Morgunblaðið - 13.03.1994, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR/INIMLEIUT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MARZ 1994
Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson
Öll umgjörðin um verkið var mjög vel og fagmannlega unnin. Sviðsmynd, búningar, tónlist og lýs-
ing fóru vel við þessar undarlegu samræður, raanna, dýra og jurta.
Litli leikklúbburinn
frumsýnir Dýrheima
Leikritið er byggt ásög’um Rudyards Kiplings
ísafirði.
LITLI leikklúbburinn á ísafirði hefur nú frumsýnt á íslandi enn
eitt leikritið í þýðingu Guðjóns Ólafssonar framhaldsskólakenn-
ara á ísafirði. Leikritið heitir Dýrheimar og er byggt á sögum
Rudyards Kiplings sem hann ritaði fyrir réttum hundrað árum.
Kipling byggir sögurnar á frásögnum Indveija, en hann var fædd-
ur í Indlandi þar sem faðir hans var breskur sljórnarerindreki.
Upphafleg þýðing á Dýrheim-
um er eftir Gísla Guðmundsson
(1903-1973) alþingismann og
kennara. Guðjón Ólafsson byggir
á frumþýðingunni, en fær Þórar-
inn Eldjám til að sjá um ljóðaþýð-
ingar.
Það er greinilega vel vandað
til sýningarinnar, þar sem Jónas
Tómasson tónskáld frumsamdi
tónlistina sem notuð er og Elísa-
bet Gunnarsdóttir arkitekt hann-
aði leikmynd og búninga. Svein-
björn Björnsson er ljósameistari
eins og í flestum öðrum sýningum
LL á síðari árum. Leikstjómin er
í höndum Kolbrúnar Halldórsdótt-
ur leikstjóra og henní til aðstoðar
er Páll Gunnar Loftsson.
Leikendur eru 27 og Ieika jöfn-
um höndum menn, dýr og plönt-
ur. Helstu hlutverk eru í höndum
Neils Shirans Þórissonar og Erl-
ings Fannars Jónssonar, sem leika
úlfadrenginn Mowgli. Þýðandinn
Guðjón Ólafsson leikur Baloo
syfjulega mórauða skógarbjörn-
inn og Buldeo þorpsskyttu. Eirík-
ur Sverrir Bjömsson leikur Bag-
heera svarta hlébarðann og Abdul
þjón og Birna Lárusdóttir leikur
kyrkislönguna Kaa, dádýrið,
þorpsbúa og sögumann. Flest
hinna leikendanna leika einnig
mörg hlutverk.
Frumsýningin var fimmtudag-
inn 3. mars og var leikurum og
öðrum starfsmönnum forkunnar
vel tekið. Fyrirhugaðar eru 13
sýningar þar á meðal þijár í
tengslum við Skíðavikuna um
páskana.
Úlfar.
Sameiginleg náms-
kynning skóla í dag
NÁMSKYNNING '94, sameiginleg námskynning skólanna, er í dag.
Kynningin er haldin í Háskóla íslands, Kennaraháskóla Islands og
Sjómannaskólanum klukkan 13-18 og eru kjörorð hennar „Það borg-
ar sig að spyija“. Á siðasta ári sóttu þúsundir manna námskynningu
skólanna og búist er við miklum fjölda í ár.
Kynningin er skipulögð með það
fyrir augum að tengja skyld fagsvið
og námsbrautir, þótt þau séu kennd
í mismunandi skólum og krefjist
mismunandi undirbúningsnám. Við
það er miðað að nemendur, hvort
heldur þeir eru að velta fyrir sér
námi að loknu grunnskólaprófí, há-
skólanámi eða öðru framhaldsskóla-
námi, fái þær upplýsingar sem þeir
leita eftir.
