan vin. Það hafa verið höggvin stór skörð í okkar vinahóp undanfarin ár en huggun okkar er sú að við vitum að þú færð hlýjar móttökur og að glaðværð þín, bjartsýni og mannkost- ir munu reynast þér fullkomið vega- nesti hvert sem þú ferð. Kæri Jói, við þökkum þér hjart- anlega fyrir allt, við erum ríkari manneskjur af að hafa fengið að njóta vináttu þinnar. Elsku Guðbjörg, Birgir, Daði, Ag- nes og Rebekka litla, þó að nú séu dagarnir dimmir og sorgin ríki í hjörtum okkar allra þá vitum við að það birtir aftur, vorið kemur um síð- ir með birtu og yl. Það hefur reynsl- an kennt okkur þrátt fyrir ungan aldur. Minningarnar um Jóa verða okkur dýrmætt veganesti um aldur og ævi. Drottin sigrar, dauðinn tapar. Dagur brýst í gegnum nótt. Drottinn stig af stigi skapar styrk úr veikleik, mátt úr þrótt. Drottinn sprengir dróma og læðing Dauðinn snýst í endurfæðing. Drottinn gerir nákuls næðing notabyr að lífsins gnótt. (Hannes Hafstein) Vertu sæll, elsku vinur. Högni, íris, Stefán Már. „Þá fyrst skiljum vér dauðann er hann leggur hönd sína á einhvern sem vér unnum.“ M. de Staél. Enn hefur almættið fært sönnur á hina órannsakanlegu vegi þess. Okkar ástkæri vinur, Jóhann Guðna- son, hefur lokið lífsgöngu sinni og gengið á vit feðranna. Við kynntumst Jóa á framhalds- skólaárúnum í Verzlunarskólanum Ragnhildur Oddný Jónsdóttir Nú ertu dáin, elsku amma mín. Ég kom til þín á föstudagskvöld og um nóttina varstu dáin. Það er svo sárt, en nú verð ég að vera sterk eins og þú, amma mín. Þó þú hafir verið mikið veik, þá sýnd- irðu það aldrei. Þú hafðir meiri áhyggjur af því hvernig okkur hin- um liði. Það er svo margs að minnast, t.d. þegar við bjuggum hjá ykkur einn vetur. Hvað það var gott að vakna og fá góðan daginn, koss og faðmlag. Það var líka svo gott að koma í sumarbústaðinn til ykkar afa og sjá hvað þér leið vel þar. Nú líður þér vel. Það er komið að kveðjustund. Ég þakka þér fyrir allt, elsku amma mín. — Minmng Hin langa þraut er liðin nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. (V. Briem) Elsku afi, Guð gefi þér og fjöl- skyldunni styrk og varðveiti elsku ömmu okkar. Heiða. og þá sérstaklega seinni hluta skóla- göngunnar er verzlunarprófið var yfirstaðið og lærdómur fyrir stúd- entsprófin hófst fyrir alvöru. Á þeim árum áttum við frábærar stundir, bæði yfir bókunum og í félagslífmu. Með hressu og skemmtilegu atgervi átti hann auðvelt með að laða að sér athygli fólks og á tyllidögum var hann ómissandi. Hann sá hlutina oft í öðru og skemmtilegra ljósi en við hin og kímnigáfan var alltaf í góðu lagi. Vináttubönd okkar voru svo treyst til langframa í ógleymanlegri stúd- entaferð þar sem við vorum herberg- isfélagar ásamt Magnúsi Bernharðs- syni og Gunnari Má Sigurfinnssyni í þijár vikur. Fimm kunningjar urðu vinir til eilífðarnóns og munum við eflaust aldrei upplifa aðra eins stemmningu og ríkti í þessari ferð. Jói setti að vonum sinn glaðværa og skemmtilega svip á hópinn og lagði sitt af mörkum til þess að gera þessa ferð eins skemmtilega og viðburða- ríka og raun bar vitni. Þegar heim var komið hélt hver í sína áttina í leit að sinni réttu hillu í lífínu. Jói kynntist Guðbjörgu og fyrr en varði höfðu þau eignast dreng og gengið í hjónaband. Hamingjan brosti við þeim. Jói _hóf nám í við- skiptafræðum við HÍ og lítil stúlka kom í heiminn. Með tímanum hafði samband okkar minnkað en þeim mun skemmtilegra var að hitta Jóa og fjölskyldu hans þegar fundum okkar bar saman. Námið gekk vel og var stutt í endalok þess þegar vágestur knúði dyra hjá þessari hamingjusömu íjöl- skyldu fyrir um einu og hálfu ári. Jói tók hressilega á móti þessum vágesti og með lífsgleðina að vopni háði hann marga hildina við hann með Guðbjörgu sér við hlið. Af fá- dæma hugrekki og lífsvilja eignuðust þau hjón sitt þriðja barn og annað stúlkubarn á þessu tímabili. En að lokum varð Jói að játa sig sigraðan og góður Guð kallaði hann til sín til annarra starfa. Hetjuleg barátta hans kenni okkur að lífið er hverfult en þess ber að njóta á meðan það varir. Minning okkar um Jóa mun lifa í hugum og hjörtum okkar um ókomin ár. Guð- björgu, börnunum og öðrum aðstand- endum vottum við okkar dýpstu sam- úð. Sigfús Ásgeir Kárason, Anthony Karl Gregory. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, fóstur- faðir og sonur, GUÐMUNDUR GÍSLASON, Engjaseli 66, verður jarðsunginn frá Seljakirkju í dag, þriðjudaginn 1. febrúar, kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins. Sigurlaug B. Gröndal, Valgerður Gréta Guðmundsdóttir, Gfsli Bjarki Guðmundsson, Páll Ingi Hauksson, Margrét Sigurðardóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, sonar, tengdasonar og bróður, SIGURÐAR JAKOBS ÓLAFSSONAR, Norðurtúni 29, Álftanesi. Kristrún Þórisdóttir, Jón, Davíð Örn, Ólafur Þór, Kolbrún Ýr, Þórunn, Elna Tomsen, Leifur Sveinbjörnsson, Ólafur Helgi Gestsson, Kristrún Malmquist, Þórir K. Karlsson og systkini. + Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HJARTAR PJETURSSONAR cand.oecon og löggilts endurskoðanda, Baugatanga 8, Reykjavík. Laura F. Claesson, Sofffa Kristín Hjartardóttir, Hörður Barðdal, Hjörtur H.R. Hjartarson, Halla Hjartardóttir, Jean Eggert Hjartarson, Laura Hjartardóttir, og barnabörn. Margrét C. Svafarsdóttir, Kristinn Valtýsson, Grima Huld Blængsdóttir, Walter Ragnar Kristjánsson Islenskur efniviður fslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. Bi S. HELGASON HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 91-76677

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.