Morgunblaðið - 01.02.1994, Síða 54

Morgunblaðið - 01.02.1994, Síða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1994 Morgunblaðið/Júlíus Bjargað úr höfninni MJOG var af manninum dregið þegar lögreglan náði honum úr sjón- um við Miðbakka. Dreginn kaldur o g þrekaður úr sjónum MAÐUR féll í Reykjavíkurhöfn aðfaranótt sunnudags og var hann mjög kaldur og þrekaður þegar lögreglunni tókst að draga hann á þurrt. Hann var fluttur á slysadeild og varð ekki meint af volk- inu. Maðurinn var mjög ölvaður. Það var um kl. 1 um nóttina sem lögreglu barst tilkynning um að maður hefði farið í sjóinn við Miðbakka, á móts við Tollvöruhús- ið. Þegar lögreglan kom á vett- HÓTEL LEIFUR EIRÍKSSON Skólavörðustíg 45 Reykjavík sími 620800 Fax 620804 Hagkvæm gisting í hjarta borgarinnar Einst.herb. kr. 2.900 Tveggja m. herb. kr. 3.950 Þriggja m. herb. kr. 4.950 Morgunverður innifalinn Bæjarleiðir Taxi Flugstöð Leifur Eiríksson 1-4 farþ. kr. 3.900 g 5-8 farþ. kr. 4.700 " vang var bjarghring kastað til mannsins. Lögreglumaður fór nið- ur í stiga og náði taki á mannin- um, sem þá var mjög dregið af og skömmu síðar kom annar lög- reglumaður til aðstoðar. Þeim reyndist hins vegar ekki mögulegt að draga manninn upp. Þá bar að lögreglumann í flotbúningi og stökk sá út í höfnina og hélt mann- inum upp úr sjónum. Markúsar- neti og bjarghring var kastað til þeirra og þeir dregnir að dýpkun- arpramma, þar sem tókst að ná þeim upp. Rænulítill Maðurinn var rænulítill þegar hann var dreginn upp úr sjónum. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild, þar sem hann jafnaði sig fljótlega að mestu. Hann reyndist vera mjög ölvaður og gat ekki gefið skýringu á því hvers vegna hann fór í höfnina. BÓKHALDSKERFI |T] KERFISÞRÓUN HF. FÁKAFEN111 - SÍMI 688055 ® TÓÍILflKflP (?) OUL ÁSKPIfTflPPÖÐ Háskólabíói fimmtudaginn 3. febrúar, kl. 20.00 Hljómsueitarstjóri: Petri Sakari Einleikari: Eugene Sarbu EfniSSKPfl Bedrich Smetana: Moldá Edouard Lalo: Symphonie Espagnole Edward Elgar: Enigma tilbrigði Miðasala á skrifstofu hljómsveitarinnar í Háskólabíói alla virka daga kl. 9 - 17 og við innganginn við upphaf tónleikanna. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Sími 622255 Hl|ómsveit allra Sími slendlnga 622255 Sumargleðin byrjar á fjölum Hótel íslands um næstu helgi „Höfum svo rosalega gaman af þessu sjálfiru - segir Ragnar Bjamason forsprakki Sumargleðinnar frá upphafi SUMARGLEÐIN skemmtir gestum Hótels íslands á næstunni. Sigga Beinteins kemur fram með Sumargleðinni og leikur síðan ásamt hljómsveit sinni fyrir dansi að skemmtun lokinni. Einhverjir meðlim- ir Sumargleðinnar taka þá einnig lagið með hljómsveitinni. Gunnar Þórðarson er hljómsveitarstjóri á skemmtuninni og Egill Eðvarðs- son er leiksljóri. Sumargleðin hóf göngu sína 1971 og kom saman á hverju sumri og fór um landið, alit til ársins 1986. Otal skemmti- kraftar og hljómlistarmenn komu við sögu á ferli Sumargleðinnar en Ragnar Bjarnason hélt utan um starfsemina allt frá byrjun. Nú hefur hann kallað hópinn saman að nýju að beiðni Ólafs Laufdal og verður fyrsta skemmtunin 5. febrúar nk. „Upphaflega komu skemmtan- imar þannig til að ég var að vinna fyrir Sjálfstæðisflokkinn á svoköll- uðum héraðsmótum með Svavari Gests. Þar skemmtum við á milli ræða og lékum svo fyrir dansleik á eftir og gafst þetta vel. Þegar Svavar hætti, tók ég við hljómsveit- inni og þegar héraðsmótin voru aflögð ákvað ég að halda áfram með skemmtanir í þessum dúr,“ segir Ragnar Bjamason. Otalmargir skemmtikraftar „Otalmargir komu við sögu á skemmtunum Sumargleðinnar, sumir lengur, aðrir skemur. I hljómsveitinni vóm Jón Sigurðsson, Carl Möller, Stefán heitinn Jó- hannsson, Eyþór Stefánsson, Rún- ar Georgsson, Halldór Pálsson, Jón Páll Bjamason, Viðar Alfreðsson, Guðmundur Steingrímsson og Ámi Elfar, svo einhveijir séu nefndir. Skemmtikraftamir stoppuðu éinnig mislengi. Ómar Ragnarsson var í samstarfmu manna lengst, öll sum- urin nema það síðasta, og Bessi Bjarnason var með í ein tíu ár. Af öðrum má nefna Karl heitinn Ein- arsson eftirhermu, Magnús Ólafs- son, Þorgeir Ástvaldsson, Þuríði Sigurðardóttur og Hermann Gunn- arsson. Aðrir fóra með eitt sumar eins og t.d. Halli og Laddi, Diddú og Erla Traustadóttir söngkona. Við fómm út á land sumar eftir sumar og skemmtanirnar urðu yfír 500 talsins sem er algjört met í þessum bransa. Segja má að Sum- argleðin hafi verið fastur liður í tilverunni hjá fólki á þessu tíma- bili. Sumir biðu t.d. með að fara í sumarfríið þangað til eftir að Sum- argleðin var búin að koma í pláss- ið.