Morgunblaðinu í gær fylgdi blað-
aukinn Nám & framtíð og á bls. 6
og 7 í honum er að finna yfirlit yfir
hvaða námsbrautir eru kynntar og
hvar sú kynning er. Þá er skýrt frá
námsráðgjöf, sem eykst sífellt, jafnt
á grunnskóla-, framhaldsskóla- og
háskólastigi. Einnig er sagt frá fyrir-
huguðum breytingum á framhalds-
skólalögum.
Námskynningin verður í húsnæði
Kennaraháskólans, Sjómannaskól-
ans og í fjórum húsum Háskóla ís-
lands, aðalbyggingu skólans, Árna-
JámS
framtio
garði, Lögbergi og Odda. Á meðan
á henni stendur, frá kl. 13-18, ganga
ókeypis strætisvagnar á milli skól-
anna á 15 mínútna fresti.
Olíuvörusala í Hagkaupsverslunum
Kannað hvort merk-
ingar séu löglegar
HOLLUSTUVERND ríkisins beindi þeim tilmælum til Heilbrigðiseftir-
lits Reykjavíkur á föstudag að kannaðar yrðu umbúðamerkingar á
þeim olíuvörum sem Hagkaup hefur hafið sölu á. Að sögn Tryggva
Þórðarsonar deildarstjóra mengunarvarnadeildar heilbrigðiseftirlitsins
verður kannað eftir helgina hvort merkingar á umbúðum olíuvaranna
uppfylla sett skilyrði.
Tryggvi sagði í samtali við Morg-
unblaðið að ekki hefði unnist tími til
þess í gær að kanna hvort merking-
ar á umbúðum olíuvaranna væru
samkvæmt settum reglum, en það
yrði kannað þar sem mál af þessu
tagi væru alla tíð í brennidepli.
„Við megum af þeim sökum ekki
sleppa því að kanna svona vörur sér-
staklega. Auðvitað komumst við ekki
yfir að skoða allt, en við erum hins
vegar stöðugt að. Tilmæli bárust frá
Hollustuvemd um að þetta yrði kann-
að vegna þess að vörumar höfðu
verið sérstaklega auglýstar, en þá
þótti ástæða til að gengið yrði úr
skugga um að allt væri í lagi,“ sagði
Tryggvi.
Aðstoðarpóst- o g símamálastjóri um viðskiptahætti Pósts og síma
Enginn skortur er á vilja
til þess að fara að lögnrn
GUÐMUNDUR Björnsson, aðstoðarpóst- og símamálastjóri, segir vel
koma til greina að skerpa þurfi rétt Pósts og síma til að undanskilja
sig skaðabótakröfum, en hjá stofnuninni sé hins vegar enginn skortur
á vilja til að fara að lögum. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í
gær telur umboðsmaður Alþingis að lagastoð skorti fyrir ákvæði í gjald-
skrá Pósts og síma þar sem kveðið er á um að stofnunin taki ekki á
sig ábyrgð á afleiðingum þess ef mistök kunni að eiga sér stað við
afgreiðslu símskeyta eða símtala. Þá beinir hann þeim tiimælum til
Pósts og síma og samgönguráðuneytisins að endurskoðuð verði sú
ákvörðun að synja manni um bætur fyrir að síma hans var lokað vegna
mistaka.
Óskoðað í ráðuneytinu
Helgi Jóhannesson, lögfræðingur
samgönguráðuneytisins, sagði í
samtali við Morgunblaðið að í ráðu-
neytinu hefði álit umboðsmanns
Alþingis ekki enn verið skoðað eða
rætt, og áður en svo hefði verið
gert gæti hann ekki tjáð sig um
málið.
Haydn-messa
í Bessastaða-
kirlgu í dag
í DAG, sunnudag klukkan 14
verður flutt í Bessastaðakirkju
Missa brevis St. Joannis de Deo
eftir Joseph Haydn. Verk þetta
var samið árið 1775 og er fýrir
tvær fiðlur, cello, kontrabassa,
orgel, kór og sopransóló. Flytj-
endur eru Álftaneskórinn undir
stjórn John A. Speight, Svein-
björg Vilhjálmsdóttir sopran og
kammersveit. Orgelleikari
verður Lenka Matéova.
