Morgunblaðið - 25.03.1994, Side 51

Morgunblaðið - 25.03.1994, Side 51
51 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1993 KORFUKNATTLEIKUR Brown - Robinson: 1:0 Gíslason þjálfari meistaranna - sagði Jón Kr. Við vorum allt of staðir í sókn- inni í fyrri hálfleik og vörnin var í molum nema hvað Mike [Brown] lék vel. í leikhléi ákváðum við að breyta vörninni þannig að hver sæi um sinn mann og mætti ekki búast við hjálp frá öðrum. Þetta gekk upp og okkur tókst að stöðva Val og Teit sem höfðu leikið mjög vel í fyrri hálfleik. Maður kannaðist við Keflavíkurliðið í síð- ari hálfleiknum," sagði Jón Kr. Gíslason þjálfari og leikstjórnandi ÍBK eftir sigurinn. „Vörnin var ekki nógu góð í fyrri hálfleik hjá okkur. Þeir komust allt of mikið framhjá okkur maður á mann nema Mike tókst að stöðva Rondey. í seinni hálfleik var vörnin fín hjá okkur," sagði Guðjón Skúla- son fyrirliði ÍBK. „Þegar vörnin gekk upp small sóknin líka og ég held það sýni mikinn „karakter" að ná að vinna Njarðvíkinga eftir svo'na slæman fyrri hálfleik. Heima- völlurinn hafði líka sitt að segja og ég er viss um að næstu leikir verða jafn spennandi og þessi. Þessi lið gefa ekkert eftir,“ sagði Guðjón. „Við lékum ekki nógu vel í fyrri hálfleik, hvorki í sókn né vöm,“ sagði Mike Brown ánægður eftir sinn fyrsta leik hér á landi. „Þetta gekk allt miklu betur í síðari hálf- leik og þetta var gríðarlega skemmtilegt.“ Nú lékst þú mjög vel í vörninni, ertu ánægður með þinn leik? „Já, já. Körfuknattleikur snýst um vamarleik og hvað sókninni við- kemur þá var hún ekkert vanda- mál,“ sagði kappinn og brosti enda ekki nema tveir sólarhringar síðan hann kom til Keflavíkur og því ekki enn kominn inní leikkerfi liðsins. „Þeir komu okkur á óvart með breyttum varnarleik í síðari hálfleik og það setti okkur út úr okkar leik- kerfum. Við látum þá ekki koma okkur á óvart á laugardaginn, það er alveg á hreinu," sagði Njarðvík- ingurinn Teitur Örlygsson eftir leik- inn. „Ég verð að segja að mér fannst Helgi [Bragason dómari] alveg út úr heiminum í síðari hálf- leik. Rondey var haldið allan tímann og ekkert dæmt. Annars var þetta okkur sjálfum að kenna. Þeir ýttu okkur langt út á völl með sinni vörn og langskotin gengu ekki hjá okkur af þessu langa færi,“ sagði Teitur. 11/19 10/18 3ja 25 Villur 22 —*----«---1— 1 Botta tapað 11 y ■w'—«■»»-■ ■■■— .... 5 Stoðsendingar 18 Skúli.Unnar Sveinsson skrifar KEFLVÍKINGAR höfðu betur í æsispennandi nágrannaslag í gærkvöldi þegar þeir tóku á móti Njarðvíkingum í fyrsta, eða fyrri, leik liðanna í undan- úrslitum úrvalsdeildarinnar i körfuknattleik. Keflvíkingar sýndu hvers þeir eru megnug- ir, áttu á brattann að sækja í fyrri hálfleik en tókst með breyttri vörn og mikilli baráttu að saxa á forskot UMFN og sigra, 94:88. Leikmenn virtust nokkuð tauga- trektir fýrstu mínútumar því það gekk hvorki né rak að koma knettinum rétta boðleið til að byija með. En þegar menn fóru að hitta þá gekk það líka glatt. Mikill hraði var í leiknum og sóknir liðanna sjaldan lengri en 10-15 sek- úndur. Njarðvíkingar höfðu undir- tökin allan fyrri hálfleikinn og fór Valur fyrir sínum mönnum, lék meistaralega og gerði fyrstu 14 stigin fýrir UMFN. Keflvíkingar voru steinsofandi í vörninni og eins og myndastyttur í sókninni þannig að Njarðvíkingar þurftu í rauninni ekki að leika neina meistaravöm til að gæta þeirra. Þrátt fyrir að Njarðvíkingar væm miklu betri í fyrri hálfleik munaði ekki nema 11 stigum í leikhléi. Teitur átti stórleik undir lok fyrri hálfeiks