Morgunblaðið - 25.03.1994, Page 14

Morgunblaðið - 25.03.1994, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1994 NÝTINGARSTEFNA í ÞORSKVEIÐUM eftir Kristin Pétursson í Morgunblaðinu 2. mars sl. gerir Jakob Jakobsson mér þann heiður að svara blaðagrein sem ég skrifaði í Mbl. 17. febr. sl. Ég þakka Jakobi að virða mig svars og tel viðleitni hans góða, þótt ég sé ekki sammála hans sjónarmið- um. Nýtingarstefna við Kanada Ég vitnaði í viðtal við Jakob í Fiskifréttum 10. nóvember 1989. Ef ég hef farið rangt með að Al- þjóðahafrannsóknarráðið hafi gert tillögur um veiðistjórn í Kanada, þá biðst ég afsökunar á því. En það er ekki kjami málsins hver lagði tillöguna fram, heldur hitt, að Jakob Jakobsson og Alþjóðaha- frannsóknarráðið töldu þá stefn- una, að veiða 20% af veiðistofni þorsks árlega, „ábyrga fiskveiði- stefnu og fiskveiðistjórn“. Kanadastjórn hefur rekið þessa stefnu síðan 1977 - að sögn Jak- obs. Veiðiráðgjöfum hefur verið hlýtt - í blindni - og staðreyndin er sú að veiðiráðgjöfin stóðst ekki og veiðistofninn er nánast hrun- inn! Jakob heldur því fram að stór hluti þorskstofnsins við Nýfundna- land „virðist hafa hrakist út fyrir 200 mílurnar vegna kulda“ og að Kanadastjórn haldi því fram að EB veiðiskip hafi „ofveitt“ stofn- inn þar. Þetta eru órökstuddar fullyrðingar og í reynd út í bláinn. Þorskstofninum á þessu svæði var - fyrir löngu - skipt upp í a.m.k. 7 staðbundna stofna sem ferðast lítið milli svæða. Þetta er vísinda- leg niðurstaða og stendur sem slík (rannsóknir Harolds Tompsons, skýrsla 1943, og síðari rannsókn- ir). Þorskveiðar fyrir utan 200 rnílur við Kanada er ekki hægt að stunda nema á mjög takmörkuðu svæði og þar með stenst þessi röksemdafærsla varla. Það er enn- Kristinn Pétursson „Hafrannsóknastof nun getur ekki rökstutt sína eigin veiðiráðgjöf, nema með ónýta reikni- líkaninu. Það er engin rökstuðningur. “ fremur staðreynd að þrif þorsk- stofnsins við Kanada hafa verið afskaplega léleg vægast sagt - fæðuna hefur vantað. Meðalvigt eftir aldri er langtum lélegri en hér við land. Lítum á eftirfarandi samanburð árið 1991. Meðalv. Meðalv. Aldur ísland Kanada 5 ára 2,23 kg 1,06 kg 7 ára • 3,89 kg 1,89 kg 12 ára 14,34 kg 4,74 kg Samanburðurinn er vægast sagt harður dómur yfir fiskveiðistefnu þeirri sem Jakob Jakobsson kýs að nefna „ábyrga fiskveiðistefnu og fiskveiðistjórn“. Samt er meðal- vigt 7 ára þorsks við ísland sú lakasta sem finnst í töflum Haf- rannsóknastofnunar (vanþrif hér við land líka) og kem ég nánar að því síðar. Mér virðist því orsök hruns þorskstofnsins við Kanada sé aðallega sú ranga veiðiráðgjöf að veiða aðeins 20% úr stofni sem sveltur - vegna óhagstæðra um- hverfisskilyrða. Gyða Jóhannsdóttir í túgatali til þess að ganga í hvaða veðri sem er. Leikfélagið Snúður og Snælda hefur haldið uppi fjörlegri leik- starfsemi og sett á svið mörg skemmtileg leikrit. Kynningar á fornbókmenntum hafa verið vel sóttar í Risinu. Brids, félagsvist og dans eru fastir liðjr í félagsstarfinu, svo og ferða- lög_ innanlands og utan. Á sl. sumri stóð félagið fyrir íjölbreyttri dagskrá með skemmt- unum og uppákomum í miðborg Reykjavíkur sem stóðu í heila viku. A skrifstofu félagsins í Risinu geta félagsmenn fengið lögfræði- Nýtingarstefna við ísland Að mínu áliti - m.a. byggðu á vandlegum lestri á skýrslum Haf- rannsóknastofnunar ræður fæðu- framboð (umhverfisskilyrði) lang- mestu um framleiðslugetu hafsins á þorski bæði hér við land og ann- .ars staðar. Reiknilíkan veiðiráð- gjafa er rangt upp byggt. Reikni- líkanið „lýgur“ því að „sóknin hafi verið of mikil“ - að maðurinn hafi drepið