Morgunblaðið - 01.02.1994, Page 52

Morgunblaðið - 01.02.1994, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRUAR 1994 Afmælistilboðið var ágætt, nema hvað hann var óánægð- ur með gjafirnar sem hann fékk. BRÉF TLL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Valkostir Tökum lífstefnuleiðina fram yfir fljúgandi diska Frá Ingvari Agnarssyni: Sunnudaginn 23. janúar 1994 var ég viðstaddur stofnun Félags áhuga- manna um fljúgandi furðuhluti í Nor- ræna húsinu. Þarna voru haldnar nokkrar ræður og sýndir þættir úr nokkrum myndböndum um fljúgandi diska og myndir og teiknimyndir af „geimverum" þeim, sem stjórna þess- um geimtækjum. Og satt best að segja: Ekki leist mér sem best á þess- ar verur, svo ólíkar voru þær okkur jarðarmönnum í öllu útliti, eftir mynd- unum að dæma og teikningunum: Höfuðlagið var allt annað, eyru, augu, nef, munnur, gjörólíkt. Á sumum teg- undum þessara mannvera voru t.d. fjórir fmgur á hvorri hendi og fjórar tær á hvetjum fæti. Á öðrum voru aðeins 3 fingur og 3 tær á hveijum lim, með löngum nöglum eða klóm. Ekkert af þessu var beinlínis til að geðjast að eða gleðjast yfir. Þá kom og fram það álit, að sumar tegundir þessara „geimvera“ væru okkur mönnum fjandsamlegar, en aðrar, og þó fleiri, væru okkur vinveittar. Því meir sem ég legg hugann að þessum fyrirbærum, þá finnst mér, að hér sé um stjambúa að ræða, sem óæskilegt sé, fyrir okkur jarðarbúa, að hafa náin samskipti við. Til þess munu þær vera okkur of ólíkar í út- liti, háttum og eðli. Við eigum nefnilega kost á miklu æskilegri og miklu nánari sambönd- um við lengra koma íbúa annarra stjama, samböndum við verur, sem séu okkur jarðarbúum miklu skyld- ari, bæði í öllu útliti og í allri hugsun og eðli, þrátt fyrir mjög margfaldan þroska og jafnvel guðlega fuTlkomnun í öllu tilliti, miðað við okkur. Og það er einmitt við slíkar vemr, sem við menn höfum haft allnáin sambönd við um allar aldir, og þroskast af þeim samböndum, eftir því sem við höfum veitt þeim færi á að nálgast okkur. Við gætum sótt til þeirra mjög aukinn styrk og vit, umfram það, sem enn er. En við verðum að hafa vit og vilja til að þiggja þann styrk, sem þangað er að sækja, og við verðum að skilja eðli þeirra lífsambanda, sem slíkt byggist á. Slík sambönd upp á við ættum við að stunda af alefli. Þá færu að ‘birtast hér þroskaðar verur frá öðrum stjömum, sem kæmu hing- að hamförum. Þær þurfa ekki að nota neina fljúgandi furðuhluti, til þess að komast hnatta í milli. íslendingar, verum fyrstir þjóða til að reisa fyrstu stjömusambandsstöð- ina, sem það nafn á skilið á jörðu okkar. Veglegt hús yrði það að vera, í samræmi við tilganginn, og standa hátt t.d. á Úlfarsfellinu eða helst uppi á Esjunni, svo þaðan gæti hún blasað við sjónum meirihuta þjóðar- innar. En samstaðá þúsunda eða tug- þúsunda yrði að standa að slíkri bygg- ingu. Ekki mundi þá á löngu líða, þar til birtast tækju bjartar verar og skín- andi, í þeim salarkynnum og allir við- staddir yrðu sem frá sér numdir af gleði og örkumagnan, meiri en enn hefur getað orðið. Föram að dæmi þeirra framlífs- mannkyna, sem nú era að feta sig áfram á leiðinni upp á við, til meiri þroska, vits og samstillingar, en áður var kostur á, og sem njóta guðlegrar magnanar lengra kominna mannkyna annarra hnatta og jafnvel vetrar- brauta slíkra. Veram þessum fram- lífsmannkynum samferða á veginum, sem liggur til lífs og ljóss. Vitum, að íslendingar era eina þjóðin, sem getur staðið hér í fararbroddi jarðarbúa, því henni einni hefur verið boðaður hinn vísindalegi skilningur á sambandseðli lífsins, og það fyrir tugum ára. Og nú má engum tíma eyða til einskis ef vel á að fara. Svo tæpt stendur lífið á jörðu hér. INGAVAR AGNARSSON, Hábraut 4, Kópavogi. Berir svertingjar og konur Frá Dóru Stefánsdóttur: Ágæti Sigmund. Ég er ein af þessum sem les Morg- unblaðið daglega, hvort ég heldur dvel hér á landi eða í öðram löndum. Teikningar þínar vekja oft kátínu mína og mér þykir þú hafa lag á að benda á margt skoplegt, sérstaklega í heimi stjómmálanna. Þá ertu ein- staklega flinkur að teikna og nærð fram svipbrigðum manna sem enginn annar. En það er tvennt sem mér gremst við teikningar þínar, það hvemig þú teiknar yfírleitt svart fólk og konur. Svart fólk er oftast í námunda við mannætupotta, með bein í nefinu, hringi í eyranum eða jafnvel hvort tveggja, klætt strápilsum og óttalega aulalegt á svipinn. Nú er forsætisráð- herra vor dag eftir dag teiknaður sem einn af svertingjunum