Morgunblaðið - 15.05.1994, Síða 17

Morgunblaðið - 15.05.1994, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMÁ SUNNUDAGUR15. MAÍ 1994 B 17 ATVINNUAU31YSINGAR Kennara vantar í Grunnskólann Djúpavogi. Kennslugreinar: Kennsla yngri barna, kennsla raungreina eldri nemenda, myndmennt, íþróttir og smíðar. Upplýsingar gefur Anna Bergsdóttir, skóla- stjóri, í símum 97-88836 og 97-88140. Kaffihús - verslun Óskum að ráða skemmtilegt og lifandi fólk til starfa í hluta- eða heilsdagsstöðu. Um er að ræða vaktavinnu fyrir aðila á aldrin- um 20 ára eða eldri. Einnig óskum við eftir hugmynda- og hæfi- leikaríkum starfskrafti í eldhús. Umsækjendur mæti til viðtals mánudaginn 16. maí á Strandgötu 9, Hafnarf. milli kl. 19 og 21. Útréttfngar Starfið felst í ýmiss konar útréttingum og sendlastörfum, m.a. í banka, pósthús o.fl. Viðkomandi mun einnig annast innheimtu að hluta til. Fyrirtækið leggur til bifreið. Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu van- ir innanbæjarkeyrslu, reglusamir og áreiðan- legir auk þess að vera eldri en 30 ára. Um heilsdagsstarf er að ræða, hentugt fyrir m.a. þá aðila sem kjósa að komast aftur út á vinnumarkaðinn. Afgreiðsla Starfið felst í móttöku viðskiptavina, ráðgjöf við val og afgreiðslu í ritfangadeild verslunar- innar. Eftirlit með vörulager, uppröðun í hill- ur auk annars tilfallandi. Góðir framtíðar- möguleikar verða fyrir áhugasaman og dug- legan starfsmann. Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu með haldbæra reynslu af sambærilegu, snyrtilegir og þægilegir í framkomu. Áhersla er lögð á reglusemi og áreiðan- leika. Um er að ræða heilsdagsstarf. Útkeyrsla/samsetn- ing húsgagna Penninn, skrifstofuhúsgögn, auglýsir eftir laghentum starfsmanni til að keyra út hús- gögn og annast samsetningu þeirra. Starfs- maðurinn þarf að geta unnið sjálfstætt og skipulagt útkeyrsluna á sem hagkvæmastan máta. Fyrirtækið leggur til bifreið. Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu þjón- ustulundaðir og með reynslu af sambærileg- um störfum. Áhersla er lögð á áreiðanleika og stundvísi í hvívetna. Umsóknarfrestur vegna ofangreindra starfa er til og með 20. maí nk. Ráðningar verða sem fyrst. Penninn sf. er 62 ára gamalt verslunarfyrir- tæki. Fyrirtækið er eitt af rótgrónari verslun- arfyrirtækjum landsins. Starfsfjöldi er álíka og árin eða um 60 talsins. Verslanir Pennans sf. eru staðsettar í Kringlunni, Hallarmúla og í Austurstræti. Umsækjendur vinsamiega athugið að um- sóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar eru eingöngu veittar hjá Ráðningarþjón- ustu Lögþings frá kl. 9-13. RÁÐNINGARÞJÓNUSTA .fclNf?0 vCrWn yr« Guðný Harðardóttir Skipholti 50c, 2. hæð, 105 Reykjavík Sími 91-628488 Markaðsstjóri í boði er krefjandi starf markaðsstjóra hjá þjónustufyrirtæki. Vinsamlega skilið inn skriflegri umsókn fyrir föstudaginn 20. maí til auglýsingadeildar Mbl., merkt: „M - 2723“. Leikskólar Reykjavíkurborgar Leikskólastjóri Staða leikskólastjóra við leikskólann Laufás- borg við Laufásveg er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 19. maí nk. Fóstrumenntun áskilin. Nánari upplýsingar gefa Bergur Felixson framkvæmdastjóri, og Margrét Vallý Jóhanns- dóttir deildarstjóri, í símá 27277. