Morgunblaðið - 13.03.1994, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR SUNNUDAGUR 13. MARZ 1994
22
Bjarni Tómas-
son — Minning
Fæddur 10. janúar 1918
Dáinn 4. mars 1994
Bjami Tómasson varð bráðkvadd-
ur á heimili sínu föstudaginn 4.
mars sl. Hann var áður búinn að
verða fyrir því að fá blóðtappa í
fótinn og hafði gengist undir allmikl-
ar rannsóknir af þeim ástæðum.
Hann beið eftir að komast á sjúkra-
hús til að gangast undir frekari að-
gerðir.
Við Bjami vomm systrasynir.
Hann var fimm ámm eldri en ég og
eins og títt er um litla frændur, þá
leit ég mikið upp til Bjama strax
sem drengur og hefur virðing mín
fyrir þessum drenglundaða og vel
gefna frænda mínum vaxið með ár-
unum.
Foreldrar Bjarna vom Bjamína
Bjarnadóttir frá Hlíð í Reykjavík og
Tómas Jónsson trésmiður. Tómas
var einn stofnenda Efnalaugar
Reykjavíkur og stjómaði hann því
fyrirtæki til dauðadags. Hann and-
aðist 31. mars 1936.
Þetta vor stóð svo á að Bjarni var
að ljúka prófí frá Verslunarskól-
anum. Hann lauk prófinu með glæsi-
legum einkunnum, þrátt fyrir föður-
missinn um sama leyti og prófm
hófust.
Það kom í hlut Bjama að taka
við stjóm efnalaugarinnar eftir
dauða föður síns. Hann var þá átján
ára. Vafalaust hefði hann kosið að
fara í framhaldsnám en hann kaus
að standa við hlið móður sinnar, sem
starfaði við fyrirtækið til fullorðins
ára. Fjölskyldan var samhent og
hjálpaðist að.
Hinn 10. janúar 1943 kvæntist
Bjami unnustu sinni, Idu Ingibjörgu
Tómasdóttur. Þau vom óvenju
glæsileg brúðhjón. Gullbrúðkaup
áttu þau i janúar á síðastliðnu ári.
Ida og Bjami eignuðust eina dóttur,
Bimu, og seinna tóku þau að sér
fósturdóttur, Hildi Halldóm Bjama-
dóttur. Bjami var framkvæmdastjóri
Efnalaugar Reykjavíkur í þijátíu ár.
Árið 1966 réðst hann til starfa við
Iðnaðarbanka íslands. Þar komu
kostir Bjama, sem starfsmanns við
bankann fljótt í ljós. Hann var ró-
lyndur og gætinn starfsmaður sem
naut trausts viðskiptavinanna og bjó
yfir góðum hæfíleikum til að átta
sig á málum og að haga fram-
kvæmdum til góðs, bæði fyrir við-
skiptamenn og stofnunina sem hann
þjónaði. Ég hygg að þar hafí bank-
inn notið drenglyndis hans best og
þess hve jákvæður mannvinur Bjami
var. Hann varð deildarstjóri í Iðn-
aðarbankanum og í nokkur ár var
hann útibússtjóri bankans í Hafnar-
fírði.
Margar góðar minningar koma
upp í hugann þegar ég kveð góðan
vin og frænda. Júlíana Guðmunds-
dóttir, amma okkar, bjó hjá næst
elsta bami sínu Bjamínu í bakhúsinu
þar sem Efnalaug Reykjavíkur starf-
ar enn. Það var töluverður samgang-
ur á milli systkinanna frá Hlíð.
Bjami Tómasson var elsta bama-
bam afa og ömmu. Ég minnist þess
er fjölskyldurnar komu saman um
jólin, eða á öðmm hátíðisdögum, hve
þar var mikil hátíð. Við krakkarnir
skemmtum okkur við spil og leiki.
Bjami var okkar elstur og var dáð-
ur. Hann var svo umhyggjusamur,
skilningsríkur og skemmtilegur.
