Morgunblaðið - 13.03.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.03.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MARZ 1994 19 Hönnuðurnir Eva Vilhelmsdóttir, Björg Ingadóttir og Valgerður Torfadóttir tóku sig saman um að opna fataverslun. Þar er eingöngu seldur kvenfatnaður sem þær hanna og sauma sjálfar. Hér segja þær frá samstarfi sínu, skoð- un sinni á fatnaði og möguleikum á út- flutningi til Noregs. Morgunblaðið/Stefán Karlsson Hér eru föt úr bómull og flísefni, sem Björg Ingadótt- ir sýndi í Noregi. Næsta vetur ætlar hún að leggja áherslu flísefnin í fötum sínum. um eins og til dæmis áður en við fórum til Noregs," segja þær. íslensk hönnun talin skapandi Hönnunarsýningin í Noregi var haldin í tengslum við fataráð- stefnu í Osló. „Þemað á sýning- unni var Norðurlönd. Það var greinilegt að tímaritið hafði vel efni á því að leika sér, því farið var með okkur eins og höfðingja. Okkur þótti einkar áhugavert að sjá hvað aðrir hönnuðir eru að gera og þeim þótti við vera skap- andi,“ segir Eva. Undir þetta taka Björg og Val- gerður og bæta við að almennt sé litið á íslenska hönnun sem skap- andi. „Við erum ekki áföst við annað land og það kemur í ljós í fatastílnum. Ahrifin eru að ein- hveiju leyti frá Norðurlöndum, en einnig frá Bretlandi auk annarra landa, enda er metnaður okkar að vera með okkar sérstaka stíl,“ segir Eva. Þær benda einnig á að erlendum hönnuðum fínnist eftirsókarnar- vert að koma til íslands og fá inn- blástur. Telja þær að óbein land- kynning sé m.a. að skila sér og þar eigi Björk Guðmundsdóttir ekki síst hlut að máli. Einnig nefna þær kvikmyndir og aðra listræna átburði, sem vekja athygli á land- inu. Vilja allir eins ullarvörur? Þær álíta útlendinga sem koma til landsins álitlegan markhóp. „Við urðum varar við það í byijun að fáir útlendingar litu hingað inn en strax í ágúst voru þeir meira áberandi. Þeim hafði verið bent á verslunina og sagt að hún væri með öðruvísi íslenskar ullarvörur en þær sem eru til sölu í hefð- bundnum ferðamannaverslunum. sem blönduð hefur verið móhair, skinn, bómull, siffon, svo eitthvað sé nefnt. Auk þess nota þær stein- bítsroð sem fataskraut og Eva býr til hálsskraut úr ýmsu efni sem hún finnur í fjörunni. „Ef við eigum að lifa af því að vera hönnuðir hér á landi verðum við að vera sniðugar að finna hrá- efni,“ segir Björg og hinar jánka. Valgerður tekur einnig fram að erfitt sé að finna góð efni og hún sé eins og grár köttur í öllum heild- verslunum. „Við verðum að vera með fjölbreytt efnisval og getum ekki einangrað okkur við eitthvað eitt, því viðskiptavinir okkar eru sjálfstæðar konur frá táningsaldri til rúmlega sextugs. Við fylgjum stefnum og straumum eins og þeir berast en höfum ekki hug- mynd um hvar við endum,“ segja þær. „Við byggjum fötin upp þannig að kaupi viðskiptavinur alfatnað getur hann nánast í öllum tilfellum komið seinna og keypt aðra flík sem passar við,“ segir Björg. „Mér finnst mikilvægt að fólk geti byggt upp fataskápinn sinn með tíman- um.