Morgunblaðið - 25.03.1994, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1994
TVÍTUGUR Eskfirðingur var í fyrradag dæmdur í Héraðsdómi í 18
mánaða fangelsi fyrir að hafa ruðst inn á heimili fulltrúa sýslumanns
á staðnum, ráðist á hann og slegið í kvið og andlit þannig að fulltrú-
inn rifbeinsbrotnaði og varð fyrir alvarlegum innvortis áverkum sem
gera þurfti að með bráðaaðgerð á Landspítalanum en þangað var
maðurinn fluttur í skyndi smeð sjúkraflugvél. Vegna aðdraganda máls-
ins og framkomu fulltrúans í orðaskiptum við árásarmanninn á hóteli
í bænum fyrr um kvöldið hafnaði dómurinn því að refsa piltinum fyr-
ir árás á opinberan starfsmann.
Árásarmaðurinn og tveir félagar
hans höfðu hitt sýslufulltrúann á
hóteli á Eskifirði kvöidið fyrir árás-
ina, sem var framin snemma morg-
uns laugardaginn 8. janúar 1994.
Mennimir höfðu ræðst við á hótelinu
og verið undir áfengisáhrifum. Full-
trúinn hafði m.a. áður farið með lög-
reglumál sem tengdust piltinum og
fengið til meðferðar ákæru á hendur
honum. Gegn neitun sýslufulltrúans
báru ákærði, félagar hans og fleiri
vitni, að fulltrúinn hefði kallað
ákærða dópista og sagst vera búinn
Skáta-
handbókin
Skátahandbókin er
EIN VANDAÐASTA BOK
SEM KOMIÐ HEFUR
UT um starf fyrir
skata og annað
UNGT FÓLK.
Leiklist
Hnútar
SKyNDIH JALP
Attaviti
Utieldun
Ferðamennska
OG MARGT FLEIRA
Tilvalin
FERMINGARGJÖF
304 sí©uR
ívðEin5
2.700
Fæst / Skátabúðinni og
mörgum bókaverslunum
að panta fyrir hann pláss á Litla-
Hrauni. Síðar um nóttina knúðu
ákærði, tveir félagar hans og stúlka
dyra hjá sýslufulltrúanum.
I niðurstöðum Amgríms ísbergs
héraðsdómara segir að sannað sé að
ákærði hafí í heimildarleysi ruðst inn
á sýslufulltrúann og slegið hann í
kviðinn með þeim afleiðingum að
hann hiaut þá áverka að hann var
nær dauða en lífí að mati læknis sem
gerði að sárum hans.
Vísað er til orðaskipta ákærða og
fleiri við fulltrúann á hótelinu og seg-
ir að sannað sé að þau orðaskipti
hafí verið kveikjan að því að ákærði
og félagar hans hringdu dyrabjöllunni
hjá sýslufulltrúanum en ósannað sé
að þá hafí vakað fyrir þeim að ráð-
ast á manninn en þeir kváðust ein-
ungis hafa ætlað að stríða honum.
Þeir báru einnig gegn neitun fulltrú-
ans að þegar hann kom til dyra hafi
hann viðhaft ummæli við ákærða um
Litla-Hraun og þau ummæli hafí ver-
ið tilefni árásarinnar. Dómurinn telur
sannað þrátt fyrir neitun fulltrúans
með tilliti til orðaskipta mannanna á
hótelinu að sýslufulltrúinn hafi látið
þessi orð falla og að þau hafí orðið
kveikjan að árásinni.