þegar hann lét tvívegis dæma ruðning á Böðvar Kristjáns- son, ungan og lítt reyndan leikmann IBK. Teitur gerði einnig mjög glæsilega körfu á þessum tíma. Það var furðuleg ráðstöfun hjá ÍBK að láta ungan og óreyndan mann, Böðvar, leika síðustu mínútur fyrri hálfleiks, en hann sannaði á loka- sekúndunum að hann kann ýmis- legt, skoraði úr tveimur af þremur vítaskotum eftir að brotið var á honum í þriggja stiga skoti. Breytt vöm ÍBK Það var á keflvískum áhorfend- um að heyra í leikhléi að 11 stig væru ekki nægilega mikið fyrir Njarðvíkinga, þrátt fyrir að gestim- ir hefðu leikið miklu betur en heima- menn. Sá er þetta skrifar var ekki eins viss. En Keflvíkingar mættu ákveðnir til leiks og breyttu vörn- inni. Breytingin var ekki stórvægi- leg, en næg til að slá Njarðvíkinga út af laginu. Keflvíkingar hættu að hjálpa hver öðrum og ákváðu að hver og einn skyldi bera ábyrgð á sínum manni. Við þetta efldist vam- Morgunblaðið/Ámi Sæbcrg Margir biðu eftir einvígi Mike Browns og Rondeys Robinsons til vinstri og það má með sanni segja að Keflvíkingar hafi unnið aftur í lottóinu, því Brown hafði betur í baráttunni við Rondey. arleikurinn gríðarlega og Njarðvík- ingar voru neyddir langt út fyrir þriggja stiga línu þar sem þeir reyndu talsvert af skotum án árang- urs. Smátt og smátt saxaðist á for- skotið og þegar 8 mínútur voru eftir var staðan 61:62. Þá tóku skyttumar Guðjón og Kristinn til sinna ráða og gerðu fimm þriggja stiga körfur á stuttum tíma. Glæsi- legar körfur þar sem þeir félagar vora sjaldnast í nokkru jafnvægi, en niður fór boltinn. Á þessum kafla kom Kristinn Guðlaugsson inná hjá ÍBK. Þrátt fyrir ungan aldur stóð strákurinn sig frábærlega vel. Lék vörnina af festu og var óragur við að keyra upp að körfunni og reyna skot. Hann var mjög drífandi og hafði góð áhrif á lið sitt. Allt var nú í járnum; Keflvíking- ar þó alltaf á undan. Á lokamínút- unni reyndu Njarðvíkingar að btjóta og treysta á að Keflvíkingar misnot- uðu vítaköstin. Það gekk framan af en undir lokin urðu gestimir að reyna þriggja stiga skot sem mis- heppnuðust og sigur heimamanna var í höfn. ÍBK vann aftur í lottóinu Það biðu margir eftir einvígi Mike Brown og Rondey Robinson og það má með sanni segja að Keflvíkingar hafi unnið aftur í lottó- inu. Fyrri vinninginn fengu þeir þegar Foster átti stórleik með liðinu í bikarúrslitaleiknum og seinni vinn- Kannaðist loks við liðið í seinni hálfleik inginn í gærkvöldi. Mike Brown hafði betur í baráttunni við Rond- ey, lék frábæra vöm og í fyrri hálf- leik gerði Rondey aðeins eitt stig. Raunar fékk Brown að halda dálít- ið mikið í Rondey, en engu að síður er þama á ferðinni frábær vamar- maður, tók 17 varnarfráköst í leikn- um. Sóknina lék hann skynsamlega. Jón Kr. var varla hálfur maður en hann náði þó að gefa 9 stoðsending- ar. Kristinn og Guðjón vora „heitir" á réttum tíma en annars lék allt liðið ágætlega í síðari hálfleik. Valur lék frábærlega framan af hjá Njarðvíkingum og Teitur var sterkur og það eru ekki margir hér á landi sem beijast af eins miklum krafti og hann. Jóhannes lék vel á köflum og Kristinn var lengstum sterkur í vörninni. Njarðvíkingar geta nagað sig í handarbökin að hafa ekki gert út um leikinn í fyrri hálfleik. Þá höfðu þeir tækifæri til þess, en nýttu ekki. ÍÞRÓfllR FOLK ■ DALE EIIis hjá San Antonio Spurs varð fyrsti leikmaður NBA- deildarinnar til að skora 1.000 stig úr þriggja stiga skotum. Þessu af- reki náði hann í leik gegn Sacra- mento um helgina. ■ ANDERS Limpar var í gær