Morgunblaðið - 19.05.1994, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B/C
111. TBL. 82. ÁRG. FIMMTUDAGUR19. MAÍ1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Færeyjar
Kosið
íjúlí?
Þórshöfn. Morgunblaðið.
ALLT bendir til þess að tillaga
stærsta stjórnarandstöðuflokks
Færeyja, Sambandsflokksins, um
að ganga til kosninga, hljóti meiri-
hluta á Lögþinginu í dag. Búist er
við að kosningarnar verði í júlí.
Við fyrstu umræðu á þriðjudag
var meirihluti samþykkur tillögunni
en að beiðni Maritu Petersen, lög-
manns, var tillagan fyrst tekin til
umræðu í laganefnd þingsins.
Tillaga Sambandsflokksins kem-
ur til annarrar og þriðju afgreiðslu
í dag og er ekki talinn nokkur vafi
á að hún verði samþykkt.
Ástæða falls landstjórnarinnar
er sú að Sjálvstýriflokkurinn dró
sig út úr stjórnarsamstarfinu í kjöl-
far deilu um þingforsetann, Lasse
Klein, en hann var rekinn úr flokkn-
um í síðustu viku. Flokksmenm-
höfðu áður lofað að styðja stjórnina
fram að kosningum, sem fram áttu
að fara í nóvember nk.
-----» ■»--«-
Þing’ið á Ítalíu
Sljórnin
samþykkt
Rómaborg. Reuter.
ÖLDUNGADEILD ítalska þingsins
lagði í gær blessun sína yfir stjórn
fjölmiðlajöfursins Silvios Berluscon-
is.
Stjórnin fékk 159 atkvæði gegn
153 og tveir sátu hjá. Samkvæmt
reglum deildarinnar telst hjáseta
jafngilda andstöðu, þannig að mun-
urinn var aðeins fjögur atkvæði.
Stjórnin er ekki með meirihluta
í deildinni og fékk atkvæði nokk-
urra þingmanna, sem hafa verið
skipaðir til lífstíðar, og miðju-
manna. Talið er nánast öruggt að
neðri deildin samþykki stjórnina.
Díana prinsessa þykir
eyða of miklu fé í fatnað.
Karl og Díana
Deilt um
fjársóun
Lundúnum. Reuter.
BRESKIR fjölmiðlar skýrðu
frá því í gær að Karl Breta-
prins væri æfur út af eyðslu-
semi Díönu prinsessu, sem
eyddi 160.000 pundum, 17
milljónum króna, í fatnað og
snyrtingu í fyrra.
Samkvæmt ársreikningi,
sem birtur var í gær, fór jafn-
virði 9,8 milljóna króna í fatn-
að handa Díönu, milljón í hár-
greiðslu, 3,2 milljónir í snyrt-
ingu og ýmsar fegrunarað-
gerðir. í þetta eyddi hún
300.000 krónum á viku að
jafnaði.
Karl hneykslaður
Dagblaðið The Daily Mail
hafði eftir vinum Karls að
hann væri hneykslaður á þess-
um útgjöldum og skildi ekki
hvemig þau gætu verið svo há.
Bresku fjölmiðlarnir lýsa
málinu sem þætti í baráttu
Karls og Díönu um samúð al-
mennings eftir skilnað þeirra
árið 1992. Sagt var að Karl
hefði aldrei áður skipt sér af
útgjöldum prinsessunnar.
Friðarsamvinna NATO og Austur-E vr ópur íkj a
Rússar fái sér-
stakan samning
Brussel. Reuter.
ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ
(NATO) samþykkti í gær að bjóða
Rússum sérsamning um samstarf í
hermálum eftir að þeir höfðu hafnað
Friðarsamvinnunni (Partnership for
Peace), sem bandalagið bauð Áust-
ur-Evrópuríkjum og fyrrverandi lýð-
veldum Sovétríkjanna.
Sendiherrar aðildarríkjanna 16
samþykktu að stefna bæri að sér-
stökum samningi við Rússa sem yrði
algjörlega óháður Friðarsamvinn-
unni og tæki mið af „stærð Rúss-
lands og áhrifum“. í samningnum
verður kveðið á um meira samráð í
öryggismálum Evrópu en gert er ráð
fyrir í Friðarsamvinnunni.
Rússneska stjórnin hefur kvartað
yfir því að NATO hafi ekki tekið
nægilegt tillit til sjónarmiða þeirra,
til að mynda þegar ákveðið var að
gera loftárásir á serbnesk skotmörk
í Bosníu.
Ráðamenn í mörgum Austur-Evr-
ópuríkjum, sem vilja aðild að NATO,
hafa á hinn bóginn kvartað yfir því
að bandalagið hafi tekið of mikið
tillit til Rússa, sem eru andvígir
stækkun NATO í austur. Sérstakur
samningur við Rússa gæti því valdið
uppnámi á meðal annarra Austur-
Evrópuþjóða.
Sendiherrarnir samþykktu einnig
að hin Austur-Evrópuríkin þyrftu
að fá að vita um sérsamninginn við
Rússa í smáatriðum.
Stjórnarandstaðan sigurviss í Malaví
SAMEINAÐA lýðræðisfylkingin, helsti stjórnar- ingunum í landinu. Myndin er af ungum stuðn-
andstöðuflokkurinn í Malaví, kvaðst í gærkvöldi ingsmönnum flokksins fagna kosningunum, sem
vera örugg um sigur í fyrstu lýðræðislegu kosn- binda enda á þrjátíu ára einsflokkskerfi í landinu.
Vigdís forseti
í Slóvakíu
VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti íslands,
kom í opinbera heimsókn til Slóvakíu í
gær. Forseti Slóvaka, Michal Kovac, tók
á móti Vigdísi í höfuðborginni, Brat-
islava, og myndin var tekin við það tæki-
færi. Síðar um daginn ræddi Vigdís við
forsætisráðherra Slóvakíu og lagði
blómsveig að minnismerki um fórn-
arlömb uppreisnarinnar gegn stjórn
Jozefs Tisos, sem ríkti undir vernd Þjóð-
verja, árið 1944. Um kvöldið bauð Vig-
dís til veislu í Bratislava-kastala. Heim-
sókn forsetans lýkur á föstudag.
Morgunblaðið/CTK - Jana Kosnarova
Vopnahlé talið
líklegt í Bosniu
Sarajovo. Reuter.
TALSMENN Serba og múslima í Bosníu gáfu í skyn í gær, að þeir
gætu fallist á fjögurra mánaða vopnahlé eins og Rússar, Bandaríkja-
menn og fulltrúar Evrópusambandsins hafa lagt til. Yrði sá tími notað-
ur til hefja að nýju viðræður um varanlegan frið í landinu.
Mirko Pejanovic, Serbi, sem sæti að hann vildi vopnahlé strax og án
á í bosnísku forsætisnefndinni, sem
er þó aðallega skipuð múslimum,
sagði í gær, að ríkisstjórnin léti
hugsanlega af andstöðu sinni við
vopnahlé í fjóra mánuði en ítrek-
aði, að hún vildi hafa það skenunra.
Radovan Karadzic, leiðtogi Bosníu-
Serba, tók hins vegar af skarið um,
skilyrða. Kvað hann Serba vilja
binda enda á stríðið í landinu og
sagði, að stöðva yrði sókn múslima
við Tuzla.
Múslimar hafa verið andvígir
íjögurra mánaða vopnahléi af ótta
við, að það yrði til að festa í sessi
landvinninga Serba.