Morgunblaðið - 13.03.1994, Blaðsíða 40
!•/ Reglubundinn
JL/é spamaður
Landsbanki
íslands
ttgtmfyUiMfe
FORGANGSPÓSTUR
UPPLÝSINGASÍMI 63 73 00
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN IJOS REYKJAVÍK
SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040/ AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
SUNNUDAGUR 13. MARZ 1994
VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK.
Fáfnir hf. á Þingeyri selur úthafskarfa í neytendaumbúðum
Fullviimsla á sjó-
frystum afurðum
tvöfaldar verðmæti
ÞRÓUNARSTARF í fullvinnslu sjófrystra sjávarafurða hefur nú
skilað þeim árangri að Fáfnir hf. á Þingeyri, sem er í meirihluta-
eigu Kaupfélags Dýrfirðinga (KD), hefur gert samning um sölu á
umtalsverðu magni af úthafskarfa í neytendaumbúðum. Verður karf-
inn seldur í stórmörkuðum í Evrópu. Fullvinnslan tvöfaldar hefðbund-
ið útflutningsverðmæti úthafskarfa að sögn Magnúsar Guðjónssonar
kaupfélagsstjóra KD. Þá hefur Fáfnir hf. þróað vörur úr sjófrystum
þorski, sem fuliunninn verður á Þingeyri, meðal annars til sölu í
Bandaríkjunum.
Úthafskarfinn sem um ræðir er
hausaður og heilfrystur um borð í
frystitogurum en fullunninn og sett-
ur í neytendaumbúðir í landi. Fáfn-
ir hf. hefur unnið þróunarstarfið
Kolaportið
í Tollstöðv-
arhúsið
KOLAPORTIÐ mun á næst-
unni flytjast á fyrstu hæð
Tollstöðvarhússins við
Tryggvagötu, en samningur
um Ieigu hússins hefur verið
undirritaður milli Þróunar-
félags Reykjavíkur og fjár-
málaráðuneytisins til sjö ára.
Húsið er 2.700 fermetrar að
stærð með 6,5 metra lofthæð.
Gera verður breytingar á hús-
næðinu svo það henti til mark-
aðsstarfsemi og er áætlaður
kostnaður 14 milljónir króna.
Um 80 þúsund gestir koma
mánaðarlega í Kolaportið, sem
hefur aðeins verið opið um
helgar, og er gert ráð fyrir að
sá fjöldi geti vaxið verulega þar
sem í Tollstöðvarhúsinu verður
aðstaða til að geta verið með
ýmiss konar markaðsrekstur
alla daga vikunnar. Samningar
milli Þróunarfélagsins og
Kolaportsins verða undirritaðir
eftir helgi.
við fullvinnslu karfans í samvinnu
við þróunarsetur íslenskra sjávar-
afurða, Iceland Seafood Ltd., í
Bologne-sur-Mer í Frakklandi og
Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins.
Sjófrystur þorskur fullunninn
Þá er verið að gera tilraunir hjá
Fáfni hf. með nýjar vinnsluaðferðir
sjófrysts þorsks. Þorskurinn er
þíddur og skorinn í bita sem síðan
eru lausfrystir. Sá hluti fisksins sem
ekki nýtist í þessa bita er unninn
í blokk. Fáfnir hf. nýtir til þessarar
vinnslu afla af frystitogara fyrir-
tækisins, Sléttanesi ÍS. Þá voru í
byijun febrúar keypt 130 tonn af
rússaþorski og er að hefjast vinnsla
á honum þessa dagana. Einnig hef-
ur verið keyptur sjófrystur fiskur
af íslenskum frystitogurum.
Að sögn Magnúsar hefur tekist
að halda uppi fullri vinnu í frysti-
húsinu frá áramótum. Fáfnir hf.
hefur meðal annars keypt fisk af
bátum á Bíldudal sem landað er á
Tálknafirði og fluttur þaðan til
Þingeyrar auk afla af vertíðarbát-
um á Þingeyri.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Rússaþorskur á Þingeyri
FULL kör af þiðnandi þorski biðu þess að vera tekin til fullvinnslu
í frystihúsi Fáfnis hf. á Þingeyri í síðustu viku. Fyrirtækið hefur
þróað athyglisverðar vinnsluaðferðir á sjófrystum karfa og þorski.
Eldur um
borð í
Skagfirð-
ingi SK 4
Sauðárkróki.
SLÖKKVILIÐ Sauðárkróks
var kallað út að togaranum
Skagfirðingi SK 4, þar sem
hann lá við bryggju á Sauðár-
króki, kl. 5.05 aðfaranótt laug-
ardag. Fór viðvörunarkerfi
togarans í gang og kallaði vakt-
maður á lögreglu og slökkvilið,
en eldur hafði komið upp í
netalest skipsins, stjórnborðs-
megin aftan við skutrennu.
Að sögn Óskars Óskarssonar
slökkviliðsstjóra var allmikill reyk-
ur aftantil í skipinu, þegar slökkvi-
liðsmenn komu á vettvang, um það
bil fimm mínútum eftir að tilkynn-
ing barst. Skipveijar og aðrir þeir
sem voru að vinna við að ísa skip-
ið, sagði Óskar að hefðu brugðist
hárrétt við, og náð að halda eldin-
um í skefjum, án þess að stofna
neinum í hættu.
Sagði Óskar að tveir reykkafar-
ar hefðu farið inn í lestina með
léttvatn og hefði tekist á skömm-
um tíma að ráða niðurlögum elds-
ins, sem var á mjög takmörkuðu
svæði, og hefði slökkvistörfum og
reykhreinsun að mestu verið lokið
tæpum hálftíma eftir að tilkynning
barst.
