Morgunblaðið - 25.03.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.03.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 25. MARZ 1994 25 Tuttugu hermenn fórust í N-Karólínu Óljóst hvað olli árekstri yfir Pope-flugvelli Reuter Harmleikur á Pope-velli REYKJARBÓLSTRAR og logatungur standa upp úr Starlifter-flutn- ingavélinni á Pope-flugvelli í N-Karólínu skömmu eftir að brakið úr orrustuþotunni féll á hana. Fayetteville í N-Karólínu. Reuter. SÉRFRÆÐINGAR bandaríska fiughersins kanna nú hvað hafi valdið árekstri tveggja flugvéla yfir Pope-herflugvellinum í Norð- ur-Karólínu á miðvikudagskvöld. Alls létu 16 hermenn lífið og um 80 slösuðust er brak úr annarri vélinni féll á risastóra cl41 Star- Jeltsín Rússlandsforseti sagður með skorpulifur Moskvu. Reuter. RÚSSNESK yfirvöld vísuðu í gær á bug fréttum NBC-sjón- varpsstöðvarinnar bandarísku þess efnis að Borís Jeltsín Rúss- landsforseti hefði verið með skorpulifur árum saman og veikindin væru lífshættuleg. Sagði talsmaður forsetans mar- goft hafa svarað slíkum sögu- sögnum á undanförnum árum og vísaði til svara sinna við þeim. Heimildir NBC fyrir veik- indunum eru vestrænn leyni- þjónustumaður og tveir fyrr- verandi rússneskir embætt- isrnenn. Jeltsín dvelst nú við Svartahaf í hressingarskyni. Heilsa forsetans er afar viðkvæmt mál í Rússlandi og á Vesturlöndum, þar sem hann er álitinn trygging þess að umbót- um verði komið á. Sögusagnir um heilsubrest forsetans hafa verið uppi frá því að hann fékk taugaá- fall árið 1987. Fyrst og fremst hefur verið rætt um drykkju for- setans, svo og það að hann er veill fyrir hjarta. Nýlega var Jelts- ín frá vinnu í þrjár vikur, var sagð- ur með kvef og síðar flensu. Meint veikindi forsetans eru talin geta spillt enn frekar stöðu Jeltsíns. Dræm þátttaka í sveitar- stjórnarkosningum um síðustu helgi, einkum í Pétursborg, var túlkuð sem áfall fyrir forsetann. Orðrómur hefur verið á kreiki um að nánustu samstarfsmenn forset- ans hafi lagt á ráðin um valdarán en fréttaskýrendur benda á að slíkar sögusagnir gangi jafnan fjöllum hærra eystra þegar leið- toginn bregður sér af bæ. lifter-flutningavél á vellinum og eldur varð laus í henni. Hinni vél- inni, sem var C-130 Hercules- flutningavél, tókst að lenda heilu og höldnu. Vélarnar tvær voru í æfingaflugi. Minni vélin var orrustuþota af gerðinni F-16D, báðum flugmönnum hennar tókst að skjóta sér út í fall- hlíf og sakaði ekki. Þotan tættist í sundur og féll logandi brakið á flug- brautina og Starlifter-vélina. Menn- irnir sem fórust voru fallhlífaher- menn er biðu eftir því að komast um borð í hana í æfingaflug. Þeir munu allir hafa verið frá Fort Bragg-her- stöðinni sem er í grennd við Pope- völlinn. Um 20 hinna slösuðu fengu fljótlega að fara af sjúkrahúsi en sumir hinna eru enn taldir í lífshættu. Bill Clinton forseti sendi aðstand- endum samúðarkveðjur í gær og sagði atburðinn minna Bandaríkja- menn á að þeir sem gegndu störfum við varnir landsins, jafnt heima sem erlendis, hættu lífi sínu og ættu skil- ið þakkir altra landa sinna. París. Reuter. JACQUES Delors, forseti framkvæmdasljórnar Evrópusambands- ins, ESB, sagði í gær að kreppa innan sambandsins vegna deilna um atkvæðavægi væri betri kostur en slæm sátt. Eins og kunnugt er hafna Bretar og Spánverjar því að fjölgað verði atkvæðum, sem þarf til að hindra framkvæmd samþykkta ESB, eftir að fjögur af rílgum Fríverslunarbandalags Evrópu, EFTA, þ.e. Austurríki, Finnland, Noregur og Svíþjóð, hafa fengið aðild á næsta ári. Hin aðildaríkin 10 vilja að tekið verði 27 atkvæði í stað 23 nú. verði tillit til væntanlegrar fjölg- unar fulltrúa í ráðaherraráðinu, æðstu valdastofnun ESB og á bak við neitunarvald minnihlutans „Eg kýs fremur samþykki en sundurlyndi en ég óttast ekki kreppu, sem yrði eins og reynslan sýnir betri kostur en slæm sátt,“ IIIUMBIM hver í sínum flokki LAD A ^ LAD A M LAD A LAD A SAFIR 1500cc - Sgíra Frá 558.000 kr. 140.000 kr. út og 14.274 kr. í 36 mánuði SKUTBILL 1500cc - 5gíra Lux Frá 647.000 kr. 162.000 kr. út og 16.513 kr. í 36 mánuði SAMARA 1500cc - 5gíra Frá 694.000 kr. 175.000 kr. út og 17.649 kr. í 36 mánuði SPORT 1600cc - 5gíra Frá 798.000 kr. 200.000,- kr. út og 20.288 kr. í 36 mánuði Töktmi notaða bíla sem greiðslu upp í nýja og bjóðimi ýnisa aðra greiðslumöguleika. Tekiö liefiir verið tillit til vaxta í útreikningi á niánaðargreiðslum. AI AI! RAOTHÆFCR KIISI I K! ■fíhð*' Honse bouillon Fiske bouillon Jacques Delors um deilur í Evrópusambandinu Kreppa betri en slæm sátt sovs Alt-i-én teming -med smag, kulor og jævninc sagði Delors í viðtali við franska blaðið InfoMatin. Hann benti á, að síðan Rómarsáttmálinn var gerður 1957, hefði það verið regl- an, að 30% metinna atkvæða hefði þurft til að stöðva samþykktir. Sagði hann, að yrði haldið fast við 23 atkvæðin, myndi það valda verulegum vanda við fjárlagagerð ESB og framkvæmd landbúnaðar- stefnunnar. bouillon — Lamb Klar bouillon Sveppa- kraftur Alltaf uppi á teningnum! kraftmikið oggott bragð! YDDA F1 4.17/8ÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.