Morgunblaðið - 25.03.1994, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1994
Minning
Jón Oddsson frá
Siglunesi - Minning
Fæddur 8. ágúst 1903
Dáinn 17. mars 1994
Skarð er höggvið í stóran frænd-
garð. Góður drengur hefur kvatt
þetta tilverustig eftir langan ævidag.
Dugnaður og hreysti dugðu honum
yfir níu áratugi. Þreyttum er hvíldin
góð, eftir liðinn vinnudag.
Á Dalabæ í Úlfsdölum bjuggu á
nítjándu öldinni merk heiðurshjón,
Þorvaldur Sigfússon og kona hans
Guðrún Þorsteinsdóttir, bónda á
Staðarhóli í Siglufírði. Þau bjuggu
lengi rausnarbúi á góðri bújörð og
ráku einnig mikla útgerð á þeirra
tíma mælikvarða. Um tíma ráku þau
einnig búskap á næsta bæ, Engidal
í Úlfsdölum. Drýgstar munu tekjur
þeirra hafa verið af sjófanginu og
þá einkum af hákarlaveiðum, sem
oft voru stundaðar á fleiri en einu
skipi. Þegar Þorvaldur lést, um átt-
rætt, kom í ljós að hann hafði átt
16 jarðir og mikið lausafé, enda kall-
aður „hinn ríki“. Út af þessu fólki
eru miklar ættir komnar.
Sonarsonur Dalbæjarhjóna var
Oddur Jóhannsson, bóndi og hákarla-
skipstjóri á Engidal og Siglunesi.
Kona hans var Guðrún Ingibjörg Sig-
urðardóttir frá Nesi í Flókadal. Þau
eignuðust átta börn, en aðeins fjögur
þeirra komust til fullorðinsára. Börn
þeirra, sem upp komust voru: Oddur
Oddsson, trésmiður, síðast í Reykja-
vík, f. 20. júlí 1894, d. 3. mars 1981.
Sæunn Oddsdóttir, húsfreyja, Siglu-
firði, f._ 18. júlí 1895, d. 24. júní
1938. Ólöf Oddsdóttir, húsfreyja í
Lónkoti, f. 10. júlí 1896, d. 13. júní
1976. Jón Oddsson, sem hér er
minnst. Hann var yngstur systkin-
anna, fæddur 8. ágúst 1903 á Siglu-
nesi.
Jón Oddsson og Oddur bóðir hans
tóku við búskapnum á Siglunesi eft-
ir að faðir þeirra fórst í hákarlalegu
með skipi sínu „Samson" og allri
áhöfn, sjö mönnum, í Krossmessu-
garðinum 14. maí 1922. Árið 1926
flutti Oddur inn til Siglufjarðar og
stundaði þar iðn sína, trésmíðar. Tók
Jón þá við búinu og bjó á Siglunesi
til ársins 1972 eða í 46 ár. Þá hætti
hann búskap og flutti inn í kaupstað-
inn.
Siglunes var til foma fjölmennasta
byggðarlagið á þessu svæði. Þar em
landkostir góðir og stutt á fengsæl
fiskimið. Þar er talið að hafi verið
elsta útver á Norðurlandi. Þama var
prestsetur og aðalkirkja þessara
byggða fram til 1614 og hálfkirkja
síðan til 1765. Þingstaður var þar
og miðpunktur hins foma Siglunes-
hrepps. Hlunnindi margs konar hafa
löngum einkennt þetta byggðarlag,
m.a. mikill tijáreki og selveiði. Á
þessum góða stað bjó Jón Oddsson
allan sinn búskap, ásamt nokkmm
öðmm bændum.
Jón byijaði sjómennsku ungur að
ámm. Hann var aðeins 14 ára gam-
all þegar hann fór í fyrstu hákarla-
leguna með föður sínum. Hann tók
stýrimannspróf á Akureyri árið 1924
og fékk réttindi á 60 tonna skip, sem
skipstjóri. Búskapinn stundaði hann
jafnframt sjómennskunni, en hafði
jafnan frekar lítið bú, en mjög nota-
dijúgt. Einnig vora hlunnindin notuð
til búdrýginda, eftir því sem til féll
hveiju sinni.
