Morgunblaðið - 15.05.1994, Page 13

Morgunblaðið - 15.05.1994, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR15. MAÍ 1994 B 13 '"KVIKMYNDIR'" anna frá Disney Hvemig eru sumarmyndimar vestraf Sprengju veislan Brátt taka júmbómyndir sumarsins völdin í bíóhúsum Bandaríkjanna. Arnold Schwarzenegger tapaði eftir- minnilega fyrir Júragarðinum í fyrra þegar minnstu munaði að hann yrði í raun Síðasta hasarmyndaheijan og það er spurning hvernig honum gengur í sumar með Sönnum lygum þegar Steinaldarmennirnir, Jack Nicholson í úlfsgervi og ný Disneyteiknimynd taka að keppa við hann um áhorfendur ásamt mörgu öðru Iéttmeti. eftir Arnold Indriðason Sumartíminn er gósentíð kvikmyndaveranna í Hollywood. Þá flagga þeir öllu því besta sem þeir eiga af hreinni og yfírleitt rán- dýrri afþreyingu fyrir kvik- myndahúsagesti á öllum aldri. Besta formúlan höfð- ar bæði til barna og fullorð- ^mmmmmm^m inna eins og Júra- garðurinn gerði í fyrra. Þá fer öll kjarna- fjölskyld- an af stað en ekki bara börn- in eða bara þeir fullorðnu. Með það í huga má búast við því að Steinaldarmenn- irnir raki inn dollurum í sumar en það er 45 milljón dollara stórmynd sem byggir á samnefndum teiknimyndaflokki úr sjón- varpinu. Islendingar ættu að fara í sérstakt steinald- arstuð því íslenskir tvíbura- bræður (Marínó og Hlynur Sigurðarsynir) leika son Bameys (Rick Moranis) sem kunnugt er, en hinn steinaldarlega vaxni John Goodman fer með hlutverk Fred Flintstones. IBIO Metsölumynd sfðasta sumars, Júragarð- urinn, var frumsýnd í bæði Sambíóunum og Háskóla- bíói og a.m.k. þrjár stór- myndir nk. sumars munu verða sýndar í þessum tveimur bfóum samtímis. Þetta eru myndimar Steinaldarmennirnir, sem kemur hingað í júlí,„Be- verly Hills Cop 111“, sem frumsýnd verður 12. ágúst og „True Lies“ með Schwarzenegger, sem frumsýnd verður 26. ág- úst. Alls sáu rétttæp 70.000 manns Júragarðinn í Reykjavík eingöngu og er það mesta aðsókn sem nokkur mynd hefur fengið í mörg ár. Er freistandi að hugsa sem svo að kannski hafi samstarf bfó- anna átt sinn þátt í þvf. Veðjað er á að Steinaldar- mennirnir verði metsölu- mynd sumarsins í ár en í henni eru risaeðlur aldrei skammt undan skapaðar með sömu tölvutækni og kveikti líf f risaeðlum Spi- elbergs. Nicholson hefur ekki þótt sérstakt sumarmyndafóður hingað til en hann leikur mann sem breytist í úlf í nýjustu mynd Mike Nichols, Úlfur, og segir leikstjórinn að auðvelt hafi verið að velja hann í hlutverkið því „hann er eini leikarinn sem er þegar í tengslum við úlf- inn í sér... Hann þekkir sitt dýrslega eðli.“ Úlfur eða ekki úlfur, Jack veitir ekki af almennilegri mynd þessa dagana. Tom Hanks keppir við hann sem Forrest Gump í samnefndri mynd Robert Zemeckis. Hann leikur mann sem lendir í tíma- ferðalögum og kemst í kynni við ýmsar frægar persónur sjötta, sjöunda og áttunda áratugarins. Zemeckis er frægur fyrir nýjungagirni og brellusmíði og setur Gump með sér- stakri tækni hreinlega inn í sögufræga atburði frekar en að endurskapa þá. „Við höfum ekki hugmynd um hvaða áhrif myndin mun hafa á heiminn," segir hann og reynir ekki að bregða fyrir sig lítillæti. Kúnninn eftir sam- nefndri sögu John Gris- hams mun sjálfsagt raka Býr íslendingur hér?; annar íslensku tvíburanna í fanginu á Rick Moranis í Steinaldarmönnunum. ferðina enn með James Cameron (T1 og 2) en nú byggja þeir á franskri smá- mynd, „La total“, og þenja hana út í 120 milljón doll- ara amerískt sprengju- og brelluævintýri. Ef einhverj- ir hafa meðfædda hæfileika til að eyða peningum eru það þessir tveir en í mynd- inni bjargar Schwarzeneg- ger bæði plánetunni og hjónabandinu. Aðrar spennumyndir sumarsins eru m.a. „The River Wild“ með Meryl Streep vasa- klútalausri í óbyggðun- um,„Natural Born Killers“ eftir Oliver Stone, „Speed" með Keanu Reeves í strætó sem springur í loft upp ef hann fer niður á leyfilegan hámarkshraða, „Blown Away“ með Tommy Lee Jones og Jeff Bridges í einni sprengjuveislunni