fiskana sem vantar þegar veiði minnkar vegna hung- urs og sjálfsáts. Þetta er kjarninn í skoðanaágreiningi okkar Jakobs. Til frekari rökstuðnings þessari skoðun minni vitna ég í skýrslur Hafrannsóknastofnunar. í skýrslu nr. 25 sem kom út 1991 er stærð þorskstofnsins 1988 sögð vera 1.260 þús. tonn (bls. 77) í skýrslu nr. 34, 1993 er þorskstofninn hins vegar sagður hafa verið 1.043 þús. tonn árið 1988. Samkvæmt skýrslunum - annarri gefínni út árið 1991 og hinni gefinni út 1993 - minnkaði þorskstofninn um 217 þúsund tonn árið 1988 (217 þús. tonn af þorski gufuðu upp?). Skýring mín á þessum mismun í skýrslum Hafrannsóknastofnun- ar er svona: „Uppbyggingin“ á þorskstofninum (frá 1985-1992) mistókst gjörsamlega! Umhverfis- skilyrði á uppeldisstöðvum þorsks- ins fyrir Norðurlandi voru óhag- stæð og gáfu ekki tilefni til þessar- ar stefnu. Það var röng stefna að „geyma“ þorskinn. Sjálfát, vanþrif = hækkuð náttúruleg dánartíðni er mjög líkleg ástæða fyrir vöntun- inni á umræddum 217 þúsund tonnum fyrir utan „raunvextina" sem Jakob lofaði okkur við að geyma fiskinn í sjónum! I reynd er sama dellan á ferðinni hér við land og í Kanada - nema í minna mæli hér. Enn frekari rökstuðn- ingur minn er svo sá að meðalvigt á 7 ára þorski 1991 er sú léleg- asta sem finnst í töflum Hafrann- sóknastofnunar. 7 ára þorskur 1991 er einungis 3,98 kg, en til samanburðar var meðalvigt 7 ára þorsks frá 1973-1979 að meðal- tali 5,73 kg, eða 1,84 kg þyngri en 1991. Meðalvigtin í fyrra tilfell- inu er þannig 47% hærri! (47% betri þrif). 1972-1975 fór saman hátt veiðiálag (42%) og sæmileg umhverfisskilyrði og þorskstofn- inn blómstraði og stækkaði, - þrátt fyrir meinta ofveiði veiðiráð- gjafa þá. Stór þorskstofn (1.600 þús. tn) 1980 og léleg umhverfis- legar leiðbeiningar og aðstoð við skattframtöl. Aðaltekjuliður FEB er félagsgjöldin. Stjórn félagsins fann góða leið til þess að fjölga félögum með því að semja við fjöldamörg fyrirtæki um afslátt gegn framvísun félagsskírteinis FEB. Þá fjölgaði félagsmönnum einnig verulega þegar byggingar- framkvæmdir hófust. Reykjavíkurborg hefur aðstoð- að FEB við að koma sér upp fé- lagsaðstöðu og á borgin 40% eign- arhluta í Risinu á Hverfisgötu 105 og styrkir félagið árlega með rúm- lega milljón króna framlagi. Fyrir réttu ári var samþykkt í borgar- stjórn að kjósa sérstakt Öldrunar- málaráð sem færi með öll mál sem varða þjónustu borgarinnar í þágu aldraðra, bæði byggingu nýrra stofnana og rekstur öldrunarþjón- ustu borgarinnar sem tekur til sín rúmlega einn milljarð króna á ári. Ekki hefur þetta ráð séð dags- ins ljós ennþá og er það miður. Fulltrúar frá notendum þjón- ustunnar, eldra fólkið sjálf, á að vera með í ráðum þegar stefnan er mótuð í öldrunarþjónustu og ákvarðanir teknar um nýtingu á því fjármagni sem fer til öldrunar- mála. Félag eldri borgara er lýsandi dæmi um það hveiju eldra fólkið fær áorkað þegar það fær tæki- færi til þess. Hiifundur er formaður samstnrfsnefndar félaga aldraðra í Rcykjavík. Valöl I % af stofnstærð Myndin sýnir nýtingarhlutfall þorskstofnsins 1972-1994. Mesta veiðiálagið er 1973, 47% af stofnstærð. 