Þá segir að fulltrúinn og flestir
viðmælenda hans hafí verið undir
áhrifum áfengis á hótelinu. „Það má
öllum ljóst vera hversu óheppilegt það
er að menn í þeirri stöðu ræði störf
sín eða málefni þeim tengd við slíkar
aðstæður, segir í dóminum og einnig
að dómurinn geti því ekki fallist á
að orðaskipti fulltrúans tengist starfi
hans á þann hátt að það falli undir
starf hans þannig að með árásinni
hafí verið brotið gegn því ákvæði
almennra hegningarlaga sem refsi
sérstaklega fyrir árásir sem opinberir
starfsmenn verði fyrir vegna starfa
þeirra. „För ákærða og félaga hans
heim til [fulltrúans] verður því ekki
talin tengjast starfí hans sem opin-
bers starfsmanns. Hér að framan var
því slegið föstu að tiltekin ummæli
[fulltrúans] um ákærða og Litla-
Hraun hefðu verið kveikjan að árá-
sinni. Þau voru heldur ekki í tengslum
við starf [fulltrúans] sem fulltrúa
sýslumanns og verður ákærði því
sýknaður af því að hafa brotið gegn
106. grein almennra hegningarlaga,"
segir í dóminum og er þar vísað til
fyrrgreinds ákvæðis hegningarlaga
til verndar opinberum starfsmönnum
en maðurinn hafði verið kærður fyrir
að btjóta gegn því auk þess að ger-
ast sekur um húsbrot á heimili
mannsins og meiriháttar líkamsárás.
ATRIÐI úr Gúmmíendur synda víst sem fræðir fólk um áfengisbölið.
Gúmmíendur synda víst komið í skjól Áfengisvarnaráðs
Sýnir þverskurð af
drykkjusiðum landans
FRÆÐSLULEIKHÚSIÐ sem stendur að leikþættinum Gúmmíendur
synda víst eftir Eddu Björgvinsdóttur og Súsönnu Svavarsdóttur, hefur
fengið aðstöðu hjá Áfengisvarnaráði undir starfsemi sína. Á skrifstofu
ráðsins eru veittar upplýsingar um verkið og tekið við pöntunum.
Leikþátturinn var frumsýndur í nóvember og hefur verið sýndur víða,
alls í um þijátíu skipti. Skólamálaráð hefur nú gert samning við leikhóp-
inn um að sýna verkið í öllum skólum, og auk þess verða tíu sýningar
á verkinu á Akureyri um næstu helgi í tengslum við dagskrá í tilefni
af ári fjölskyldunnar, og fjórar á Akranesi.
Gúmmíendur synda víst var upp-
haflega ætlað að taka mið af viðtals-
bók Súsönnu Svavarsdóttur við eig-
inkonur alkóhólista, og setja kafla
úr reynslusögum þeirra í leikræna
mynd. Edda leikstýrir verkinu og
segir að upprunalega hugmyndin
hafí gengist undir talsverðar breyt-
ingar meðan á samningu verksins
stóð. Sýningin sem áhorfendur beija
augum sé að miklu leyti sjálfstæðari
skáldskapur en stefnt var að.
Boðskapur gegnum hlátur
Verkið er um 25 mínútna langt
og dregur upp níu myndir úr íslensk-
um veruleika, sem endurspegla að
sögn Eddu þverskurð af drykkjusið-
um landans. „Við reynum að skoða
alla þætti áfengisneyslu og um-
gengni við áfengi og fletirnir á verk-
inu eru fleiri en voru í bókinni. Ég
vil ekki setia bað á sömu hillu og
i//; qontdœtiu
verk meistaranna, en leiðin er í anda
Dario Fo sem byggist á því að inn-
byrða boðskapinn í gegnum hlátur-
inn. Hlátur er best til þess fallinn
að brjóta niður varnarveggi fólks og
koma því á framfæri sem höfundar
hafa að segja á beittari og dýpri
hátt en hægt er annars," segir Edda
og kveðst sakna hérlenclis leikhúss
sem hafi skoðanir, leikhúss sem þori
að taka afstöðu og notfæra sér sterk
meðul til að miðla afstöðunni. „Leik-
húsin og leikhóparnir leggja áherslu
á listrænu hliðina en þora ekki að
æsa fólk gegn sér. List sem „stuðar“
er ekki til á íslandi, nema kannski
í bókmenntum, þó að þetta sé leið
sem mér þykir mjög vænleg til
árangurs." Edda segir að Gúmmíend-
ur synda víst og Áhorfandinn í aðal-
hlutverki sem Fræðsluleikhúsið sýndi
í fyrra í samvinnu við Þjóðleikhúsið,
séu fyrstu vísar að því að draumur
hennar um leikhús sem tekur afstöðu
rætist.
