Morgunblaðið - 13.03.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.03.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 13. MARZ 1994 29 ATVINNUAUG[ YSINGAR Pillari Pillari óskast til starfa sem fyrst hjá Rækju- vinnslu Sig. Ágústssonar hf. Reynsla í rækju- vinnslu er æskileg. Viðkomandi þarf að hafa einhverja tölvukunnáttu eða treysta sér til að læra á tölvu. Vinsamlega hafið stamband við Hall eða Jón- as í síma 93-81302 frá ki. 17.00-19.00. Bakarí Óskum að ráða áreiðanlegan, stundvísan og líflegan starfskraft í erilsama brauðbúð. Skriflegum umsóknum óskast skilað til auglýsingadeildar Mbl., merktar: „Bakarí - 10583“, fyrir 20. mars. Starfsfólk á rann- sóknastofu Eftirfarandi starfsfólk óskast á rannsókna- stofu Delta hf.: Lyfjafræðingur Efnafræðingur Líffræðingur eða meinatæknir Um framtíðarstörf er að ræða. Reyklaus vinnustaður. Vinnutími 8-16. Umsóknir er tilgreini menntun og fyrri störf óskast sendar til: Delta hf., pósthólf 420, 222 Hafnarfirði, fyrir 19. mars nk. Öllum umsóknum verður svarað. A iS&J Kópavogskaupstaður Nýr leikskóli, Smárahvammur við Lækjar- smára. Eftirfarandi stöðureru lausartil umsóknar: Staða yfirfóstru Stöður deildarfóstra Stöðurfóstra Stöður matráðs og aðstoðarmanns í eldhúsi Stöður starfsfólks við ræstingar. Smárahvammur er4ra deilda leikskóli með blandaðan dvalartíma barna. Húsnæðið er sérstaklega hannað með svokallað opið leik- skólastarf í huga. Við hvetjum fóstrur til að hafa samband og kynna sér þessa nýjung í leikskólastarfi. Upplýsingar gefuur leikskólastjóri, Maríanna Einarsdóttir, ísíma 45700 kl. 10-14. Enn- fremur gefur leikskólafulltrúi upplýsingar um störfin í síma 45700. Umsóknarfresturertil 23. mars. Leikskólastjóri Staða leikskólastjóra við leikskólann Efsta- hjalla v/Efstahjalla er laus til umsóknar. Efstihjalli er þriggja deilda leikskóli með blandaðan dvalartíma barna. Upplýsingar gefur leikskólafulltrúi, Sesselja Hauksdóttir, í síma 45700. Umsóknarfrestur er til 21. mars. Umsóknum vegna ofangreindra starfa skal skilað á eyðublöð sem liggja frammi í Fann- borg 4, Kópavogi. Húsvörður í Snælandsskóla Laus er staða húsvarðar í Snælandsskóla. Umsóknarfrestur er til 21. mars nk. Upplýsingar um starfið gefur skólafulltrúi í síma 45700 fyrir hádegi. Starfsmannastjóri. Garðabær Staða fulltrúa Hér með er auglýst laust til umsóknar starf umsjónarmanns með félagslegum íbúðum í Garðabæ. Starfið er fólgið í móttöku um- sókna, umsjón með byggingarframkvæmd- um og öðru því sem lýtur að úthlutun og byggingu félagslegra íbúða. Frekari upplýsingar um starfið veitir bæjarrit- arinn í Garðabæ. Umsóknum skal skilað á bæjarskrifstofur Garðabæjar, Sveinatungu v/Vífilsstaðaveg, eigi síðar en 18. mars næstkomandi. Bæjarritarinn í Garðabæ. AS/400 Skeljungur hf. óskar að ráða AS/400 forritara, með reynslu. Æskilegt að viðkomandi hafi einnig haldgóða þekkingu á PC - netumhverfi. Tölvunarfræði eða sambærileg menntun er skilyrði. Gott starfsumhverfi, laun samningsatriði. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu Guðna Jónssonar, Tjarnar- götu 14, og skal umsóknum skilað á sama stað fyrir 21. mars nk. ftlÐNíTÓNSSON RAÐCJÖF b RAÐNl NCARFJON LlSTA TIARNARGÖTU 14. 