Morgunblaðið - 13.03.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.03.1994, Blaðsíða 24
m !0+iRnnflnpfflifmiv 24 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 13. MARZ 1994 Minning Ema Þorleifsdótt- ir félagsráðgjafi Fædd 9. apríl 1939 Dáin 7. mars 1994 Bekkjarsystir okkar, Erna Þor- leifsdóttir, lést í Landspítalanum mánudaginn 7. mars eftir erfiða baráttu við óvæginn sjúkdóm allt sl. ár. Ema slóst í hóp okkar bekkjarfé- laganna þegar hún hóf nám í Versl- unarskólanum 1956. Við hin höfðum flest byijað nám í fyrsta bekk árinu áður, árið 1955, þegar skólinn varð 50 ára og vorum þegar farin að kynnast nokkuð. Vera kann að Ernu hafi þótt erfítt að koma í nýjan skóla og bætast í hópinn en okkur bekkjarsystrum hennar fannst strax mikið til hennar koma. Ema var aðeins eldri en flestar okkar hinna en hvert ár skiptir miklu á því ævi- skeiði. Hún bar einnig með sér fram- andi og forvitnilegan blæ. Hún hafði alist upp vestur á ísafirði en það réð ekki úrslitum, Ema var nýkom- in frá Ameríku þar sem hún hafði búið hjá frænku sinni og talaði góða ensku. Á þeim tímum þegar vöm- innflutningur var takmarkaður hér á landi en bandarískar kvikmyndir vísuðu á veröld drauma og lysti- semda vora ekki margar ungar ís- lenskar stúlkur sem höfðu heimsótt eða búið í Ameríku sem þá þótti ævintýralegt útland. Hún var líka trúlofuð en við langflestar óráðnar og ólofaðar. Strax þá fylgdi henni þroskað yfírbragð þó hún væri telpulega klædd og hún var ein- hvem veginn fullorðnari og lífs- reyndari en við hinar á yfírlætislaus- an hátt. Svipmynd hennar er greypt í hugann frá þessum tíma. Hún var meðalhá vexti, beinvaxin og bar sig vel. Hún var litfríð og ljóshærð með óvenjulega bjart hörand sem stakk í stúf við sterka litinn á amerísku kápunni, augun blá og tennurnar jafnar og hvítar í fallegu brosinu. Við komumst fljótt að því að hún Ema var líka skemmtileg og hafði óvenju góða kímnigáfu sem hún beitti jafnt á sjálfa sig og aðra og hún varð fljótlega ómissandi félagi. Bekkjardeildimar vora þijár sem fylgdust að og skólaárin liðu með gleði og sorgum unglingsaránna sem mótuðu okkur án þess að við tækjum eftir því. Minningamar geymast þó í fylgsnum hugans þar sem kalla má þær fram með hjálp félaganna og njóta æskunnar í nýju ljósi. Við lukum Verslunarskólaprófí 1959 frá gamla Verslunarskólanum á Grandarstíg. Ema átti auðvelt með nám og tók stúdentspróf 1961 ásamt þeim bekkjarfélögum sem héldu áfram námi. Meðan hún var enn í verslunardeild skólans hafði hún kynnst mannsefninu sínu, það var reyndar í starfsfræðslu á vegum skólans og urðum við stallsystur hennar hugfangnir áhorfendur að því sem kallast ást við fyrstu sýn. Friöfinns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 tíl kl. 22,< Skreytingar við öll tilefni. Ema giftist Siguijóni Jóhannssyni blaðamanni og kennara 4. júlí 1960. Hann er fæddur 12. ágúst 1933 og jafnan kallaður Diddó af ástvinum, ættingjum og vinum. Foreldrar hans vora Jóhann Siguijónsson bókari sem nú er látinn og Guðrún Magnús- dóttir fyrrverandi