Morgunblaðið - 13.03.1994, Blaðsíða 21
20
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MARZ 1994
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MARZ 1994
4-
+
21
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. I lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Rekstrarskilyrði og
samkeppni í bygg-
ingariðnaði
Samtök iðnaðarins hafa lýst
áhyggjum yfir rekstrarskil-
yrðum byggingariðnaðarins.
Störfum í þeirri atvinnugrein
hefur fækkað um 10-11% og
Haraldur Sumarliðason, formað-
ur Samtaka iðnaðarins, segir
aðeins um 7% fyrirtækja í grein-
inni sjá fram á verkefni í eitt ár
og helmingur fyrirtækjanna að-
eins einn til tvo mánuði fram í
tímann. Telur formaður Samtaka
iðnaðarins augljóst, að innflutn-
ingur á húshlutum hafi aukizt
gífurlega og nefnir þar til
glugga, hurðir, innréttingar og
jafnvel þakefni.
Tæpast fer á milli mála, að
það er byggingariðnaðurinn
sjálfur, sem flytur þessa húshluti
inn eða tekur tilboðum innflytj-
enda í slíkan innflutning, vænt-
anlega vegna þess, að verðlag
er hagkvæmara en á innlendri
framleiðslu. Haraldur Sumarliða-
son telur ekki hægt að loka aug-
unum fyrir því, að hagstæðara
verð eigi hlut að máli en telur
einnig að vörur séu fluttar inn
sem uppfylli ekki sömu gæða-
kröfur og gerðar eru til innlendr-
ar framleiðslu. En jafnframt seg-
ir formaður Samtaka iðnaðarins:
„Um alvarlega skekkju er oft
að ræða í álagningu tolla og
skatta eins og gerðist til dæmis,
þegar gluggar voru fluttir inn
með gleri og ekki þurfti að greiða
þau gjöld, sem borga þarf af
gleri, sem er framleitt hér ... Það
er ýmislegt í okkar löggjöf, sem
skilgreinir muninn á almennum
iðnaði, byggingariðnaði og sam-
keppnisiðnaði. Ef það er rétt
ályktun, að um samkeppnisiðnað
sé að ræða er verið að leggja
álögur og kröfur sem ekki eiga
lengur rétt á sér í ljósi þessa.“
í þessu sambandi bendir Harald-
ur Sumarliðason á, að trygging-
argjald er 6,55% í byggingariðn-
aði en 3,05% í öðrum samkeppn-
isiðnaði svo að dæmi sé tekið.
Sú krafa byggingariðnaðarins,
að hann búi við sömu rekstrar-
skilyrði og samkeppnisiðnaður í
öðrum EES-löndum er réttmæt.
Opinbera kerfið hér tekur alltof
seint við sér, þegar um er að
ræða eðlilegar og sjálfsagðar
leiðréttingar á rekstrarskilyrðum
íslenzkra fyrirtækja. Á hinn bóg-
inn er ljóst, að það skiptir afar
miklu máli, að sem mest hag-
kvæmni sé í byggingariðnaði og
að samkeppni sé virk í þessari
grein. Menn hafa lengi furðað
sig á því hvað byggingarkostnað-
ur er hár hér í samanburði við
byggingarkostnað í öðrum lönd-
um og það hefur gjarnan verið
skýrt á þann hátt m.a. að veðr-
átta og aðrar aðstæður valdi
því, að við gerum meiri kröfur
til bygginga hér en gerðar eru
annars staðar. Vafalaust er eitt-
hvað til í því.
En tæpast myndi innflutning-
ur á húshlutum aukast svo mjög,
sem vísbendingar eru um, nema
vegna þess, að það leiði til lækk-
unar á byggingarkostnaði. Fátt
er mikilvægara fyrir aimenning
en lækkun byggingarkostnaðar,
sem gæti bætt lífskjör fólks veru-
lega. Byggingariðnaðurinn á
kröfu á sömu rekstrarskilyrðum
og samkeppnisiðnaður í öðrum
löndum, en byggingariðnaðurinn
verður líka að sýna árangur í
aukinni hagkvæmni og lægri
byggingarkostnaði og hefur
vissulega gert það á mörgum
sviðum.
HELGI
spjall
lO EN HITT ER SVO
AO»annað mál að það
er bæði gott og nauðsyn-
legt að rækta garðinn sinn.
