Morgunblaðið - 15.05.1994, Page 24

Morgunblaðið - 15.05.1994, Page 24
24 B SUNNUDAGUR15. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ ÍSKLIFURI ^ Texti og myndin Einar Magnús Magnússon Adögunum héldu fjórir félagar úr Hjálparsveit skáta í Reykjavík sem jafnframt eru félagar í Alpaklúbbnum upp að Glym, hæsta fossi ^ íslands, til að reyna klifur upp þverhnípt og ísilagt standbergið sem rís upp af gljúfrinu neðan við fossinn. Botnsáin hefur á nokkrum árþúsund- um grafíð sig niður í hlíðar Hvalfellsins og skilið eftir sig eitt hrikalegasta árgljúfur landsins sem sumstaðar nær 220 metra dýpt. Það var stórfengleg sjón sem blasti við leiðangursmönnum á brúnum bjargsins. Kuldinn hafði klófest fossinn og gert úr honum myndir ógnar- stórra grýlukerta og íströlla sem vaxa á syllum þverhnípisins. Fossúðinn sem á sumardögum mettar loftið í gljúfrinu hafði sest á þverhnípta klettavegg- ina og breyst þar í klakabrynju sem myndaði kjömar aðstæður fyrir ísklifur. Þrír þeirra félaga, þeir Páll Sveinsson leiðangursstjóri, Þorvaldur V. Þórs- son og Magnús Gunnarsson, sigu ofan í gljúfrið rétt neðan við fossinn og fundu þaðan stað til að klífa ísinn. Geir Gunnarsson varð hinsvegar eftir á bjargbrúninni til að leiðbeina leiðangursmönnum um leiðina með talstöð auk þess að aðstoða ljósmyndara við oft erfiðar aðstæður við myndatöku. Það tók undir í veggjum klettanna og loftþiýstingurin skall á mönnum með miklum þunga þegar stórar ísskriður féllu úr fossinum ofan í gljúfrið. Vegna þeirrar hættu sem af þessu stafaði, klifu þeir hamarinn um fjörutíu metra frá fossinum og máttu þeir sín lítils í greipum gljúfursins. Eftir sjö klukkustunda klifur hjó Páll Sveinsson ísöxi sinni í efstu brún bjargsins og hafði hann þá klifið 170 metra leið upp ísinn. Að baki var hæsta og eitthvert erfíðasta ísklifur sem farið hefur verið á íslandi. Þeir Þorvaldur og Magnús fylgdu síðan á eftir og minningin um sigur á ófærum náttúrunnar fékk þá félaga til að gleyma kulda og þreytu sem óneitanlega hafði látið til sín segja. X $. m tei ■ ki/ - - ‘ ' " ; ðf;-v S • WJHhM- •r, m íiiii iii i ' fp'i " \ í w i L f ; ; mm rr ■ fMíii I || JF/ T* - HIBUl :f í Páll heggur öxinni inn í ísinn á síðustu metrunum áður en bjargbrúninni var náð. Maðurinn má sín lítils í greipum gljúfursins. Þorvaldur að losa trygg- ingar sem Páll var búinn að leggja. Þorvaldur V. Þórsson að síga niður 140 metra þverhnípið. Það voru ekki þægi- legar að- stæður tii að hvfla sig í á leiðinni. Hér sjást félag- arnir í hvíld- arstöðu of- arlega á myndinni, búnir að klífa um 90 metra af leiðinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.