seldur frá Arsenal til Everton fyrir 1.6 millj. pund áður en frestur til félagaskipta rann út. Svíinn var mjög VÍnsæll hjá Arsenal og stjórinn Hennessy ^eorge Graham ÍEnglandi saKðl hann emn hæfileikaríkasta mann, sem hann hefði haft, en engu að síður hefur hann aðeins verið með í_12 leikjum í vetur. PETER Beagrie sá þá sæng sína útbreidda og samþykkti að fara frá Everton til Manehester City, sem greiddi 1,1 millj. pund fyrir kant- manninn. EVERTON keypti einnig miðju- manninn Joe Parkinson frá Bour- nemouth fyrir 800.000 pund. KEVIN Keegan, stjóri New- castle, vakti athygli fyrir að greiða 2.7 millj. pund fyrir varnarmanninn Darren Peacock hjá QPR. Hærri upphæð hefur ekki verið greidd fyrir vamarmann í Englandi og þetta er hæsta upphæð, sem QPR hefur feng- ið fyrir leikmann. NEWCASTLE hefur ekki greitt svo mikið fyrir leikmann, „en ef menn vilja fá það besta þá kostar það,“ sagði Keegan. LIVERPOOL lánaði Stoke Mark Walters út tímabilið og verður hann í framlínunni með Þorvaldi Örlygssyni. “ CLIVE Allen fór frá West Ham til Millwall fyrir 75.000 pund og er Millwall sjöunda félagið í London, sem hann leikur fyrir. H ELVIS Stojko frá Kanada átti hug og hjörtu áhorfenda sem dómara í listhlaupi á skautum á HM í gær og sigraði eins og við var búist. Frakkinn Philippe Candeloro var í öðra sæti og Viacheslav Zagorod- niuk frá Ukraínu í þriðja, en ólymp- íumeistarinn Alexei Urmanov frá Rússlandi varð að sætta sig við fjórða sætið. ÚRSLIT ÍBK: UMFIM 94:88 íþróttahúsið í Keflavík, úrvalsdeildin í körfuknattleik, fyrsti leikur i undanúrslit- um, fimmtudaginn 24. mars 1994. Gangur leiksins: 0:2, 0:5, 9:18, 20:29, 28:38, 31:45, 36:45, 36:49, 40:52, 50:60, 58:62 64:64, 73:72, 82:80, 90:83, 94:88. Stig IBK: Kristinn Friðriksson 25, Guðjón Skúlason 22, Albert Óskarsson 14, Mike Brown 12, Brynjar Harðason 8, Sigurður Ingimundarson 7, Kristinn Guðlaugson 4, Böðvar Þ. Kristjánsson 2. Stig UMFN: Valur Ingimundarson 32, Teit- ur Órlygsson 19, Jóhannes Kristbjörnsson 18, Rondey Robinson 12, Rúnar Ámason 5, Friðrik Ragnarsson 2. Dómarar: Helgi Bragason og Leifur Garða- son. Dæmdu mjög vel í fyrri hálfleik en talsvert slakari í þeim stðari. Áhorfendur: Um 900. Þór-ÍR.....................105:82 Iþróttahöllin á Akureyri, fyrsti leikur af tveimur eða þremur um sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, fimmtudaginn 24. marz 1994. Gangur leiksins: 2:0, 14:2, 24:6, 36:16, 44:30, 52:36, 54:44, 57:48, 64:50, 72:58, 76:67, 84:69, 93:77, 105:82. Stig Þórs: Sandy Anderson 35, Einar Val- bergsson 15, Konráð Óskarsson 10, Bjöm Sveinsson 10, Hafsteinn Lúðvíksson 9, Birg- ir Ö. Birgisson 8, Helgi Jóhannesson 8, Birgir Guðfmnsson 7, Arnsteinn Jóhannes- son 3. Stig ÍR: Chris Brandt 37, Broddi Sigurðs- son 13, Halldór Kristmannsson 11, Hilmar Gunnarsson 7, Bragi Reynisson 6, Eiríkur Önundarson 4, Márus Amarsson 2, Gunnar Örn Þorsteinsson 2. ■Þórsarar sigruðu mjög sannfærandi f þessum fyrsta úrslitaleik liðanna um sæti í úrvalsdeildinni. Þeir vora aðeins fremri á öllum sviðum og spumingin var í raun að- eins hvað stór sigurinn yrði. ÍR-ingar eiga samt hrós skilið fyrir að gefast aldrei upp og þrisvar náðu þeir að minnka muninn í minna en 10 stig. Sandy Anderson spilaði frábærlega fyrir Þór, skoraði grimmt og hirti aragrúa frákasta. Chris Brandt var bestur ÍR-inga, lék mjög vel og var hittinn. Liðin mætast aftur á morgun, en tvo sigra þarf til að tryggja sætið í úrvalsdeild. Pálmi Óskarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.