Með því er hægt að vinna
bug á því þrennu sem hvim-
leiðast er í lífinu og helzt
er af því illa einsog segir í niðurstöðu Birtings: leiðind-
um, löstum og skorti. Það var í raun upphaflegt hlut-
verk mannsins í þeim mikla garði biblíunnar, Eden.
Manninum var frá upphafi ætlað að rækta garðinn
sinn. Vinnan var þannig eitt helzta hlutverk hans.
Hann hefur aldrei átt fyrir höndum auðvelt líf. Og
hann hefur í raun aldrei lært að lifa. í Gúllíver í Puta-
landi er að því vikið og raunar oftar en einu sinni í
öllum bókunum fjórum. „Tildrög styijaldarinnar voru
þessi: Allir menn eru sammála um, að einfaldasta leið-
in til að opna skumina, þegar vér étum egg, sé sú,
að bijóta gat á gildari endann. En svo vildi einu sinni
til, þegar afi Hans Hátignar var drengur, að hann
ætlaði að borða egg og braut á gilda endanum eins
og venja er til, en skar sig þá í einn fingurinn.
Keisarinn faðir hans sendi þá út tilskipun, er skyld-
aði alla þegna hans til þess að bijóta á mjóa endanum,
og lagði þunga refsingu við, ef út af væri brugðið.
En lög þessi voru landslýðnum svo mjög á móti skapi,
að saga vor greinir frá sex uppreisnum og byltingum
út af þeim, og lét einn keisari lífið en annar hrökkl-
aðist frá völdum í þeim óeirðum. Telst mönnum svo
til, að ellefu þúsund manns hafi heldur kosið að láta
lífið en lúta svo lágt að bijóta á mjóa endanum á eggj-
um sínum. Mörg hundruð binda hafa verið gefin út
um deilu þessa, en allar bækur Digurendinga hafa
verið bannaðar og öllum flokknum fyrirmunað með
lögum að komast í nokkrar stöður eða embætti. í skær-
um þessum hafa Digurendingar átt svo öruggt at-
hvarf við hirð Belfúskú-keisara og notið svo mikils
stuðnings og uppörvunar frá flokksbræðrum sínum hér
í heimalandinu, að stríð hefur brotizt út milli ríkjanna,
sem nú hefur staðið í 36 tungl, svo að ýmsum hefur
veitt betur. Vér höfum misst 40 orustuskip og fjölda
smærri skipa og þijátíu þúsund af hinum hraustustu
sjómönnum okkar og hermönnum. Þó er talið, að óvin-
imir hafi beðið nokkru meira tjón...“ Þannig geta
dæmisögur sagt meira um líf mannsins á jörðinni en
sá hrái veruleiki sem er umhverfi okkar.
■| A í ÖNNU KARENÍNU STENDUR ÞESSI SETN-
JL Tl »ing: Allar hamingjusamar fjölskyldur em eins.
En hver óhamingjusöm fjölskylda er óhamingjusöm á
sinn hátt. Það eru semsagt til margar hamingjur eins-
og Bólu-Hjálmar kemst að orði í kvæðinu Sigrún, en
hann kemur oft á óvart; talar meira að segja um helgi-
spjall í Sigurdrífumálum hinum nýju. Og ég sem hélt
ég hefði álpazt á þetta orð(!)?
Tolstoj og Sonja, kona hans, voru óhamingjusöm á
sinn hátt. Þessi mikli sjáandi með litlu gráu augun,
þetta mesta sagnaskáld síns tíma og kannski allra tíma,
þessi óforbetranlegi egóisti og siðapostuli gerði þær
kröfur til konu sinnar ungrar að hún læsi dagbækur
hans og hann innstu hugrenningar hennar. En skáldið
áttaði sig ekki á því að slík opnun, eða glasnost, eitr-
aði allt samlíf þeirra uppfrá því. Kona hans komst að
því að eiginmaður hennar sem var opinberlega alltað-
því heilagur maður, já, þetta guðumlíka skáld var
breyskleikinn holdi klæddur og þoldi ekki opnun. En
hún hafði sömu tilhneigingu og Mary Shelley og marg-
ar aðrar eiginkonur guðumlíkra skálda og hugsuða að
beija í brestina og gleyma því sem þolir ekki dagsins
ljós.
Og svo eru skrifaðar ævisögur í anda Rousseaus
og Tolstojs sem þykjast segja allan sannleikann en
hafa það hlutverk fyrstogsíðast að leggja líknsama
slæðu afvegaleiðandi blekkinga yfir sára reynslu og
óþolandi staðreyndir.
