Morgunblaðið - 01.02.1994, Síða 51

Morgunblaðið - 01.02.1994, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1994 51 -mú im=yi;'tá.WM Frumsýnir spennutryllinn í KJÖLFAR MORÐINGJA HX TIL VESTURS * * * g.e.dv. Aðalhlutverk: Gabriel Byrne og Ellen Barkin. Sýnd kl. 5 og 7. Miðav. kr. 350. BESTI VIIMUR MANNSIIMS SPEIMNUMYND Miðav. kr. 350 GEIMVERURNAR GAMANMYND Miðav. kr. 350 Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Magnús Ólafsson stjórnarformaður Sölufélags A-Hún. afhendir Braga Árnasyni slökkviliðsstjóra tankinn. Brunavarnir A-Húnavatnssýslu Fengu vatnstank að gjöf Blönduósi. SÖLUFÉLAG A-Húnvetninga gaf Brunavörnum A-Húnavatnssýslu á dögunum 8.000 lítra tank úr ryðfríu stáli. Tanknum verður komið fyrir á framdrifsbíl af M.A.N. gerð sem slökkviliðið hefur nýlega fest kaup á. Þetta er liður í endurnýjun á tækja- búnaði Brunavarna A-Hún. Á miðju síðasta ári eignaðist siökkviliðið nýj- an 180 hestafla slökkvibíl af gerð- inni Ford Super Duty. Að sögn Braga Árnasonar slökkviliðsstjóra á Blönduósi var orðið tímabært að end- urnýja tækin því fyrir í eigu slökkvi- liðsins eru tveir rúmlega þtjátíu ára gamlir bílar sem ná einungis 40-50 km/klst. hámarkshraða. Bragi gat þess að þessir gömlu bílar yrðu um 2 klukkustundir á leiðinni ef eldsvoði yrði í fjarlægasta hluta sýslunnar frá Blönduósi þannig að með tilkomu nýrrar slökkvibifreiðar og tankbíls eykst máttur Brunavarna A-Húna- vatnssýslu til mikilla muna. Jón Sig SÍMI: 19000 KRYDDLEGIN HJÖRTU MAÐUR AN ANDLITS ★ ★ ★ A.I. MBL. Leikstjóri: Mel Gibson. Sýnd kl. 4.50, 6.50, 9 og 11.10 „Gunniaugssons vag in i barndomslandet ar rakare án de flestas." Elisabet Sörensen, Svenska Dagbladet. „Pojkdrömmar ar en oerhört chármerande och kánslig film som jag tycker ár váldigt bra.“ Nils Peter Sundgren, GomorgonTV ★ ★ ★ ★ íslenskt - já takk! Sýnd kl. 5, 7,9og11. „Þeir sem unna góðum ís- lenskum myndum ættu ekki að missa af Hinum helgu véum. Bíógestur. „Hrífandi, spennandi og erótisk." ALÞÝÐUBL. „..Óvenjuleg mynd frá Hrafni. Yngstu leikararnir fara á kostum. Hans besta mynd til þessa, ef ekki besta islenska kvikmynd sem gerð hefur verið seinni árin. MBL. ★ ★★y2„MÖST“ Pressan Bruce Willis og Sarah Jessica Parker eiga í höggi við útsmoginn og stórhættulegan fjölda- morðingja sem leikur sér að lögreglunni eins og köttur að mús. STRIKING DISTANCE - 100 VOLTA SPENNUMYND Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Aðsóknarmesta erlenda myndin í USA frá upphafi. „ Drífið ykkur. Þetta er hnoss- gæti, sælgæti, fegurð, ást, losti, iist, matarlyst, þolgæði og snilld..." „...Gerið það nú fyrir mig að sjá þessa mynd og látið ykkur líða vel...“ „...Fyrsta flokks verk, þetta er lúxuskiassinn...11 „...Ef það er líf í bíó, þá er það í hinum sláandi Kryddlegnu hjörtum í Regnboganum." ★ ★ ★ hallar ífjórar, Olafur Torfason, Rás 2. ★ ★ ★ ★ Hallur Helgason, Pressan. ★ ★ ★ Júlíus Kemp, Eintak ★ ★ ★ Hilmar Karlsson, D.V. ★ ★ ★ 1/2 Sæbjörn Valdimarsson, Mbi. Þessi kvikmynd er “möst" ★ ★ ★ 1/2 B.J., Alþýðubl. Aðalhlutverk: Marco Leonardi (Cinema Paradiso) og Lumi Cavazos. Leikstjóri: Alfonso Arau. Sýnd kl. 5,7, 9 og 11. • Sti HTfTATJAlilffi PP'ng Stórbrotin mynd um reggímeist- arann Peter Tosh. Sýnd kl. 9 og 11. Miðav. kr. 350. PÍANÓ Sigurvegari Cannes-hátíðarinn- ar1993 „Píanó, fimm stjörnur af fjórum mögulegum.1' ★ ★ ★ ★ ★ G.