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277. Tækni-, verk- og tölvufræðingar Tölvusamskipti hf. er ungt og framsækið fyrirtæki, sem framleiðir faxhugbúnaðinn Skjáfax fyrir einkatölvur og tölvunet. Helsta verkefni fyrirtækisins er útflutningur á Skjá- faxi. Við leitum að traustum einstaklingi með góða þekkingu á tölvunetum, Windows og enskri tungu. Tækni-, verk- eða tölvufræði- menntun áskilin. Við bjóðum skemmtilegt og krefjandi starf við þjónustu á Skjáfaxi innanlands sem utan. Vinsamlegast sendið skriflega umsókn til Tölvusamskipta hf., pósthólf 5114, 125 Reykjavík, fyrir 28. maí 1994. Laus störf Útgáfufyrirtæki í borginni vill ráða í eftirtalin störf: Símavarsla Vaktavinna. Unnið annan hvern laugardag. Smá tungumálakunnátta nauðsynleg. Reykingabann í vinnunni. Pökkun Um er að ræða starf frá 1. júní til hausts. Unnið 5 nætur í viku og eftir hádegi á laugar- dögum. Tilvalið fyrir duglegan námsmann. Öllum umsóknum í bæði störfin verður svarað. Umsóknir, merktar: „ Símavarsla - 4799“ eða „Pökkun - 4800“, sendist auglýsinga- deild Mbl. fyrir þriðjudagskvöld. Leikskólar Reykjavíkurborgar Óskum að ráða fóstrur í fullt starf á eftir- talda leikskóla: Álftaborg v/Safamýri, s. 812488. Efrihlíð v/Stigahlíð, s. 18560. Lækjarborg v/Leirulæk, s. 686351. Rauðaborg v/Viðarás, s. 672185. Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leik- skólastjórar. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277. Auglýsingahönnun Stórt útgáfufyrirtæki í borginni óskar að ráða hönnuði til starfa við auglýsingagerð. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar til 22. maí nk. QtðntTónsson RÁÐGJÖF & RÁÐNi NCARÞJÓN USTA TJARNARGÖTU 14.101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 Duglegur meðeigandi Eigendur meðalstórrar innflutningsverslunar á sviði iðnaðartækja í Reykjavík óska eftir meðeiganda og/eða samstarfsmanni í stjórn- un og sölu. Æskilegt er að viðkomandi geti lagt fram allt að kr. 7.000.000 gegn 50% hlut (gengi 1) í félaginu. Mjög áhugaverðir framtíðarmöguleikar. Áhugasamir vinsamlegast sendið nafn og símanúmertil auglýsingadeildar Mbl., merkt: „Meðeigandi - 4798“. Nýtt og spennandi Við hjá Vöku-Helgafelli erum að setja í gang nýtt og spennandi verkefni og af því tilefni óskum við eftir að ráða áhugasamt fólk til sölu- og kynningarstarfa. Góð vinnuaðstaða og góð laun í boði fyrir gott fólk. Vinsamlegast hafið samband við Sigríði Jón- asdóttur í síma 91-688300 kl. 12-17. 4» VAKA-HELGAFELL Síðumúla 6, sími 688300 Frá Fræðsluskrifstofu Vestfjarðaumdæmis Lausar stöður Umsóknarfrestur til 12. júní 1994. Staða grunnskólakennara við grunnskólann í Reykjanesi við Djúp. Vegna barnsburðarleyfa vantar skólastjóra við Finnbogastaðaskóli í Árneshreppi tíma- bilið nóv.-apríl og grunnskólakennara við sama skóla timabilið okt.-mars næstkom- andi. Fræðslustjóri Vestfjarðaumdæmis. fijúkrobúsíð t Húsdvíb s.f. Hjúkrunarfræðingar Óskum að ráða í eftirtalin störf: Hjúkrunarfræðing á skurðstofu í 80% starf (viðbótarstarf fyrir hendi á legudeildum). Bakvaktir. Hjúkrunarfræðinga á blandaða 28 rúma deild og 32 rúma öldrunar- deild. Ljósmóður til sumarafleysinga. Upplýsingar veitir Aldís Friðriksdóttir, hjúkr- unarforstjóri, í síma 96-40500 og 96-40542.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.