... sem friðlitlir
fuglar hreiðri um sig í hugskoti voru
með fiðraðar vonir; saklaus og hrein,
án stríðs eða friðar í hlutlausri þögn
þessa kyrrstæða tíma ...
Tolstoj, sem hefur verið kallaður fyrsti fjölmiðlaspá-
maðurinn og glennti sig framaní alþýðu manna einsog
hann vildi þrýsta öllum heiminum að sér, var að sögn
Sonju alls ófær um að sýna öðru fólki það þelmjúka
viðmót sem er forsenda raunverulegrar vináttu. Og
hann hafði engar sérstakar mætur á lýðræði; ekki
heldur þingræði. Hann neitaði guðdómi Krists og telja
sumir hann hafi fremur litið á meistarann sem keppi-
naut en leiðtoga. Samt var hann með kristilegu ívafí.
Ég þekkti ekki alla þá vitleysu sem þessi mikli rithöf-
undur hefur sagt og skrifað fyrren ég las ritgerð Paul
Johnsons um hann. Hlaupið yfír bókmenntir sem hafa
verið skrifaðar síðustu 60 árin, sagði hann, þær eru
eintóm vitleysa(!) Lesið einungis það sem var skrifað
fyrir þann tíma. Ennfremur, Það er útí hött að reyna
að flýja dauðann (með bólusetningu) þú deyrð hvorteð
er(!) Heimurinn væri miklu betri ef konur töluðu
minna(!) Böm þurfa á engri menntun að halda. Ég er
sannfærður um að því lærðari sem maður er, því
heimskari(!) Og loks, Því verr sem það er, því betra!
Og samt er minning Tolstojs einsog áleitið ferðalag.
Og ástir þeirra Sonju einsog falleg slaufa á óþægilega
minningu.
M
(rneira næsta sunnudag)
AFÖSTUDAG SKÝRÐI
Morgunblaðið frá því,
að umboðsmaður Al-
þingis teldi, að lagastoð
skorti fyrir ákvæði í
gjaldskrá Pósts og
síma, þar sem segir, að
stofnunin taki ekki á sig ábyrgð á afleið-
ingum þess, að mistök kunni að verða við
afgreiðslu símskeyta og samtala. Hafi
umboðsmaður beint þeim tilmælum til
Pósts og síma og samgönguráðuneytis að
endurskoðuð verði ákvörðun um að synja
manni um bætur er síma hans var lokað
vegna mistaka.
Tilefni þess, að umboðsmaður fjallaði
sérstaklega um þetta mál var það, að
Póstur og sími lokaði síma einstaklings
vegna mistaka. Af þessum sökum missti
rétthafí símans af vinnu, þar sem ekki
náðist til hans og vildi hann fá bætur fyr-
ir. Póstur og sími bar fyrir sig ofangreint
ákvæði í gjaldskrá. Símnotandinn vísaði
málinu til samgönguráðuneytis, sem sam-
þykkti afstöðu Pósts og síma. í kjölfar
þess leitaði rétthafi símans til umboðs-
manns. I áliti umboðsmanns kemur fram
sú skoðun, að Póstur og sími hafi ekki
lagaheimild fyrir því að setja ákvæði í
gjaldskrá, sem undanþiggi stofnunina
ábyrgð í tilvikum sem þessum og þess
vegna hvetur umboðsmaður viðkomandi
stjórnvöld til þess að taka málið upp á ný.
í þessu tölublaði Morgunblaðsins má
lesa viðbrögð Pósts og síma vegna þessar-
ar álitsgerðar umboðsmanns Alþingis. Þar
kemur fram hjá Guðmundi Björnssyni,
aðstoðar póst- og símamálastjóra, að
stofnunin vilji að sjálfsögðu fara að lögum
og vel megi vera, að skerpa þurfi lagaá-
kvæði, sem geri stofnuninni kleift að firra
sig ábyrgð.
Þetta er í annað skipti á stuttum tíma,
þar sem viðskiptahættir Pósts og síma
vekja upp spurningar. I febrúarmánuði
kom fram í fréttum Morgunblaðsins, að
Póstur og sími, sem flytur inn símtæki í
samkeppni við einkafyrirtæki, beitti þeirri
aðferð að loka síma hjá kaupanda símtæk-
is, sem stæði ekki í skilum með kaupverð-
ið. Einkafyrirtæki í þessari grein gerðu
athugasemdir við þessa viðskiptahætti og
bentu á, að þau hefðu enga möguleika á
að loka síma viðskiptavinar, sem keypti
símtæki hjá þeim til þess að knýja fram
greiðslu. Eftir nokkurt þóf tók Póstur og
sími ákvörðun um að falla frá þessari að-
ferð til þess að knýja fram greiðslur vegna
símtækja og tilkynnti að frá og með síð-
ustu mánaðamótum myndi stofnunin haga
starfsháttum sínum að þessu leyti í sam-
ræmi við viðskiptavenjur einkafyrirtækj-
anna.
