Morgunblaðið - 19.05.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.05.1994, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B/C 111. TBL. 82. ÁRG. FIMMTUDAGUR19. MAÍ1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Færeyjar Kosið íjúlí? Þórshöfn. Morgunblaðið. ALLT bendir til þess að tillaga stærsta stjórnarandstöðuflokks Færeyja, Sambandsflokksins, um að ganga til kosninga, hljóti meiri- hluta á Lögþinginu í dag. Búist er við að kosningarnar verði í júlí. Við fyrstu umræðu á þriðjudag var meirihluti samþykkur tillögunni en að beiðni Maritu Petersen, lög- manns, var tillagan fyrst tekin til umræðu í laganefnd þingsins. Tillaga Sambandsflokksins kem- ur til annarrar og þriðju afgreiðslu í dag og er ekki talinn nokkur vafi á að hún verði samþykkt. Ástæða falls landstjórnarinnar er sú að Sjálvstýriflokkurinn dró sig út úr stjórnarsamstarfinu í kjöl- far deilu um þingforsetann, Lasse Klein, en hann var rekinn úr flokkn- um í síðustu viku. Flokksmenm- höfðu áður lofað að styðja stjórnina fram að kosningum, sem fram áttu að fara í nóvember nk. -----» ■»--«- Þing’ið á Ítalíu Sljórnin samþykkt Rómaborg. Reuter. ÖLDUNGADEILD ítalska þingsins lagði í gær blessun sína yfir stjórn fjölmiðlajöfursins Silvios Berluscon- is. Stjórnin fékk 159 atkvæði gegn 153 og tveir sátu hjá. Samkvæmt reglum deildarinnar telst hjáseta jafngilda andstöðu, þannig að mun- urinn var aðeins fjögur atkvæði. Stjórnin er ekki með meirihluta í deildinni og fékk atkvæði nokk- urra þingmanna, sem hafa verið skipaðir til lífstíðar, og miðju- manna. Talið er nánast öruggt að neðri deildin samþykki stjórnina. Díana prinsessa þykir eyða of miklu fé í fatnað. Karl og Díana Deilt um fjársóun Lundúnum. Reuter. BRESKIR fjölmiðlar skýrðu frá því í gær að Karl Breta- prins væri æfur út af eyðslu- semi Díönu prinsessu, sem eyddi 160.000 pundum, 17 milljónum króna, í fatnað og snyrtingu í fyrra. Samkvæmt ársreikningi, sem birtur var í gær, fór jafn- virði 9,8 milljóna króna í fatn- að handa Díönu, milljón í hár- greiðslu, 3,2 milljónir í snyrt- ingu og ýmsar fegrunarað- gerðir. í þetta eyddi hún 300.000 krónum á viku að jafnaði. Karl hneykslaður Dagblaðið The Daily Mail hafði eftir vinum Karls að hann væri hneykslaður á þess- um útgjöldum og skildi ekki hvemig þau gætu verið svo há. Bresku fjölmiðlarnir lýsa málinu sem þætti í baráttu Karls og Díönu um samúð al- mennings eftir skilnað þeirra árið 1992. Sagt var að Karl hefði aldrei áður skipt sér af útgjöldum prinsessunnar. Friðarsamvinna NATO og Austur-E vr ópur íkj a Rússar fái sér- stakan samning Brussel. Reuter. ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ (NATO) samþykkti í gær að bjóða Rússum sérsamning um samstarf í hermálum eftir að þeir höfðu hafnað Friðarsamvinnunni (Partnership for Peace), sem bandalagið bauð Áust- ur-Evrópuríkjum og fyrrverandi lýð- veldum Sovétríkjanna. Sendiherrar aðildarríkjanna 16 samþykktu að stefna bæri að sér- stökum samningi við Rússa sem yrði algjörlega óháður Friðarsamvinn- unni og tæki mið af „stærð Rúss- lands og áhrifum“. í samningnum verður kveðið á um meira samráð í öryggismálum Evrópu en gert er ráð fyrir í Friðarsamvinnunni. Rússneska stjórnin hefur kvartað yfir því að NATO hafi ekki tekið nægilegt tillit til sjónarmiða þeirra, til að mynda þegar ákveðið var að gera loftárásir á serbnesk skotmörk í Bosníu. Ráðamenn í mörgum Austur-Evr- ópuríkjum, sem vilja aðild að NATO, hafa á hinn bóginn kvartað yfir því að bandalagið hafi tekið of mikið tillit til Rússa, sem eru andvígir stækkun NATO í austur. Sérstakur samningur við Rússa gæti því valdið uppnámi á meðal annarra Austur- Evrópuþjóða. Sendiherrarnir samþykktu einnig að hin Austur-Evrópuríkin þyrftu að fá að vita um sérsamninginn við Rússa í smáatriðum. Stjórnarandstaðan sigurviss í Malaví SAMEINAÐA lýðræðisfylkingin, helsti stjórnar- ingunum í landinu. Myndin er af ungum stuðn- andstöðuflokkurinn í Malaví, kvaðst í gærkvöldi ingsmönnum flokksins fagna kosningunum, sem vera örugg um sigur í fyrstu lýðræðislegu kosn- binda enda á þrjátíu ára einsflokkskerfi í landinu. Vigdís forseti í Slóvakíu VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti íslands, kom í opinbera heimsókn til Slóvakíu í gær. Forseti Slóvaka, Michal Kovac, tók á móti Vigdísi í höfuðborginni, Brat- islava, og myndin var tekin við það tæki- færi. Síðar um daginn ræddi Vigdís við forsætisráðherra Slóvakíu og lagði blómsveig að minnismerki um fórn- arlömb uppreisnarinnar gegn stjórn Jozefs Tisos, sem ríkti undir vernd Þjóð- verja, árið 1944. Um kvöldið bauð Vig- dís til veislu í Bratislava-kastala. Heim- sókn forsetans lýkur á föstudag. Morgunblaðið/CTK - Jana Kosnarova Vopnahlé talið líklegt í Bosniu Sarajovo. Reuter. TALSMENN Serba og múslima í Bosníu gáfu í skyn í gær, að þeir gætu fallist á fjögurra mánaða vopnahlé eins og Rússar, Bandaríkja- menn og fulltrúar Evrópusambandsins hafa lagt til. Yrði sá tími notað- ur til hefja að nýju viðræður um varanlegan frið í landinu. Mirko Pejanovic, Serbi, sem sæti að hann vildi vopnahlé strax og án á í bosnísku forsætisnefndinni, sem er þó aðallega skipuð múslimum, sagði í gær, að ríkisstjórnin léti hugsanlega af andstöðu sinni við vopnahlé í fjóra mánuði en ítrek- aði, að hún vildi hafa það skenunra. Radovan Karadzic, leiðtogi Bosníu- Serba, tók hins vegar af skarið um, skilyrða. Kvað hann Serba vilja binda enda á stríðið í landinu og sagði, að stöðva yrði sókn múslima við Tuzla. Múslimar hafa verið andvígir íjögurra mánaða vopnahléi af ótta við, að það yrði til að festa í sessi landvinninga Serba.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.