Foreldrar mínir mátu hann mikils
og höfðu hinir fullorðnu í fjölskyld-
um okkar mikla ánægju af samræð-
um við Bjama. Allir báru traust til
hans og hann var fær um að taka
þátt í umræðum fullorðinna og lét
að sér kveða þar.
Einnig vil ég nefna hve fallega
rithönd hann skrifaði, ég tel að hún
hafí verið spegill skapgerðar hans,
heilsteypt og öguð.
Eftir að þau hjónin höfðu eignast
bamabörn komu mannkostir þeirra
vel fram í því hve börnin löðuðust
að þeim. Bjarni var elskaður afí og
löðuðust báðir drengir Birnu að afa
sínum. Þeim leið sjáanlega vel í ná-
vist hans.
Ég vil ljúka þessum orðum mínum
með bæn til Guðs um blessun og
huggun til handa fjölskyldu Bjama,
sem kveður nú elskaðan förunaut
og við getum öll sagt saman: „Guði
séu þakkir, sem gefur oss sigurinn
fyrir Drottin vom Jesúm Krist.“
Margar góðar minningar koma
upp í hugann þegar ég kveð góðan
vin og frænda. Júlíana Guðmunds-
dóttir, amma okkar, bjó hjá Bjamínu
í bakhúsinu þar sem Efnalaug
Reykjavíkur starfar enn. Það var
töluverður samgangur á milli syst-
kynanna frá Hlíð. Bjarni Tómasson
var elsta bamabarn afa og ömmu.
Ég minnist þess er fjölskyldurnar
komu saman um jólin, eða á öðram
hátíðisdögum, hve þar var mikil
hátíð. Við krakkamir skemmtum
okkur við spil og leiki. Bjarni var
okkar elstur og var foringinn. Hann
var svo umhyggjusamur, skilnings-
ríkur og skemmtilegur. Foreldrar
mínir mátu hann mikils og höfðu
hinir fullorðnu í fjölskyldum okkar
mikla ánægju af samræðum við
Bjama. Allir bára traust til hans og
hann var fær um að taka þátt í sam-
ræðum jafnt fullorðinna sem barna.
Einnig vil ég nefna hve fallega
rithönd hann skrifaði, ég tel að hún
hafí verið spegill skapgerðar hans,
heilsteypt og öguð.
Eftir að þau hjónin höfðu eignast
bamaböm komu mannkostir þeirra
vel fram í því hve bömin löðuðust
að þeim. Bjami var elskaður afí og
löðuðust báðir drengir Birnu að afa
sínum. Þeim leið sjáanlega vel í ná-
vist hans.
Ég vil ljúka þessum orðum mínum
með bæn til Guðs um blessun og
huggun til handa fjölskyldu Bjama,
sem kveður nú elskaðan förunaut.
Við getum öll sagt saman: „Guði séu
þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir
Drottin vom Jesúm Krist.“
Kæra Ida, ég votta þér og ykkur
öllum samhug minn. Ég þakka Guði
fyrir að hafa kynnst svo góðum
dreng.
Bjami Ólafsson.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Hávamál)
Með örfáum orðum langar mig að
minnast föðurbróður míns Bjarna
Tómassonar.
Bjami Tómasson var hógvær mað-
ur sem hafði ákveðnar skoðanir. Það
var á síðasta ári sem ég kom í heim-
sókn á Flatimar til þeirra Bjarna og
ídu, að Bjarni fór að ræða um mikil-
vægi mannræktunar. Ég stoppaði
stutt en gerði mér grein fyrir að
hann var að tala um að enginn veit
sína ævi fyrr en öll er. Hann sagði
í örfáum orðum að þó að við værum
ekki í návist við hann, þá hugsaði
hann til okkar og óskaði okkur vel-
farnaðar. Kannski gerði hann sér
grein fyrir sínum tíma. Enda hefur
honum eflaust fundist hann ætti er-
indi yfír móðuna til að vera samvist-
um við afabam sitt sem var hans
mikli sólargeisli. Nú hafa, hjá þeim,
orðið fagnaðarfundir.