í þessum tveimur málum kemur skýrt
fram sá grundvallarmunur, sem er á hugs-
unarhætti þeirra, sem stjórna opinberum
fyrirtækjum og hinna, sem reka einkafyrir-
tæki. Forráðamenn Pósts og síma sáu
ekkert athugavert við þá viðskiptahætti,
sem þeir ástunduðu við sölu á símtækjum
fyrr en samkeppnisaðilar stofnunarinnar
og Verzlunarráð íslands gerðu athuga-
semdir við þessa starfshætti/ En þá sáu
þeir líka að sér. í fyrrnefnda málinu eru
viðbrögð forráðamanna Pósts og síma þau
að ræða skerpingu lagaákvæða til þess
að firra stofnunina ábyrgð í stað þess að
hugleiða, hvort ekki sé tímabært að stofn-
unin taki á sig þá ábyrgð, sem eðlilegt er
að hún standi undir í samskiptum við við-
skiptamenn sína. Hvers vegna á sá ein-
staklingur, sem vísaði máli sínu til umboðs-
manns, að þurfa að sæta því að taka sjálf-
ur á sig það tjón, sem hann verður fyrir
af völdum Pósts og síma? í þessu tilviki á
hann ekki þann kost að eiga viðskipti við
annað símafélag vegna þess, að Póstur
og sími hefur einkarétt til þess að reka
símaþjónustu hér á landi. Þessi einstak-
lingur hefur greitt þá þjónustu, sem hann
fær hjá Pósti og síma fullu verði. Hví
skyldi þessi opinbera stofnun ekki vera
ábyrg fyrir eigin mistökum? Hvers vegna
á einstaklingur úti í bæ að borga tjónið
vegna mistaka Pósts og síma?
REYKJAVIKURBREF
Laugardagur 12. marz
Glanni í Norðurá. Baula skartar sínu fegursta í bakgrunni.
í þessum efnum er tíðarandinn gjör-
breyttur, en bersýnilegt að opinberir aðilar
eiga misjafnlega auðvelt með að átta sig
á þeirri staðreynd. Sú var tíðin, að almenn-
ingur varð að taka því, sem að honum var
rétt af hálfu hins opinbera. Það er hins
vegar liðin tíð. Dómstólar dæma í hveiju
málinu á fætur öðru, einstaklingum í hag.
Hæstaréttardómur í máli flugumferðar-
stjóra er nýlegt dæmi um það. Bankakerf-
ið hefur orðið að taka upp nýja viðskipta-
hætti m.a. með því að gera viðskiptavinum
sínum gleggri grein fyrir því en áður, hvað
þjónusta bankanna kostar.
Þegar forráðamenn Pósts og síma setj-
ast niður með lögfræðingum sínum og
samgönguráðuneytis á mánudag, eins og
fram kemur í ummælum aðstoðar póst-
og símamálastjóra að þeir muni gera, eiga
þeir ekki að ræða hvernig þeir geti fengið
Alþingi til þess að skerpa á lagaákvæðum,
sem geri þeim kleift að firra sig ábyrgð
af eigin mistökum, heldur eiga þeir að
ræða, hvernig Póstur og sími getur breytt
starfsháttum sínum þannig, að eðlilegt tii-
lit sé tekið til hagsmuna viðskiptavina eins
og í ofangreindu tilviki.
Annars væri fróðlegt að sjá hvað myndi
gerast, ef stofnunin eftir sem áður óskaði
eftir „skerpingu" lagaákvæðanna. Myndi
samgönguráðherra, kjörinn fulltrúi fólks-
ins, taka í mál að beita sér fyrir slíkri
lagabreytingu? Myndi Alþingi, þjóðþingið,
taka í mál að samþykkja slíka lagabreyt-
ingu? Hvort eru ráðherrar og alþingismenn
varðhundar gamaldags opinbers kerfis eða
gæzlumenn almannahagsmuna?!
