Morgunblaðið - 13.03.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.03.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 13. MARZ 1994 25 góðu fjölskyldu og um dugnað og kjark Ernu. Góð vinátta tókst með íjölskyld- um okkar, meðan við bjuggum í Ósló og hélst samgangurinn eftir heimkomuna 1981. Það var eins og að vera tekinn í hlýjan faðm að koma á heimili þeirra Emu og Sigurjóns. Ekki aðeins voru hjónin einstaklega góð heim að sækja, heldur tóku börn þeirra öil á móti gestunum á sama elskulega hátt og foreldrarnir. Það er óbærileg tilhugsun að hitta Ernu ekki aftur, skiptast á bókum, ræða saman og fara glaðari af fundi við hana. Hún var góður og traust- ur vinur. Síðasta árið var Ernu og fjöl- skyldu hennar erfitt, en Sigurjón hefur annast konu sína af slíkri ást og virðingu að betur verður ekki gert. Við kveðjum Ernu með sárum söknuði. Megi Guð gefa þeim styrk, sem eftir lifa. Dóra og Anna Karin Júlíussen. Nú er hún Erna okkar dáin. Það er skammt stórra högga á milli hjá okkur í félagsráðgjafastéttinni. í sömu andránni og Kirsten félagi okkar var kvödd fyrir tæpu ári var Erna að leggjast inn til lækningar við illvígu krabbameini, sem nú hef- ur lagt þrautseiga manneskju að velli. Myndarlegur og metnaðargjarn félagsráðgjafahópur starfaði saman við Geðdeild Landspítalans fyrir rúmum tíu ámm, u.þ.b. einn tugur sem skiptist á hin mismunandi svið geðdeildanna. Ema starfaði lengst af „í áfengi" sem kallað var svo í daglegu máli, þótt á opinberu máli héti þjónustan: Áfengis- og vímu- efnaskor. í ýmsu tilliti voru þessi ár frá 1983 og fram undir 1990 eins konar gullöld fagmennskunnar, kærleikans og samstöðunnar, en líka ár samkeppninnar í tvieggjuðu tilliti. Laust eftir að ég kynntist Emu þarna veturinn ’83-’84, tók að heija á þessa ótrauðu, kímnu konu sjaldgæfur sjúkdómur sem stundum birtist t.d. í liðabólgum og útheimti á köflum mikið af orku hennar. Alltaf náði hún sér á strik á nýjan leik og reytti af sér brandar- ana á hveiju sem gekk. Alls óbuguð og reist óskaði hún eftir því að færa sig um set síðustu árin og tók þá til við félagsráðgjöf inn á Barna- og unglingageðdeild, við legudeild barna. Engan gat órað fyrir hve stuttur var orðinn kveikurinn, er Erna leysti mig af við Æfingaskóla Kennaraháskólans árið ’92. An þess nokkum gmnaði var Erna að hefja sín starfslok er hún fór aftur i gamla starfið inn á barnadeild í ársbyijun ’93 og átti þar útmánuðina í sínu góða gamla kompaníi áður en veik- indin tóku yfirhöndina. Það eru margar góðar myndir til af Ernu i minningunum og þær albestu og fyndnustu fá ekki að fara á blað. Þær eiga eftir að orna vinum henn- ar og ættingjum um ókomna tíð. Erna var mjög metnaðarfullur félagsráðgjafi, mannúðarsinni og stóð með alþýðunni. Er hún tók við sæti mínu í fræðslunefnd geðdeild- anna tók hún upp þá nýbreytni að gefa öllum þátttakendum skírteini uppá viðveru sína ef ske kynni að bókvitið yrði betur í askana látið síðar. Fyrir stuttu fann ég í lúnu dóti hjá mér helling af háspekilegu efni um siðfræði fyrir heilbrigðis- stéttir á sjálfu móðurmálinu. Þetta var efni sem Erna fjölfaldaði og dreifði til allra heilbrigðisstétta á sinni tíð í fræðslunefndinni og fékk heimspekinga til að koma og útbród- era efniviðinn. Sá ég að hér var lcomið sama efnið sem verið er að halda um æ stærri ráðstefnur í dag. Hún fann hvar þörf var. Erna var frábitin allri væmni og greip fremur til húmorískrar nálgunar. Þetta var samt kona tilfinningarík og oft heit- feng í skapi sem sagt gat skoðun sína umbúðalaust ef svo brá við, jafnt Tómasi Helgasyni sem okkur hinum. Eitt vorið vorum við Ema á vik- unámskeiði í kerfakenningum um stofnanir og fjölskyldur, hún með hægri höndina í fatla og gat ekki skrifað. Hún tók af mér loforð að láta sig hafa ljósrit af lexíunni strax á eftir. Eitthvað dróst þetta og sárn- aði henni við mig. Síðan hefur mér oft orðið hugsað