Það koma fram í hugann margar
ljúfar minningar um samverastundir
með Bjama og ídu. Æskuminning
mín af Bjarna er á þá lund að böm
vora honum gleðigjafar, því af þeim
geislar orka sem honum fannst gam-
an að fylgjast með. Hann vakti oft
hlátur hjá okkur börnunum og enn
í dag er verið að minnast uppátækja
Bjama til að vekja kátínu hjá okkur
krökkunum.
Sá styrkur sem fylgir hverri
kveðju, þegar á bjátar, er ómetanleg-
ur. Þennan styrk fékk ég síðastliðið
haust þegar ég þurfti á honum að
halda. Þá sendu Bjarni og ída mér
góðar kveðjur og vii ég þakka það
hér.
Elsku ída, þér og fjölskyldunni
sendi ég kveðjur frá okkur systkin-
unum. Megi góður Guð styrkja ykkur
og minning veita ykkur birtu á skiln-
aðarstundu. Bjama þakka ég sam-
fylgdina.
B.H.B.
Það var komið vor í loft í byijun
marsmánaðar. Það birti yfír um
stund og allt virtist svo bjart. En
veturinn hefur enn á nýjan leik minnt
á sig. Við vitum þó að vorið kemur.
Það vetraði einnig í hugum okkar
er við fréttum af því að hann Bjami
Tómasson væri ekki lengur á meðal
okkar. Hann sem í okkar huga tengd-
ist ávallt birtu og gleði.
Bjarni Tómasson var kvæntur
móðursystur minni, en tengdist mér
og fjölskyldu minni traustum
tryggðaböndum. Við sem fengum að
kynnast honum, kynnast mannkost-
um hans, eram afar þakklát fyrir að
hafa fengið að hafa hann sem sam-
ferðamann, eignast hann sem vin.
Hann lagði ávallt gott til mál-
anna, vildi ávallt gera gott úr öllum
hlutum. Af öryggi fetaði hann veg-
inn, lagði sitt af mörkum ti! að gera
lífíð heilt. Á stundum gat hann
brugðið við gamanseminni og krydd-
að tilveruna.
Það er margt sem kemur upp í
hugann nú á kveðjustundu. Það má
nefna margt sem einkenndi líf og
lífsgöngu Bjarna. Við eigum svo
mörg góðar minningar sem á þess-
ari stundu ylja þeim um hjartarætur
sem kveðja Bjarna hinstu kveðju.
Ég við guð að blessa minningarn-
ar góðu um Bjarna um leið og ég
bið þann sem ávallt vakir yfir okkur
að styðja eiginkonu hans og fjöl-
skyldu á saknaðarstundu lífsins.
„Stundum verður vetur veröld
hjartans í“, en við vitum að það mun
vora á nýjan leik, eða eins og segir
í sálminum:
Stundum verður vetur
veröid hjartans í.
Láttu fræ þín lifa,
ljóssins Guð, í því.
Gef oss þitt sumar
sólu þinni frá.
Kristur, kom og sigra,
kom þú og ver oss hjá.
(Frostenson. Þýð. Sbj.E.)
Jóhanna Gunnars.
Ekkert kemur okkur jafn mikið á
óvart og dauðinn. Síst hefði mig
grunað það á föstudags eftirmiðdag
er ég hlustaði á samtal dóttur
minnar og Bjarna að þetta væri
hans síðasti dagur hér í heimi.
Eitt það dýrmætasta sem okkur
hlotnast í Jífínu era góðir og traust-
ir vinir. I Idu og Bjarna eignuðumst
við fjölskyldan slíka vini fyrir rösk-
um íjórum áratugum. Við áttum
margar góðar gleðistundir saman,
bæði á þeirra góða heimili og einnig
á ferðalögum. En það var ekki bara
gleðið sem þau vora tilbúin að taka
þátt í. Til fárra var betra að leita
þegar á bjátaði. Þau hjónin hafa
reynst okkur fjölskyldunni vinir í
raun og tekið þátt í gleði okkar og
sorgum.