Ó. Pressan Aðalhlutverk: Holiy Hunter, (Golden Globe verðlaunin, besta aðalleik- kona), Sam Neill og Harvey Keitel. Sýnd kl. 4.50, 6.50,9 og 11.10. ★ ★ ★ A.I.Mbl. ★ ★ ★ ★ Fllm Revlew ★ ★ ★ ★ Screen Intemational Rómantísk gamanmynd Aðalhlutv. Matt Dillon, Annabella Sciorra, Marie-Louise Paker og William Hurt Sýnd kl. 5,7,9 og 11. ★ ★ ★ O.H.T. Rás 2 Sýnd kl. 9 og 11. Á árvaktinni Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Stjörnubíó og Laugarásbíó: í kjölfar morðingja - Striking Distance Leikstjóri Rowdy Harrington. Handrit Harrington og Martin Kaplan. Kvikmyndatökusfjóri Mac Álilberg. Aðalleikendur Bruce Willis, Sarah Jessica Parker, Dennis Farina, John Mahoney, Tom Sizemore, Bri- on James. Bandarísk. Columb- ia Picture 1993. Tom Hardy (Bruce Willis) er af fimmta ættlið írskra lögreglu- manna í stáliðnaðarborginni Pittsburg. Tveimur árum áður var faðir hans drepinn við skyldu- störf og var Hardy þess fuliviss að rangur maður hefði verið ákærður fyrir verknaðinn - morðingjann væri að finna innan lögregluliðs borgarinnar. Fyrir bragðið fékk hann flesta sam- starfsmenn sína á móti sér og var settur í löggæslu á ármótun- um mikiu í borginni þar sem þau mætast fljótin Monogna, Alleg- hen og Ohio. í upphafi myndarinnar er svo annað morð framið og Hardy er í engum vafa um að sami morð- inginn sé aftur kominn á kreik. Fórnarlömbunum, sem öll eru gamlar vinkonur Hardys, fer fjölgandi og Hardy veit að þau snúa að honum persónulega en engin ljær honum eyra, ekki einu sinni nýi félagi hans á árvaktinni (Sarah Jessica Parker). Efnið er kunnuglegt, enn ein sagan af ólánsömum lögreglu- manni, eitiihörðum náunga sem engin trúir og gerist brennivíns- þambandi einfari. En Harrington kann að keyra áfram myndir sem þessar á fullum krafti frá upp- hafi til enda. Það bjargar ófrum- legum söguþræði og sviðið er nýstárlegt. Harrington og kvik- myndatökustjórinn Ahlberg nýta sér umhverfi ármótanna til fulln- ustu. Margar kappsiglinganna eru, utan þess að vera ferskar fyrir sjónum kvikmyndahús- gesta, æsispennandi og afar vel kvikmyndaðar og lýstar, en /kjöl- far morðingja gerist að mestum hluta eftir sólsetur. Willis er að sjálfsögðu fæddur í hlutverkið og ágætir aukaleikaranna þétta myndina dável. Einkum John Mahoney og Dennis Farina, en báðir eru þeir prýðisleikarar sem hafa haft furðu lítið umleikis í gegnum tíðina. Brion James hristir enn eitt fólið fram á sjón- arsviðið, engin hörgull þar á slík- um fénaði, en Parker er mélkisu- leg í aðalkvenhlutverkinu. / kjöl- far morðingja er fjarri því að vera nokkur afburðamynd en verður heldur aldrei leiðinleg, útkoman vel gerð spennumynd sem stendur undir þeirri skil- greiningu. Að lokum vil ég óska kvikmyndahúsgestum og Stjörnubíói til hamingju með hina afbragðsgóðu stóla sem nýbúið er að setja upp. Þeir fá fjórar stjörnur! Já, og íslenska heiti myndarinnar sem er óvenju gott, mitt í allri nafngiftalágkúrunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.