Hugmyndir
forráða-
manna RUY
FORS V ARSMENN
Pósts og síma eru
ekki einu talsmenn
opinberrar stofnun-
ar, sem eiga í ein-
hveijum erfiðleik-
um með að aðlaga sig breyttum tíðaranda
og horfast í augu við nýjar kröfur, sem
gerðar eru til ríkisfyrirtækja. Hinn 17.
febrúar sl. birti Morgunblaðið athuga-
semdir frá fjármálastjóra Ríkisútvarpsins
og fréttastjóra hljóðvarps vegna forystu-
greinar í blaðinu daginn áður um málefni
RÚV. í báðum þessum athugasemdum
kom glögglega fram sá grundvallarmunur,
sem er á hugsunarhætti stjórnenda opin-
berrar stofnunar og stjórnenda einkafyrir-
tækja.
í athugasemdum Harðar Vilhjálmsson-
ar, fjármálastjóra Ríkisútvarpsins, kom
fram, að hallarekstur RÚV á fimm ára
tímabili frá 1990 að yfirstandandi ári
meðtöldu er áætlaður rúmlega 400 milljón-
ir króna. Einkafýrirtæki í fjölmiðlun
myndu ekki lengi rísa undir slíkum halla-
rekstri, að ekki sé talað um fjárfestingu
af því tagi, sem RÚV hefur stundað, en
hinn ónotaði hluti nýja útvarpshússins við
Efstaleiti er hvorki meira né minna en
4.000 fermetrar! Á byggingaverði líðandi
stundar nemur þessi ónotaða fjárfesting
400-500 milljónum króna. Hvaða einkafyr-
irtæki í fjölmiðlun eða hvaða atvinnugrein,
sem væri, gæti risið undir slíkum halla-
rekstri og að auki svo vitlausri fjárfest-
ingu?!
I forystugrein Morgunblaðsins 16. fe-
brúar sl. var á það bent, að hallarekstur
RÚV skapaði öðrum fjölmiðlum óviðunandi
samkeppnisaðstöðu. Þrátt fyrir ofan-
greindar staðreyndir um rekstur RÚV seg-
ir íjármálastjóri stofnunarinnar í fyrr-
greindri athugasemd, að hann „geti ekki
séð, að Ríkisútvarpinu sé neitt hyglað á
kostnað keppinauta sinna í útvarpsrekstri
eða í blaðaútgáfu". Þetta er áreiðanlega
af einlægni mælt en sýnir um leið í hnot-
skurn þann grundvallarmun sem er á hugs-
unarhætti stjórnenda opinberra fyrirtækja
og einkafyrirtækja. Auðvitað geta einka-
fyrirtæki ekki keppt á jafnréttisgrundvelli
við fyrirtæki, sem getur látið fjárfestingu
upp á 400-500 milljónir standa ónotaða
og tapað 400 milljónum á fimm árum, eins
og ekkert hafí í skorizt vegna þess, að
skattgreiðendur borga.
í athugasemdum Kára Jónassonar,
fréttastjóra hljóðvarps, sem einnig birtist
í Morgunblaðinu 17. febrúar sl., kemur
sami grundvallarmisskilningurinn fram. í
fyrrnefndri forystugrein Morgunblaðsins
sagði m.a.: „Þessi hallarekstur þýðir, að
stofnunin hefur t.d. í rekstri tveggja frétta-
stofa og dagskrárgerð eytt meiri peningum
en hún hefur haft ráð á, eða lagt út í
önnur útgjöld, sem peningar hafa ekki
verið til fyrir."
Um þetta sagði í athugasemd frétta-
stjóra hljóðvarps: „Af þessum orðum má
skilja, að rekstur fréttastofu Útvarps hafi
farið fram úr áætlun á síðasta ári, en eins
og greint var frá í Morgunblaðsfréttinni
15. febrúar var rekstur fréttastofu Út-
varps innan áætlunar. Áætlun fréttastof-
unnar hljóðaði upp á 87 milljónir króna
og bendir allt til þess að útgjöld verði um
tvær milljónir innan áætlunar.“ Kjarni
málsins er auðvitað sá, að fyrirtæki, sem
samkvæmt upplýsingum Harðar Vil-
hjálmssonar var rekið með 32 milljóna
króna halla á árinu 1993 hafði ekki efni
á að úthluta fréttastofunni 87 milljónum
króna til rekstrar á því sama ári. Frétta-
stjóri hljóðvarps getur ekki litið á frétta-
stofu sína, sem einangrað fyrirbæri heldur
er hún partur af starfsemi RÚV. Úr því,
að RÚV hafði verið rekið með á fjórða
hundrað milljóna króna halla á árunum
1990, 1991 og 1992 áttu forráðamenn
stofnunarinnar auðvitað að grípa til stór-
fellds niðurskurðar til þess að draga úr
þessum hallarekstri. Þannig hugsa menn
hjá einkafyrirtækjum, en þannig hugsa
menn ekki hjá opinberum stofnunuin.
