Morgunblaðið - 25.03.1994, Side 52

Morgunblaðið - 25.03.1994, Side 52
MernM -setur brag á sérhvern dag! MORGVSBLADID, KRINGLAN I 103 REYKJA VÍK SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÚLF 30J0 / AKVREYRI: HAFNARSTRÆTI 86 FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Morgunblaðið/RAX Loðnuveiðar undir Jökli LOÐNUVEIÐI gekk vel í gær út af Dritvík á Snæfellsnesi, en á þeim slóðum fannst ný ganga fyrir tveimur dögum. Heldur dró þó úr veiðinni þegar leið á kvöldið að sögn Þor- steins Kristjánssonar, skipstjóra á Hólmaborg SU, sem er íjær á myndinni. Nær er Sunnuberg GK, en það sigldi í gærkvöldi áleiðis til Grindavíkur með fullfermi, eða um 800 tonn af kreistanlegri loðnu. Hólmaborg, sem er aflahæsta loðnuskip flotans, kom á miðin um hádegi í gær og kvaðst Þorsteinn sáttur við aflann, þótt hann væri full blandaður hæng. Þorsteinn var hins vegar svartsýnn á veiði í nótt, þar sem loðnutorfurnar virtust hafa ákveðið að leggjast í felur, vonandi þó aðeins tímabundið, eins og hann sagði. Úthafskarfi mokveið- ist utan 200 mílnanna ÍSLENSKIR togarar á úthafskarfaveiðum hafa verið að fá mok- afla undanfarna daga suðvestur af landinu utan 200 sjómílna lög- sögunnar. Sjóli HF var kominn með 250 tonn af karfa upp úr sjó eftir rúma viku á miðunum og svipaða sögu var að segja af hinum togurunum. Vesturland Fjögur sveitarfélög sameinast Borgarnesi. SVEITARSTJÓRNIR fjög- urra sveitarfélaga á Vestur- landi samþykktu sameiningu sveitarfélaganna í gærdag. Kosning sveitarstjórnar hins sameinaða sveitarfélags fer fram laugardaginn 28. maí næstkomandi en sameining- in tekur gildi 11. júní 1994. í hinu nýja sveitarfélagi verða rúmlega tvö þúsund og eitt hundrað íbúar. Sameiningin var samþykkt samhljóða hjá Borgarnesbæ með öllum sjö atkvæðunum, fjórir voru með og einn á móti hjá Norðurárdalshrepp og Stafholtstungnahrepp og fjórir greiddu atkvæði með samein- ingunni hjá Hraunhreppi en einn sat hjá. Fulltrúar í sveitarstjórn hins sameinaða sveitarfélags verða níu talsins. Akveðið er að láta fara fram skoðanakönnun um nafn á nýja sveitarfélaginu og ákveða nafnið á grundvelli hennar. Hið nýja sveitarfélag mun taka yfir allt það land, sem nú tilheyrir áðurgreindum sveitarfélögum. Landfræðilega eru sveitarfélögin að mestu aðskilin en aðspurðir settu sveitarstjórnarmennirnir það ekki fyrir sig, en sögðu að mestu máli skipti að þessum áfanga væri náð. Þetta væri fyrsta skrefið til heildarsam- einingar sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar og allt vestur að Snæfellsnesi. TKÞ Úthafskarfaveiðarnar hefjast mun fyrr nú en oftast áður. Al- gengt er að veiðarnar hefjist þegar ein vika er liðin af aprílmánuði og standa þær oft í 2-3 mánuði, eða þar til karfinn hefur gengið inn í grænlensku landhelgina. Jón Sigurðsson seðlabankastjóri og formaður bankastjórnar Seðla- banka íslands sagði í ræðu sinni á ársfundi Seðlabankans að í heild hefðu kröfur bankans á ríkissjóð í formi markaðsbréfa af ýmsu tagi Átta togarar á miðunum „Það er gott fiskerí en það eru búnar að vera miklar brælur héma. Það mokfiskast núna og ætli við séum ekki komnir með um 250 tonn á rúmri viku,“ sagði Guð- og að meðtöldum húsbréfum og breytingum á viðskiptareikningum vaxið frá því í lok október 1993 um sex til sjö milljarða króna eftir því hvort lækkun verðbréfaeignar vegna endurhverfra viðskipta væri mundur Kjalar Jónsson skipstjóri á Sjóla í samtali við Morgunblaðið. Guðmundur Kjalar sagði að sér hefði komið nokkuð á óvart hve mikil veiði er núna en þó hefði hann heyrt af skipum sem lentu í aflahrotu svo snemma árs í fyrra. Átta íslenskir togarar eru á miðun- um og sex þýskir togarar. Sjóli vinnur fískinn um borð og pakkar honum hausskomum fyrir Japans- markað. Guðmundur sagði að þeir talin með eða ekki. „Þessi þróun veldur nokkrum áhyggjum, og hún minnir sannarlega á nauðsyn þess að dregið verði úr lánsfjárþörf ríkisins með fjárlögum fyrir árið 1995 og árin þar á eftir til þess að festa vaxtalækkunina í sessi og treysta forsendur fyrir frekari breytingum,“ sagði Jón. Hann sagði jafnframt að betra jafnvægi og meiri stöðugleiki ríkti í þjóðar- búskapnum á síðasta ári en nokkru sinni fyrr í 50 ára sögu íslenska lýðveldisins. væru á reki mestallan tímann og drægju í 2-4 klukkustundir og þá væri allt orðið fullt. Tvö skip Samhetja, Baldvin Þor- steinsson og Víðir, komu á karfa- miðin í fyrradag. Þrjú skip Granda hf., Örfirisey, Þerney og Snorri Sturluson, eru einnig á miðunum og eru tveir síðastnefndu togararn- ir nýkomnir á miðin. Öll eru skipin í mikilli veiði. 1,5 milljarða hagnaður í ræðu sinni á ársfundinum sagði Ágúst Einarsson formaður banka- ráðs Seðlabankans að hagnaður bankans á síðasta ári hefði numið 1,5 milljörðum króna og hefðu þá verið greiddir 1,2 milljarðar í opin- ber gjöld. Hann sagði að á síðustu þremur árum hefðu verið lagðir 27 milljarðar króna á afskriftar- reikning banka og sparisjóða og á sama tíma hefðu 17 milljarðar króna verið endanlega afskrifaðir. Sjá nánar á miðopnu Sighvatur Björgvinsson viðskiptaráðherra á ársfundi Seðlabankans Veiöileyfagjald getur fyrir- byggt sveiflur á raungengi Á ÁRSFUNDI Seðlabanka íslands í gær sagði Sighvatur Björg- vinsson viðskiptaráðherra að kannski væri það einasta leiðin til að koma í veg fyrir þær miklu raungengissveiflur sem eigi upp- tök sín í sjávarútvegi að taka upp veiðileyfagjald þegar hagur sjávarútvegsins batni á ný. Hann sagði að uppgangur í sjávarút- vegi hafi alltaf þrengt að öðrum atvinnugreinum og þeim geng- ið illa að glíma við hækkandi raungengi á uppgangstímum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.