Morgunblaðið - 25.03.1994, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1994
Látum slag standa
eftir Sigurlaugu
Bjarnadóttur
Evrópumálin þokast áfram með
hægðinni. Líkur á, að öll Norðurlönd-
in, nema ísland, verði áður en langt
um líður orðin aðilar að Evrópusam-
bandinu, íslendingar þar með orðnir
einir eftir í EFTA. Þetta þarf ekki
að koma okkur á óvart miðað við
þróun mála undanfarin ár.
Það sem hinsvegar vekur nokkra
furðu eru ýmsar raddir í fjölmiðlum
að undanfömu, sem bera keim ótta
og írafárs varðandi hlutskipti íslands
og stöðu í samstarfi Evrópuþjóða í
framtíðinni. Þannig segir Vilhjálmur
Egilsson alþm., að eins og staðan sé
núna, líti út fyrir „að ísland muni
einangrast mjög illilega, fyrst og
frmest pólitískt en líka efnahags-
lega“. (DV 9. mars.)
Kjartan Jóhannsson, sendiherra
okkar hjá EFTA, telur, að við verðum
„á næstu dögum“ að taka ákvörðun.
Væntanlega um það, hvort við ætlum
nú að knýja dyra um aðild að ESB
- eða spjara okkur utan þess. Talað
er um, að við séum að „missa af
lestinni" verða „strandaglópar" og
fleira í þeim dúr.
Sannleikurinn er auðvitað sá, að
staðhæfingar um, að varfæmi okkar
gagnvart ESB stafi af vesældarlegri
minnimáttarkennd, þær snúast við
af sjálfu sér gegn þeim, sem ekki
treysta íslendingum til að standa
uppréttir á eigin fótum.
EES-samningurinn
EES-samningurinn hefir nú tekið
gildi eftir langan aðdraganda og tölu-
vert hik EFTA-þjóðanna. Ekki síst
hér á Islandi vom skoðanir mjög
skiptar og deilt af hörku. Ég hef þá
trú, að hefði samningurinn verið bet-
ur kynntur fyrir almenningi og einn-
ig — ef fólk hefði borið sig betur
„Liggur því ekki beint
við að halda áfram þá
braut, sem mörkuð hef-
ur verið, og taka upp
samræður við ESB um
framtíðarútfærslu
EES-samningsins, þeg-
ar betur kemur í ljós,
hver verður framvinda
mála varðandi hin
EFTA-löndin?“
eftir þeim upplýsingum og kynning-
argögnum, sem fyrir lágu af hálfu
stjómvalda, þá hefði hann verið sam-
þykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu,
hefði hún komið til.
Það virkaði jákvætt, að frá upp-
hafi var því afdráttarlaust og ítrekað
lýst yfír af æðstu ráðamönnum hér,
að samþykktum við EES-samninginn
en vildum ekki halda lengra — inn
í ESB, þá breyttist hann sjálfkrafa
í uppsegjanlegan tvíhliða milliríkja-
samning íslands við Evrópusam-
bandið. Nú er sú staða komin upp —
eða hvað? Það er greinilegt, að þeir
menn á Islandi, sem leynt og ljóst
gefa í skyn, með einangrunargrýluna
að vopni, að hag okkar væri best
borgið með aðild að ESB, — þeir
telja þá stöðu ekki fýsilega eða full-
nægjandi.
Norrænt samstarf
Yfirlýsingar frá nýafstöðnu þingi
Norðurlandaráðs, gagnstætt því sem
haldið hefur verið fram um einangr-
un okkar frá hinum Norðurlöndun-
um, gefa vissulega ástæðu til bjart-
sýni um, að norrænar bræðraþjóðir
okkar muni áfram vilja halda uppi
öflugu samstarfí, ekki síst á sviði
menningar og vísinda, sem skiptir
meginmáli. Og íslendingar hafa
næstu árin þá ákjósanlegu stöðu að
vera í forsæti Norðuriandaráðs.