Vísitölu-
tengdar
gjaldskrár
FYRIR NOKKRU
birtist hér í Morg-
unblaðinu auglýs-
ing frá Sorpu, þar
sem fram kom, að
framvegis yrði
gjaldskrá fyrirtækisins tengd vísitölu.
Þessi auglýsing birtist á sama tíma og
langflest einkafynrtæki telja ókleift að
hækka verðlag hjá sér og raunar er alveg
ljóst, að verðlag er að lækka í einkageiran-
um. Ekkert einkafyrirtæki gæti leyft sér
að birta auglýsingu, þar sem tilkynnt
væri, að gjaldskrá þess hefði verið tengd
vísitölu.
Fyrir skömmu birtist hér í Morgunblað-
inu frétt þess efnis, að gjaldskrá Hitaveitu
Reykjavíkur hefði hækkað fimm sinnum
frá árinu 1991. Ástæðan mun m.a. vera
sú, að gjaldskrá fyrirtækisins hefur verið
tengd byggingarvísitölu. Með hvaða rökum
leyfa opinber fyrirtæki sér að taka upp
vísitölutengingu gjaldskrár á tímum, sem
þessum? Ekki hækkka laun launþega sam-
kvæmt vísitölu og hafa ekki gert frá miðju
ári 1983. Hvaðan eiga launþegarnir að fá
tekjuaukninguna til þess að standa undir
vísitöluhækkunum á gjaldskrám opinberra
fyrirtækja? Ekki hækkar þjónusta einka-
fyrirtækja samkvæmt vísitölu. Hvaðan
eiga þau að fá tekjuaukann til þess að
standa undir vísitöluhækkunum á gjald-
skrám opinberra fyrirtækja?
Hér er enn á ferðinni sama fyrirbærið
og þegar Póstur og sími lokaði síma ein-
staklings vegna kaupa á símtæki, sem
einkafyrirtæki gat ekki gert eða þegar
Póstur og sími fírrir sig ábyrgð í viðskipt-
um, sem einkafyrirtæki í samkeppni gæti
ekki gert, eða þegar forráðamenn RÚV
skilja ekki einfaldar staðreyndir í fyrir-
tækjarekstri. Þetta er spurning um hugs-
unarhátt og afstöðu.
Það eitt út af fyrir sig að breyta þessum
hugsunarhætti stjórnenda opinberra stofn-
ana og þeirra pólitískt kjörnu fulltrúa, sem
hafa verið settir í stjórnir þeirra til að
fylgjast með rekstrinum, væntanlega til
þess að gæta hagsmuna almennings, væri
mikið spor í framfaraátt. Almenningur á
ekki að láta opinberar stofnanir komast
upp með vinnubrögð af því tagi, sem hér
hafa verið gerð að umtalsefni. Alþingis-
menn, sem eru kjörnir af þjóðinni og sveit-
arstjórnamenn eiga ekki að láta það við-
gangast öllu lengur, að opinber fyrirtæki
leiki lausum hala, stundi viðskiptahætti,
sem ekki þekkjast í einkarekstri, séu rekin
með halla ár eftir ár eða leyfí sér að vísi-
tölutengja gjaldskrár.
En fyrst og fremst eiga forráðamenn
þessara opinberu fyrirtækja sjálfir að hafa
metnað til þess að haga rekstri þeirra á
þann veg, að þau liggi ekki undir gagn-
rýni sem þessari.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Hvers vegna á sá
einstaklingur,
sem vísaði máli
sínu til umboðs-
manns, að þurfa
að sæta því að
taka sjálfur á sig
það tjón, sem
hann verður fyrir
af völdum Pósts
og síma? I þessu
tilviki á hann ekki
þann kost að eiga
viðskipti við ann-
að símafélag
vegna þess, að
Póstur og sími
hefur einkarétt til
þess að reka síma-
þjónustu hér á
landi. Þessi ein-
staklingur hefur
greitt þá þjón-
ustu, sem hann
fær hjá Pósti og
síma fullu verði.
Hví skyldi þessi
opinbera stofnun
ekki vera ábyrg
fyrir eigin mis-
tökum?“
+