símstöðvarstjóri. Þau Ema og Diddó eignuðust íjögur böm: Jóhann, f. 8. nóvember 1960, sem er prentsmiður hjá Skákprenti og á einn son á fyrsta ári, Aron; Þórgunni, f. 8. maí 1963, sem tók stúdentspróf í Noregi og er einnig prentsmiður hjá Skákprenti, hún á 11 ára dóttur, Emu Sif Óskarsdótt- ur; Katrínu, f. 24. ágúst 1964, sem er húsmóðir búsett í Gautaborg og á eins árs gamlan son, Davíð Þór; Önnu Guðrúnu, f. 25. júní 1968, sem er nemi og meðferðarfulltrúi. Bamabömin vora því orðin þijú. Fyrsta barn sitt átti Ema meðan hún var enn í skóla og hin börnin bættust óðum í hópinn. Þegar þau fóra aðeins að stálpast fór Ema að vinna sem ritari á Náttúrafræði- stofnun og Erfðafræðistofnun. Síðar vann hún á geðdeild Landspítalans á Kleppi og var ritari Tómasar Helgasonar prófessors hátt í áratug. Vinna hennar þar vakti áhuga henn- ar á frekara námi og árið 1978 tóku þau Diddó sig upp með bömin fjög- ur og héldu til Noregs þar sem hún lagði stund á nám í félagsráðgjöf en Diddó starfaði sem kennari við Blaðamannaskólann í Osló. Þau undu mjög vel hag sínum í Osló en Erna sneri heim með bömin 1981 að loknu námi og Diddó lauk sínum verkefnum og kom heim ári síðar. Ema hóf strax störf sem félagsráð- gjafí á geðdeiid Landspítalans og vann bæði á áfengismeðferðardeild og síðar á bama- og unglingageð- deild. Fyrir 2 árum tók hún sér eins árs hlé frá störfúm og starfaði sem félagsráðgjafí við æfíngadeild Kennaraháskólans. Ema átti við nokkra vanheilsu að stríða eftir að hún kom heim frá námi og dró það nokkuð úr starfsþreki hennar. Hún vann þó ótrauð að krefjandi starfi sínu eftir bestu getu. Ema missti báða foreldra sína fyrir rúmu ári en þau vora Guðrún Bergsdóttir húsmóðir, f. 4. desember 1915, sem dó 9. júní 1992 og Þorleifur Guð- mundsson framkvæmdastjóri, f. 28. nóvember 1911, sem dó 15. septem- ber sama ár. Systkini Ernu era Bergur, forstöðumaður fjármála- og stjómarsviðs Reykjavíkurhafnar, Þórhildur leikstjóri og Eggert leik- ari en öll eiga þau maka og böm. Erna veiktist skyndilega fyrir rúmu ári og greindist hjá henni ill- kynja æxli i höfði. Þrátt fyrir með- ferð tókst ekki að vinna bug á mein- inu og hrakaði heilsu hennar þar til hún lést 7. mars sl. Meinið óx á því svæði heilans þar sem málstöðinni er búinn staður. Það varð til þess að Ema átti mjög erfítt með að tjá sig, óbrenglaðar hugsanir hennar fundu ekki alltaf rétt orð og rétt tungumál og hún gat ekki lesið. Þó að ástvinir hennar lærðu að þekkja og skynja þarfír hennar og líðan varð það henni eðlilega mikil raun að geta ekki tjáð sig óhindrað á þessum erfíða reynslutíma ævinnar. Diddó sýndi henni mikla nærgætni og stuðning í erfíðum veikindum en þau vora afar góðir félagar og sam- búð þeirra góð. Sömu umhyggju naut hún hjá bömum sínum sem önnuðust hana heima og systkinum og vinum sem heimsóttu hana oft. Erna dvaldi um skeið á Reykjalundi en gat verið heima að mestu þar til alveg undir lokin og er fjölskyldan mjög þakklát fyrir góða umönnun Heimahlynningar Krabbameinsfé- lags íslands. Ema var trygglynd og