Morgunblaðið - 13.03.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MARZ 1994
15
Ktta
bbrgast
ADALBJÖRG Guðgeirsdóttir
slasaðist fyrir sjö árum í bílslysi
við Kúagerði á Keflavíkurvegin-
um. Hún var ekki í bílbelti held-
ur lá sofandi í aftursæti bílsins
og vaknaði við neyðaróp vinkonu
sinnar í framsæti bílsins, síðan
man hún ekki meira fyrr en hún
lá með tilfinningalausa fætur
utan vegar, hafði kastast út úr
glugga bílsins. „Það féll saman
í mér annað lungað og brotnuðu
sjö rifbein, til þessara meiðsla
fann ég þó ekki strax, úti var
kalt og þess vegna átti ég auð;
veldara með að anda í fyrstu. I
sjúkrabílnum fór ég að eiga erf-
itt með andardrátt," segir Aðal-
björg þegar blaðamaður Morg-
unblaðsins á tal við hana á heim-
ili hennar að Flyðrugranda í
Reykjavík. Þar býr hún í leigu-
íbúð sem áður var áfangaíbúð
Borgarspítala en er í eigu Ör-
yrkjabandalagsins. „Mér voru
fyrst borðnar 2 og hálf milljón
króna í skaðabætur en sætti mig
ekki við það. Fannst það litlar
bætur fyrir að geta ekki gengið.
Ég var lömuð í fótunum því
mænan skaddaðist, þótt ekki
færi hún alveg í sundur,“ segir
Aðalbjörg.
Foreldrar mínir studdu mig með
ráðum og dáð og ég fór í
mál til þess að freista þess
að fá meiri bætur. Þetta voru jú
áætlaðar ævitekjur mínar. Lög-
maður minn gerði kröfu um 21
milljón króna mér til handa. Fyrir
Borgardómi var ákveðið að ég fengi
sex milljónir og þannig var málið
gert upp. Þetta var ekki nógu stór
upphæð til þess að ég gæti keypt
mér íbúð, þá hefði ég ekki átt neitt,
eftir í lífeyri, en þessi upphæð er
hugsuð til þess. Ég gat þó fest
kaup á sumarbústað í landi næstu
jarðar við foreldra mína, þau búa
í Fljótshlíðinni, en bjuggu áður á
Hellu og þar ólst ég upp. Eftir að
ég slasaðist gat ég ekki verið þar.
Ekki var hugsað fyrir neinni þjón-
ustu við fólk í hjólastólum þar í
bæ svo ég flutti suður. Þetta var
auðvitað sársaukafull röskun á
högum mínum. Á Hellu átti ég alla
mína vini og þar var ég nálægt
fjölskylda minni, en svona varð
þetta að vera.
Núna finnst mér að bæturnar
sem mér voru dæmdar séu smánar-
bætur. Ég heyri um fólk í kringum
mig sem hefur slasast miklu minna
en fær samt mun hærri bætur,
þetta er mikið óréttlæti. Ég hef
heyrt um atriði sem ég tel að
kannski væri hægt að festa hendur
á. Ég, eins og aðrar stelpur, fékk
víst dæmdar bætur á grundvelli 70
prósenta af kaupi iðnaðarmanna,
en strákar fá bætur á grundvelli
100 prósenta af sömu launum.
Þarna held ég að jafnréttislög hafi
verið brotin og vildi gjarnan láta
fyrir dómi reyna á hvort svo sé
ekki. Altént er þetta blóðugt órétt-
Iæti.“
Aðalbjörg Guðgeirsdóttir
Núna finnst mér aó
bœturnar sem mér
voru dæmdar séu
smúnarbætur. Ég
heyri um fólk i
kringum mig sem
hef ur slasast miklu
minna en fær samt
mun hærri bætur,
þetta er mikió
óréttlæti.
Ég spyr hvernig lífið hafi gengið
fyrir sig hjá Aðalbjörgu eftir slys-
ið.„Fyrst var ég í nærri ár í endur-
hæfingu á Grensárdeild Borgar-
spítala. Eftir það fór ég í starfs-
þjálfun fatlaðra. Síðan lá leiðin í
Menntaskólann í Hamrahlíð. Hann
er skársti valkosturinn fyrir okkur
sem erum í hjólastólum. En um
þetta leyti var samdráttarskeið og
ég gat bara verið í tveimur fögum
af því að hin voru kennd í stofum
þar sem aðgengi hjólastóla var ill-
mögulegt. Þá hætti ég námi og fór
að vinna í Búnaðarbankanum í
Kópavogi hálfan daginn. Þar líkar
mér ágætlega, nema hvað þetta er
löng leið að keyra á hveijum degi,
einkum í slæmri færð. Ég hef því
sótt um að verða færð milli banka
ef eitthvað losnar nær heimili mínu.
