Morgunblaðið - 13.03.1994, Blaðsíða 11
1 MÖRGÍlNÉLAÍDÍÖ: SUNNUÍÍÁGUÍTÍ 3.' ‘MÁRZ' ‘ Í9Ú4
fenginni reynslu virðist óhætt að
fullyrða að nokkur fjöldi þeirra
einkamála, sem hefur verið áfrýjað
til Hæstaréttar á undanförnum
árum, varði svo litla hagsmuni að
til undantekninga heyri að þau eigi
þangað erindi, ekki síst þegartekinn
er með í reikninginn sá kostnaður
sem áfrýjandi getur sjálfur þurft
að bera af málskoti sínu. Verulega
var dregið úr kosti á áfrýjun slíkra
mála með hækkun áfrýjunarfjár-
hæðar í núgildandi lögum, en í þeim
efnum hefði að líkindum verið rétt-
lætanlegt að ganga mun lengra,
einkum þegar tekið er tillit til gild-
andi heimilda til að veita áfrýjunar-
ieyfi. Með tilliti til réttaröryggis er
eins og áður sagði nauðsynlegt að
kostur sé á að fá leiðréttingu á röng-
um héraðsdómi með málskoti, en
þetta þarf á hinn bóginn ekki að
kosta að öll mál fái þá rækilegu
umijöllun sem leiðir af áfrýjun. í
því sambandi má benda á að við
athugun á dómum Hæstaréttar á
árabilinu frá 1988 til 1992 kemur
í ljós að í um 43,5% tilvika voru
héraðsdómar staðfestir án neinna
breytinga, í um 10% tilvika voru
þeir staðfestir með minni háttar
breytingum, en í um 46,5% tiivika
var niðurstöðu héraðsdóms breytt
meira eða málsmeðferðin í héraði
felld úr gildi vegna formgalla. Er
því unnt að segja að í um helmingi
mála leiddi áfrýjun til lítilla sem
engra breytinga. Oft og tíðum er
einmitt unnt að ráða með fyrirhafnar-
lítilli athugun á héraðsdómi, máls-
gögnum og röksemdum málsaðila
hvort nokkur líkindi séu fyrir að hér-
aðsdómi yrði breytt að undangeng-
inni rækilegri athugun. Ef þau líkindi
þykja engin er til einskis að veija
tíma og fjármunum í rekstur til-
gangslauss máls fyrir æðra dómi,
einkum ef hagsmunir af því eru litl-
ir.“
Athugasemdir Lögmanna-
félags Islands
Laganefnd Lögmannafélags ís-
lands fékk tillögurnar til umsagnar
og gerði alvarlegar athugasemdir
við þær. Formaður hennar er Magn-
ús Thoroddsen. Þar segir meðal
annars: „í greinargerð með frum-
varpinu er beinlínis gert ráð fyrir
því að umfjöllun Hæstaréttar um
umsókn um áfrýjunarleyfi feli í sér
eins konar staðfestingu héraðdóms,
sé beiðni hafnað. Sú braut, sem þar
er farið inn á, er varhugaverð, enda
geyma lögin ófullkomin ákvæði um
réttafarslega meðferð umsóknar-
innar. Mikilvægt er að friður ríki
um dómstörf Hæstaréttar. Óréttarf-
arsleg meðhöndlun máls, sem falið
getur í sér efnislega afstöðu réttar-
ins, með „stuttlegum“ skýringum,
eins og segir [í frumvarpinu] og án
opinberrar umfjöllunar býður heim
gagnrýni á störf réttarins og starfs-
manna hans.“
Laganefnd lögmannafélagsins
gagnrýnir að í greinargerð með
frumvarpinu sé lögð áhersla á að
jafnvægi haldist milli nýrra mála
og afgreiddra í Hæstarétti. „Rök-
stuðningur sem þessi á ekki heima
í umfjöllun um skipan dómstóla í
lýðræðisríki," segir laganefndin.