vinföst. Eðliskostir hennar vora slíkir að hún átti auðvelt með að eignast vini, var vinmörg og fylgdu henni til lífstíðar sterk tengsl við fólk sem hún hafði verið samvistum við, í skóla og á vinnustöðum. Hún hafði heilbrigða skynsemi, var áhugasöm og vakandi gagnvart samfélagi sínu, víðlesin og hafi áhuga á bókmenntum og listum. Hún var staðföst og skap- föst. Hún gat verið skapmikil en hafði góða stjórn á skapi sínu og var ekki dómhörð. Hún hafði ágæta kímnigáfu og gat verið fjarskalega orðheppin og vakti oft ómetanlega hlátra og léttlyndi í stallsystrahópn- um. Umfram allt var hún góð og skynsöm manneskja sem hafði nota- lega návist. Við bekkjarsystumar úr Verslun- arskólaárgangnum sem útskrifaðist 1959 tókum upp á því 1964 að hitt- ast einu sinni í mánuðj yfír vetrar- tímann í saumaklúbb. í haust verða því 30 ár sem þessar rúmlega 20 bekkjarsstur hafa fylgst að auk skólaáranna. Við höfum sannarlega saumað og pijónað einhveijar flíkur á þessum 30 áram en það sem meira, er um vert, við höfum haldið samskiptum og tengslum, fylgst með gleði og sorgum hverrar ann- arrar, saumað og ofið þann vef vin- áttu og samheldni sem gefur lífinu gildi og veitir okkur samastað í til- veranni. Hún Erna var alltaf svolítið á undan okkur stöllum að takast á við lífið. Samt var hún hæglát kona og lá ekkert á. Kunni reyndar vel þá list að taka lífínu með ró. Það var bara eins og lífið vitjaði hennar fyrr en okkár. Nú hefur hún þurft að takast á við dauðann á undan okkur, hann vitjaði hennar líka fyrr og langt um aldur fram. Það er sárt að missa hana Ernu í blóma lífsins og skarðið hennar verður aldrei fyllt í hópi okkar bekkjar- systranna en við eram þakklátar fyrir að hafa átt hana að vini. Mest- ur er þó missir ástvina hennar, Diddó, bamanna og bamabamanna og systkina og fjölskyldna þeirra. Þeim semdum við innilegar samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning Emu Þorleifs- dóttur. Fyrir hönd skólasystra úr Verslunarskólanum, Guðrún Agnarsdóttir. Við andlát vinkonu minnar, Emu Þorleifsdóttur, leitar hugurinn aftur til þess tíma þegar kynni okkar hófust í Gagnfræðaskólanum við Hringbraut haustið 1952, Erna þá nýkomin til Reykjavíkur frá Ísafírði og ég flutt í Vesturbæinn úr Laug- arneshverfí. Við voram hópur stelpna sem fylgdumst að í og úr skóla og ég man að við fylgdum hver annarri heim eftir föstu kerfí, fóram fyrst með stelpunum sem bjuggu í Skjól- unum, síðan á Hagana og enduðum á Melunum. Oftar en ekki var skóla- töskunum hent inn í gang heima og þeim sem lengra áttu að fara fylgt heim að dyrum. Þetta var auð- vitað tímafrekt, en ákaflega gefandi að því er okkur fannst. Við enduðum oft með Emu á Grenimelnum. Fyrst í stað vorkenndi ég Emu, ekki bara Krossar á leiði ttt / vidarlil <>» malaOir . Misiiiiiiiaiicli iiiynsliir . vonchtc) viiiua. Sími 91 -35929 vegna þess að hún var árinu yngri en við hinar, heldur ekki síður vegna þess að hún var úr sveit (en sveit skilgreindi ég í þá daga sem þann hluta landsins sem lá utan borgar- marka Reykjavíkur) og ofan á