Með þessum fátæklegu orðum
langar mig að þakka alla þá góðvild
sem þú hefur sýnt mér og mínum í
gegnum árin. Élsku ída mín, megi
almættið styrkja þig, dætumar og
dótturson í sorginni. En ég veit að
lítill fallegur drengur tekur vel á
móti afa sínum í þeim heimi sem
okkur er hulinn.
Helga Ingvarsdóttir.
Góður vinur og fyrram samstarfs-
maður um árabil, Bjami Tómasson,
lést 4. mars sl. Um nokkurn tíma
hafði hann verið sjúkur en kallið kom
miklu fyrr en mannlegt skyn okkar
gat ályktað. Guð einn veit okkar
næturstað.
Bjami Tómasson fæddist í Reykja-
vík 10. janúar 1918, sonur hjónanna
Bjamínu Guðrúnar Bjamadóttur og
Tómasar Jónssonar. Börn þeirra auk
Bjama vora: Jón, framkvæmdastjóri,
Bergur, borgarendurskoðandi, og
Ásthildur, einkaritari forstjóra Sam-
bands íslenskra samvinnufélaga. Á
uppvaxtaráram Bjarna og þeirra
systkina í Reykjavík var yfirbragð
borgarinnar með öðram hætti en nú
er, bændamenningin var að hverfa
og borgarmenningin að taka við.
Leikir barna og unglinga voru ein-
faldari og að mörgu leyti saklausari
en nú er. Æskan undi samt glöð við
sitt í leik og starfí, þrátt fyrir fá-
breytni og oft við þröngan kost í lít-
illi borg.
Bjami stundaði nám í Verslunar-
skóla íslands, lauk þaðan prófí með
fyrstu einkunn. Þegar faðir hans féll
frá langt um aldur fram, varð Bjarni
framkvæmdastjóri Efnalaugar
Reykjavíkur sem var fjölskyldufyrir-
tæki. Sinnti hann þeim störfum þar
til hann fór til starfa í Iðnaðarbanka
í Lækjargötu 12, en þá urðum við
samstarfsmenn og traust vináttu-
bönd tengdu okkur saman. Sú vin-
átta varð mér mikils virði á lífs-
göngunni enda mat ég hann mikils.
Oft var ánægjulegt að ræða við
Bjama, hann gat verið manna þægi-
legastur, ræðinn en skemmtiíegur.
Hann var fundvís á hið skoplega og
sagði afar skemmtilega frá, en skap-
og geðríkur, sem hann tamdi og
beislaði eftir bestu getu.
Bjarni var bráðgreindur, vissi deili
á mönnum og málefnum, las mikið
bæði á íslensku, ensku og þýsku og
miðlaði öðram af þekkingu sinni og
fróðleik með látleysi sínu. Nokkrar
vora þær bækur sem hann gaf mér
eftir að hann kom heim úr ferðalög-
um til annarra þjóða, hann vildi að
ég fengi að njóta þeirra ljóðrænu og
listfengu bókmennta sem hann mat
mest hjá þeim þjóðum sem hann
heimsótti. Þessar bækur urðu oft til-
efni til skemmtilegra umræðna.
Bjami hafði yndi af sígildri tónlist
og naut þess þegar heim var komið
eftir erilsaman dag að hlusta á slíka
tónlist. Þannig hvíldist hann best.
Hvert það starf sem honum var fal-
ið, hvort sem var í Oddfellowregl-
unni eða sem bankaútibússtjóri Iðn-
aðarbankans í Hafnarfírði, eða önnur
þau störf sem hann tók að sér, vann
hann með gleði þess huga þar sem
trúmennska, samviskusemi og
skyldurækni réðu ríkjum.
