Morgunblaðið - 13.03.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.03.1994, Blaðsíða 26
ATVINNU /RAD- OG SMÁAUGLÝSINGAR ATVINNUAUGÍ YSÍNGAR „Au pair“ í Finnlandi íslensk fjölskylda, búsett í Finnlandi, óskar eftir „au pair“ stúlku til að gæta tveggja stráka í 9-12 mánuði. Upplýsingar gefur Anna Margrét í síma 90 358 31653474. Náttúrufræðistofnun íslands auglýsir eftir starfsmanni til rannsókna á rjúpu frá 1. apríl til 31. desember 1994. Kraf- ist er háskólaprófs í líffræði og reynslu í rann- sóknum á fuglum. Umsókn um starfið skal sendast til Náttúru- fræðistofnunar íslands, pósthólf 5320, 125 Reykjavík, fyrir 18. mars nk., ásamt upplýs- ingum um rannsóknir umsækjanda og önnur fyrri störf. Hjúkrunarfræðingar Á Kirkjubæjarklaustri er verið að opna nýtt hjúkrunarheimili. Því leitum við að áhuga- sömum hjúkrunarfræðingum til að taka þátt í spennandi uppbyggingarstarfi í fallegu umhverfi. Umsóknarfrestur til 1. apríl 1994. Nánari upplýsingar veitir Þóra Karlsdóttir, hjúkrunarforstjóri, sími 98-74840. Hjúkrunarfræðingar Heilsugæslustöðin á Akranesi óskar eftir hjúkrunarfræðingi til starfa. Um er að ræða 100% stöðu, en hlutastarf kemur einnig til greina. í boði er fjölbreyti- legt starf á flestum §viðum heilsuverndar og vinnuaðstaða er mjög góð. Upplýsingar veitir Ragnheiður Björnsdóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 93-12311. Vilt þú vinna þér inn mikla peninga og vinna vel? Nú hefur þú möguleika til þess! Við leitum eftir góðum sölumanni til að selja úrvalsvörur í Reykjavík og nágrenni. Hringdu í okkur í síma 91-13322 og talaðu við Margréti eða Knut. Hárgreiðslusveinn óskast Stundvís og reglusamur hárgreiðslusveinn óskast til starfa strax. Þarf að geta klippt bæði dömur og herra. Góð laun í boði fyrir réttan aðila. Nánari upplýsingar: Spennandi atvinnumöguleikar Snyrtifræðingur, nuddari, eróbikk-, leikfimi- og kripaluyogakennarar óskast á nýjan og spennandi vinnustað. Möguleikar á eigin atvinnurekstri fyrir snyrti- fræðinga og nuddara. Umsóknir merktar „S - 13789“ sendist aug- lýsingadeild Mbl. fyrir 16. mars. Matvælafræðing- u r/matvælatækn i r Innflutningsfyrirtæki óskar að ráða matvæla- fræðing eða mann, með framhaldsmenntun í matvælafræði, til sölu-, ráðgjafar-, og kynn- ingarstarfa. Starfið er sjálfstætt og krefjandi og er leitað að aðila með þekkingu og reynslu á sviði matvælaframleiðslu. Umsóknir, með upplýsingum um menntun, fyrri störf og launakröfur, óskast sendar til auglýsingadeildar Mbl., merktar: „D - 5752“, fyrir 20. mars nk. Takið þátt í umhverfisverkefni UFF íZimbabwe - byrjar 3. maí Öflugur markaðsmaður Öflugt fyrirtæki í byggingariðnaði óskar eftir að ráða tímabundið frá og með 1. apríl 1994 traustan starfsmann til að fara með mark- aðsmál, kynningu og sölustarfsemi. Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun og/eða reynslu á sviði markaðs- og sölu- mála. Góð laun í boði fyrir réttan mann. Upplýsingar um menntun og fyrri störf ósk- ast sendar auglýsingadeild Mbl., merktar: „Árangur - 10708", fyrir 21. mars. RAKARA 06 HÁRGREIÐSLUSTOFAN Yj GREIFIM HRINGBRAUI119 S 22077 Sauðárkrókur-atvinna Vaka hf., sem er sauma- og prjónastofa á Sauðárkróki, óskar eftir að ráða fram- kvæmdastjóra og verkstjóra á saumastofu. Viðkomandi þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar um störfin gefur Snorri Björn Sigurðsson í síma 95-35133. Umsóknum skal skila til Vöku hf., Borgar- flöt 1, 550 Sauðárkróki, fyrir 20. mars nk. 4 mánaða sjálfboðavinna t Kukwanisa, í norðaustur Zimbabwe. Allir geta tekið þátt, engrar kunnáttu krafist. Þú getur komist í hóp 8 sjálfboðaliða, sem (samvinnu við Zimbabwe- búa vinna við eitthvað af eftirfarandi: * Góðursetningu ávaxtatrjáa * Undirbúningi að góöursetningarskóla * Kenna börnum trjárækt og vistfræði * Gróðursetja grænmetis- og ávaxtagaröa með fjölskyldum * Kenna fjölskyldum næringar- og heilsufræði * Koma á fót íþrótta- og menningarfélögum ásamt heimafólki. Áður en feröin hefst er 4 mánaða námskeiö í Den reisende Högskole í Noregi, ásamt fræðilegum og verklegum undinbúningi: [ sögu Afr- íku * portúgölsku * hreinlætis- og heilsufræði * afríkönskum söngvum og dönsum * íþróttum og útilífi. Og til að ná árangri í skipulagningu og samvinnu er einnig tekið þátt (: Þrifum * matartilbúningi * skemmt- unum * kennsluundirbúningi * fjársöfnum fyrir UFF með póstkorta- sölu. Allt þetta ( samvinnu við kennara og aðra þátttakendur. Starfiö í Afríku er ólaunað en sjálfboðaliðum séð fyrir fæði, vasapen- ingum og húsnæði. Ferðakostnað greiðir þátttakandi sjálfur ef hann getur, eða sækir um styrk til UFF. í skólanum er greitt námskeiðs- gjald. Upplýsingafundur verður á (slandi í lok mars. Hringið og fáið upplýsingar í síma 90 46 031 22 01 47 milli 10-17 eða sendið sfm- bréf 90 46 31 51 26 85. Den reisende Högskole, postboks 394, 2601 Lillehammer, Noregi. Lögfræði- og innheimtuþjónusta Óskum að ráða lögmann til starfa. Starfssvið er við eftirfarandi: ★ Lögfræði- og innheimtuþjónustu. ★ Almenna skjalagerð. ★ Uppgjör slysabóta og annarra skaðabóta. ★ Samningagerð, kaupmálar. ★ Skipting dánarbúa, erfðaskrár. Við leitum að drífandi og duglegum aðila sem tilbúinn er að takast á við ábyrgð. Auk ofan- greinds mun lögmaður vera staðgengill fram- kvæmdastjóra í fjarveru hans. Umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðar- mál og gögn endursend að lokinni ráðningu. Vinsamlega leggið inn umsóknir með viðeig- andi upplýsingum til auglýsingadeildar Mbl. merktar: „Trúnaður" fyrir 19. mars. nk. frUHR UNGLINGAHEIMILI RIKISINS Sálfræðingur á Norðurlandi Starf sálfræðings við Unglingaheimili ríkisins er laust til umsóknar. Starfið felst í umsjón með starfi Unglingaheimilisins á Norðurlandi. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af meðferð- arstarfi og ráðgjöf. Laun skv. launakerfi ríkisins. Umsóknarfrestur er til 20. mars nk. Nánari upplýsingar gefur forstjóri í síma 689270. Forstjóri. Hjúkrunarfræðingur Vegna aukinna umsvifa óskar Pharmaco hf. eftir sölumanni til starfa í hjúkrunarvöru-, lækningatækja- og rannsóknavörudeild fyrir- tækisins. Starfið er fólgið í sölu og markaðssetningu á hjúkrunarvörum og lækningatækjum. Um er að ræða lifandi og fjölbreytilegt starf sem krefst sjálfstæðra vinnubragða, áræði og frumkvæðis. Sóst er eftir hjúkrunarfræðingi og er æski- legt að viðkomandi hafi reynslu af skurð- stofu- eða gjörgæslustörfum auk góðrar tungumálakunnáttu. Upplýsingar veitir Jón Ingi Benediktsson deildarstjóri í síma 678611. Umsóknir óskast sendar fyrir 20. mars til: Pharmaco hf., Síðumúla 32, 108 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.