allt saman átti hún svo þijú yngri systk- ini. Mér fannst mikið á hana lagt. Sem betur fer hafði ég ekki orð á þessu við hana sjálfa fyrr en síðar og þá leiðrétti hún mig svo ræki- lega, einkum varðandi Isafjörð, að það er mér enn minnisstætt. Þá gerðist það dag einn þegar við Ema voram eftir tvær einar á Grenimelnum, að hún bauð mér formlega að verða vinkona sín. Mér kom formfestan á óvart, því þá þekktumst við ekki sérlega vel, en boðinu tók ég fegins hendi og þegar fram liðu stundir varð mér ljóst hvílíkt kostaboð þetta var. Erna var afbragðs félagi, kát og miklu skemmtilegri en gengur og gerist, en hún bjó líka yfir fleiri þáttum, svo sem festu og einurð, sem ég dáði hana fyrir. Þetta vora góð ár og í minning- unni fínnst mér það hafi verið eilíft vor í Vesturbænum, sólskinsvor. En leiðir skildu, við fóram hvor í sinn skóla og Ema til Ameríku. Ég fékk bréf og myndir. Á einni myndinni var Ema með ljóshærðri fegurðar- dís, það var Anna móðursystir henn- ar sem Ema hafði mikið dálæti á. Svo kom hún loksins heim og mér fannst hún hafa breyst. Ljósa hárið var að vísu á sínum stað, nú stutt- klippt, og fallega brosið óbreytt, en göngulagið var allt í einu orðið tigu- legt, mittið mjótt og svo var hún klædd eftir bandarískri unglinga- tísku og kunni allar nýjustu sveifl- urnar í Rock’n Roll. Árin liðu og fyrr en varði voram við orðnar eiginkonur og mæður, báðar búsettar í Vesturbænum ekki ýkja langt hvor frá annarri. Þá urð- um við samrýndari en bestu systur og þótt fjárhagurinn hafí oft verið bágborinn á þessum fyrstu búskap- arárum, held ég að þessi tími hafi kannski verið sá besti á vináttuferli okkar. Við hjálpuðumst að, kennd- um hvor annarri eins við best gátum og pössuðum krakkana hvor fyrir aðra. Það var einmitt á þessum áram, sem Erna segir við mig eitt kvöld þegar við sitjum einar í stofunni heima hjá henni: „Ætlar þú að skrifa um mig þegar ég dey?“ Þetta fínnst mér frámunalega asnaleg spuminng og neita að svara, enda eram við báðar þá við ágæta heilsu. Erna lætur sig ekki: „Þú ert besta vinkona mín, þú átt að skrifa um mig þegar ég dey.“ Þá þekki ég svipinn sem hún setur upp og ákveð að losna úr klípunni með lagni. „Ég get ekki skrifað." Ekkert svar, bara svipur. „Hvað á ég að skrifa?" spyr ég vesældarlega. „Þú veist það, vin- kona mín,“ segir Erna með háðs- legri áherslu á vinkona. Ég gefst upp. Það er venjulega einfaldast og sársaukaminnst. „Eg segi, að þú hafír búið manni þínum fallegt heimili." „Fallegt?" segir Ema og horfír efins á riðfætt sófaborðið. „Fallegt heimili komma fátæklegt ... ,“ segi ég hikandi. „... en hreint," botnar Erna, alltaf skjót til svars. Við skellum upp úr, en stuttu seinna er hún orðin alvarleg aftur. „Þú lof- ar.