Að mati Óskars varð þarna all-
verulegt tjón, bæði á raflögnum,
en einnig á nýjum netum sem í
lestinni voru.
Fjölþjóðafyrirtækið Van Ommeren hefur hug á að kaupa hlut í Samskipum
Viljayfírlýsing liggur fyrir um
kaup á 100 millj. króna hlut
FJ OLÞJOÐAFYRIRTÆKIÐ Van
Ommeren, sem skrásett er í
Bandaríkjunum og sér m.a. um
sjóflutninga fyrir varnarliðið á
móti Eimskip, hefur samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins lýst
áhuga sínum á að kaupa sem
svarar 100 milljóna króna hlut í
Samskipum, en eins og Morgun-
blaðið hefur greint frá undirbýr
Landsbankinn nú af fullum
krafti sölu á Samskipum. Guð-
mundur Kjærnested, sem sér um
siglingar Van Ommeren til Ís-
lands, Azor-eyja og Bermuda,
sagðist ekki geta tjáð sig um
málið að svo stöddu, og hann
sagðist ekki vita hvort það myndi
6 skip veitt 28% loðnunnar
SEX aflahæstu loðnuskip flotans hafa veitt um 230 þúsund tonn af
loðnu frá því að loðnuvertíð hófst í júlí, sem eru um 28% af heildar-
veiði á tímabilinu. Alls er um 45 loðnuveiðiskip að ræða, ef marka
má samantekt Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda. Búið er að
veiða rúm 830 þúsund tonn í heild, þar af um 377 þúsund tonn á
vetrarvertíð og eru eftirstöðvar loðnukvóta nú um 241 þúsund tonn.
Lang aflahæsta skipið er Hólma-
borg SU með rúm 45,5 þúsund tonn,
rúmum 6,5 þúsund tonnum meira
en næsthæsta skip, Sigurður VE,
sem hefur veitt rúm 39 þúsund tonn.
Þar á eftir kemur Víkingur AK með
37,9 þúsund tonn, Börkur NK með
rúm 37,5 þúsund tonn, Júpíter ÞH
með rúm 35,7 þúsund tonn og Jón
Kjartansson SU með rúm 33,7 þús-
und tonn.
Hálfdauðir karlar
Hólmaborg var á veiðum við Eld-
ey ásamt sex öðrum skipum um
hádegi í gær og var nýkomin á
miðin eftir að hafa Iandað rúmlega
1.500 tonnum af loðnu á Eskifirði.
Um 1.000 tonn af því fóru í hrogna-
kreistingu. Annað fór í bræðslu.
Þorsteinn Kristjánsson, skipstjóri,
var ekki bjartsýnn á veiði á næst-
unni og sagði útséð um að næðist
að veiða upp í kvóta. Ekki væri
hins vegar hægt að kvarta yfir afl-
anum til þessa. Skipið kastaði tvisv-
ar á leiðinni á miðin við Eldey og
fékk „aðallega hálfdauða karla,
hrygndar kerlingar og smælki. Það
verður enginn kraftur í þessu eftir
þetta, bara barningur," sagði Þor-
steinn.
skýrast á næstunni hvort gengið
yrði til samninga við félagið um
kaup á hlut í Samskipum.
Eins og greint hefur verið frá i
Morgunblaðinu fyrirhugar Lands-
bankinn að afskrifa verulegar upp-
hæðir til þess að mæta rekstrartapi
Samskipa á liðnu ári, og hyggst
bankinn í því sambandi færa niður
að verulegu marki 420 milljóna
króna hlutafjáreign sína í fyrirtæk-
inu. Nefndir hafa verið til sögunnar
hugsanlegir'innlendir kaupendur að
hlut í Samskipum, og auk Van
Ommeren hefur þýskt flutningafyr-
irtæki samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins gefið Landsbankanum
til kynna að það hafi áhuga á að
kaupa verulegan hlut i fyrirtækinu,
en það hefur hins vegar farið fram
á frest áður en það tekur endanlega
ákvörðun þar að lútandi.
Skrifstofur í 40 löndum
Van Ommeren hóf siglingar til
íslands í ágúst 1992, en félagið hóf
síðan siglingar til Azor-eyja í októ-
ber síðastliðnum og um næstu mán-
aðamót hefur það siglingar til
Bermuda. Auk þessara föstu áætl-
anasiglinga er félagið með stór-
flutningaskip á opnum leigumark-
aði í Bandaríkjunum. Félagið er
með skrifstofur í rúmlega 40 lönd-
um og í Bandaríkjunum starfa hjá
því um 400 manns. Skrifstofa fé-
lagsins sem annast siglingarnar til
íslands, Azor-eyja og Bermuda er
staðsett í Stanford í Connecticut,
og er Guðmundur Kjærnested yfir-
maður hennar, en hann sagði að
ötullega hefði verið reynt að byggja
fyrirtækið upp í kjölfar þess að það
fékk flutningana fyrir varnarliðið.
Með 35% sjóflutninga fyrir
varnarliðið
Flutningadeild bandaríska sjó-
hersins endurnýjaði í fyrrasumar
samning við Van Ommeren um 35%
flutninga fyrir varnarliðið, sem eru
1.300 gámaeiningar, en áður hafði
verið samið við Eimskip um 65%
flutninganna. Van Ommeren hóf
almenna vöruflutninga samhliða
varnarliðsflutningunum árið 1992,
og hafa forsvarsmenn félagsins
ítrekað lýst því yfir að þeir hafi hug
á að koma í auknum mæli inn í
almenna flutninga á milli Íslands
og Bandaríkjanna.