Morgunblaðið - 13.03.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 13. MARZ 1994
33
r'
< CT. ■■■'? 1» fl-
AUGLYSINGAR
Listamenn - listiðnaðarfólk I Fyrirtæki - innflutningur
Leitum að þriðja aðila til að ganga inn í sam-
starf um lítið verkstæði og gallerí á sviði list-
iðnaðar.
Upplýsingar í síma 870766 kl. 12-18 og
627538 á kvöldin.
Ritgerðasamkeppni
vegna 50 ára afmælis
lýðveldisstofnunar á íslandi
Sögufélag, Sagnfræðistofnun Háskóla ís-
lands og Sagnfræðingafélag íslands efna til
ritgerðarsamkeppni um sjálfvalið efni úr sögu
íslands á lýðveldistímanum (1944-94). Öllum
er heimil þátttaka.
Ritgerðirnar skulu vera á íslensku. Þær skulu
studdar heimildum og vera að hámarki
60.000 (sextíuþúsund) slög að lengd eða
u.þ.b. 20 vélritaðar síður. Askilinn er réttur
til að hafna ritgerðum sem fara að nokkru
marki fram úr þessari lengd.
Ritgerðunum skal skila, í þremur eintökum
hverri, til Sögufélags, Fischersundi 3, Póst-
hólf 1078, 121 Reykjavík. Þær á að merkja
með dulnefni og nafn höfundar skal fylgja
með í umslagi, merktu dulnefninu. Skilafrest-
ur er til 31. ágúst 1994.
Þriggja manna dómnefnd dæmir ritgerðirn-
ar. Hana skipa sagnfræðingarnir SigríðurTh.
Erlendsdóttir cand mag., Helgi Þorláksson
dr. phil. og Bragi Guðmundsson cand. mag.
Veitt verða 200.000 (tvöhundruðþúsund)
króna verðlaun fyrir bestu ritgerðina og verð-
ur hún birt í tímaritum Sögufélags, Sögu eða
Nýrri Sögu, gegn venjubundnum ritlaunum
sem bætast við verðlaun. Áskilinn er réttur
til verðlauna og birta fleiri ritgerðir eða hafna
öllum. Stefnt er að því að úrslit verði kunn-
gerð 30. nóvember 1994.
Nánari upplýsingar um keppnina, ásamt regl-
um og leiðbeiningum dómnefndar, fást hjá
Sögufélagi og á skrifstofu Menntaskólans á
Akureyri.
.'C':
Rússland
- laxveiði
- Kólaskagi
Ég hef nokkrar stangir lausar í laxveiðiánni
STRELNA á Kólaskaga ásamt ánum Cha-
vanga, Chapoma og Indora. Einnig eru farn-
ar dagsferðir til veiða í árnar PONOI og
VARSINA. Flogið er með þyrlu frá aðalveiði-
húsinu við STRELNU.
í þessum ám er laxveiði eins og hún gerist
best. Síðastliðið sumar veiddu fjórir veiði-
menn 200 laxa á flugu á einni viku í júní og
var meðalþyngd yfir 9 pund.
Upplýsingar gefur Árni Baldursson í síma
91-655410, fax 655415.
Óskum eftir 300 fm húsnæði til leigu á góð-
um stað í Reykjavík fyrir verslun, lager og
skrifstofur.
Aðkoma að verslun þarf að vera góð og
gluggar á verslun stórir og blasa vel við
umferð. Innangengt þarf að vera á lager og
stórar dyr fyrir vörumóttöku.
Lýsingu á húsnæði ásamt teikningum og
hugmynd að leigu skili áhugasamir á aug-
lýsingadeild Mbl. eigi síðar en kl. 17.00
fimmtudaginn 17. mars nk., merktri:
„Verslun - lager - skrifstofur“.
500-1000 fm húsnæði
óskast
Traust fyrirtæki í prentiðnaði óskar eftir
kaupum á húsnæði á götuhæð, 500-1.000 fm,
með góðum aðkeyrsludyrum.
Æskileg staðsetning austurbær Kópavogs.
Aðrir staðir koma vel til greina.
Veruleg greiðslugeta fyrir rétt húsnæði.
Tilboð óskast send auglýsingadeild Mbl. fyr-
ir 18. mars, merkt: „H - 8298“.
Atvinnuhúsnæði
- Kaplahraun Hf.
— til sölu - leigu
Gott ca 500 fm atvinnuhúsnæði með mikilli
lofthæð og háum innkeyrsludyrum. Byggt
úr steinsteypu 1984.
Nánari upplýsingar gefur:
HRAUNHAMAR, fasteignasala,
Bæjarhrauni 22, Hafnarfirði,
sími 654511.
Auglýsing um styrk
til náms í Finnlandi
í tilefni af 50 ára afmæli íslenska lýðveldisins
ákvað stjórn Menningarsjóðsins Ísland-Finn-
land að veita sérstakan árlegan námsstyrk.