með öllu sem því fylgir. Konur eru miklar bombur með brjóstin út úr kjólunum ef þær era hreinlega ekki berar að ofan. Ef um er að ræða konu sem er svört á litinn er hún svo teiknuð með öllum einkennum bæði kvenna og svert- ingja. Frambjóðandi í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík hefur til dæmis oft verið teiknuð á þennan hátt. Nú er það svo í heimi hér að það þykir orðið dónalegt að leggja hóp manna í einelti vegna útlits hans, ættemis, kynferðis eða annarra með- fæddra þátta. Slíkt er kallað kyn-i þáttahatur, kvennafyrirlitning eða öðrum slíkum nöfnum. Mér fínnst margar af teikningum þínum jaðra við þetta. Þér virðist gleymast að svertingjar era af öllum stéttum þjóð- félags, menntaðir, ómenntaðir, klæddir í jakkaföt eða berir, allt eftir því hvar þeir eiga heima og við hvaða aðstæður þeir lifa. Konur era sömu- leiðis í öllum stéttum þjóðfélagsins og útlit þeirra eða btjóstastærð oft það sem minnstu máli skiptir. Vil ég biðja þig vinsamlegast að hafa þetta í huga í framtíðinni. Kær kveðja og þakkir fyrir öll bros- in í áranna röð. DÓRA STEFÁNSDÓTTIR, Flyðrugranda 20, 3c, Reykjavík. HÖGNI HREKKVISI t, þÚ AÓÁTT HAFA þÍNAB BtGlN Dy«-- • EN Þesst &KJSBVTtNGVfe-RE>UieAE> FAR.A." Yíkveqi skrifar Víkvetji er einn af þeim sem ekur um götur borgarinnar á háannatíma á leið í og úr vinnu. Þótt hann sé ekki fullkominn bíl- stjóri að öllu leyti hafði hann góðan ökukennara og tamdi sér að virða umferðareglur og sýna tillitssemi í umferðinni. En því miður á það ekki við um alla og á þeirri stuttu leið sem Víkvetji ekur daglega gefast nánast alltaf tilefni til að láta það fara í taugarnar á sé'r. Hér eru nokkur dæmi um það sem Víkvetji hefur mátt þola undanfarið: Nýlega var sett upp stöðvunar- skyldumerki á gatnamótum við dag- heimili stutt frá heimili Víkvetja. Nokkrum vikum seinna, þegar hann var á leið til vinnu og var að stöðva bílinn við stöðvunarskyldumerkið, var flautað á hann. Þar var kominn ökumaður sem gat ómögulega beðið eftir því að renna sér inn á auð gatnamótin. Þegar Víkveiji var á leið heim úr vinnu, nokkru seinna, var flautað á hann fyrir það að fara ekki yfir gatnamót á gulu ljósi. Sá sem fyrir aftan var hefur ef til vill gert ráð fyrir, að í það minnsta tveir bílar gætu laumast yfir áður en skipti yfir í rautt. Á þessari hefð- bundnu leið Víkveija til og frá vinnu eru nokkur gatnamót þar sem venju- legur umferðarréttur er í gildi, þ.e. varúð til hægri. Það er ótrúlegt hvaða dónaskap ökumenn í órétti geta sýnt þeim sem í fullum rétti hætta sér yfir slík gatnamót. Til dæmis flauta og keyra á ofsahraða á éftir hinum'saklausa bílstjóra eins og til að gefa honum til kynna að hann hafi “svínað“ og ef sá saklausi lítur í baksýnisspegilinn til að athuga hvort einhver hætta sé á ferðum má hann jafnvel búast við að sjá ökuníðinginn fyrir aftan sig setja upp frekjusvip og reka löngutöng upp í loftið. xx.x að er rétt eins og íslendingar hafi- aldrei lært að nota stefnu- ljós. Er þetta ekki kunnugleg uppá- koma? Ökumaður kemur að gatna- mótum með biðskyldu og stoppar af því að tveir til þrír bílar nálgast of hratt til að öruggt sé að renna sér inn á götuna. Bílarnir beygja allir án þess að gefa stefnuljós og sá sem bíður missir af góðu tæki- færi til að halda áfram ferð sinni. Ef hann er á leið inn á götu með tveimur akreinum eða fleiri má hann búast við því að tillitslausir ökumenn flýtji sig yfir á hægri akreinina rétt áður en þeir keyra fram hjá gatna- mótunum og tefji hann enn frekar. xxx yrir nokkrum árum flutti Vík- veiji í erlenda stórborg og bjó þar um tíma. Að sjálfsögðu kveið hann því að þurfa að aðlagast lífinu þar, og þar með umferðinni, því eins og sönnum íslendingi sæmir var Víkveiji viss um að allt væri best heima. Honum til mikillar furðu var leikur einn að aka um í borginni. Ökumenn sýndu mikla tillitssemi og jafnvel á háannatímum átti óvanur Islendingurinn ekki í neinum erfið- leikum með að komast leiðar sinnar. Þegar vistinni í útföndum lauk og lagt var af stað út í umferðina í Reykjavík að nýju varð Víkverji fyr- ir áfalli. Hann hafði gleymt því hversu vanþróuð umferðarmenning- in hér er. Það má gera ráð fyrir, að útlendingar sem hingað koma verði fyrir stærra áfalli þegar þeir kynnast umferðinni hérlendis. Við viljum að ímynd íslands sé jákvæð, að útlendingar sjái hversu mikið fyr- irmyndarfólk við erum. Látum ekki tillitsleysi í umferðinni setja blett á þessa ímynd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.