til þess hve maður skilur aldrei nógu vel þörf þess sem getur ekki „allt“, að fá að komast sem næst því. Það er aldrei nóg af látleysi og virðingu. Á þessum árum var rekin öflug fræðsla, reglubundið í félagsráð- gjafahópnum og efnin ekki af verri endanum: Eitt árið um handleiðslu, annað árið kerfiskenningar, þriðja árið sál/félagsleg meðferð, hið fjórða félagsnet og stuðningsmeð- ferð, hið fimmta kærleikurinn og ástin hjá einstaklingum og á stofn- unum. Þarna var Erna í essinu sínu, hvort sem hún undirbjó eða var í umræðunni, hún fór þá lönd og strönd og sá jafnt spaugilegu sem háfræðilegu hliðina. Ef köllun hennar hefði ekki verið að taka þátt í þrautum annarra, hefði skapgerðarleikur klætt hana best. Ef semja ætti nýyrði yfir orðið traustur, væri Siguijón réttnefni, því þannig stóð hann með sinni konu. „Vi sees“ voru síðustu orðin er við kvöddumst fyrir hálfum mán- uði, hún brosti í augnkrókunum og veifaði eins og forseti, aðdáunarverð kona. Siguijóni, börnum, barnabörnum, systkinum, ættingjum og vinum færum við innilegar samúðarkveðj- ur. Elísabet Berta Bjarnadóttir. Kynni okkar Ernu hófust fyrir um það bil 35 árum þegar við unn- um saman um tíma hjá Almennum tryggingum hf. Við vorum ungar og í tilhugalífinu og giftum okkur í sama mánuði árið 1960. Við stofn- uðum báðar heimili í vesturbænum og tókst góð vinátta milli Ernu og Siguijóns og okkar Óla. Á þessum árum var oft glatt á hjalla þegar við hittumst og við eigum einstak- lega góðar minningar frá öllum ánægjustundunum með þeim hjón- um þá og síðar. Um þetta leyti ákváðum við nokkrar skólasystur úr Menntaskól- anum í Reykjavík að stofna sauma- klúbb. Þetta var á þeim árum þegar skólafélagarnir voru enn við nám og margir héldu síðan til framhalds- náms til útlanda. Við þetta fækkaði um stundarsakir í saumaklúbbi okk- ar og var þá ákveðið að bjóða Emu að slást í hópinn. Hún reyndist góð- ur félagi enda sérstaklega greind og skemmtileg. Við höfum síðan hist reglulega og er Erna sú fyrsta sem fellur frá í okkar hópi. Árin liðu og Erna og Siguijón eignuðstu íjögur elskuleg börn sem við fylgdumst með. Erna hafði lokið stúdentsprófí frá Verslunarskóla íslands en hugur hennar stóð til frekara náms og hún lét ekki sitja við orðin tóm. Þegar aðstæður leyfðu hélt hún til Noregs ásamt fjölskyldu sinni og hóf nám í félags- ráðgjöf og lét það ekki aftra sér að vera komin hátt á fertugsaldur. Námið gekk vel og undi fjölskyldan sér vel í Noregi enda slitnuðu tengsl- in við það land aldrei og börnin hafa dvalið þar langdvölum síðan við nám og störf. Eftir heimkomuna að námi loknu starfaði Ema við sérgrein sína hjá ýmsum stofnunum svo lengi sem heilsan leyfði. Fyrir tæpu ári veiktist Erna af þeim sjúk- dómi sem nú hefur lagt hana að velli. Erna og Siguijón áttu vel saman og vom einstaklega gestrisin og elskuleg heim að sækja. Siguijón reyndist Ernu ákaflega vel í hinum erfiðu veikindum hennar og fjöl- skyldan umvafði hana ást og um- hyggju. Við hjónin söknum nú góðs vinar og saumaklúbbshópurinn sendir Siguijóni, börnum þeirra og öðram ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Ernu Þorleifs- dóttur. Jóhanna J. Thors. Kveðja frá félagsráðgjöfum á geðdeild Landspítalans Hún Ema er látin, langt um ald- ur fram, en hún hafði átt við mjög erfið veikindi að stríða sem hún tókst á við af mikilli reisn, með frá- bæram stuðningi ijölskyldu sinnar. Erna hóf störf sem félagsráðgjafi á geðdeild Landspítalans 9. septem- ber 1981, en hafði áður en hún fór í nám unnið á stofnuninni sem rit- ari. Hún starfaði að málefnum áfengis- og vímuefnasjúklinga til ársins 1988 en fluttist þá á barna- og unglingageðdeild og vann þar, þar til hún veiktist fyrir tæpu ári. Á því tímabili vann hún í eitt ár sem félagsráðgjafi í Æfingadeild Kenn- araháskóla íslands. Störf hénnar öll einkenndust af mikilli nákvænmi og alúð. Vand- virkni og samviskusemi voru