Árið 1931, þann 8. apríl, kvæntist
Jón Oddsson Báru Tryggvadóttur frá
Akureyri. Hún var fædd 27. júní
1908 og andaðist 11. júní 1990. Þau
eignuðust tvo syni, þeir eru:
Oddur, fæddur 6. desember 1930,
útgerðarmaður á Siglufirði, sem
kvæntur er Svövu Aðalsteinsdóttur
og eiga þau sex böm.
Einar, fæddur 8. janúar 1932,
skipstjóri í Grindavík. Hann var
kvæntur Helgu Jónsdóttur, en hún
andaðist 17. ágúst 1972. Þau eign-
uðust fimm börn.
Allt er þetta myndar- og dugnað-
arfólk, sem ber einkenni forföðurins
á Dalabæ, sem var langafí Jóns
Oddssonar.
Hann varð stúdent sumarið 1935
í sama árgangi og ég, en kynni okk-
ar hófust í íjórða bekk. Þá bættust
margir nýir nemendur við þá er fyr-
ir vora. Þegar langt var liðið að stúd-
entsprófínu flutti Stefán heim til mín
og bjó þar fram yfir prófið. Síðan lá
leið okkar beggja austur á land til
heimkynna hans, en hann bauð mér
að slást í förina.
Fórum við fyrst sjóleiðina með
ms. Esju til Reyðarfjarðar en þaðan
að Skjöldólfsstöðum í kláffeiju yfir
Jökulsá. Þá sýndi Stefán framúrskar-
andi dirfsku og meiri en ég nokkra
sinni hef orðið vitni að er hann fór
úr feijunni út á strengina yfir
straumþungt jökulvatnið, sem beljaði
niðri í gljúfrinu. Hvílík hugdrifska.
Dvaldi ég í foreldrahúsum hans
um hálfs mánaðar skeið í góðu yfír-
læti. Stefán var söngmaður góður,
traustur vinur og félagi, en lét ekki
mikið á sér bera. Leiðir okkar lágu
ekki oft saman síðar á ævinni, því
hann aflaði sér frekari menntunar í
útlöndum og bjó og starfaði lengst
af utan Reykjavíkur.
Við áttum þó margar ánægjulegar
samverastundir með bekkjarsystkin-
um á stúdentsafmælum. Ég flyt konu
hans Ingu Ólafsdóttur hugheilar
samúðarkveðjur svo og fjölskyld-
unni. Blessuð veri minning hans.
Bjarni Konráðsson.
Hnefilsdalur er stórbýlisjörð sem
liggur fyrir miðjum Jökuldal austan
Jöklu. Þar, sem annars staðar á þess-
um slóðum, era ijárlönd eindæma
góð og tíðkaðist þar að halda fé til
beitar allan veturinn nema í verstu
harðviðrum.
í byijun þessarar aldar hófu bú-
skap í Hnefilsdal Guðríður Jónsdóttir
og Bjöm Þorkelsson. Foreldrar Guð-
ríðar vora hjónin Sigríður Jónsdóttir
og Jón Magnússon á Skeggjastöðum
á Dal en Bjöm var frá Klúku í Hjalta-
staðaþinghá^ sonur hjónanna
Guðnýjar Ólafsdóttur og Þorkels
Bjömssonar bónda þar.
Ungu hjónin í Hnefilsdal höfðu
bæði notið þeirrar gæfu að hleypa
heimdraganum og komast í skóla,
hún í Kvennaskólann á Akureyri,
hann í Flensborg í Hafnarfirði. Sú
undirstaða nægði til þess að í Hnef-
ilsdal var um þeirra daga menning
; og mennt svo í heiðri höfð að ein-
stætt má telja.
Þeim Hnefilsdalshjónum varð ell-
efu bama auðið og var Stefán, sem
hér er minnst, sjötti í röðinni, fædd-
ur 11. nóvember 1908. Nú eru að-
Jón var hraustleikamaður sem bar
háan aldur vel. Fyrir tæpum ijórum
áram vistaðist hann á Sjúkrahúsi
Siglufjarðar. Þar hafði hann fótavist
þar til fyrir ári síðan, að hann varð
eins tvö þessara systkina á lífi, Þor-
kell og Helga.