„Mér sýnist að þetta snúist fyrst
.og fremst um það hvort það sé tal-
in nægileg lagastoð fyrir synjun
bóta til þessa aðila. Við höfum talið
að með birtingu í 17. kafla gjald-
skrár sé í rauninni sjálfstæð
ábyrgðarleysisyfirlýsing sem ekki
þurfí beina lagastoð, og það er í
rauninni það sem við höfum byggt
synjunina á. Við höfum byggt þetta
á áliti lögmanns Pósts og síma og
áliti lögmanns samgönguráðuneyt-
isins, og mun ég eiga fund með
Iögmanni Pósts og síma á mánu-
dagsmorguninn og þá munum við
fara yfir álit umboðsmanns Alþing-
is og málið í heild. Það er auðvitað
enginn vilji hjá okkur til að fara
neitt verr með okkar viðskiptavini
en efni standa til, en þessi mál eru
mjög flókin og það geta mörg ólík
tihnk verið' fyrir' hendi þegar þarf-
að meta svona hluti,“ sagði Guð-
mundur.
Ekkert stórt að í
viðskiptaháttum
Hann sagði að það væri enginn
skortur á vilja hjá Pósti og síma
að fara að lögum, og nefndi hann
í því sambandi að í máli sem nýlega
kom upp varðandi lokanir Pósts og
síma á símum vegna skulda fyrir
notendabúnað hefði stofnunin grip-
ið fljótt inn í og breytt innheimtu-
reglunum. Aðspurður hvort þessi
tilvik gæfu tilefni til þess að gerð
yrði heildarúttekt á viðskiptahátt-
um Pósts og síma sagði Guðmundur
að í fyrsta lagi teldi hann ekkert
stórt að í þeim efnum hjá stofnun-
inni, en hins vegar gæti vel verið
að skerpa þyrfti rétt hennar til að
undanskilja sig'skaðabótakröfum.
Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir
fegurðardrottning Suðurlands.
Ingunn Björk fegurðar-
drottning Suðurlands
Selfossi.
„ÞAÐ tekur heilmikið við og ég vona að sá tími verði jafn skemmti-
legur,“ sagði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir sem varð hlutskörpust
úr hópi átta stúlkna í fegurðarsamkeppni Suðurlands sem fram fór
á Hótel Örk föstudagskvöldið 11. mars.
Sveinsdóttir, Vestmannaeyjum,
ljósmyndafyrirsæta Suðurlands.
Dómnefndin tilkynnti að auk sigur-
vegarans fengju tvær stúlkur þátt-
tökurétt í Fegurðarsamkeppni ís-
lands í maí, þær Kristín Eva
Sveinsdóttir og Alda Jóna Nóadótt-
ir frá Hellu. Aðrar stúlkur sem
tóku þátt í keppninni voru Anna
Lilja Tómasdóttir, Vestmannaeyj-
um, Iðunn Brynja Sveinsdóttir,
Hveragerði, Ema Óðinsdóttir,
Hrunamannahreppi, og Helga
Kristín Almarsdóttir, Vestmanna-
eyjum. Sig. Jóns.
Fegurðardrottning Suðurlands
er 20 ára frá Böðmóðsstöðum í
Laugardal, dóttir Vilhjálms Sig-
tryggsonar og Herdísar Guð-
mundsdóttur. Ingunn Björk stund-
ar nám í Pjölbrautaskólanum í
Breiðholti og kvaðst stefna á há-
skólanám í viðskiptafræði og nám
í spænsku. Henni var vel fagnað
að kjöri loknu af vinum, stuðnings-
fólki og unnustanum Ólafi Erni
Guðmundssyni.
Svava Kristín Sigurðardóttir,
Selfossi, var valin vinsælasta stúlk-
an í keppninni og Kristín Eva