ríkj- andi þættir í vinnubrögðum hennar og átti hún mjög gott með öll sam- skipti hvort heldur var við skjólstæð- inga eða samstarfsfólk og lagði sig fram við að leysa vanda allra þeirra sem leituðu til hennar. Erna gat skapað mikla glaðværð í kringum sig með skemmtilegri kímni og var hrókur alls fagnaðar i góðum hóp. Hnyttin tilsvör hennar hittu oft beint í mark. Hún gat svo oft séð skoplegu hliðarnar á málum án þess að særa neinn. Öllum sem unnu með henni þótti gott að hafa hána í návist sinni — hún var góður félagi. Við félagsráðgjafar á geðdeild Landspítalans viljum þakka Ernu allar samverustundirnar hvort held- ur var í starfi eða utan þess og vottum manni hennar, börnum og öðrum ættingjum dýpstu samúð. Fleiri minningargreinar um Ernu Þorleifsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. t Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför föður okkar, EGGERTS SVEINSSONAR, Fálkagötu 28. Börn hins látna. t Maðurinn minn, afi, faðir og tengda- faðir, BJARNI TÓMASSON, Markarflöt 211, Garðabæ, er lést 4. mars sl., verður jarðsunginn mánudaginn 14. mars kl. 10.30 frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Minningarsjóð Guðmundar Óla Haukssonar í Búnaðarbanka íslands, Kópavogi, metbók 877-054. Fyrir hönd systkina hins látna og annarra vandamanna, . ída Ingibjörg Tómasdóttir, Bjarni Tómas Jónsson, Rannveig Guðleifsdóttir, Birna Bjarnadóttir, Haukur Ingibergsson, Hildur Halldóra Bjarnadóttir, Þórður Elefsen. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar, ömmu og fósturmóður, GUÐRÚNAR ÞpRKELSDÓTTUR frá Ártúni. Kristfn Jóna Guðmundsdóttir, Anna Guðmundsdóttir, Guðmundur Guðbjörnsson, Anna Björk Gunnarsdóttir, Sigurlína H. Guðbjörnsdóttir, Bjarni M. Gunnarsson, Guðrún Fjóla Guðbjörnsdóttir, Svanborg Kjartansdóttir, Hallur Örn Guðbjörnsson. + Útför elskulegrar systur okkar, SIGRÍÐAR TRYGGVADÓTTUR, sem lést 1. mars, hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum innilega auðsýnda samúð. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild 8 á Kópavogshæli svo og öllum þeim er sýndu henni vináttu. Elín Tryggvadóttir, Anna T ryggvadóttir, Ragnheiður T ryggvadóttir. + Þökkum af alhug, auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför elskulegs sonar míns, föður, bróður, mágs og unnusta, HELGA MÁS JÓNSSONAR. Guðs blessun fylgi ykkur öllum. Jón Már Þorvaldsson, Finnur Logi Jóhannsson, Þorvaldur Ingi Jónsson, Jóhanna Marín Jónsdóttir, Ingibjörg Agnes Jónsdóttir, Hanna Guðbjörg Sindri Hrafn Helgason, Oddný Halla Haraldsdóttir, Dís Kolbeinsdóttir, Aurelio Ferro, Benedikt Oddsson, Birgisdóttir. + Hugheilar og innilegar þakkir sendum við þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug með nærveru sinni, vináttu, blómum og samúðarkveðjum við andlát og útför ÖLDU BJÖRNSDÓTTUR, Bauganesi 17. Sérstakar þakkir til deildar A6 á Borgar- spítala og Magna S. Jónssonar, læknis. Jón Sigurðsson, Ragna S. Guðmundsdóttir, Þorbjörg Bjarnadóttir, Sigurður Magnússon, Guðrún Jónsdóttir og systkini hinnar látnu. + Af alhug þökkum við öllum þeim, er sýndu okkur hlýhug og samúð við and- lát og útför dóttur okkar, unnustu, móður, systur og barnabarns, JÓHÖNNU EINARSDÓTTUR, Laugarnesvegi 64. EinarS. Guðmundsson, Ólafía G. Leifsdóttir, Leifur Bjarnason, Guðrún Ósk Leifsdóttir, Hildur Björg Einarsdóttir, Leifur Örn Einarsson, Halldóra Stephensen, Leifur Vigfússon. Hulda Leifsdóttir, Bjarni Pálsson. 'nnilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför, ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, JÖKULS SIGURÐSSONAR, Vatni, Haukadal, Dalasýslu. Hugrún Þorkelsdóttir, Sigrún Sóley Jökulsdóttir, Ólafur Bjarni Stefánsson, Jörundur Jökulsson, Sigrún Sigurðardóttir, Sigurður H. Jökulsson, Helga H. Agústsdóttir, Auður Edda Jökulsdóttir, Jóhann G. Jóhannsson barnabörn, systkini og fjölskyldur þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.