Bimi og Guðríði þótti sjálfsagt að
senda börn sín í skóla og fóra þau,
er á legg komust, eitt af öðra í Al-
þýðuskólann á Eiðum og aðra fram-
haldsskóla. Er röðin kom að Stefáni
hafði hann ákveðið að halda í lang-
skólanám og fékk ekkert því haggað
enda hafði hann tekið þá ákvörðun
er hann stóð yfir fénu á Múlhúsunum
vetur eftir vetur á unglingsárum sín-
um, oft í rysjóttri tíð.
Þegar Stefán hóf nám í MR var
kreppan skollin á og má nærri geta
að skapfestu og kjark þurfti til að
láta ekki deigán síga. Stúdentsprófí
lauk hann vorið 1935 og hélt að því
búnu til háskólanáms í Kaupmanna-
höfn og lauk þaðan prófí í mjólkur-
verkfræði vorið 1940. Þá var stríðið
í algleymingi og siglingar milli landa
lágu niðri. En í október um haustið
gafst færi er Esjan fór í Petsamoför-
ina frægu.
Um farsælan starfsferil Stefáns
ætla ég ekki að íjölyrða, það munu
aðrir gera, en um hríð starfaði hann
sem framkvæmdastjóri Mjólkurbús
Flóamanna og um aldarfjórðungs
skeið sem forstjóri Mjólkursamsöl-
unnar í Reykjavík.
Stefán Björnsson var knár maður
og sterkbyggður, dökkur á brún og
brá á yngri árum ein sog þeir Hnefl-
ungar allir, vel eygur, hægur í fasi,
einarður. Hann var greindur vel,
skáldmæltur og sannur fagurkeri.
Hann bar ekki tilfinningar sínar á
torg en var gegnheill maður, hlýr
og gjafmildur.
Er Stefán hélt áleiðis til Petsamo
forðum var honum bannað að taka
með sér fátæklegar reytur sínar.
Allslaus skyldi hann heim halda enda
var skipið bókstaflega troðið fólki.
Þegar heim kom heimsótti hann fljót-
lega Þorkel bróður sinn og fjölskyldu
hans. Dró hann þá úr pússi sínu
handa börnunum dýrindis gjafír sem
hann hafði keypt af litlum éfnum og
laumað með sér úr útlandinu. Þá
eignaðist ég minn fyrsta bíl og systk-
ini mín fengu svipaðar gjafir sem
okkur eru ógleymanlegar enn þann
dag í dag. Svona var Stefán og þann-
ig reyndi ég hann alla tíð.
Fljótlega eftir heimkomuna kynnt-
ist Stefán ungri og glæsilegri heima-
sætu úr Hreppunum, Ingu Ólafsdótt-
ur frá Eystra-Geldingaholti. Gengu
þau í farsælt hjónaband og lifir Inga
bónda sinn. Þau hjónin eignuðust tvö
böm, Hrafnhildi og Sigurð. Hrafn-
hildur er lögfræðingur að mennt og
var gift Hjalta Björnssyni lækni, sem
t
Móðir okkar,
JÓNÍNA ÞÓRÐARDÓTTIR,
Brekastíg 10,
Vestmannaeyjum,
verður jarðsungin frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, laugardaginn
26. mars kl. 14.00.
Heiðar Magnússon,
Jóhann Magnússon,
Emilía Magnúsdóttir.
t
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR JÓNATHANSDÓTTIR,
Vegamótum,
verður jarðsungin frá Bústaðarkirkju í dag, föstudaginn 25. mars,
kl. 10.30.
Guðfinna Guðmundsdóttir, Rafn Thorarensen,
Sigrún Thorarensen, Dagný Thorarensen,
Selma Thorarensen, Sigurður R. Jónsson,
Rakel Sif Sigurðardóttir.
t
GUÐNÝ GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR,
Flekkudal,
Kjós,
sem lést 20. mars sl., verður jarðsungin í Reynivallakirkju laugar-
daginn 26. mars kl. 14.00.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Minningarsjóð Reyni-
vallakirkju.