til að ógleymdum Skugga með Alec Baldwin, vestranum Wyatt Earp með Kevin Costner og „Clear and Present Danger“, þriðju Bondmyndinni með Harri- son Ford. í miðju atburðanna; Hanks sem Forrest Gump. inn dollurum eins og fyrri Grishammyndir; Joel Schumacher leikstýrir Sus- an Sarandon og Tommy Lee Jones. Og svo er það Schwarzenegger. í Sönnum lygum vinnur hann eina 7.500 sáu „Ace“ fyrstu helgina Alls sáu 7.500 manns gamanmyndina „Ace Ventura" í Sambíóunum fyrstu sýningarhelgina. Þá hafa 34.000 manns séð gamanmyndina „Mrs. Do- ubtfire", 25.000 hafa séð Hús andanna, 19.500 Pelikana- skjalið, 15.500 „Beethoven 2nd“, sem einnig er sýnd í Háskólabíói, 6.500 Hetjuna hann pabba, 5.000 Fúlan á móti, 5.000 Óttalaus og 3.000 Fingralangan föður. Næstu myndir Sambíó- anna eru Beint á ská 33 1/3, sem einnig verður sýnd í Háskólabíói, „Intersection" með Richard Gere og Sharon Stone, „What’s Eating Gil- bert Grape?" með Johnny Depp, þá gamanmyndin „He- art and Souls“ og gam- anvestrinn „Lightning Jack“ með Paul Hogan. Síðan koma The Beverly Hillbillies", sem gerð er eftir sam- nefndum sjónvarps- myndaflokki og With Honors" með Joe Hún er fyrsta Disney- teiknimyndin í fullri lengd, þær eru alls 32, þar sem engin mannvera kemur fyrir en búist er við að Kon- ungur ljónanna eða „The Lion King“ verði ekkert síð- ur vinsæl en síðasta Disn- eymynd, Aladdín. Hún verð- ur frumsýnd í Bandaríkjun- um í sumar en er áætluð jólamynd Sambíóanna í ár. Það tók þijú ár að gera hana og meira en milljón Sýnd á næstunni; Sharon Stone í „Int- ersection". teikningar 600 listamanna. Matthew Broderick, Jeremy Irons, James Earl Jones, Cheech Marin og Whoopi Goldberg tala inná myndina sem segir frá litlum ljóna- unga (Broderick), syni Mu- fasa konungs ljónanna (Jo- nes), sem veit að hann mun ekki geta tekið við af föður sínum fyrr en hann hefur háð baráttu við frænda sinn, hinn illa Scar (Irons). Enn ein Disneyperlan?; úr „The Lion King“. Fæddir morð- ingjar Stones Nýjasta mynd Olivers Stones, „Natural Born Killers", verður frumsýnd í Bandaríkjunum í ágúst og er væntanleg í Sambíóin í haust. Hún segir af ijölda- morðingjum sem gula press- an og ljósvakafjölmiðlar gera að hetjum. Með aðal- hlutverkin fara Woody Harrelson og Juliette Lewis en handritið gerir ofbeldis- skáldið Quentin Tarantino. „Myndin fjallar um sí- fellda leit óvandaðra sjón- varpsþátta að rugluðum hetjum og hrifningu bæði og andúð Bandaríkjamanna á ofbeldi," er haft eftir Stone. Hann sagði það enga spurningu að Harrelson, sem leikur yfirleitt nvjúka manninn, væri sá rétti í hlut- verk morðhundsins í mynd- inni. „Hann er með besta brosið síðan Paul Newman var í toppformi og þegar maður veit af geðveikinni á bak við það fer maður að ókyrrast." Ofbeldið er talsvert í myndinni og kvikmyndað í brotum „svipað og við mynduðum JFK. Við dvelj- um ekki við það en notum það til að sjokkera". Er sagt að myndin muni ekki fara svo auðveldlega í gegnum kvikmyndaeftirlitið banda- ríska. ■ Óvíst er hvað Kevin Costner tekur sér fyrir hend- ur eftir Wyatt Earp en lík- legt er að hann leiki Nóa nútímans í 60 millj. dollara mynd sem heitir „Waterw- or!d“. Vinur hans, Kevin Reynolds leikstýrir. ■Robert Redford hefur tvær myndir í takinu. Önnur er um frægt sjónvarpssvindl á sjötta áratugnum þegar upp komst um spillingu í bandarískum spurninga- þætti. Heitir hún einfaidlega „Quiz Show“. Mun hann leikstýra henni. Hin myndin er „The American Presi- dent“ þar sem hann mun fara með titilhlutverkið en Rob Reinerleikstýrir ef samningar takast. WNæsta my/nJJonathans Deinme, sem á að baki Lömbin þagna og Fíladelf- íu, er „Parting t.he Waters" sem fjallar um fótgöngulið- ana í mannréttindasamtök- um svartra. I Nýjasta mynd Kenneths Branaghs, „Mary Shelley’s Frankenstein", verður frumsýnd t Stjörnubíói í jan- úar. Frægðarljómi fjöldamorðingjans; úr nýjustu mynd Olivers Stones, „Natural Born Killers".

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.