Styrkurinn er veittur til náms í finnskri tungu,
sögu eða þjóðháttafræði. Styrkurinn er nú til
umsóknar fyrir íslending til náms í Finnlandi í
einhverri af ofangreindum námsgreinum
námsárið 1994-95. Styrkurinn er að upphæð
FMK 4000 á mánuði og mögulegt er að skipta
honum milli tveggja námsmanna. Ennfremur
er veittur ferðastyrkur FMK 3000.
Umsóknir, ásamt staðfestum afritum af próf-
skírteini og meðmælum, skulu sendar til
finnska sendikennarans í Norræna húsinu
fyrir 31. mars nk. á sérstökum eyðublöðum
sem þar fást, sími 15944.
Til sölu við Ármúla 30
tvær verslunareiningar á jarðhæð. Önnur er
ca 220 fm og hin ca 68 fm.
Upplýsingar gefa Sverrir eða Katrín í síma
681024.
Húsnæði óskast
Rótgróin húsgagnaverslun óskar eftir góðu
verslunarhúsnæði ca. 150 m2.
Upplýsingar sendist á auglýsingadeild Mbl.
merktar: „H-4529“, fyrir 16. mars nk.
Til leigu Smiðjuvegur 44d
Til leigu mjög gott 280 fm atvinnuhúsnæði,
mjög vel staðsett. Laust strax.
Allar nánari upplýsingar í síma 876688.
Gegnum tíðina með
HLL-brosá vör
Til fyrrverandi starfsmanna Hóteis Loftleiða:
Við ætlum að hittast föstudaginn 18. mars
kl. 19.00 í Hreyfilshúsinu. Þar verða seldir
miðar frá kl. 18-21 þriðjudaginn 15. mars.
Aðalfundur
íslenska útvarpsfélagsins hf. verður haldinn
þriðjudaginn 22. mars 1994 í Hvammi, Hótel
Holiday Inn, kl. 16.00.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf sam-
kvæmt samþykktum félagsins.
Tillögur frá hluthöfum sem bera á fram á
aðalfundi, skulu verða komnar skriflega í
hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum
fyrir aðalfund.
Reikningar, dagskrá og tillögur munu liggja
frammi á skrifstofu félagsins viku fyrir aðal-
fund. Stjórnin.
Félag eldri borgara
íHafnarfirði
heldur aðalfund sinn laugardaginn 19. mars
kl. 14.00 í Skútunni, Hólshrauni 3, Hafnar-
firði.
Venjuleg aðalfundarstörf, kaffihlaðborð, fyr-
irlestur og skemmtiatriði.
Stjórnin.
Aðalfundur
Aðalfundur Verzlunarmannafélags Reykja-
víkur verður haldinn á Hótel Holiday Inn
mánudaginn 14. mars kl. 20.30.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur.
„Opið hús“
verður í Fiskvinnsluskólanum Hvaleyrar-
braut 13, Hafnarfirði, sunnudaginn 13. mars
kl. 14-17. Starfsemi skólans verður kynnt
og veitingar verða í boði.
Rangæingar
Árshátíð Rangæingafélagsins í Reykjavík
verður haldin laugard. 19. mars nk. í
AKOGES-salnum í Sigtúni 3 og hefst með
borðhaldi kl. 19.30. Miðasala verður í Sig-
túni 3 miðvikud. 16. mars frá kl. 17-19 og
hjá stjórn félagsins. Miðar verða seldir við
innganginn eftir borðhald. Allir velkomnir.
Stjórn Rangæingafélagsins.
w Aðalfundur
Aðalfundur Mígrensamtakanna verður hald-
inn í Bjarkarási, Stjörnugróf 9, Reykjavík
þriðjudaginn 15. mars nk. kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Erindi: Þórarinn Tyrfingsson, læknir hjá
SÁÁ, fjallar um róandi ávanalyf og mígr-
en. Umræður.
VBarnaheill
Framhaldsstofnfundur
Suðurlandsdeildar Barnaheilla verður hald-
inn á Hótel Selfossi fimmtudaginn 17. mars
kl. 20.00.
Allirfélagará Suðurlandi eru hvattirtil að mæta.
Undirbúningsnefndin.
óí3lSTEX® Aðalfundur
iSLENSKUR TEXTÍUÐNAÐUR H.F. nvailUI ■ VI Ul
Aðalfundur ÍSTEX hf. verður haldinn föstu-
daginn 25. mars, kl. 14.00, í Þrúðvangi,
Mosfellsbæ.
Dagskrá:
1. Almenn aðalfundarstörf samkv. 16. grein
samþykkta félagsins.
2. Önnur mál, löglega upp borin.
Reikningar félagsins munu liggja frammi á
skrifstofu félagsins í Mosfellsbæ, hluthöfum
til sýnis, viku fyrir aðalfund.
Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent
á skrifstofu félagsins á Álafossvegi 40A,
Mosfellsbæ, frá og með 18. marstil kl. 13.30
á fundardag.
Mosfellsbæ, 11. mars 1994.
Stjórn ÍSTEX hf.