Drykkja í samhengi
Gúmmíendur synda víst hefst á
rauðvínskynningu þar sem maður
nokkur heldur „skemmtilega hátíðar-
ræðu,“ segir Edda. Persónunni fínnst
mikill menningarauki að allri fjöl-
breytni í áfengismálum íslendinga,
og fagnaði m.a. jólaglöggi, bjór
o.s.frv. „Vel getur verið að hann
hafi lög að mæla, en við tökum ekki
afstöðu til þess, heldur sýnum boð-
skap hans í samhengi við næsta at-
riði sem segir frá tveimur unglings-
stelpum á leið á ball. Á því heimili
hefur verið ákveðið að kaupa handa
þeim vín til að þær þurfí ekki að
sm'kja greiða fyrir utan Ríkið, og
aftur setjum við ekki út á þá afstöðu
foreldranna. heldur sýnum hana í
samhengi. Næst lítum við inn til
hjóna sem orðin eru sérfræðingar í
að svívirða hvort annað og ryðja út
úr sér óborganlega fyndnum fúkyrð-
um í því sambandi. Þá komum við
inn til lítilla barna sem segjast vera
ósköp hrædd og skilja ekkert í þess-
um látum, í sömu mund og foreldr-
amir tala um að sem betur fer sé
drykkjan ekki farin að bitna á böm-
unum. Því næst kemur fjöruga parið
á sjónarsviðið; engin vandamál á
þeim bæ, bara eitt og eitt smáslys
eins og framhjáhald og fóstureyðing.
Og þannig heldur verkið áfram um
víðan völl,“ segir Edda.
í fyrstu lék Amar Jónsson karl-
hlutverk sýningarinnar, en þar sem
hann er kominn í ársfrí til Spánar
hefur Jón St. Kristjánsson leyst hann
af hólmi á móti Margréti Ákadóttur
og Ragnheiði Tryggvadóttur.
Fermingar á landsbyggð-
inni, pálmasunnudag
Metsölublad á hvetjum degi!
20 ára maður dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir árás á sýslufulltrúa á Eskifirði
Ekkí refsað sérstaklega fyrir
árás á opinberan starfsmann
Ferming i Sauðárkrókskirkju kl.
10.30. Fermd verða:
Birgir Óli Sigmundsson,
Fellstúni 4.
Birna Eiríksdóttir,
Víðigrund 16.
Gunnar Páll Ólafsson,
Grenihlíð 28.
Jón Marz Eiríksson,
Hólatúni 9
Kristinn Tobías Björgvinsson,
Brennihlíð 1.
Kristrún Ósk Sigurðardóttir,
Háuhlíð 8.
María Ósk Sigurðardóttir,
Háuhlíð 8.
Pálmi Jónsson,
Háuhlíð 12.
Svavar Atli Birgisson,
Dalatúni 4.
Valberg Már Sveinsson,
Víðimýri 8.
Þuríður Óttarsdóttir,
Aðalgötu 5.
Ferming í Sauðárkrókskirkju kl.
14. Fermd verða:
Auðunn Blöndal,
Jöklatúni 5.
Ásgrímur Örvar Jónsson,
Fellstúni 15.
Bríet Ama Jóhannesdóttir,
Jöklatúni 10.
Gígja Hrund Stefánsdóttir,
Lerkihlíð 3.
Hjördís Katla Jóhannesdóttir,
Birkihlíð 6.
Hrafnhildur S. Kristjánsdóttir,
Brekkutúni 9.
Hrafnhildur Viðarsdóttir,
Hlíðarstíg 4.
Ingi Örn Kristjánsson,
Jöklatúni 1.
Páll Ragnar Pálsson,
Birkihlíð 17.
Þorsteinn Rúnar Pálsson,
Barmahlíð 2.
Ferming í Bjarnaneskirkju kl.
14. Prestur sr. Baldur Kristjáns-
son. Fermd verða:
Arnbjörn Þórberg Kristjánsson,
Bjamanesi 1.
Ágúst Már Ágústsson,
Hæðargarði 18.
María Ema Jóhannesdóttir,
Lækjarbrekku 2.
Ragnar Sigrúnarson,
Nesjaskóla.
Rakel Ósk Heimisdóttir,
Hæðargarði 1.