Laganefndin bendir einnig á
hættuna sem fylgir því að dómurum
fjölgi: „Á rúmum tveimur áratugum
hefur dómurum í Hæstarétti fjölgað
úr 5 í 8 og nú er iagt til að sá níundi
bætist við. Afleiðingarnar eru þær
að Hæstiréttur er orðinn deildaskipt
stofnun, þar sem meirihlutinn getur
ráðist af tilviljunum. Því miður er
hlutverk Hæstaréttar orðið það að
leysa úr öllum tegundum áfrýjunar-
mála, mörg þeirra sannkölluð smá-
mál. Hlutverk Hæstaréttar á hins
vegar að vera það, að dæma í mik-
ilsverðustu málunum á hveijum
tíma, fjalla um lagaatriði og stuðla
þannig að réttareiningu. Til þess
að svo geti orðið þarf að létta vinnu-
álagi af réttinum og fækka dómur-
um í Hæstarétti.“
Magnús Thoroddsen sagði í sam-
tali við Morgunblaðið: „Eg tel það
enga lausn á vanda Hæstaréttar að
fjölga dómurum þar. Vandinn stafar
einmitt af því að það eru of margir
dómarar og rétturinn er deildaskipt-
ur. Það á aðeins að vera einn Hæsti-
réttur og hann á að vera ódeilda-
skiptur. Því ef við erum með deilda-
skiptan Hæstarétt höfum við ekki
þá fordæmafestu sem er nauðsyn-
leg. Það var langtum meiri festa í
úrlausnum réttarins meðan gömlu
mennirnir voru. Það voru ekki nema
fimm eða sex í réttinum og það
voru alltaf þeir sömu sem dæmdu.“
Magnús nefnir dæmi. Hann flutti
mál á síðastliðnu ári þar sem voru
fimm dómarar, þar af 4 hæsta-
réttardómarar og einn hæstaréttar-
lögmaður. Skjólstæðingur Magnús-
ar tapaði málinu 3-2 og meirihlut-
ann mynduðu 2 hæstaréttardómarar
og hæstaréttarlögmaðurinn. „Hvert
er fordæmisgildi slíkrar dómsúr-
lausnar?" spyr hann. „Það eru tveir
af átta með og tveir af átta á móti.
Þetta er óskaplegt upp á framtíð-
ina. Maður veit ekki sitt ijúkandi
ráð. Mín skoðun er sú að það er
ekki til hæstiréttur á íslandi heldur
einungis deildaskiptur .áfrýjunar-
réttur.“
Millidómstig?
Margir hafa talið að ekki væri
hægt að leysa vandann nema bæta
við dómstigi á Islandi og flutt hafa
verið frumvörp á Alþingi um Lög-
réttu í þessu augnamiði. Þau rök
má þó færa fram gegn fjölgun dóm-
stiga að ekki sé á bætandi þegar
haft er í huga að erlendir úrlausna-
raðilar eru farnir að skipta meira
máli en áður eins og Mannréttinda-
dómstóll Evrópu, Eftirlitsstofnun
EFTA og EFTA-dómstóllinn. Auk
þess vex kostnaður við fjölgun dóm-
stiga mörgum í augum.
Um þetta efni segir Sólveig Pét-
ursdóttir: „í allsheijarnefndinni var
rætt nokkuð um millidómstig. Það
virðist ljóst af reynslunni í ná-
grannalöndum okkar þar sem dóm-
stigin eru þijú eða jafnvel fleiri að
álagið færist einfaldlega yfir á ann-
að dómstig. Annars staðar á Norð-
urlöndum munu komin upp veruleg
vandamál vegna tafa á málum á
millidómstigi og þykir mjög erfítt
að finna þar viðunandi lausn á vand-
Allsherjarnefnd
Alþingis vill
nýskipan
Hæstaréttar þar
sem reynslumestu
dómararnir dæmi í
stóru málunum en
nýlidarnir afgreidi
smámálin
anum. Það getur vel verið að það
verði haldið áfram að kanna þetta
hérlendis, en á meðan ekkert hefur
verið gert í þeim efnum verðum við
að taka á hlutunum, það þolir ekki
bið.“
Niðurstaða allsherjarnefndar
Allsheijarnefnd Alþingis hefur nú
lokið umfjöllun um frumvörpin og
tekið tillit til athugasemda við þau.
