Morgunblaðið - 13.03.1994, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRUT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MARZ 1994
ERLEIMT
INNLENT
Hvatt til sam-
stöðu Norður-
landanna
Davíð Oddsson, forsætisráð-
herra, hvatti í setningarræðu 44.
þings Norðurlandaráðs á mánu-
dag til aukins samstarfs aðila í
sjávarútvegi á Norðurlöndum og
til samstarfs Norðurlandaþjóða
innan SÞ til að koma á alþjóðleg-
um samningi um úthafsveiðar.
Hann kvaðst telja að atvinnuleysi
væri stærsti vandi Norðurlanda-
þjóðanna og hvatti til að þjóðim-
ar ynnu saman að lausn hans.
Svipt veiðileyfi
Fjórtán skip voru á miðvikudag
svipt veiðileyfi vegna veiða um-
fram kvóta. Áður höfðu á milli
30 og 40 skip verið svipt leyfum
af sömu ástæðu á þessu ári, en
af þeim höfðu öll nema 6 keypt
eða leigt viðbótarkvóta og fengið
veiðileyfið endurnýjað.
Hagkaup og Bónus selja olíu
Hagkaup og Bónus hófu í vik-
unni sölu á fjölþykktarolíu á bíla
og sagði Óskar Magnússon, for-
stjóri Hagkaups, í samtali við
Morgunblaðið að fyrirtækið gæti
boðið olíuna á 40% lægra verði
en olíufélögin. Talsmenn olíufé-
laganna sögðu söluna í fullu sam-
ræmi við eðli fijálsrar sam-
keppni. Geir Magnússon, forstjóri
ESSO, sagði að sú spuming
vaknaði hvort Hagkaup seldi vör-
umar án álagningar eða borgaði
jafnvel með þeim. Því mótmælti
Óskar og sagði álagningu fyrir-
tækisins 25,6%.
Afskriftir vegna Samskipa
Landsbanki íslands fyrirhugar
að afskrifa verulegar upphæðir
til að mæta taprekstri Samskipa
á liðnu ári. Þannig hyggst bank-
inn færa niður 420 milljóna króna
hlutafjáreign sína í Samskipum
ERLENT
Aðildar-
viðræðum
frestað
AÐILD AR VIÐRÆ ÐUM Norð-
manna og Evrópusambandsins,
ESB, var frestað seint á þriðju-
dagskvöld vegna andstöðu Spán-
veija sem krefjast þess að Norð-
menn veiti skipum ESB-þjóðanna
aukinn aðgang að fiskveiðilög-
sögu sinni og hlíti ákvæðum sam-
eiginlegrar fiskveiðistefnu sam-
bandsins. Búist er við að sam-
komulag náist nú í vikunni en
ýmis önnur aðildarríki sambands-
ins, ekki síst Þjóðveijar, hafa
harmað tafír á samningnum við
Noreg og sakað Spánveija um
ósveigjanleika. Heildarsamtök í
norskum sjávarútvegi, Norges
fískarlag, eru andvíg aðild að
ESB og gagnrýna harðlega eft-
irgjöf í viðræðunum en talið er
að norsk stjómvöld hafí þegar
boðið nokkur þúsund tonna
þorskkvóta í viðbót við gildandi
samninga til að liðka fyrir. Jan
Henry T. Olsen, sjávarútvegs-
ráðherra Noregs, hafði áður stað-
ið fast á því að slíkt kæmi ekki
til mála. Forseti þings ESB hefur
sagt að vegna tafa á samninga-
viðræðunum sé ekki víst að þing-
ið geti afgreitt samningana i
tæka tíð fyrir sumarhlé.
Kvótadeila enn í hnút
UM 1.000 starfsmenn frystihúsa
í Færeyjum og 400 togarasjó-
menn eru nú atvinnulausir vegna
þess að togaraflotinn er í höfn í
að verulegu marki. Innlend og
erlend fyrirtæki hafa lýst áhuga
á kaupum á skipafélaginu og
samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins eru hugsanlegir kaup-
endur m.a. Vátryggingafélag Is-
lands, Olíufélagið, Olís og Byko.
Lagastoð skortir
Umboðsmaður Alþingis telur
að ákvæði í gjaldskrá Pósts og
síma, sem kveður á um að stofn-
unin taki ekki á sig ábyrgð á
afleiðingum þess, ef mistök kunni
að eiga sér stað við afgreiðslu
símskeyta eða samtala, eigi sér
ekki stoð í lögum. Umboðsmaður
kannaði málið að beiðni manns,
sem Póstur og sími hafði lokað
símanúmeri hjá fyrir mistök, en
stofnunin sem og samgönguráðu-
neytið hafnaði kröfu mannsins
um íjárbætur vegna þessa. Um-
boðsmaður hvetur Póst og síma
og samgönguráðuneytið til að
taka málið upp að nýju.