42% meðalveiðiálag 1972-1975 (4 ár) leiddi af sér mjög mikla stækkun þorskstofnsins. Lágt veiðiálag 1976-1981 Ieiddi síðan af sér minnkun stofnsins. Hátt veiðiálag 1990-1993 (4 ár) samfara batnandi umhveirfisskilyrðum virðist nú hafa gefið af sér meiri þorskgengd í dag en veiðiráðgjöf gerði ráð fyrir. Lágt nýtingarhlut- fa.ll 1994 (27%) er að mati höfundar meiri áhætta en t.d. 40% nýtingarhlutfall með vísan til sögu- legrar reynslu hér við land og í Kanada og Bar- entshafi. Heimild: Skýrslur Hafrannsóknarstofnunar. Myndin sýnir samanburð á stofnstærð ókyn- þroska þorsks og nýliðunar þorskstofnsins. Is- landsmetin í nýliðun þorskstofnsins eftir hafísár- in (1965-1972) eru 1973,1984 og 1983 þegar stofn- inn er í sögulegri lægð. Myndin gefur til kynna að mati höfundar að of mikil friðun á smáfiski leiði af sér lakari nýliðun. Innbyrðis samkeppni virðist hafa áhrif á nýliðun. Nýliðunartölur 1993 og 1994 eru áætlaðar af höfundi en aðrar heim- ildir eru úr skýrslum Hafrannsóknarstofnunar. Sérstök athygli er vakin á því að ókynþroska hluti þorskstofnsins 1973 er 31 þúsund tonnum minni þá (1973) en í dag. Félag eldri borgara eftir Gyðu Jóhannsdóttur Það þykir ekki tíðindum sæta þó auglýstur sé aðalfundur hjá félögum sem starfa á félagslegum grundvelli, þar sem ekki er tekist á um neitt, hvorki pólitísk völd né fjárhagsíegan hagnað. En oft hefur verið stungið niður penna af minna tilefni en því að gefa gaum að félagsstarfi sem hefur skilað jafn góðum árangri og hjá Félagi eldri borgara. Aðalfundur félagsins var hald- inn í Súlnasal Hótels Sögu sunnu- daginn 27. febrúar sl. og sóttu hann hátt í 200 manns. Það verð- ur að teljast góð fundarsókn miðað við öll þau félags- og skemmtiat- riði sem eldra fólki stendur nú til boða. Frágangur og uppsetning á reikningum félagsins fyrir sl. ár var til fyrirmyndar. Þar var ná- kvæm sundurliðun á öllum kostn- aðar- og tekjuliðum með skýring- um sem gáfu glögga mynd af starfseminni. Félag eldri borgara var stofnað 15. mars 1986. Snorri Jónsson verkalýðsforingi hafði for- göngu um stofnun félagsins, ásamt Barða Friðrikssyni hrl. og fl. og var fyrsti formaður félags- ins. Tveimur árum síðar tók Berg- „Reykjavíkurborg hef- ur aðstoðað FEB við að koma sér upp félagsað- stöðu og á borgin 40% eignarhluta í Risinu á Hverfisgötu 105 og styrkir félagið árlega með rúmlega milljón króna framlagi.“ steinn Sigurðarson trésmíðam. við formennsku, en núverandi formað- ur er Kristján Benediktsson fyrrv. borgarfulltrúi. Framkv.stjóri fé- lagsins er Guðríður Olafsdóttir og hefur hún verið það sl. 6 ár. Byggingar þjónustuíbúða voru ekki á dagskrá þegar Félag eldri borgara var stofnað í upphafi var það tekið fram að félagið ætti einöngu að sinna hinum félagslega þætti og standa vörð um hagsmuni eldra fólks. Samtök aldraðra sem voru stofnuð 6. júní 1973 og fleiri félög sem fylgdu á eftir, höfðu það markmið eingöngu að byggja hagkvæmar íbúðir fyrir eldra fólk og gengu þessar íbúðir undir heitinu þjón- ustuíbúðir aldraðra. Þetta var umdeilt á sínum tíma. Menn sem voru varkárir í fjármálum töldu það vera hina mestu goðgá að halda því fram að fólk á gamals aldri hefði peninga til þess að standa í íbúðabyggingum. Það leið ekki á löngu áður en félagar í FEB vildu líka fara að byggja. Þeir hafa nú byggt sam- tals 284 íbúðir á sl. 6 árum í fé- lagi við byggingarfélag Gylfa og Gunnars og eru með 26 íbúðir í byggingu í Eiðismýri á Seltjarnar- nesi. Fyrsta sambýlishúsið var byggt á Grandavegi 7, síðan reis hvert húsið á fætur öðru, við Skú- lagötu 40, Hraunbæ 103 og Ár- skóga 6-9 í Mjóddinni. í Reykjavík hafa nú verið byggðar alls um 1.400 íbúðir fyrir aídraða í glæsilegum sambýlishús- um sem setja svip sinn á borgina og vekja athygli útlendinga sem hingað koma. FEB heldur uppi blómlegri félagsstarfsemi Þróttmikil og vel skipulögð fé- lagsstarfsemi er í Risinu á Hverfís- götunni og sér eldra fólkið um þau mál sjálft. Má þar m.a. nefna Söngkórinn sem hefur sungið víða og tekið þátt í kóramótum og Göngu-Hrólf sem hefur fengið fólk

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.