Fyrir hönd vina og vandamanna,
Ragna Lindberg,
Guðný Guðrún Ivarsdóttir,
Sigurlína Jóhanna Jóhannesdóttir,
Guðni Kristinn Ólafsson,
Guðrún Sigriður Þorsteinsdóttir,
Ólöf Helga Þorsteinsdóttir.
t
Innilegar þakkir til allra fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför
fósturmóður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
HELGU BJÖRNSDÓTTUR,
Vatnshömrum,
Andakfl.
Sérstaklega þökkum við nágrönnum hennar í heimabyggð fyrir
órofa tryggð og umhyggju í gegnum árin.
Guð blessi ykkur öll.
Ruth Fjeldsted, Þráinn Sigurjónsson,
Þorsteinn Fjalar Þráinsson, Eva Friðþjófsdóttir,
Elfn Helga Þráinsdóttir, Lasse Rosengren,
Anna Sigríður Þráinsdóttir, Victor Helgason,
Sigurjón Einar Þráinsson,
Friðþjófur Þrosteinsson, Sigurður Gunnar Þorsteinsson,
Sonja Kristina Rosengren, Steinunn Victorsdóttir.
Stefán Bjömsson
forstjóri - Minning
t
Eiginkona mín og móðir okkar,
KOLBRÚN MAGNÚSDÓTTIR,
Fagrabæ 5,
Reykjavík,
lést í Borgarspítalanum þann 22. mars.
Sveinn Gíslason.
að mestu nímliggjandi og þar lést
hann. Á sjúkrahúsinu fékk hann
mjög góða umönnun, sem hér með
er þökkuð. Hann hafði verið röskur
til allra verka, bæði á sjó og landi,
var mjög léttur á fæti og mikill
göngumaður. Oft fór hann fótgang-
andi hinar illræmdu Siglunesskriður
en þær era mjög erfíð gönguleið inn
til kaupstaðarins. Hann var glaðvær
og hress í sínum hópi og hafði mik-
inn áhuga á landsmálum. Jón var
gætinn og glöggur og einstaklega
minnugur og fróður um menn og
málefni og kunni frá mörgu að segja.
Til þess var tekið hvílík ógrynni af
vísum, einkum rímum, hann kunni
og kvað við raust, með ýmsum
rímnalögum. Fyrir nokkram áram
kvað hann 120 vísur inn á segul-
band, án þess að hafa blað eða minn-
ispunkta. Slíkt var hans frábæra
minni.
Þessi ágæti drengskaparmaður er
kært kvaddur af vinum og vensla-
mönnum og ástvinum hans eru
sendar innilegar samúðarkveðjur frá
okkur hjónunum og börnum okkar.
Þ. Ragnar Jónasson.
lést langt um aldur fram. Börn þeirra
era tvö^ Sigurður er læknir, kvæntur
Mörtu Ólafsdóttur líffræðingi og eiga
þau einn son. Inga og Stefán ólu
einnig upp frá unga aldri systurdótt-
ur Ingu, Hafdísi Ólafsdóttur mynd-
listarmann. Maki hennar er Atli
Hauksson tæknifræðingur og eiga
þau eina dóttur.
í fyrra gaukaði Stefán að mér
ljóðakveri sínu sem hann gaf út
handa vinum sínum og vandamönn-
um. Sú gjöf er mér dýrmæt. Um
leið og ég sendi ykkur ástvinum
Stefáns innilegustu samúðarkveðj-
ur frá mér, fjölskyldu minni og öldr-
uðum föður er við hæfi að kveðja
með eigin orðum Stefáns Björns-
sonar:
Nú er göngustígurinn
upp brekkuna
þaícinn plu og rauðu laufi
og ég þarf trefil
um hálsinn.
Lygnu sólskinsdagarnir
óvenju mörgu
eru liðnir
og heyjast hefur forði
af lífsgleði og ánægju.
Kannski endist þessi forði,
þótt veturinn verði
langur, dimmur og kaldur,
Ég ætla að yrkja annað ljóð,
þegar daginn fer að lengja.
Ingvi Þorkelsson.
Slæm mistök urðu við vinnslu
myndar af Stefáni Björnssyni
sem birtist með minningargrein-
um um hann I blaðinu í gær.
Morgunblaðið biður fjölskyldu
Stefáns innilega afsökunar á
þessum mistökum.
ÍERFIDRYKKJURl
HÉTEL ESJA
sími 689509
v y