Morgunblaðið - 13.03.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MARZ 1994
39
Gárur
eftir Elínu Pálmadóttur
Borgarturisim
Við getum nú stundum verið
sammála um eitthvað.
Eða allt að því. Að minnsta kosti
þar til kemur að framkvæmda-
stiginu. Eru ekki allir sammála
um að ferðaþjónustan sé vaxtar-
broddurinn í íslensku atvinnu-
lífí, nú þegar annað gamalt og
gott bregst og atvinnuleysið fer
vaxandi? Máltæki verða til af
reynslu kynslóðanna og lifa ef
tilefnið er viðvarandi. Það gerir:
Sígandi lukka er best! Semsagt
ekki endilega að afla sem mest
strax að íslendinga hætti, held-
ur byggja upp til frambúðar.
Þetta kom í hug við að heyra
fyrir skömmu nokkuð sjaldheyrt
sjónarhorn
ungrar konu:
„Ég skil ekk-
ert í því að
alltaf er eins
og einhver af-
sökunartónn
þegar talað er
um það besta
'sem gert hef-
ur verið hér í
borginni á
undanfömum
árum. Bygg-
ing Perlunnar
og Ráðhúss-
ins!“ Hún
starfaði sem
fylgdarmaður
erlendra
ferðamanna
sl. sumar. Og
það sem nær
allir sóttust eftir í skoðun á
Reykjavík var einmitt að koma
í Ráðhúsið og Perluna. „Svo
ljúka allir pólitíkusar upp einum
munni um að atvinnuleysið sé
jjiál málanna. Setja sínar vonir
á ferðaþjónustuna, sem er vax-
andi grein og mannfrek, teygir
anga sína í margvíslegar grein-
ar. Og að reisa einmitt þessar
byggingar, sem geta tekið við
stórum hópum í borg þar sem
ekki er svo margt annað, er ein-
mitt liður í því að búa sig undir
að geta haldið ferðafólki í borg-
inni. Að missa það ekki allt strax
úr bænum."
Viðstaddir sperrtu eyrun.
Auðvitað er þetta alveg rétt hjá
henni. Sjálf hefí ég einmitt til
að hafa ofan af fyrir erlendum
gestum farið beint niður í Ráð-
hús að stóra upphækkaða ís-
landskortinu, sem alltaf vekur
jafnmikla ánægju og þá um leið
umhverfíð og Tjörnin með fugl-
unum á þessum einkennisstað
Reykjavíkurborgar svo að segja
á gluggunum og nú að vetri
snjóinn og krakkana að leik á
ísnum. Og í vetur fallegum
klakaströnglum utan á hrauninu
á þessum sérkennilega arkitekt-
úr. Upplagt fyrir gesti vetur,
haust og vor. A þeim tíma sem
við erum að reyna að fá gesti.
Stúlkurnar í upplýsingunum í
anddyrinu segja að alltaf sé
straumur af ferðafólki að kort-
inu, sumir komi áður en þeir
fara út á land og aðrir þegar
þeir koma til baka. Og ekki að-
eins útlendingar, heldur ekki
síður íslendingar utan af landi
og úr borginni, börn og fullorðn-
ir að skoða Ísland og fuglana.
Sama er um Perluna. Þangað
fara allir gestir í borginni, er-
lendir sem innlendir á öllum
árstímum. Kosturinn við hana
er að fólk getur komið þar og
notið útsýnis ef vill frítt eða
með veitingum. Þetta þykir út-
lendingum mikið ævintýri, að
ganga innan um og sitja ofan á
hitaveitugeimum sem senda
heitt vatn til upphitunar á allri
Reykjavík út í æðanet borgar-
innar, sem blasir við allt um
kring. Og þetta er séríslenskt.
Það er miðpunkturinn í að sýna
hvernig íslendingar með hugviti
og tækniþekkingu nýta sér í
köldu landi náttúruauðæfin í
iðrum jarðar. Þetta er nýtt fyrir
þeim og eitt af sérkennum
landsins. Þetta fer einmitt sam-
an við ráðstefnu- og hvataferðir
á árstíma þegar ferðir út á land
eru tímafrekar og óöruggar.