Liggur því ekki beint við að halda
áfram þá braut, sem mörkuð hefur
verið og taka upp samræður við ESB
um framtíðarútfærslu EES-samn-
ingsins, þegar betur kemur í ljós,
hver verður framvinda mála varðandi
hin EFTA-löndin? Þjóðaratkvæða-
greiðsla seinna á árinu á Norðurlönd-
unum sem í hlut eiga gætu þó sett
þar strik í reikninginn.
Óþarfa vangaveltur
Vangaveltur nú um „rækilega
könnun", vafalaust með ærnum til-
kostnaði, varðandi hugsanlega aðild
okkar að ESB virðast því ótímabær-
ar og óþarfar.
Eða hvað ætti Hagfræðistofnun
HÍ að kanna, sem ekki hefir verið
kannað áður í áralöngum viðræðum
og samningaþófi?
Er líklegt, að það kæmi upp úr
Sigurlaug Bjarnadóttir
kafinu, að fiskveiðistefna ESB, sem
hingað til hefir ein sér útilokað aðild
okkar, hafi nú breyst okkur í hag?
Eða myndi það koma á daginn, að
miðstýringin frá Brussel-bákninu sé
á undanhaidi, þar með ýmis smá-
smuguleg afskipti af einkahöfum
fólks — hvort mönnum leyfist að
taka í nefið eða vörina!
Ekkert óðagot
Það er svo viðurkennd staðreynd,
jafnvel innan sambandsins sjálfs,
að mikil óvissa ríkir þar um fram-
tíð þess, ekki síst á pólitíska svið-
inu. Þeir svartsýnu spá jafnvel, að
Evrópuhugsjónin, sem byggt var á
í upphafi, verði aldrei að veruleika.
Það er því ekki ástæða til neins
óðagots nú. Og allt holtaþokuvæl um
einangrun og útilokun er út í hött.
Að sjálfsögðu leggjum við enn sem
fyrr mikið upp úr sem mestum og
bestum samskiptum við aðrar Evr-
ópuþjóðir, sem við deilum með menn-
ingarlegri arfleifð og sögu. Málið
snýst sannarlega um fleira en mark-
aðs- og viðskiptamál. í þeim efnum
höfum við enga ástæðu til að ör-
vænta, þótt fiskurinn okkar hafi
nýverið fengið kaldar móttökur í
Frakklandi. Ymislegt bendir til þess,
að við eigum vaxandi möguleika á
viðskiptum við Bandaríki N-Amer-
íku, Japan og fleiri Asíulönd.
Látum því slag standa og einbeit-
um okkur að því að fá það besta sem
völ er á út úr EES-samningnum, sem
við höfum á borðinu.
Höfundur er menntaskólakennari.
Starf ITT á íslandi
eftir Björn Lárusson
í febrúar 1993 tók ég þá ákvörðun
að ganga til liðs við ITC IRPU, sem
hefur aðsetur í Reykjavík. ITC stend-
ur fyrir International Training in
Communication. Astæða fyrir inn-
göngu minni í ITC IRPU er sú að
ég hafði áhuga á því að safna reynslu
sem myndi nýtast mér í starfi mínu
og sömuleiðis langaði mig að kynn-
ast skemmtilegu fólki. Ég hef ekki
orðið fyrir vonbrigðum þann tíma
Cjaldskrá Islandsbanka vegna debetkorta:
Notkun debetkorta
ódýrari en notkun tékka
íslandsbanki hefur ákvebib gjaldskrá bankans yfir þjónustugjöld af debetkortum
sem tekur gildi 1. júní nœstkomandi. Fram til þess tíma eru kortin án endurgjalds.
Gjöldin verba þessi:
• Kortagjald 250 kr. á ári
• Fœrslugjöld á úttektir 9 kr. hver fcersla
10% ódýrarí en tékkar
Mibab vib algengustu notkun einstaklinga á tékkum (10 hefti á ári) mun
kostnabur korthafa verba 10% iœgri en þab hefur hingab til kostab ab greiba
meb tékkum.
Sem dœmi má nefna ab 10 tékkhefti á ári kosta nú 2.750 krónur, en sams konar
notkun debetkortsins kostar á einu ári 2.500 krónur.
Debetkortib er auk þess hœgt ab nota á mun fleiri vegu en til stabgreibsiu. Þab er
um leib hrabbankakort, persónuskilríki og tékkaábyrgbarkort. Þessi nýi
greibslumibill mun því hafa í för meb sér bœbi sparnab og aukin þœgindi fyrir
vibskiptavini bankans.