Það er mikill munur að véra í vinnu
og eiga þess þannig kost að hitta
fólk að staðaldri. Eg reyni oftast
að komast austur um helgar til að
hitta fólkið mitt. Þetta bjargast
svona hjá mér þótt oft sé þetta
svolítið erfitt.
Ég hef haldið sambandi við flesta
vini mína, þá sem héldu tryggð við
mig eftir slysið. Mér gengur bæri-
lega að sætta mig við hlutskipti
mitt, ég verð að gera það, annað
gengur ekki. Ég á hins vegar bágt
með að sætta mig við afstöðu dóm-
aranna. Þeir ákvörðuðu mér þessa
bætur sem tekjur þar til ég yrði
67 ára. Hvernig gátu þeir það án
þess að gera nokkra tilraun til þess
að setja sig inn í hvernig aðstæður
mínar yrðu. Mér finnst að dómarar
ættu að kynna sér málin með eigin
augum og eyrum, ræða við þá sem
hlut eiga að máli og reyna þannig
að setja sig í þeirra spor. Þannig
myndu þeir vera betur til þess falln-
ir að úrskurða bætur til fatlaðra
unglinga. Við erum ekki bara til
sem rituð orð á málsskjölum.
Fyrír sumarbústaði, heimili og vinnustaði
Sænsku olíufylltu rafmagnsofnarnir tryggja jafnan og góðan hita,
og gefa hefðbundnum vatnsofnum ekkert eftir.
Fást í stærðunum 350 - 2000W, 20, 30 og 50sm háir, einfaldir
eða tvöfaldir, með venjulegri eða rafeindastýrðri hitastillingu.
ELFA lvi
MSMS Einar
Mmt Farestveit & Co hf
Borgartúni 28 tf 622901 og 622900
skiptinemadvOl í ástralíu og s- ameríku
Ef þú ert á aldrinum 16-18 ára, átt þú möguleika á að gerast skipti-
nemi á vegum AFS. Þú dvelur 11 mánuði í viðkomandi landi, eykur
þekkingu þína á umheiminum, lærir nýtt og spennandi tungumál og
kynnist skóla- og fjölskyldulífi í viðkomandi landi. (janúar og febrúar
1995 fara íslenskir skiptinemar til Ástralíu, Costa Rica, Argentínu
og Paraguay.
Athygli er vakin á því að enn eru nokkur sæti laus með brottför í
júlí, ágúst 1994.
ATHUGIÐ: AFS á íslandi hefur útvegað sérstaka styrki til handa
þeim sem fara til Lettlands, Tyrklands og Thailands nú í sumar.
Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri.
Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu AFS, Laugavegi
59, 3. hæð, milli kl. 10 og 16 virka daga.
Sfmi 91-25450.
»FS Á ÍSL4NDI
Alþjóöleg fræösla og samskipti
LANDSSAMTÖK HEILSUGÆSLUSTÖÐVA
Ráóstef na um stöðu og
horfur í heimahiúkrun
22. april 1994
Landssamtök heilsugæslustöðva standa fyrir ráð-
stefnu um stöðu og horfur í heimahjúkrun föstudaginn
22. apríl nk. í Borgartúni 6, Reykjavík.
Ráðstefnan er öllum opin meðan húsrúm leyfir. Starfs-
fólk í heilbrigðisþjónustu og annað áhugafólk um
heilbrigðismál er sérstaklega hvatt til að sækja ráð-
stefnuna.
Þátttökugjald verður kr. 4.000,-,
innifalinn matur og kaffi.
Ráðstefnustjóri verður Asta Möller, formaður Félags
íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Ráðstefnan hefst með setningu formanns samtakanna
og ávarpi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra.
Fjallað verður um framkvæmd heimahjúkrunar, helstu
breytingar á undanförnum misserum og horfur á
næstunni á höfuóborgarsvæðinu, í öðru þéttbýli og
strjálbýli. Gerð verður grein fyrir framkvæmd heimilis-
hjálpar á vegum sveitarfélaganna og tengslum við
heimahjúkrun, samvinnu heilsugæslunnar og sjúkra-
húsanna og kostnaði við framkvæmd heimahjúkrunar
með samanburði við legukostnað.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og land-
læknisembættið 'munu fjalla um stefnumótun í mála-
flokknum til framtíðar. Fyrirspurnir verða milli ein-
stakra þátta og umræður í lokin.
Þátttaka óskast tilkynnt í síma 91-22400 fyrir
15. apríl nk.