Morgunblaðið - 13.03.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.03.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MARZ 1994 13 Rússnesk föðurlandshyggja STUNDUM er eins og framvinda sögunnar hætti að vera á valdi í;.-.. ■ ... HHBH| manna en taki að lúta eigin lögmálum. Þá breytast þeir, sem fram að því hafa framkvæmt og stjórnað, í peð og málin taka stefnu sem ekki er hægt að skýra með einstökum gjörðum eða misgjörðum. I einu vetfangi breytast grundvallarreglur og sið- ferðisafstaða manna, skoðanir þeirra, skilningur og trú. Allt í einu er heimurinn allur annar en hann var. Þróunin staðfest Alexander Rútskoj, fyrrum varaforseti Rússlands og leiðtogi uppreisnarmanna í október í fyrra fagnar nýfengnu frelsi. Sú ákvörðun Dúmunnar, neðri deildar þingsins, að veita valdaræn- ingjum og uppreisnarmönnum uppgjöf saka kom á óvart á Vestur- löndum en er þó aðeins í samræmi við þær nýju skilgreiningar sem Rússar hafa um sinn stað í heiminum, gerðar úr gömlum hugmyndum en mótaðar af nýjum aðstæðum. Umskipti af þessu tagi eru iðu- lega nefnd byltingar. Þær hafa verið nokkrar í heiminum SÍðstliðin tvö hundruð ár eða svo, misjafnlega stórbrotnar og mis- jafnlega óhjákvæmilegar. Menn deila enn um það hveiju þær hafi breytt, að hvaða leyti hinar raun- verulegu byltingar komi heim og saman við ímynd þeirra em hér er lýst. En hverjar svo sem niður- stöður manna kunna að vera um þetta; það breytir ekki því að þjóð- félagsbreytingar minna stundum meira á náttúruhamfarir en póli- tískar aðgerðir. Andbyltingar í A-Evrópu Þjóðfélagsleg umskipti Austur- Evrópu og Sovétríkjanna á síðustu árum minna um margt á bylting- ar. Samt hafa menn verið ein- kennilega hikandi við að kalla þessar breytingar því nafni. Kannski vegna þess að breyting- arnar voru í rauninni andbylting- ar. Þeim var stefnt til höfuðs byltingarklisj- unni sem þjóðir þessara ríkja höfðu mátt láta troða upp á sig áratugum saman. Kannski vegna þess, að breytingarnar voru að mörgu leyti afturhvarf. Með þeim átti að endurreisa borgaralega stjórnskipun, að svo miklu leyti sem hún hafði verið til fyrir valda- töku kommúnistaflokkanna. Og kannski vegna þess að víðast hvar tókst að halda þessum breytingum að mestu innan ramma stjórn- mála. Það var engin meiriháttar óvissa um að hverju skyldi stefnt: Lýðræði í vestrænni mynd og frjálsu athafna- og efnahagslífi. En frá þessu eru undantekning- ar. Júgóslavía sökk i blóðugt borg- arastríð. í Mið-Asíu komu einræð- isherrar fram á sjónarsviðið og í Kákasuslöndum gerðu hver vand- ræðin af öðrum það að verkum að þar virðist lýðræði vera fjar- lægara takmark nú en það var fyrir þremur árum. Allt eru þetta þó smámunir hjá stærstu undan- tekningunni, því sem menn höfðu vonað í lengstu lög að yrði ein- mitt ekki undantekning, sjáifu Rússlandi. Nú vakna menn upp við vondan draum og vita ekkert hvað til bragðs eigi að taka á meðan þjóðernissinnar vaða uppi í rússneskum stjórnmálum. Vand- ræðaleg slá Vesturlönd úr og í um fjárstuðning sinn en ráðlegg- ingum þeirra um efnahagsmál og utanríkissamvinnu mæta Rússar af tómlæti. Breytingin sem nú er að verða á Rússum gagnvart Vesturlönd- um á sér djúpar rætur. Það er ekki hægt að skýra hana eins og sumir reyna að gera, með því einu að öfgamenn notfæra sér bágan hag þjóðarinnar til að afla vafa- sömum sjónarmiðum fylgis. Og enn síður dugir sú skýring að nú sé að koma á daginn að hugmynd- in um að gerbreyta efnahagslífinu á fáeinum árum hafi verið mis- lukkuð. Þessi grundvallarbreyting varðar sjálfsí- mynd Rússa. Eftir að hafa lif- að í furðulegu tómarúmi í nokkur ár, sköp- uðu af því að rík- ið sem þeir réðu liðaðist í sundur og með því vitundin sem Rússar höfðu um sinn stað í heirhinum, eru að verða til nýjar hugmyndir, gerðar úr gömlum en mótaðar af nýjum aðstæðum. Og hveijar eru þessar hug- myndir? í fyrsta lagi er það sú skoðun að Rússland geti aldrei samsamað sig Vesturlöndum. Það hljóti að hafa menningarlega sér- stöðu og þess vegna eigi vestræn þjóðfélagsskipan ekki við nema að litlu leyti í Rússlandi. I öðru lagi að Rússland hafi sérstakt hlutverk í heiminum, og einkum meðal slavneskra þjóða sem fylgja rétttrúnaðarkirkjunni. í þriðja lagi að Rússar hafi sérstakan rétt til þeirra landa sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum, þau og jafnvel löndin sem fyrir byltingu voru hluti Rússlands eigi að vera áhrifasvæði þeirra. Fyrsta hugmyndin