Debetkortakerfib er því spor í þá átt ab þeir sem nota þjónustuna borgi fyrir
hana. Hingab til hefur greibslumiblunin ab mestu verib borgub meb vaxtamun.
Vaxtamunur hefur dregist mjög saman á undanförnum misserum og stendur því
ekki lengur undir öllum þeim þjónustukostnabi sem hann bar ábur. Þess vegna er
verib ab endurskoba gjaldskrá íslandsbanka meb þab fyrir augum ab hún verbi
smám saman í samrcemi vib þab sem þjónustan raunverulega kostar.
ISLAN DSBAN Kl
Stjórn 2. ráðs ITC talið frá vinstri: Kristín Dagbjartsdóttir, þingskapa-
leiðari, Bjarney Gísladóttir, ritari, Hjördís Jensdóttir, forseti, Vilhjálm-
ur Guðjónsson, 1. varaforseti, Halldóra Ólafsdóttir, 2. varaforseti, og
Alma Birgisdóttir, gjaldkeri.
sem ég hef starfað innan samtak-
anna.
ITC-samtökin voru stofnuð í
Bandaríkjunum á árinu 1938. Innan
samtakanna eru nú aðilar frá 25
löndum víðs vegar um heim. Félags-
skapurinn er opinn bæði konum og
körlum. Litarháttur, skoðanir eða
uppruni skipta ekki máli.
ITC eru þjálfunarsamtök, sem
veita þjálfun í mannlegum samskipt-
um, þjálfa hæfileika til forystu og
stuðla að sjálfsþroska. Markmiðið
með starfinu í ITC er að félagar
öðlist aukið sjálfstraust.
Hér á landi starfa 18 ITC-deildir,
víðs vegar um landið.
Fundir í deildum eru haldnir tvisv-
ar í mánuði og eru viðfangsefni á
hveijum fundi fjölbreytt, bæði fræð-
andi og skemmtileg í senn. T.d. fé-
lagsmál, ýmiskonar fræðsla og kynn-
PYRIT
GULLSMIÐJA
ÖNNU MARIU
Veslurgata 3 sími 20376
ingar, og ræðukeppni. Enginn tekur
að sér verkefni sem hann ekki treyst-
ir sér til. Lýðræði er í hávegum haft,
m.a. þannig að séð er til þess að
félagar fái til þess tækifæri að taka
að sér embættisstörf og hlutverk í
samræmi við reynslu og áhuga hvers
og eins. Stjórnin og nefndir starfa
aðeins í eitt ár. Á hveiju vori er
kosin ný stjórn og skipað aftur í
nefndir.
ITC-deildum á íslandi er skipt í
þijú svokölluð ráð og eru nokkrar
deildir í hveiju ráði. Ráðin halda
þrjá ráðsfundi hvert ár fyrir sínar
deildir. Einnig er haldið eitt lands-
þing á hveiju ári á vegum landssam-
taka ITC hér á landi.
Mín deild, ITC IRPA, er í 2. ráði.
Á þessu starfsári er einn félagi deild-
arinnar, Hjördís Jensdóttir, forseti
ráðsins. Skylda 2. ráðs er að veita
félögum fræðslu á ráðsfundum í for-
ystu, stjórnun og samskiptum, sam-
tals 12 klukkutíma á hveiju starfsári.
Þriðji ráðsfundur þessa starfsárs
hjá 2. ráði verður einmitt haldinn
nk. laugardag, 26. mars, kl. 13-18.
Fundarstaður er Hótel Saga. Þann
fund mega sitja, sem endranær, allir
sem áhuga hafa. Umræddur fundur
er kjörinn vettvangur fyrir fólk sem
vill kynna sér starfsemi ITC á íslandi.
Höfundur er lögfræöingur og
félagi í ITC-deildinni Irpu.
Íslensk hönnun og hondverk
ani!im,‘,w;ii!CT
VSK - UPPGJÖR
BIKERFiSÞRÓUN HF.
FÁKAFEN111 -SÍMI 688055