101 REYKJAVÍK, SÍMl 62 13 22 SKRIFSTOFUSTJÓRI Óskum að ráða skrifstofustjóra innanlands- starfs Rauða kross íslands. Starfið er krefjandi og áhugavert stjórnunarstarf. Rauði kross Islands er hluti af Alþjóðahreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Félagsmenn í Rauða krossi íslands eru 18 þúsund í 50 deildum um land allt. Innanlandsstarf RKÍ er fjölþætt og felst m.a. í skipulagningu og samhæfingu á verkefnum í samvinnu við deildir félagsins. . Verkefnin eru m.a. neyðarvarnir, skyndihjálp, sjúkraflutningar, stuðningur við flóttafólk og ýmiss verkefni á sviði félagsmála. Skrifstofustjóri ber ábyrgð á fræðslu um grundvallarmarkmið og starf hreyfingarinnar og undir hann heyra Vin, sem er athvarf fyrir geðfatlaða, og Rauða kross hússið, sem er neyðarathvarf og símaþjónusta fyrir börn og unglinga. Skrifstofustjórinn annast einnig erlend samskipti. Við leitum að einstaklingi með háskólapróf og reynslu af stjórnunarstörfum í þetta mikilvæga starf. Reynsla og þekking á málefnum félagasamtaka og samvinnu við sjálfboðaliða er æskileg. Síðast en ekki síst þurfa umsækjendur að vera góðir í ensku og að minnsta kosti einu norðurlandamáli. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar "RKÍ. 72" fyrir 20. mars n.k. Hagva ngurhf - ■ CC Skeifunni 19 Reykjavík Sími 813666 Ráöningarþjónusta Rekstrarráögjöf Skoðanakannanir Fjölhæfur vélaverkfræðingur með margvíslega reynslu af tækni og tölvum óskar eftir atvinnu eða einstökum verkef num. Upplýsingar í síma 683198. Framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjan hf., Reykhólum óskar að ráða framkvæmdastjóra til starfa. Starfið er laust 1. maí nk. eða samkvæmt nánara samkomulagi. Starfssvið: Markaðs- og sölumál, fjármál, tæknilegur rekstur og skyld störf. Leitað er að viðskipta- og/eða tæknimennt- uðum einstaklingi. Nauðsynlegt er að við- komandi hafi einhverja reynslu í rekstri/stjórnun. Búseta á Reykhólum skilyrði. Húsnæði til staðar. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál. Umsóknir, er tilgreini aldur, menntun ásamt starfsreynslu, sendist Ráðningarþjónustu Guðna Jónssonar, Tjarnargötu 14, Rvík. Umsóknarfrestur er til 21. mars nk. OiðntTónsson RAÐCJÖF fr RAPN I NCARNON USTA TIARNARGÖTU 14,101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 2. 3. 4. Laus störf við átaksverkefni hjá Reykjavíkurborg Ráðningarstofa/vinnumiðlun Reykjavíkur- borgar leitar eftir starfsfólki í tímabundin störf við átaksverkefni sem hefjast á næst- unni á vegum borgarinnar. Óskað er eftir fólki til starfa við eftirfarandi: 1. Skipulagningu og flokkun skjala og teikn- inga hjá Vatnsveitu Reykjavíkur. Óskað er eftir bókasafnsfræðingi eða skjala- verði. Skjalavörslu og skráningu hjá gatnamála- stjóra, byggingadeild borgarverkfræð- ings, umferðardeild og íþrótta- og tóm- stundaráði. Viðkomandi þurfa að hafa lokið námskeiði í skjalavörslu. Tölvuskráningu á skólabókasöfnum á vegum skólaskrifstofu Reykjavíkur. Fasteignamælingu og stærðarákvörðun fasteigna á vegum byggingafulltrúa. Ósk- að er eftir tæknifræðingum eða starfs- mönnum með sambærilega menntun. Reynsla í tölvuvinnslu skilyrði. Byggingaeftirlit á vegum byggingadeildar borgarverkfræðings. Óskað er eftir bygg- ingatæknifræðingum, byggingaverkfræð- ingum, arkitektum eða byggingameistur- um. \ Tækniteikningu hjá Vatnsveitu Reykjavík- ur. Starfsreynsla æskileg. Verkfræðistörf hjá Hitaveitu Reykjavíkur. Óskað er eftir bygginga- eða vélaverk- fræðingum/tæknifræðingum. Skilyrði fyrir ráðningu í þessi störf er að við- komandi sé atvinnulaus og á skrá hjá Ráðn- ingarstofu/vinnumiðlun Reykjavíkurborgar. Umsóknarfrestur er til og með 18. mars nk. Umsækjendur skulu snúa sér til Ráðningar- stofu/vinnumiðlunar Reykjavíkurborgar, Borgartúni 3, sími 632580, þar sem nánari upplýsingar fást. Ráðningarstofa/vinnumiðlun Reykja víkurborgar. 5. 6. 7.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.