Lækkun hjá HR
Tillaga um 50% lækkun á
stofngjaldi hjá Hitaveitu Reykja-
víkur hefur verið lögð fram í
stjórn veitustofnana. Stofngjald
fyrir algenga stærð einbýlishúss
er nú á bilinu 90-100 þúsund
krónur, en verður 45-50 þúsund
krónur hljóti tillagan samþykki.
SR-mjöl greiðir 10% arð
Aðalfundur SR-mjöls hf. sam-
þykkti á föstudag að greiða hlut-
höfum 10% arð, en hagnaður af
hlutafélaginu síðustu fimm mán-
uði síðasta árs nam 220 milljón-
um. Hlutafé nemur 650 milljón-
um króna, svo arðgreiðslur verða
65 milljónir. Hlutafélagið var í
eigu ríkisins frá stofnun í byijun
ágúst í fyrra til ársloka, en þá
var það selt 21 útgerðarfyrirtæki
og 4 fjármálafyrirtækjum á 725
milljónir. Af kaupverðinu hafa
verið greiddar 125 milljónir og
2. greiðsla, 100 milljónir, verður
innt af hendi á mánudag.
mótmælaskyni við kvótalögin
sem Lögþingið samþykkti fyrir
skömmu. Togaraútgerðarmenn
segja að fiskgengd sé meiri en
verið hafi um langt árabil, hvað
sem fiskifræðingar segi um
slæma stöðu veiðistofnanna. For-
maður togaraeigenda segir að
ekkert kvótakerfí hafí dugað á
N-Atlantshafí. Samkvæmt nýju
lögunum fái skipin svo lítinn
kvóta að útiiokað sé að gera þau
út.
Tilræði á Heathrow
ÍRSKI lýðveldisherinn, IRA, stóð
fyrir sprengjutilræðum á Heat-
hrow-flugvelli við London i vik-
unni og ollu þau tjóni á bílum,
töfum á umferð og ringulreið.
Enginn mun þó hafa slasast.
THORP fær vinnsluleyfi
THORP-stöðin við Sellafield í
Bretlandi, sem vinnur nýtanlegt
eldsneyti úr kjamorkuúrgangi,
fékk vinnsluleyfi fyrir síðustu
helgi. Umhverfísvemdarsinnar
segja að geislavirkni í sjó muni
stóraukast vegná starfseminnar.
Whitewater angrar Clinton
SÉRSTAKUR rannsóknardómari
i Whitewater-málinu svonefnda í
Bandaríkjun-
um kallaði tíu
háttsetta emb-
ættismenn fyr-
ir rétt í vikunni
til að útskýra
fundi sem
starfsmenn
Bills Clintons
forseta hafa
átt með fulltrú-
um fjármála-
ráðuneytisins
um rannsókn málsirts.
Clinton
Sonurinn grátinn
Reuter
ÞÓTT nú sé friðsamlegra í Sarajevo, höfuðborg Bosníu, en verið hefur um langt skeið, er áfram barist
annars staðar í landinu. Þessi kona situr við leiði sonar síns í kirkjugarði í Sarajevo, en hann féll fyrir
um tveimur mánuðum.
Fundur helstu iðnríkja um atvinnuleysi í næstu viku
Meiri hagvöxtur leys-
ir ekki allan vandann
Washington. Reuter.
ATVINNULEYSIÐ, sem nú er meira í iðnvæddum rikjum en verið
hefur síðan í kreppunni miklu, verður umræðuefnið á fundi fulltrúa
Sjö-ríkja-hópsins, helstu iðnríkjanna, í Detroit í Bandaríkjunum í
næstu viku. í Vestur-Evrópu mælist atvinnuleysið 11% til jafnaðar
og eykst enn, í Japan heyrir ævilangt atvinnuöryggi sögunni til og
í Bandaríkjunum hafa 18% vinnandi manna lægri laun en svo, að
unnt sé að framfleyta fjölskyldu með einu starfi. Á Vesturlöndum
eru þó aðstæður mjög ólíkar frá einu landi til annars. í Bandarikjun-
um er vandamálið fremur starfslgörin en fjöldi starfa og það hefur
bitnað harðast á blökkumönnum og fólki; sem ættað er frá Mið- og
Suður-Ameríku. í Evrópu er það hins vegar fjöldi starfanna, sem
allt snýst um, en samnefnarinn er þó alls staðar sá, að það er ófag-
lært fólk, sem verður verst úti þegar atvinnuleysisvofan knýr dyra.
Það var Bill Clinton, forseti
Bandaríkjanna, sem boðaði til fund-
arins og þótt ekki-sé búist við nein-
um stórtíðindum frá honum, þá
gæti þar orðið um fróðleg skoðana-
skipti að ræða. Robert B. Reich,
atvinnumálaráðherra Bandaríkj-
anna, segir til dæmis, að útilokað
sé að útrýma atvinnuleysinu með
skjótum hætti vegna þess, að það
Deilt um
framtíð
Yilhjálms
London. Reuter.
ÞAU hjónin fyrrverandi, Karl
ríkisarfi og Díana prínsessa,
deila nú að sögn hart um fram-
tíð eldri sonar síns, Vilhjálms.