Segist Sólveig Pétursdóttir ekki eiga
von á öðru en að pólitísk samstaða
verði um málið. Nefndin vill að áfrýj-
unarfjárhæðin verði 300.000 krónur
en ekki 500.000 eins og stóð í frum-
varpinu. Hún vill breyta c-lið 4.
mgr. 5. gr. frumvarpsins sem vitnað
var í hér að ofan á þann veg, að
veita megi undanþágu ef „ekki er
útilokað samkvæmt fyrirliggjandi
gögnum að dómi kunni að verða
breytt svo einhveiju nemi“. Ástæð-
an er sú að upphaflega orðalagið
þykir bjóða heim hættu á að dómar-
ar teldust vanhæfir eftir veitingu
áfrýjunarleyfis, þeir hefðu sem sagt
verið búnir að gera upp hug sinn.
Helsta breytingin sem allsheij-
arnefnd vill gera miðar að því að
tryggja réttareiningu og fordæma-
festu og hamla gegn hættu á mis-
ræmi í dómum í kjölfar fjölgunar
dómara. Breytingartillagan felur í
sér að lögbundið verði að þeir hæsta-
réttardómarar sem eru elstir að
starfsaldri við réttinn skuli ávallt
skipa fimm eða sjö manna dóm. Til
skýringar má nefna að í stærri
málum dæma sjö eða fímm dómarar
en þrír í hinum smærri. Þetta þýðir
í raun að Hæstiréttur verður tví-
skiptur, annars vegar nokkurs kon-
ar háyfirdómur sem fjallar um hin
meiriháttar mál en hins vegar nýl-
iðadeild sem afgreiðir minniháttar
málin. Er þó gert ráð fyrir að hinir
eldri og reynslumeiri geti létt undir
með nýliðunum þegar á þarf að
halda.
. Sólveig Pétursdóttir segir að þeg-
ar allsheijarnefnd setti fram tillögu
um iögbundna deildaskiptingu þá
hafi hún gætt þess að rétturinn
hefði áfram ákveðið frelsi til að
stjórna sínum málum. „Eins og hlut-
irnir eru núna þá fara dómarar á
milli deilda, sem eru tvær, á tveggja
mánaða fresti. Því er hætta á rétt-
aróeiningu og minna fordæmisgildi
dóma. Löggjafarvaldið verður að
taka á þessu. Það hafa verið dæmi
á undanfömum árum um mismun-
andi niðurstöður I málum sem
byggjast á svipuðum forsendum.
Misræmi var í dómum um vexti á
skuldabréfum áður en vaxtalög voru
sett árið 1987 og í seinni tíð hafa
einnig sést ólíkar niðurstöður um
réttarfarsatriði svo dæmi séu tekin.“
Efasemdir forseta
Hæstaréttar
Hrafn Bragason forseti Hæsta-
réttar og formaður réttarfarsnefnd-
ar hefur sínar efasemdir: „Frum-
vörpin sem allsheijarnefnd er nú að
afgreiða frá sér til annarrar umræðu
og varða Hæstarétt eru samin af
réttarfarsnefnd og flutt af dóms-
málaráðherra sem stjómarfrum-
vörp. Þar sem ég hef verið formað-
ur réttarfarsnefndar hef ég átt þátt
í samningu þessara frumvarpa, sem
sumra annarra, sem eru þáttur í
réttarfarsbreytingum undanfarinna
ára. Þær breytingar sem allsheijar-
nefnd hefur gert á frumvörpunum
hafa verið bornar undir mig per-
sónulega og ég hef gert munnlegar
athugasemdir við þær. Breytingam-
ar hafa ekki verið til meðferðar í
réttarfarsnefnd og Hæstiréttur hef-
ur ekki tekið afstöðu til þeirra. Ég
get þó sagt bæði fyrir réttarfars-
nefnd og Hæstarétt að við hefðum
viljað fá tækifæri til að skoða þess-
ar breytingar nánar. Að því er varð-
ar deildaskiptingu Hæstaréttar eftir
þessar breytingartillögur er það að
segja að þær geta svo sem stuðlað
að stöðugleika í réttinum. En að
ýmsu er þó að huga. Ef réttinum
er skipt svona emm við farin að
reka enn frekar en nú tvo dómstóla
undir sama þaki og það getur orðið
erfiðara að manna réttinn. Hvenær
mega þeir sem ráðast hingað nýir
búast við að komast í efri deild, ef
svo má að orði komast? Nýir menn
geta haft afburðaþekkingu á ein-
hveijum sviðum og þörf getur verið
fyrir þá í mikilvægum málum en
það verður þá ekki hægt að nýta
þá strax eins og menn vildu kannski.