I einkalífí var Bjarni hamingju-
samur maður. Ungur kvæntist hann
eftirlifandi eiginkonu sinni, ídu Ingi-
björgu Tómasdóttur, og vora þau
búin að vera gift í 51 ár þegar hann
lést. Mikið jafnræði var með þeim
hjónum, þau vora ávallt glöð og hress
þegar ég hitti þau. Dætumar Birna,
Hildur Halldóra og sonur Bimu,
Bjarni Tómas, vora þeim hjónum það
dýrmætasta sem þau áttu. Það var
ávallt hlýtt blik í augum Bjarna og
sérstakur ljómi á andliti hans þegar
hann minntist á þau.
Sorgin sótti þessa samhentu fjöl-
skyldu heim 30. september 1992
þegar Guðmundur Óli, ellefu ára son-
ur Bimu, lést af slysförum og var
burt kallaður frá ástvinum sínum.
Sú harmafregn og hin djúpa sorg
risti inn í sál og vitund Bjama Tóm-
assonar. Söknuðurinn var mjög
þungbær og margar vora spuming-
arnar sem sóttu á hugann um lífíð
og tilgang þess, en mannlegur skiln-
ingur átti engin svör við hinum
áleitnu spurningum. Vinur minn
Bjami var aldrei samur eftir lát dótt-
ursonar síns, Guðmundur Óli og af-
inn vora í lífinu svo samtengdir og
nánir vinir. Þeir ræddu mikið saman
og tilsvör Guðmundar Óla vora svo
þroskuð og greindarleg, enda fór þar
mikið mannsefni. Bjami átti sínar
framtíðarsýnir og vonir með Guð-
mund, en þær fölnuðu við fráfall
hans.
Nú er silfurstrengurinn slitinn og gull-
skálin brotin og skjólan mölvuð við lind-
ina og hjólið brotið við brunninn og
moldin hverfur aftur til jarðarinnar, þar
sem hún áður var, og andinn til Guðs,
sem gaf hann.
(Prédikarinn, 12. kap. 6.-7. vers.)
Gleðistundir með kæram vini
verða ekki fleiri á þessari jörð. Við
hjónin drúpum höfði í söknuði, en
jafnfram í þökk til Guðs, sem gaf
okkur góðan vin, sem auðgaði líf
okkar með samfylgdinni. Guð huggi
og styrki eftirlifandi eiginkonu, dæt-
ur, barnabörn og ættingja.
Helgi Elíasson.
Fótmál dauðans fljótt er stigið
fram að myrkum grafarreit,
mitt er hold til moldar hnigið
máske fyrr en af ég veit.
Heilsa, máttur, fegurð, §ör
flýgur burt sem elding snör.
hvað er lífið? Logi veikur,
lítil bóla, hverfull reykur.
Þannig orti sr. Björn Halldórsson
prófastur í Laufási. Með þessum
hætti vekur hann athygli á fallvalt-
leik lífsins og allrar tilveru. Mér
komu þessar ljóðlínur í hug, þegar
ég spurði lát gamals vinar og fé-
t
Eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
STEINÞÓR EIRÍKSSON
fyrrum verkstjóri,
Reynimel 24,
Reykjavík,
er andaðist 4. mars, verður jarðsunginn
frá Fríkirkjunni miðvikudaginn 16. mars
kl. 13.30.
Jarðsett verður að Kotströnd sama dag.
GuAríður Steindórsdóttir,
Sveinbjörg Steinþórsdóttir, Frank Michelsen,
Elín E. Steinþórsdóttir,
Eiríkur Steinþórsson, Anna Birna Grímólfsdóttir,
Steindór Steinþórsson, Anna Marie Georgsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdasonur, mágur og svili,
LAUST FREDERIKSSEN,
sdr. Ringvej 13,
9300 Sæby,
Danmörku,
lóst miðvikudaginn 9. mars.
Hann verður jarðsunginn frá Sæbykirkju
þriðjudaginn 15. mars kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent
á Krabbameinsfélag íslands.
Sóley B. Frederikssen,
Jack Benjamín Frederikssen, Rene Frederikssen,
Lára Loftsdóttir, Benjamín Sigurðsson,
Pálfríður Benjaminsdóttir, Hákon Örn Halldórsson,
Guðrtín Benjamínsdóttir, Jörgen Pétursson.