er kannski sú umdeildasta í Rússlandi. Enn hafa þeir töluvert fylgi sem telja að Rússum sé hollast að þiggja flest ráð af Vesturlöndum um efnahagsmál og að eina leiðin til velsældar sé að fylgja eftir þeirri harkalegu umbótastefnu sem rík- isstjórn Jegors Gaidars stóð fyrir frá ársbyijun 1992. En þeim fjölg- ar þó óðfluga sem telja að Rússar verði að fara einhverskonar milli- veg. Upp á síðkastið hafa margir þeirra hagspekinga sem í upphafi studdu 500 daga áætlun Gorbatsj- ovs og fleiri umbótahugmyndir perestroiku-tímans lagt fram nýj- ar áætlanir sem gera ráð fyrir allt öðrum og mun minni breyting- um. Þessar tillögur eru nær hug- myndum forystumanna Æðsta- ráðsins, þess sem Jeltsín leysti upp síðastliðið haust, heldur en þeim sem Jeltsín hefur sjálfur sagst hlynntur fram að þessu. Máttur andans í hreinum rétttrúnaði Hugmyndin um sérstakt hlut- verk Rússa er auðvitað þoku- kennd. Viðbrögð fjölmiðla og al- mennings í Moskvu við íhlutun Rússa í Bosníu báru henni samt glöggt vitni. Á meðan bandamenn hnakkrifust um það hvort Rússar hefðu tekið fram fyrir hendurnar á þeim, eða náð árangri fram yfir það sem NATO hefði getað komið til leiðar, voru Rússar allir sem einn á því að hér hefði sannast að friðarstefna þeirra væri mikl- um mun megnugri en hrokafull árásarstefna Vesturlanda. Það er líka furðu útbreidd skoðun að Rússar búi yfir sérstökum andleg- um mætti, meðal annars vegna þess að í rétttrúnaði þeirra hafi kristnin varðveist í hreinni mynd en í vesturkirkjunni. Á Vestur- löndum hafi skynsemisstefna í raun gert út af við lifandi trú. Síðasttalda hugmyndin kemur til af því að Rússum finnst frá- leitt að Rússland eigi að verða eins og hvert annað þjóðríki. Ann- að hvort verði Rússland stórveldi, eða þurrkist út. Og þess vegna sé fyllilega réttlætanlegt að Rúss- ar tryggi áhrif sín allstaðar í kringum sig, alveg eins og Banda- ríkjamenn tryggi sín áhrif í Suður- Ameriku og víðar. Þótt ævintýramenn á borð við Zhirinovskíj hafi gefið þessum hugmyndum byr undir báða vængi með yfirlýsingum og kröfu- gerðum sem ganga geðveiki næst, þá eru þeir ekki höfundar þeirra. Þegar Zhirinovskíj lýsir því yfir í Búlgaríu að landið muni brátt verða sýsla í Rússlandi gengur hann að vísu lengra en nokkrum heilvita manni dytti í hug, en fólki finnst hugmyndin samt ekki frá- leit. Og ekki heldur að Serbar gangi sjálfviljugir í stjórnarsam- band við Rússa. Einhvern tímann var sagt um mann sem lét nokkuð á sér bera með greinarskrifum í Morgunblaðið að hann segði það sem fólk hugsaði en þyrði ekki að segja. Sama segja Rússar um Zhirinovskíj. Þótt vel megi skilja ótta Vestur- landa við uppgang þjóðernishug- mynda af þessu tagi í Rússlandi, þá er líklega fátt vitlausara en að fyllast vandlætingu. Þannig skerpast andstæðumar bara enn frekar. Það ber vott um pólitískt nef þess gamla bragðarefs Ric- hards Nixons, að hann skyldi byija á því í Rússlandsheimsókn sinni að hitta Alexander Rútskoj, sem er nýlega laus úr fangelsi, þar sem hann sat fyrir að hafa stjórnað uppreisn í Moskvu. Sú ákvörðun Dúmunnar að gefa honum og öðrum valdaráns- mönnum fyrr og síðar upp sakir, er ekkert annað en hluti af þróun sem hófst með hruni Sovétríkj- anna. Rússar geta ekki skilgreint sig öðruvísi en með því sem helst má kalla föðurlandshyggju. Föð- urlandshyggja er ekki föðurlands- ást, sem oft er höfð í heiðri á Vesturlöndum, og hún er ekki sú þjóðernishyggja sem okkur hefur verið kennt að hata frá lokum heimsstyijaldarinnar. En hún er einhver staðar þar á milli. Þessi föðurlandshyggja er þegar búin að taka völdin í Rússlandi, hvort sem okkur líkar betur eða verr og hveijir svo sem einstakir fram- kvæmdamenn hennar eru eða verða. Og uppganga hennar má kalla byltingu, ef eitthvað af því sem gerst hefur í heiminum á síð- ustu árum getur heitað því nafni. BAKSVIÐ Nýtt tímarit er komið út VONINívf Flytur kristilegar hugvekjur, fróðleik og umfjöllun um spádóma Biblíunar m.a. með tilliti til nútímans. Áskriftarsími 91-651203. Gefii golfvörur í fermingargjöf Við bjóðum 10% staðgreiðsluafslátt af öllum okkar vörum til mánaðamóta. Verslið í sérverslun golfarans, það er ykkar hagur. Sendum í póstkröfu um land allt. GOLFVÖRURSF. Lyngási 10, Garðabæ, sími 651044. Svartir/brúnir Verð kr. 6.650 Svartir/brúnir Verð kr. 5.590 hár 4.990 lár v *■ Skóverslun Kópavogs Hamraborg 3 s í m i 4 17 5 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.