Morgunblaðið - 25.03.1994, Síða 41

Morgunblaðið - 25.03.1994, Síða 41
Föstudagskvöld Opið föstudags- OG LAUGARDAGSKVÖLD Sérréttamatseðill, skemmtun og dansleikur. Opið til kl. 03.oo Laugardagskvöld Midvikudagskvöld Sérréttamatseði 11, skcmmtun og dansleikur. Opið til kl. 03.oo MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1994 41 María Ellingsen og William Peterson í hlutverkum sínum í Curucao. KVIKMYNDIR Var kærkomin tilbreyting Eg leik Díönu Waterman, ríkan eiganda myndlistargallerís sem er í sumarleyfi á eyjunni Curucao. Díana er svo óheppin að verða ástfangin af persónu sem William Peterson leikur, hann er öryggisvörður bandaríska sendi- ráðsins á staðnum og annar tveggja aðila þarna sem vandræð- in elta uppi. Þetta er spennumynd og ég kem við sögu fram undir miðja mynd. Hlutverk mitt endar er ég bið Peterson um að giftast mér. Hann neitar og síðan kem ég ekki meira við sögu. Þetta gerist á blaðsíðu 40 af 100 síð- um,“ segir María Ellingsen leik- kona um sjónvarpsmyndina „Curucao“ sem framleidd var af sjónvarpsstöðinni Show Time í fyrra. Myndinni var leikstýrt af Ungverjanum Carl Schulz sem leikstýrði m.a. nokkrum af þátt- unum um Indiana Jones ungan, en þeir voru sýndir í sjónvarpinu hér á landi á sínum tíma. „Curucao" er nú fáanleg á íslensk- um myndbandaleigum. „Mér bauðst þetta fljótlega eft- ir að ég hætti í Santa Barbara og þetta var kærkomin tilbreyting fyrir utan að það var meiri háttar að koma í Karíbahafið. Ég hef gaman af ferðalögum og var þarna niður frá í tvær vikur,“ segir María. María sagði enn fremur um myndina að söguþráðurinn gerðist verulega flókinn eftir að persóna hennar væri úr sögunni. og tækni- fólkið og leikaramir hefðu slegið þvi fram bæði í gríni og alvöru að ekki veitti af síðari hluta mynd- arinnar. „Það skemmtilega við þetta var að þama var samankom- inn frábær hópur um ekkert ofsa- lega gott handrit. Flestir gáfu sig í þetta vegna þess orðspors sem fer af leikstjóranum og svo er bókin sem myndin er gerð eftir sögð nokkuð góð. Þama var frægastur manna George C. Scott, sem er frábær leikari og gefur ekkert eftir þótt árin hafi færst yfir hann. Ég lék öll mín atriði á móti Peterson, en gerði mér far um að fýlgjast með Scott þegar hann var að störf- um. Það var mikil og góð reynsla." OFSTOPI Nicholson kærður fyrir líkamsárás Leikarinn Jack Nicholson hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og á yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi og háa fjársekt ef hann verður sekur fundinn. Jack réðist nýverið á bifreið aðdáanda síns, Roberts Blank, og sundraði fram- rúðunni með golfkylfu. Skarst mað- urinn nokkuð í andliti og höfðaði þegar mál á hendur leikaranum. Forsagan var sú, að Blank var að ónáða Nicholson með glæfralegu aksturslagi. Ók hann meðfram hon- um og sveigði í veg fyrir Nicholson með þeim afleiðingum að leikarinn þurfti að nauðhemla. Fauk þá í Nicholson og á næstu ljósum spratt hann út úr bíl sínum, jós fúkyrðum yfir Blank, sótti síðan golfkylfu í bílskottið hjá sér og mölvaði með henni framrúðuna á bíl Blanks með framangreindum afleiðingum. Vinir og vanda- menn Nicholsons hafa áhyggjur af þessu hátterni hans og segja Jack Nichoison. hann hafa verið styggan í skapi síðan að hann sleit samvistum við sambýliskonu sína og bamsmóður Rebeccu Broussard fyrir nokkru. Áður en hann tók saman við Rebeccu var hann annálaður skap- brestamaður, jafnvel hrotti á köfl- um, en Broussard hélt þeim eigin- leikum hans mjög í skefjum. Er nú að sjá hver framvindan verður... Þorrablót íslendingafélagsins í New York var haldið á Holiday Inn í White Plains fyrir skömmu og var vel á þriðja hund- rað manns samankomið til þessarar hátíðar sem á sér rætur aftur í heiðni. Edda Magnusson, formaður félagsins, setti samkunduna með ræðustúf. Meðal annars kynnti hún heiðursgesti kvöldsins sem voru Tómas A. Tómasson sendiherra og frú hans, Kornelíus Sigmundsson aðalræðismaður og frú og Margrét Jónsdóttir Ward vararæðismaður. Þama voru einnig boðnir velkomnir Neil Bardal frá Kanada, fyrrum forseti Þjóðræknifélagsins í Vestur- heimi, og Jón Ásgeirsson, formaður Þjóðræknifélagsins á Islandi. Þorramaturinn var hinn hefð- bundnasti, útbúinn af Þórarni Guð- laugssyni og framreiddur af Erni Garðarssyni. Voru matnum gerð góð skil og sumir skoluðu honum niður með íslensku brennivíni sem sendiherrahjónin lögðu veislunni til. Síðan voru kyijuð ættjarðarlög og dans stiginn við undirleik hljóm- sveitarinnar „Hálft í hvoru“ sem komin var alla leið heiman frá Klak- anum. íslendingafélagið í New York er Veislugestir og gott betur: heiðursgestir, f.v. Kornelíus Sigmundsson aðalræðismaður, sendiherrrahjón- in Tómas A. Tómasson og frú, Jón Ásgeirsson formaður Þjóðræknifélagsins á íslandi, Edda Magnusson formaður íslendingafélagsins í New York og Neil Bardal fyrrum forseti Þjóðræknifélagsins í Norður Ameríku. MATUR Blótað í Vesturheimi Örn Garðarsson matreiðslumeistari brosir breitt. 55 ára um þessar mundir, eða fimm árum eldra en lýðveldið sem er fímmtugt á þessu ári. Margir fé- lagsmenn munu hafa í hyggju að heimsækja fornar heimabyggðir í tilefni af lýðveldisafmælinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.