Vill faðir hans, að hann leggi
fyrir sig hermennsku en móðir
hann krefst þess, að hann fái
sjálfur að ákveða hvað hann tek-
ur sér fyrir hendur.
Dagblaðið The Daily Express
sagði í gær og hefur eftir ónefndum
heimildamönnum við hirðina, að
þau Karl og Díana hafí rifíst heift-
arlega um þetta mál en Karl og
Philip, faðir hans, eru sammála um,
að herinn sé réttur vettvangur fyrir
arftaka krúnunnar síðar meir. Þá
er Karl einnig sagður hafa áhyggj-
ur af aga- og áhugaleysi sonar síns
og vilji því, að herinn kenni honum
rétta siðu. Díana er þessu afar and-
víg og vill ekki ljá máls á öðru en
Vilhjálmur ákveði sjálfur hvaða veg
hann vill ganga.
eigi rætur að rekja til verulegra
breytinga á efnahagslífi alls heims-
ins. Störfín og starfsaðferðimar em
að breytast og einnig hvar þau em
unnin. Tæknin er að ryðja burt heilu
starfsgreinunum, tölvan tekur við á
skrifstofum og róbótar í verksmiðj-
um og þessi þróun verður æ hraðari.
Verkefnið er að brúa bilið
Á hveijum 18 mánuðum minnkar
kostnaður við tölvutæknina um
helming og framleiðnin eykst eftir
því sem afköstin aukast um leið og
starfsmönnum fækkar. Á sama tíma
em tollmúrarnir að hrynja um víða
veröld og fyrirtækin flytja einhæfa
fjöldaframleiðslu í æ ríkara mæli til
láglaunalandanna. Það grefur svo
aftur undan stöðu verkalýðsfélag-
anna í iðnvæddum ríkjum. Reich
segir, að þessi þróun muni stuðla
að aukinni velsæld þegar fram í
sækir en skammtímaáhrifin séu erf-
ið. Verkefni ríkisstjórna sé að fínna
leiðir til að brúa þetta bil með ein-
hveijum hætti.
Aðgerðir í Bandaríkjunum
Embættismenn Bandaríkjastjórn-
ar hafa sínar skoðanir á því hvernig
tekið skuli á þessum málum og þeir
halda því fram, að mikill hagvöxtur
einn og sér dugi ekki Iengur til að
tryggja fulla vinnu. Ríkið hafi einnig
miklu hlutverki að gegna með því
að búa fólk undir vinnumarkaðinn
og auðvelda fyrirtækjum að ráða það
til starfa. Að þessu vinna nú stjórn-
völd í Bandaríkjunum með því að
auka og efla starfsþjálfunarnámske-
ið og samræma staðla fyrir starfs-
menntunarkröfur.
í Evrópu eru hins vegar uppi hug-
myndir um að skera niður viðamikið
velferðarkerfið að einhveiju leyti og
lækka mjög há, launatengd gjöld,
sem hafa latt fyrirtækin til að ráða
í ný störf. Sums staðar, til dæmis í
Frakklandi og Ítalíu, er ekki hægt
að fækka fólki nema með mjög löng-
um fyrirvara og með ríflegri kveðju-
greiðslu og þessi atriði hafa átt sinn
þátt í aukningu atvinnuleysisins í
Evrópu.
Reich segir, að blanda af hvoru-
tveggja, auknum hagvexti og sveigj-
anlegri vinnumarkaði, sé nauðsynleg
og hann varar við andvaraleysi þeg-
ar atvinnumálin eru annars vegar.
Það geti leitt til þjóðfélagslegrar
ólgu með ófyrirsjáanlegum afleið-
ingum.
Whitewater-mál-
ið hefur lítíl áhrif
New York. Reuter.
ÞÓTT Whitewater-málið svokallaða vindi stöðugt upp á sig, virðist
það lítil áhrif hafa á skoðanir Bandarikjamanna á frammistöðu Bills
Clintons forseta. Þess sjást hins vegar merki, að vinsældir Hillarys,
konu hans, hafi dvínað nokkuð.
Samkvæmt skoðanakönnun CBS-
sjónvarpsstöðvarinnar og dagblaðs-
ins New York Times eru 50% lands-
manna ánægð með störf Clintons
almennt en 39% ekki. Er þetta svip-
uð útkoma og fyrir mánuði og ein-
kunnagjöf hans fyrir stefnuna í utan-
ríkis- og efnahagsmálum er óbreytt.
Þá kom einnig fram, að nærri helm-
ingi þeirra, sem spurðir voru, fund-
ust fjölmiðlar velta sér að óþörfu upp
úr Whitewater-málinu og aðeins 15%
fannst of lítið gert úr því. Rúmlega
þrír fjórðu töldu, að áhersla repúblik-
ana á málið væri af pólitískum rótum
runnin og 70% sögðu, að Whitewater
og Watergate ættu ekkert sameigin-
legt.