“ Allt efni frumsamið „Það var mikill söngur í þessu og við vorum með allt efni fmms- amið. Ómar bjó t.d. til mikið af textum. Ég bjó til grind af dag- skránni og svo unnum við þetta í sameiningu. Við spiluðum bingó þar sem bíll var í verðlaun, vorum með alls konar uppákomur, get- raunir, skemmtiþætti, grínþætti, söng og músík og svo var gífurlegt fjör á ballinu. Við vorum með eftir- hermur, notuðum nöfn á fólki úr plássunum og fengum fólkið til að hjálpa okkur en það hafði mjög gaman af því. Við vorum með bamaskemmtanir á sunnudögum og laugardögum og létum krakk- ana taka mikinn þátt í þeim. Ástæðurnar fyrir því hvað þetta gekk lengi vora nokkrar. Við vorum ekki popparar í þeim skilningi, stóðum af okkur allar bylgjur í músík og höfðuðum þess vegna til allra aldurshópa. Svo skipti líka miklu máli hvað við höfðum rosa- lega gaman af þessu sjálfir. Við hlóum mikið og tókum þetta aldrei neitt voðalega alvarlega. Það er ekkert minna hlegið á æfingum núna heldur en var í gamla daga þannig að þetta verður öragglga ekkert síðra nú.“ Stemmningin rifjuð upp „Ólafur Laufdal kom að máli við okkur í vetur og spurði hvort við væram tilbúnir til að setja Sumar- gleðina upp aftur. Ég talaði við strákana og þeir vora allir tilbúnir og þess vegna var ákveðið að skella sér í þetta. Þeir sem verða með núna, fyrir utan mig, eru Bessi Bjarnason, Hemmi Gunn, Magnús Ólafsson,_ Ómar Ragnarsson og Þorgeir Ástvaldsson. Síðan kemur Sigga Beinteins inn í þetta líka með hljómsveitina sína. Hún verður í atriðum á skemmtuninni, syngur t.d. með okkur dúetta, og síðan ætlum við Sumargleðimenn að syngja eitthvað á ballinu," segir Ragnar. Ragnar býður alla velkomna á Sumargleðina og segir verðinu stillt mjög í hóf. „Það verður gaman fyrir þá kynslóð sem aldrei hefur séð Sumargleðina, en hefur kannski heyrt mömmu og pabba tala um hana, að kíkja á þetta og sjá hvernig þetta var. Svo er upp- lagt fyrir hina að koma og rifja upp stemmninguna," sagði Ragnar Bjamason. Morgunblaðið/Kristinn SumargTeðin á æfingu SUMARGLEÐIN á æfingu á Hótel íslandi fyrir nokkrum dögum. Frá vinstri: Magnús Ólafsson, Ragnar Bjarnason, Hermann Gunnarsson, Bessi Bjarnason, Ómar Ragnarsson, Þorgeir Ástvalds- son og Gunnar Þórðarson sem verður hljómsveitarstjóri á skemmtuninni. íþróttafélagið Þór Akureyri liðsinnir atvinnulausum Iþróttaaðstaða án endurgjalds ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ Þór á Akureyri býður atvinnulausu fólki upp á endurgjaldslaus afnot af íþróttaaðstöðu félagsins í Hamri, en með því vilja þeir leggja sitt af mörkum til að liðsinna fólki sem býr við atvinnuleysi. Helgi Pálsson framkvæmdastjóri Þórs sagði að í kjölfar mikils at- vinnuleysis í bænum og umræðna um það hefði kviknað sú hugmynd að gefa atvinnulausu fólki kost á að nýta sér líkamsræktaraðstöðu þá sem er í félagsheimilinu Hamri. Viljum liðsinna „Við gerum okkur grein fyrir því mikla böli sem atvinnuleysinu fylgir og vildum gjarnan leggja okkar af mörkum til að liðsinna því fólki sem við það býr og því var ákveðið að opna þá íþróttaaðstöðu sem við höfum yfir að ráða og bjóða at- vinnulausu fólki að nýta sér hana endurgjaldslaust," sagði Helgi. Iþróttaaðstaðan í Hamri verður opin alla virka daga frá kl. 10 til 16 fyrir atvinnulaust fólk, en starf- semin byrjaði síðastliðinn mánu- dag, og verður leiðbeinandi á staðnum fólki til halds og trausts. „Við höfum kynnt þetta m.a. fyrir forsvarsmönnum verkalýðsfélaga, kirkjunnar mönnum og félags- málastjóra Akureyrarbæjar og fengið jákvæð viðbrögð við þessu framlagi okkar, þannig að við væntum þess að því verði vel tek- ið,“ sagði Helgi. Þá var þetta tilboð félagsins einnig kynnt á opnu húsi fyrir fólk í atvinnuleit.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.