“ Og ég lofa. Nokkrum dögum siðar kaupi ég lítið kver með enskum Ijóðaþýðing- um á japönskum stuttljóðum, Iíklega 300 ára gömlum, aðeins þijár ljóð- línur hvert, kallast haiku. Eg staldra við eitt þeirra: Don’t touch my plumtree My friend said, and saying so — Broke the branch for me. í lauslegri þýðingu: Ekki snerta plómutréð mitt, sagði vinur minn og gaf mér um leið eina grein af því. Kímnigáfa Emu er einstök, en þó kemur það fyrir að hún bregst. Erna hringir í mig og er mikið niðri fyrir, ég skynja strax að vandamál er í aðsigi og kem eins og byssu- brennd. „Sjáðu,“ segir hún og er mikið niðri fyrir og leiðir mig að eldhúsborðinu. „Þetta gefur hann mér.“ Og þarna stendur þessi líka glæsilega saumavél. Ég verð græn af öfund. Hún er heppin með sinn. „Hvað heldurðu að hann meini með þessu?“ spyr Erna tortryggin. Ég segi henni að ég hafí aldrei séð feg- urri ástaijátningu með zig-zag, átta nytjasaumum og útsaumi. Ema vill heldur slíkar játningar á formi kampavíns og rauðra rósa, en ákveður að láta á reyna og næstu daga baslar hún við saumavélina grautfúl og skyldurækin, þangað til mér er nóg boðið og segi henni að láta sér nægja að vera listakokkur. Saumavélin kemst síðar í mína eigu á góðu verði með ótal lágum afborg- unum og allt fellur aftur í ljúfa löð. Við erum samstiga út á vinnu- markaðinn, báðar erum við ritarar og vinnum oft fyrir sömu húsbænd- ur, þó aldrei saman, því venjulega er önnur okkar í barnsburðarleyfí. Seinna förum báðar í framhalds- nám, ég hér heima og Erna til Nor- egs. Það rýfur ekki vináttu okkar, við skrifumst á, það höfum gert áður. Svo gerist það að árin fara að líða hraðar, eitthvað annað en löngu vorkvöldin í Vesturbænum í byijun fimmta áratugarins. Námi lýkur, ný störfj ný verkefni, nýtt samstarfsfólk. Á einhvern óskiljan- legan hátt tekst Ernu að halda utan um alla gömlu vinina — frá ísafírði, úr Versló, á Almennum og sam- starfsfólkið á Klepps- og Landspít- ala. Auðvitað gleymi ég einhveijum — ekki Erna, meistari í vináttu. Við hittumst ekki eins oft og við viljum þessi allra síðustu ár en fylgj- umst grannt hvor með annarri í síma, ráðgeram að hittast oftar, þegar við eram ekki uppteknar, þreyttar, lasnar eða leiðinlegar. Ema hefur áhyggjur af því síðast- nefnda. Mér fínnst það nú í lagi, búnar að vera skemmtilegar í fjöra- tíu ár. Við ræðum oft heilsufarsleg vandamál og rifjum upp sögur af lösnu fólki, sannar og ósannar, sem reis upp alheilt eftir sextugt. Nú verða þáttaskil. Við sem þekktum Ernu munum sakna henn- ar sárt, en það er ekki lítil huggun hvað hún lætur okkur eftir mikinn hafsjó af ljúfum minningum. Þær eru dýrmætar, ekki síst í ljósi þess sem hann Bergur, bróðir hennar, sagði: „Hún Erna var ekkert svo óheyrilega skemmtileg, það var bara það hvað allir aðrir urðu skemmti- legir í návist hennar." Dóra „gamla“ Jakobsdóttir. Kær vinkona okkar, Erna Þor- leifsdóttir, er Iátin, langt um aldur fram. Ema fæddist á ísafirði 9. apríl 1939, elst fjögurra barna hjónanna Guðrúnar Bergsdóttur og Þorleifs Guðmundssonar, sem bæði eru látin. Fyrstu kynni okkar af Ernu urðu árið 1978 þegar hún hóf nám í fé- lagsráðgjöf í Ósló. Erna og maður hennar Siguijón Jóhannsson og börn þeirra fjögur höfðu tekið sig upp og flutt til Nor- egs vegna náms Ernu og segir það talsvert um samheldni þessarar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.