“ Miðlungsvörur hafa lækkað Þessar umræður leiða okkur að verðinu á fatnaði þeirra. Þær eru sammála um að vörur þeirra séu rétt fyrir ofan meðallag. „Auðvitað á að vera verðmunur. Það er eðli- legt að greiða hærra verð fyrir vörur þar sem aðeins eru búnar til tvær flíkur í tveimur litum eða þar sem nokkur hundruð eins flík- ur eru framleiddar. Værum við með sambærilega verslun erlendis gætum við sett upp töluvert hærra verð,“ segir Valgerður. „Mér finnst að fólk eigi að hafa val um hvort það vill kaupa ódýr eða dýr föt. Hér á landi hefur verið alltof lítill verðmunur á fatn- aði en sem betur fer er það að breytast. Það er mjög gott að Viafa fengið inn ódýrar verslanir eins og Vera Moda, því það hefur orð- ið til þess að miðlungsvörurnar hafa lækkað í verði í öðrum versl- unum,“ segir Björg um leið og hún hengir upp síðustu flíkina, en gegnum allt viðtalið hafa þær ver- ið að hengja upp fötin sem þær tóku með sér á sýninguna til Nor- egs, auk þess sem þær hafa verið að snurfusa hitt og þetta í verslun- inni. Það er greinilegt að hér er lögð natni við allar framleiðsluvör- ur og umgengni við þær. Þegar ég kvaddi þessar glaðlegu konur voru þær bjartsýnar á fram- haldið. „Ég held það sé ekki spurn- ing hvort þetta gangi heldur hvað við endumst í þessu lengi,“ sagði Björg og undir það tóku þær Eva og Valgerður. Morgunblaðið/Þorkell Appelsínugulur kjóll úr móhairull og jakki úr sama efni, sem Eva Vilhelmsdóttir sýndi í Noregi. Kjólinn er skreyttur með steinbítsroði og skinni. Hatturinn er úr mokkaskinni. Það er einhvern veginn alltaf boð- ið upp á það sama fyrir útlendinga og búið að ákveða að það sé þetta sem þeir vilja. Hins vegar eru allt- af einhveijir innan um sem vilja eitthvað annað og það er af hinu góða að hafa fjölbreytni," sagði Björg. Þegar ég spyr hvað sé erfiðast í rekstrinum kemur ekkert svar. Eftir dágóða stund segir einhver þeirra: „Auðvitað háir það okkur hversu íslendingar eru fámenn þjóð og ef við leitum að erfiðleikum þá eru þeir í hveiju horni. Við vit- um af þeim en erum ekkert sér- staklega að horfa til þeirra því við ætlum að láta þetta ganga upp.“ Listakonurnar nota fjölbreytt efni í flíkur sínar s.s. íslenska ull Morgunblaðið/Stefán Karlsson Svartur kjóll úr bómullarneti, sem Valgerður Torfadótt- ir sýndi í Noregi. Hatturinn er úr bómullaijersey. isólossæln á manninn m.v. 4, 2fulloröna og 2 böm, 2 -11 ára, á Oceanside Inní 6 nœtur. Verð frá 75.220 kr. m.v. 2fullorðna á Oceanside Inn í 6 nœtur. Innifalið erflug, gisting ogflugvallargjöld. Fort LíiihMíé LÆGRA VER Brottfttr 18. - 19. mars = c OA-IVVS* Verð frá 44.735 á manninn m.v. 4, 2fullorðna og 2 böm, 2-11 ára, á Oceanside Inn í 6 nœtur. Verð frá 65.220 kr. m.v. 2fullorðna á Oceanside Inn í 6 nœtur. Innifalið erflug, gisting og flugtiallargjöld. Lágmarksdvöl er6 -8 nœtur (eftir brottförum). Hámarksdvöl er einn mánuður. 1 Fort Lauderdale eru frábœrir gististaðir, vel búin hótel og íbúðarhótel, við allra hœfi með öllum nútímaþœgindum á ameríska vísu. Öll Flugleiðahótel í Forí Lauderdale eru á góðwn stöðum í bcenum, liggja vel við ströndinni og eru stutt frá verslunum, veitingastöðum og skemmtistöðum. BROTTFARARDAGAR I Föstudagur 18. mars örfá sæti laus. Laugardagur 19- mars örfá sæti laus. Fimmtudagur 24. mars örfá sæti laus. Föstudagur 25. ntars uppselt. Laugardagur 26. mars örfá sæti laus. Föstudagur 1. apríl örfá sæti laus. Laugardagur 2. aprfl laus sæti. HEIMKOMUDAGAR Föstudagur 25.mars örfá sæti laus. Föstudagur 1. apríl örfá sæti laus. Laugardagur 2. aprfl örfá sæti laus. Föstudagur 8. aprfl örfá sæti laus. Laugardagur 9. aprfl uppselt. Laugardagur 16. aprfl uppselt. HAFÐU SAMBAND VIÐ SÖLUSKRIFSTOFUR OKKAR, UMBODSMENN UM ALLT LAND. FERÐASKRIFSTOFURNAR EDA f SÍMA 690300 (SVARAD ALLA 7 DAGA VIKUNNAR FRÁ KL. 8 - 18.) FLUGLEIDIR Tratistur íslenskur ferðafélagi ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.