Svo má ekki gleyma því að rútínu-
málin verða líklega helsta verkefni
nýliðanna. Rútínumálin em helst
bara fyrir æfða dómara. Þessi breyt-
ing getur því stangast á við mark-
mið, sem sumir hafa lagt áherslu
á, um að hæstaréttardómarar komi
víðar að en úr dómstólunum. Setjum
svo að það kæmu þrír menn inn,
sem allir væru annaðhvort lögmenn,
prófessorar eða úr stjórnarráðinu
og enginn þeirra rútíneraður dóm-
ari. Þá væri hætta á að þeir breyttu
öllum praxís í stórum málaflokkum
á fyrstu dögum sínum í réttinum.
Við þessar tillögur myndast skil í
réttinn en það hefur í för með sér
aukna vinnu við stjórnun og skipt-
ingu mála milli deilda. Loks má
geta þess að við þekkjum ekki til
þess að deildaskipting sé höfð svona
föst í æðstu réttum ríkja í kringum
okkur.“
Kanarí slær í £e
LLUUi
Bókaðu jyrir 16. mars og taktu
eitt barn með ókeypis í sólina
6ildir tll
16. mars
Verð frd kr. 39*850
pr. mann m.v. hjón með 2 böm, Túrbo Club, 30. júní.
Tilboðsverð
23. maí -18 dagar/17 nætur
Verð kr. 47.500
pr. mann m.v. hjon með 2 Dörn, Tlirbo Club.
Verð kr. 59.100
pr. mann m.v. 2 f smáhýsi, Airbo Club.
Vinsælasti áfangastaður Evrópu
Nú býðst íslendingum beint flug til Kanaríeyja í allt sumar,
en Kanarí eru nú einn vinsælasti áfangastaður íslendinga
í sólinni enda er hér að flnna frábæran aðbúnað fyrir farþega
okkar og einstakt veðuryfir sumartímann. . ,, „ , „ . ,
Þjónusta Heimsferða Januar Februar Mars Apríl Mat Junt Jult Agust September
Við tryggjum þér örugga og góða þjónustu í sumar með íslenskum farar- Hiti yfir miðjan daginn 20 21 22 22 23 24 26 27 27
stjórum og góðum gististöðum sem yfir 1200 íslendingar hafa notið í vetur.
Nokkur orð um veðrið
Golfstraumurinn leggur leið sína um Kanaríeyjar og
gjörbreytir loftslaginu. Lítill hitamismunur er á sumri
og vetri og yfir sumartímann er t.d. svalara
á Kanaríeyjum en á meginlandi Spánar, 26-28 gráður,
kjörhiti fyrir sólarþyrsta íslendinga.
IIURAUIA
air europa
.oS
Jiwm..,
HEIMSFERÐIR
Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 624600
Fyrsta flugið í sumar að seljast upp
Bókunarstada
23. maí - laus sæti
9. júní - laus sæti
30. júní - aðeins 22 sæti laus.
Fl^eíílM™f§grf»»rir
....■■■■■—■■.■■■.........