Þegar við erum einmitt að reyna
að ná ferðamönnum til að nýta
aðstöðu og mannafla. Þegar svo
sást í blöðum að Hitaveita
Reykjavíkur yrði orðin skuldlaus
um næstu
áramót, þá
var ljóst að
hún hafði vel
ráðið við að
bæta þessu
ofan á til
ágóða fyrir
framtíðar
ferða-
mennsku í
borginni um
leið og end-
urnýja þurfti
geymana
vegna virkj-
unar og lagna
frá Nesjavöll-
um. í annan
tíma hefði
það ekki verið
gerlegt. Perl-
an, Ráðhúsið
með Tjörninni, nýju hafnargarð-
arnir þar sem skemmtiferða-
skipin geta nú lagst og dregið
ferðamennina inn í miðborgina,
munu einmitt nú þegar við ligg-
ur draga að og halda ferðafólk-
inu í borginni til atvinnusköpun-
ar. En erlendir ferðamenn hafa
ekki viðdvöl þar sem þeim fínnst
ekkert að skoða og við að vera.
Þetta er því nokkuð sem í hag
kemur. Ágætur maður í laugun-
um hafði orð á að Perlan mundi
kosta álíka mikið og okkur væri
nú í ár að leggjast til í tekjum
af loðnunni. Perlan sem aðdrátt-
arafl á ferðafólk á líklega líka
eftir að fiska vel og lengi túr-
ista. Hlýtur það ekki að teljast
til forsjálni á þessum túrista-
hungruðu tímum?
Ætli við þurfum ekki þarna
að líta svolítið fram í tímann
um hvað sé okkur mest í hag
að fá út úr túristunum. Eða ofan
í þá. Lambakjötið okkar auðvit-
að! Mér skilst að ekki þurfí að
innbyrða nema 1.000 tonn af
lambakjöti og framleiðsluvand-
inn sé leystur. Allt og sumt. Því
ekki ofan í túrista? Ærlundir
þykja til dæmis í Frakklandi hið
mesta hnossgæti og með dýr-
ustu réttum. í þætti hjá Sigm-
ari B. Haukssyni sagði líbanskur
innflytjandi, Aladin Yassin, að
heima hjá honum framreiddu
menn tugi gómsætra rétta úr
lambakjöti. Hér gæti hann ekki
boðið upp á þá því ekki fengist
flutt inn það annað sem þyrfti
í þá. Mun m.a. vera sérstakur
sauðaostur, sem notaður er í
smárétti, m.a. ótal forrétti í
bollulíki. Því ekki að reyna að
gera úr lambakjötinu okkar fjöl-
breyttari rétti, þótt einhvern
innflutning á aukaafurðum þurfi
til? Eða framleiða þær, eins og
mér er sagt að bóndi hafí gert
tilraunir með. Þarf að vísu að
færa frá. En í Frakklandi mjólka
bændur ær í slíka osta. Gæti
það ekki orðið aukabúgrein hjá
einum kvótalitlum íslenskum
bónda?
HVAÐ ER
UM AÐ VERA!
Jú! Fyrsta stórsending 1994 er komin
frá J. Rosenthal.
Við fögnum öll birtu vorsins og prýðum
heimilin með þessum geysivinsælu
gardínuefnum, sem allir landsmenn
þekkja á sama lága verðinu.
Nýtt! Nú einnig stórglæsilegt úrval af
gardínuköpppum og blúnduefnum.
Veríð velkomin
Póstsendum
Draumaland, Keflavík.
Paloma, Grindavík.
Skemman, Reykjavíkurvegi 5, Hafnarf.
Inga, Hamraborg 14a, Kópavogi.
Versl. Horn, Kársnesbraut 84, Kópa.
Z-Brautir og gluggatjöld, Faxafeni 14, Rvk.
Dömu og herrabúðin, Laugavegi 55, Rvk.
Álnabúðin, Suðurveri, Rvk.
Saumagallerí, Mosfellsbæ.
Nýja Línan, Akranesi.
Ósk, Akranesi.
Kaupf. Borgfirðinga, Borgarnesi.
Blómsturvellir, Hellissandi.
Sporiö, Ólafsvík.
Höggið, Patreksfiröi.
Laufið, Bolungarvík.
Kaupf. Steingrímsfjarðar, Hólmavík.
Kaupf. Dýrfirðinga, Þingeyri.
Kaupf. V-Húnvetninga, Hvammstanga.
Kaupf. Húnvetninga, Blönduósi.
Kaupf. Skagfirðinga, Sauðárkróki.
Amaró hf., Akureyri.
Valberg, Ólafsfirði.
Kotra, Dalvík.
Kaupf. Þingeyinga, Húsavík.
Kaupf. Vopnfirðinga, Vopnafirði.
Samkvæmispáfinn, Egilsstööum.
Kaupf. Fram, Neskaupstað.
Kaupf. A-Skaftfellinga, Höfn Hornafirði.
Mosart, Vestmannaeyjum.
íris, Selfossi.
........................:............................................................
M9301